Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 fclk í fréttum Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráð- herra ávarpaði gesti. Morgu nblaðið/Svernr Árni Samúelsson og Guðný Ásberg Björnsdóttir, eigendur Bíóhallar- innar, tóku á móti frumsýningargestum. KVIKMYNDIR JFK frumsýnd Kvikmyndin JFK var frumsýnd í Bíóhöllinni um síðustu helgi. Myndin fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og henni er leik- stýrt af Oliver Stone. Fjöldi gesta var á sýningunni, þar á meðal Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, sem jafnframt ávarpaði gesti. Myndin, sem er um þriggja klukkustunda löng, hefur fengið góða dóma vestanhafs. Athugið ávallt síðasta notkunartíma á botni rafhlöðunnar. RAFBORG sf. sími 622130 Margir voru saman komnir á Keflavíkurflugvelli til að verða vitni að þessari sögulegu stund og einnig var áhöfnin tekin í karphúsið samkvæmt hefð í flughernum. Nokkuð hefur mann- afla fjölgað með tilkomu nýju þyrlanna og eru liðsmenn björgun- arsveitarinnar nú um 100 manns. BJÖRGUN Síðasta flug björgun- arþyrlunnar HH-3E „ Jolly Green Giant" Síðasta flug HH-3e-þyrlu björg- unarsveitar varnarliðsins, „Jolly Green Giant", var farið fimmtudaginn 13. febrúar, en 3 til 4 þyrlur þessar tegundar hafa ver- ið staðsettar hér á landi síðan 1971. Á þessu tuttugu ára tímabili hefur björgunarsveitin bjargað 250 mannslífum auk þess sem hún hef- ur í fjölda tilfella veitt aðstoð við sjúkraflutninga og að leiðbeina flugvélum sem átt hafa í vanda. Bandaríski flugherinn hefur að undanförnu unnið að endurnýjun þjörgunarþyrluflota síns og nú hafa nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-60G, „Rescue Hawk", tekið við hlutverkinu. Að sögn Friðþórs Ey- dals, upplýsingafulltrúa varnaliðs- ins, eru nú 3 slíkar þyrlur á Kefla- víkurflugvelli, sú fjórða er væntan- leg í mars og hugsanlega kæmi fimmta þyrlan síðar. Friðþór sagði að nýju þyrlunar væru mun nýtísk- ulegri og betur búnar tækjum en þær eldri. Þær væru aflmeiri og hraðfleygari, gætu tekið eldsneyti á flugi og væru búnar afísingar- tækjum og fullkominni ratsjá. Síðasta flug „Jolly Green Giant" var að sögn Friðþórs reglubundið æfingarflug og var yfirmaður björgunarsveitarinnar, Dale Kiss- inger undirofursti, við stjómvölinn. Samkvæmt hefð í flughernum var tekið vel á móti Kissinger og áhöfn hans og vöknuðu margir í þeim Morgunblaðið/Björn Blöndal Að loknu síðasta flugi HH-3E, „Jolly Green Giant", á fimmtu- daginn. Dale Kissinger undi- rofursti, sem er Iengst til hægri, var flugstjóri en hann er jafnframt yfirmaður björgunarsveitarinnar. Þyrlan er smíðuð árið 1966. barningi. Hlutverki HH-3E, „Jolly Green Giant", er þó ekki lokið fyr- ir bandaríska flugherinn, þær verða teknar í sundur og fluttar til Bandaríkjanna þar sem munu þjóna varaliði flughersins enn um sinn. - BB RYMIHGARSALA Rýmum fyrir nýjum vörum Fallegur og vandaður f atnaður á f rábæru verði Stendur aðeins í nokkra daga EINSTAKT TÆKIFÆRI s GALA Laugavegi 101,2. hæð, sími621510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.