Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 15 upp við sig á miðnæturstund hvort hún eigi að sökkva sér í Skjálfanda- flóann eða að rísa aftur upp á hvolf- ið án þess að hafa þar viðstöðu. Á slíkum stundum verður litum og blæbrigðum Kinnafjallanna ekki lýst með orðum. Hógværð var förunautur Jóns Sigtryggsonar í leik og starfi. Hann kunni ekki þá list að trana sjálfum sér fram eða láta á sér bera. Eng- inn gat þó vænt hann um skapleysi eða skoðanaleysi. Þvert á móti vissi hann að hverju stefna bæri og hvernig ætti að ná markmiðum. Hann hafði sinn hátt á, og með honum tókst honum í senn að ávinna sér bæði virðingu og vináttu þeirra sem urðu honum samferða á lífsleiðinni. Ég hygg að okkur öllum hafí þótt skarð fyrir skildi þegar annar mannaði stólinn hans við kvöldverð- arborðið og í setustofunni og kannski fundum við þá betur en nokkru sinni fyrr að Jón Sigtryggs- son var einlægur vinur okkar allra. Hugurinn hvarfaði til hans og ég er ekki í nokkrum vafa um að hug- ur hans var hjá okkur. Og í framtíð- inni munum við geyma minningu hans, minningu sem oftsinnis verð- ur rifjuð upp á komandi veiðidögum. Sá þáttur sem hann átti í að mynda félagsskapinn og móta venjur hans og siði mun ekki gleymast okkur sem nú fetum í fótsporin. Steinar J. Lúðvíksson. Dauðinn hinn slyngi sláttumaður er alltaf að og enginn slær völlinn betur. Hin síbeitta sigð hans hefur nú hitt fyrir vin minn prófessor Jón Sigtryggsson, tannlækni. Ekki get ég sagt að andlát Jóns kæmi mér á óvart, því lífshlaup hans var langt orðið, heilsan farin og mikið dags- verk að baki, sem unnið var af meiri óeigingirni, en flestum er lag- ið. Nokkuð lýsir það manninum, að skömmu eftir að hann hætti tann- læknisstörfum tók hann sér plast- poka í hönd og tæmdi í hann nokkr- ar skúffur af ógoldum reikningum viðskiptavina sinna. Að svo búnu gekk hann að húsabaki og brenndi þar allt til ösku. Svo glaður var Jón eftir þessa bálför, að engu var lík- ara en hann hefði kastað ellibelgn- um og taldi sig sjálfsagt verk unn- ið hafa. Jón var maður eigi mikill að vallarsýn, en þeim mun stærri var hans hlýja sál og eigi að undra, þótt mér og fleirum kæmi hann oft í hug þá góðs manns var getið. Um langdrægt fjögurra áratuga skeið var það snar þáttur í lífi Jóns að fara á hverju sumri til laxveiða norður að Laxá í Aðaldal. Til þess- ara ferða hlakkaði hann meira en nokkurs annars, enda tók hann í upphafi slíku ástfóstri við ána og umhverfi hennar að með fádæmum var. Laxá var í hans augum vafa- laus drottning hinna íslensku fall- vatna og engan hljóm vissi hann fegurri en þann, sem barst frá foss- aflaumi og hinum bláu og síkviku strengjum drottningarinnar. Gróðurfar og fuglalíf við Laxá, var í hans augum makalaust meistara- verk skaparans. Mér er ógleyman- legt atvik, er ég á húmblárri sumar- nótt hitti Jón þar sem hann sat milli tveggja þúfna og strauk þeim blítt sína með hvorri hendi, samtím- is því að horfa til árinnar með ósvikna lotningu í andlitinu. Á þann hátt hlóð hann sig bæði orku og yndi frá því umhverfi sem honum var kærast. Við hér á bökkum Laxár fögnum komu farfuglanna vor hvert og þó einkum lóunnar, sem kemur að kveða burt snjóinn. Við fögnum einnig komu veiðimannanna og má segja, að Jón hafí skipað sæti lóunn- ar í þeirra hópi. Hann átti hvar- vetna vinum að mæta á bökkum uppáhaldsárinnar sinnar, enda fór það að líkum með annað eins ljúf- menni. Hann uppskar svo sannar- lega eins og hann sáði. Lóan mun halda áfram að koma og kveða burt snjóinn og veiðimennirnir munu halda áfram að koma, en Jón verður ekki með í för, því hann á ekki afturkvæmt og við munum sakna vinar í stað, meira að segja breytist niður árinnar í saknaðar- ljóð, ef við hlustum rétt. Það var ekki ætlun mín að skrifa um lífshlaup Jóns Sigtryggssonar sem slíkt, heldur aðeins að þakka honum ljúfa og ógleymanlega sam- fylgd hér við Laxá þar sem snjór gleymskunnar mun seint fenna í spor hans sem svo hljóðlega gekk og varlega fór. Nú þegar Jón er horfínn fyrir feigðarbrún vil ég f.h. okkar vina hans hér við Laxá senda honum einlægar þakkir fyrir kærar stundir og kynni góð og oska honum yndis á hinni ókunnu strönd handan þess hafs, sem aðskilur lifendur og dauða. Fjölskyldu hans og aðstand- endum öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson. Fleirí greinar um Jón Sigtryggs- son bíða birtingar og munu birt- ast næstu daga. Islenskt skátastarf 80 ára NÚ í ár fagnar íslenska skáta- hreyfingin því að 80 ár eru liðin siðan skátastarf hófst á íslandi. Skátahreyfingin var stofnuð 1907 af Robert Báden-Powell. í dag er skátahreyfingin stærsta einstaka æskulýðshreyfingin í heiminum, starfandi í yfir 100 löndum og um 26 milljóiiir drengja og stúlkna taka þátt í starfinu. Skátar á íslandi eru um 11.000 og starfa í um 40 skátafélögum víðs- vegar um landið. Upp á ýmsu verður bryddað á af- mælisárinu. Formlega hefst afmælis- árið 22. febrúar nk. en sá dagur hef- ur ávallt verið hátíðardagur skáta um allan heim þar sem hann er fæðingar- dagur stofnanda hreyfmgarinnar, Baden-Powells, og konu hans, Oliviu. Flest skátafélögin á landinu munu verða með einhverja hátíðardagskrá í sínni heimabyggð. En síðan munu öll félögin koma saman og hvert á sínum stað kl. 18.30 og kveikja bál- köst, syngja og hefja afmælisárið formlega með því að skjóta upp 80 flugeldum. Gömlum skátum og öðrum velunn- urum hreyfíngarinnar er bent á að spyrjast um það hjá sínu heimafélagi hvar dagskrá félagsins fari fram og taka þátt í henni sem og öðrum. í sumar verður síðan afmælis-skát- amót á Úlfljótsvatni á vegum Skáta- sambands Reykjavíkur. Út verður gefíð mjög veglegt afmælisblað Skátablaðsins í sumar og að lokum mun verða haldið sérstaklega upp á sjálfan afmælisdaginn 2. nóvember nl. (Fréttatilkynning) RS Ƨa&v RAÐSTEFNA UM ATVINNUMÁL VERKFRÆÐINGA laugardaginn 22. febrúar 1992 í þingsal A, Hótel Sögu Dagskrá: Kl. 14.00 Ráðstefnan sett: Þorsteinn Sígurjónsson, formaður SV. Kl. 14.10 Ávarp iðnaðarráðherra: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Kl. 14.20 Launamál verkfræðinga, kjarakönnun SV: Halldór Ingólfsson, stjórnarmaður í SV. Kl. 14.45 Vinnumarkaður verkfræðinga Jón Erlendsson, yfirverkfræðingur og Guðrún Zoéga, framkvæmdastjóri FRV. Kl. 15.15 Kaffihlé Kl. 15.45 Áhrif EES-samninga á atvinnumál verkfræðinga: Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur hjá FÍI og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Kl. 16.30 Pallborðsumræður Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Þorsteinn Helgason, forseti verkfræðideildar HÍ, Halldór Þ. Halldórsson, formaður VFÍ og Ólafur Erlingsson, formaður FRV. Aðgangseyrir er enginn og ráðstefnan öllum opin. HVÍTLAUKSBRAUÐ JLisián. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKANÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað * Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. :*, ' Baguettes k lt Knoblauchbutter med hvldlogssmor ^ ove rt mit^omauchhutter met>^msamsmör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.