Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ POSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 27 Samúel Jónsson, Þhigdal - Mhmíng Samúel Jónsson fæddist að Brjánsstöðum á Skeiðum 3. maí 1903, einn í hópi átján systkina, sem foreldrar hans, Helga Þórðar- dóttir frá Þrándarholti í Gnúpverja- hreppi og Jón Sigurðsson frá Drumboddsstöðum í Biskupstung- um, eignuðust. Fjórtán systkinanna náðu full- orðinsaldri. Brjánsstaðaheimilið var fátækt, en búið var rekið af hagsýni og ráðdeild. Fæði og klæði skorti hinn stóra systkinahóp aldrei. Systkinin sem upp komust voru öll atgervis- fólk og þurftu eðlilega að taka til höndum strax og styrkur leyfði. Samúel var fljótt vel á sig kom- inn líkamlega, skarpholda og stælt- ur. Léttleikamaður til gangs. Ungur fór hann í vinnumennsku á ýmsa bæi. Lengst var hann í Haga í Gnúpverjahreppi. Meðal verkefna hans í Haga var að fóðra gemlinga, sem geymdir voru á eyju í miðri Þjórsá, Hagaey. Þangað varð ekki komist nema á báti eða öruggum hesti. Samúel sinnti þessum gegningum daglega vetrarlangt, öll árin sín í Haga og enginn á bænum var tiltækur að hlaupa þar í skarð fyrir hann. Samúel lenti eitt sinn í því að verða að nota annan hest en þann, sem ætíð hafði klofið strauminn með húsbónda sinn milli lands og eyjar. Hesturinn greip tækifærið meðan Samúel sinnti gemlingunum og setti sig í ána og hraktist síðan í hólma neðar í ánni. Samúel taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að leggja í jökulflauminn til lands og hafði aðeins skóflu sér til stuðnings. Mjög var á mörkum að hann næði að standa í fætur í hinu djúpa og straumþunga vatni og hefði saga hans vart orðið lengri hefði hann flotið upp. Eftir fimm ár í vinnumennsku í Haga gerðist Samúel bóndi í Skarðsseli á Landi í nokkur ár. Síð- ar bjó hann um tíma að Fjalli á Skeiðum. ^ Árið 1943 kvæntist Samúel Stef- aníu Eiríksdóttur frá Kampholti í Villingaholtshreppi. Sama ár hófu þau búskap að Þingdal í sömu sveit. Jörðin er þar sem hvað hæst ber í Villingaholtshreppi og var umlukt mýrarflóum, sem víða voru hið mesta ótræði. Um aldir hafði verið þar þingstaður sveitarinnar og hef- ur þar vafalaust miklu ráðið hversu víðsýnt er þaðan til allra átta. Búskapur hefur í byrjun verið næsta erfiður í Þingdal, því jörðin var nær húsalaus og vegasam- bandslaus, þangað lágu aðeins moldargötur, ófærar öllum tækjum í bleytu, og gönguslóðir manna og hrossa. Fyrstu árin varð Samúel að reiða flest aðföng að búi sínu á reiðings- hestum. Mjólkin var reidd á hverjum morgni þriggja kílómetra leið, þar sem styst var yfir mýrarsundin á þjóðveg. Þá sömu leið minntust þau Stefanía og Samúel að Magnús Torfason, sýslumaður, kom eitt sinn berfættur með skó sína og sokka undir hendi til að halda manntals- þing, sem síðast var þar haldið 1947. Samúel hófst fljótt handa við að bætá vegasamband jarðarinnar, en það var eðlilega dýrt og erfitt. Hann varð sjálfur að kosta miklu til, en naut 'aðstoðar yina sinna og sveitunga með tækjakost. Þrátt fyr- ir mikla erfiðleika fyrstu árin vænk- aðist hagur hjónanna í Þingdal. Hús voru byggð yfir búfé og fólk, land- ið ræst fram og ræktað. Stefanía og Samúel voru mjög samhent við búskapinn, bæði glögg á búfé, þarfir þess og meðferð, þannig að því liði vel og skilaði góðum arði. Samúel var einstaklega laginn að hjúkra meiddum eða sjúk- um dýrum. Sauðfé frá Þingdal varð rómað fyrir gott byggingarlag og mikinn fallþunga. Margir fengu hrúta hjá Samúel til að bæta eigin fjárstofn, og hann var heiðraður fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt. Samúel hélt fé sínu ætíð í heima- högum eftir að hann flutti að Þing- dal, þó að þar teldist landlétt, mest- megnis mýrargróður. Hann rak búfé sitt aldrei á afrétt, sem hann gjörþekkti eftir starfsár sín í upp- sveitum Suðurlands. Hestakostur í Þingdal var mjög góður, þaðan hefur margur gæðing- urinn komið og úr hjörð þeirra Þing- dalshjóna hafa komið hross, sem metin hafa verið með því besta í íslenskri hrossarækt. Bæði tóku þau Stefanía og Samúel mikinn þátt í félagslífi sveitar sinnar. Greiðvikin voru þau og gestrisin. Traust vinabönd tengdust við marga sveitunga. Samúel vann kirkju sinni í Villinga- holti mikið starf. Hann var formað- ur sóknarnefndar á annan áratug og hann söng í kirkjukórnum við flestar athafnir í áratugi. Samúel var trúaður og bænheitur. Hann trúði staðfast á annað og æðra líf að lokinni jarðvist. Stefanía og Samúel eignuðust tvö börn, Eyrúnu og Jón, sem bæði eiga afkomendur. Þingdalshjónin sátu jörð sína með sóma, svo lengi sem sætt var. Síð- ustu árin ráku þau lítið fjárbú. Sinntu öllum verkum sjálf, en fengu hjálp nágranna og vina við að koma heyjum í hús. Þau brugðu búi 1988 og fluttust að Selfossi. Þar leið þeim vel, nutu vináttu og góðra granna. Samúel var fróðleiksfús, las allt sem hann komst yfir og var fróður vel. Hann hneigðist mjög að skáld- skap, las og lærði ungur kveðskap höfuðskálda okkar. Með ólíkindum var hvað hann kunni af kveðskap og hafði á hraðbergi fram á elliár. Hann var sjálfur mjög vel hagmælt- ur og átti létt með að setja saman stökur. Hann orti oft um sveitunga sína og lét heyra þegar mannfagn- aðir voru haldnir. A vegamótum leitar hugurinn til horfinna heiðríkjustunda með Samúel. Ferða á fáksspori á mjúk- um moldargötum í heimalöndum Þingdals og Kampholts. Glaðra samverustunda í bæ Samúels í litl- um vinahópi, þar sem hann oft hafði orðið, fór með kvæði góð- skálda og fléttaði inn á milli lausa- vísum eftir sjálfan sig. Slíkar stund- ir geymast sem perlur í þakklátum hugum vina hans, sem slíks náðu að njóta. Samúel hafði mestar mætur á Matthíasi Jochumssyni af skáldum okkar og frændkonum Matthíasar, Herdísi og Ólínu Andrésdætrum. Þakklátir fyrir að hafa eignast vináttu Samúels kveðjum við Skúli Br. Steinþórsson og fólk okkar hann með erindi úr kvæði eftir Herdísi Andrésdóttur. Og seinna þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harmatár mun herra timans, hjartans faðir vor úr hausti tímans gjöra eilift vor. Sveinbjörn Dagfinnsson. Vatnar nú í vinahóp . völt er lífsins glSma þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tíma. (M.J.) Þes.sar ljóðlfnur komu upp í hug- ann þegar mér barst fregnin um andlát vinar míns, Samúels Jóns- sonar frá Þingdal, en hann lést að morgni 12. febrúar sl. á áttugasta og sjöunda aldursári, að hefmili sínu Víðivöllum 2, Selfossi, en þar bjó hann ásamt eiginkonu sinni, Stef- aníu Eiríksdóttur, síðastliðin þrjú ár. Þegar þau hjón fluttust að Sel- fossi höfðu þau stýrt farsælu búi í Þingdal í Villingaholtshreppi í 45 ár. Þingdalur gnæfir hátt yfir Flóann með fögru útsýni til allra átta. Það- an má sjá fjallahringinn sem umvef- ur allt Suðurland óslitið frá Ingólfs- fjalli að Seljalandsmúla með Vest- mannaeyjar í suðri. Það var ekki að undra þótt þetta fagra býli væri kvatt með trega og tárum á hvörmum eftir svo langa og farsæla búsetu þar. En hjá þess- um örlögum var ekki komist er ald- ur færðist yfir og kraftar fóru að dvína. Það var mér mikils virði að hafa kynnst og fá að eiga að vinum þessi heiðurshjón. Mörgum frístundum eyddi ég í Þingdal eftir að ég flutt- ist á Selfoss. Viðmót og gestrisni húsráðenda var einstök, enda gesta- koma mikil og veitingar ómældar látnar í té. Það má segja að áhuga- mál og skoðanir okkar hafí farið vel saman og runnið eftir sama farvegi. í Þingdal komst ég í tengsl við þann jarðveg sem ég er sprott- inn úr. Búskapurinn hjá þeim hjónum, Samúel og Stefaníu, í Þingdal var góður og gjöfull og gaf búið vel af sér meira en almennt gerðist, enda allur búsmali í fremstu röð. Samúel var einstakur fjárræktarmaður og nutu margir grannar hans og fleiri góðs af. Otaldir verða þeir reiðhest- ar sem frá honum komu og fóru vítt. Það var margt sem prýddi Þing- dalsbóndann. Hann var prúður og hógvær í allri framgöngu, greindur og víðlesinn. Ljóðrænn var hann og lék ljóðadísin á vörum hans oft með glettni og græskulausri kímni. Verklagni og hagar hendur fylgdu honum alla tíð. Nú þegar hann hefur hafið för sína til hins fyrirheitna lands, til síns guðs sem hann trúði á og elsk- aði, fylgja honum þakkir og góðuf hugur. Við hjónin vottum Stefaníu og börnum þeirra, Rúnu og Jóni, svo og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Sof nú sætt með sæmd og heiðri félaginn dyggvi og drottins holli. Nú má guð gjalda góðum þjóni hangir nú hægri hönd mín sem reyr. (M.J.) Guðni B. Guðnason. Þegar við fréttum skyndilegt andlát Samúels Jónssonar frá Þingdal að morgni 12. febrúar leit- aði hugurinn aftur til bernskuár- anna. Samúel sem var næsti nágranni okkar var sá maður er við systkinin þekktum einna best af svéitungun- um. Við vorum ekki há í loftinu þegar við skynjuðum hve traust og einlæg vinátta var milli heimila okkar. Samúel var einstaklega barngóður og hafði þann hæfíleika að geta talað við börn jafnt sem fulloi-ðna og hlustað á þau, enda var það alltaf tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til þeirra Þingdals- hjóna. Áður en bílar komu til sögunnar á hverjum bæ var Samúel boðinn og búinn að koma upp í Egilsstaða- kot á bíl sínum og fara með okkur hvert sem var. Minnumst við í því sambandi jólaboðanna, sem alltaf voru árviss, berjaferðanna á haust- in, og margra annarra ferða er við fórum með honum. Þessi ferðalög voru einstök ævintýri börnum sem annars lítið fóru að heiman. Fræddi hann okkur um það helsta sem fyr- ir augu bar, sagði margar merkileg- ar sögur því hann var einstakjega fróður og víðlesinn maður. Söng- elskur mjög og brást aldrei að tek- ið var lagið á slíkum stundum. Þeir sem þekktu Samúel vissu að þar fór maður sem hafði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum. Hann var trúaður og treysti ávallt á hið góða í lífinu, og miðlaði því til vina sinna allt til^síðustu stundar. Nú þegar við kveðjum Samúel er okkur efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann var okkur og fjölskyldum okkar. Hér látum við að endingu fylgja ljóðið er hann kenndi okkur, og hafði mikla mætur á, og erum minn- ug þeirra orða er hann sagði oft: „Vinir mínir, nú syngjum við þetta gullfallega lag." í kvöld þegar ysinn er úti og annríkið hverfur og dvín þá komum við saman og syngjum, uns sjöstjarna á himninum skín. Þvi andinn á heiðrikan himin í hvild eftir stormþungan dag, og allt sem er göfugt til gleði, þáð geymist í söngvum og brag. Þó vindsvalur vetur sé úti _ og vorblíðan langt suðr' í geim, þá syngjum við sólskin í bæinn og sumarið til okkar heim. (Freysteinn Gunnarsson) Elsku Stebba, við sendum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga, Sigurbjörg, Guð- steinn og Einar. Samúel fæddist 3. maí 1905 að Brjánsstöðum á Skeiðum. Foreldrar hans voru Helga Þórðardóttir og Jón Sigurðsson, sem bjuggu þar lengi og áttu 18 börn, þar af kom- ust 14 til aldurs. Ólst Samúel þar upp fyrstu æviár sín, en þar sem foreldrar hans voru sárafátæk og sífellt fjölgaði börnunum fór Samú- el kornungur í vist til annarra, fyrst sem snúningadrengur til frændfólks síns í Þrándarholti, síðar sem vinnu- maður. . Samúel var léttur á fæti og þol- inn göngumaður, t.d. gekk hann á einum degi frá Reykjavík og upp að Brjánsstöðum á Skeiðum, með pokann sinn á bakinu, án þess að verða eftir sig. Þá var hann manna lagvirkastur og smíðaði margt bæði fyrir sjáfan sig og aðra. Samúel var á tímabili vistmaður í haga í Gnúpverjahreppi hjá Mar- gréti Eiríksdóttur er bjó þar lengi einstæð. í þeirri vist hirti hann lömb í Hagaeyju, en hún Iiggur úti í Þjórsá. Var það oft vosbúðarverk og ekki alltaf hættulaust, en Samú- el komst áfallalaust frá því og máttu það kallast góðar lyktir á erfiðu verkefni. Eitt sinn var hann þó hætt kominn, er hestur sem hann reið út í eyjuna sleit sig laus- an og stökk í land svo Samúel varð að vaða ána heim því ekki vildi hann vera í eyjunni nætursakir. En erfið var landferðin og lengi var hann yfir ána því svo var straum- þunginn mikill að hann gat aldrei lyft upp fæti fyrr en hann var kom- inn á þurrt, en allt fór vel. Samúel var jafngóður eftir vosið en þótti vaxa af þreki sínu. Vorið 1931 hóf Samúel búrekstur á Skarðseli í Landsveit og bjó þar í fjögur ár og.var þar síðasti ábú- andinn. Þar kynntist Samúel all- mörgum mönnum, sem honum þótti mikið koma til og setja mikinn svip á sveitarbrag, svo sem feðgunum í Fellsmúla, Guðmundi í Múla o.fl. Þá fluttist Samúel að Fjalli á Skeiðum og bjó þar í fimm ár. Jörð- ina átti Sigríður Ófeigsdóttir. Var hún í heimili hjá Samúel _og seldi honum svo síðar jörðina. Á báðum þessum stöðum hafði Samúel búið með ráðskonum. 1940 hætti Samú- el búskap og flutti til Kjartans bróð- ur síns sem þá hafði hafið búrekst- ur á Bitru í Hraungerðishreppi og var hjá honum búlaus í eitt ár. A næsta bæ við Bitru var heimasæta, Stefanía Eiríksdóttir, og felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband. Vorið 1941 flutti svo Samúel að Kampholti þar sem tengdaforeldrar hans bjuggu og þar hófu ungu hjón- in búrekstur. Þröngt þótti þeim um sig í Kampholti og keyptu því vorið 1943 mestan hluta Þingdals og bjuggu þar í yfir 40 ár við sívax- andi hagsæld. Þó urðu bæði hjónin fyrir erfiðum veikindum á fyrri hluta þessa tímabils sem mjög hnekkti vinnuþoli þeirra. En ekkert fékk bugað kjark þeirra og hyggindi. Mjög voru þau hjón samhent við rekstur búsins. Velferð og fóðrun bústofnsins var þeim ekki hégómamál, enda báðum einkar sýnt um að umgangast búfé. Samúel ræktaði kollóttan fjárstofn, afurðasaman og þroskamikinn. Fáir munu hafa átt jafnvæna dilka að hausti og Samúel enda sóttu marg- y ir til hans kynbótafé og reyndist það farsælt. Þá var hestakyn hans kostamikið og er það nú í ræktun hjá kunnum hestamönnum á Sel- fossi, sem rækta það bæði sér til ánægju og hagnaðar. Samúel var bráðgreindur, fróður og minnugur svo að af bar. Ekki var Samúel maður hálfyrðanna og sagði álit sitt á mönnum og málefn- um, hvort sem var til lofs eða lasts þannig að enginn þurfti að vera í vafa um meiningar hans eða skoð- anir. Allra manna var hann raun- bestur og skipti þá ekki máli þótt hann hefði dæmt þá hart með eigin stóradómi skömmu áður, sem að- stoðar þurftu að njóta. Oft var gestkvæmt hjá Samúel, hann var veitull, oft kom brjóstbirta í glasi, spillti það ekki gleðinni né völdum samræðum. Samúel átti mjög gott meða að halda uppi sam- ræðum og naut þess að ræða við aðkomufólk. Hann bjó yfir óþrjót- andi glaðværð og gamansemi enda leiddist engum í návist hans. Marg- ir eiga skemmtilegar endurminn- ingar frá heimsóknum á heimili þeirra hjóna, þar á meðal undirrit- aður. Samhent voru þau hjón um gestamóttöku. Fyrir nokkrum árum varð Samú- el fýrir því að veikjast af heilablóð- falli með þeim afleiðingum að lík- amskraftar hans biðu verulega hnekki en það sem verra var að talfæri hans biluðu svo að hann átti mjög erfitt um mál. Hann hélt þó allgóðu minni frá fyrri tíð þótt dagleg tíðindi gleymdust. Aður hefur verið minnst á hversu fróður Samúel var og minnugur. Leitað var eftir því við hann að hann skrifaði upp ýmsar frásagnir sem hann kunni en nú var þreki i hans svo komið að skrifað gat hann ekki og munnlegúr flutningur var honum varla orðinn tiltækur. Mjög lítið hefur því geymst af frásögnum og fróðleik Samúels og er óhætt að segja að þeir sem til þekktu sakna þess mikið. Samúel var afar vel að sér um ljóð góðskáldanna og kunni mikið af ljóðum þeirra, en við áfallið á höfuðið gleymdi hann þeim öllum og var það honum mikil raun. Samúel var einlægur trúmaður og rækti vel kirkju sína og studdi alla kirkjustarfsemi af krafti. Þá trúði hann efunarlaust á framhalds- líf. Ef hans skoðanir voru réttar, og ekki mega eftirlifandi vinir hans draga það í efa enda þótt trúlausir séu, mun honum nú horfin öll ömun af málhelti sinni og vera í félagi við vini slna á öðru tilverustigi, svo sem Sigurð Pálsson, vígslubiskup, Ólaf á Þjótanda, bræður sína látna. og eins og fyrri daginn hafa það til mála að leggja sem mestur fagn- (. aður er að. En hérna mun vinum hans, sem heimsóttum hann stöku; 'sinnum nokkrir saman, "tómlegt að geta ekki fundið hann lengur og notið gamansemi hans og glað- værðar. Vitur maður hefur sagt: „Sá sem veitir mannkynjnu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir • því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess." Oft hefur mér fundist að heim- - færa mætti þessi ummæli á Samú- el, það var hreint ótrúlegt hvað mikil kæti og gleði fylgdi honum. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum afkomendum • þeirra hjóna óska ég farnaðar um ókomin ár. Ólafur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.