Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Breytt forgangs- röð - Lifandi fólk eftir Þóri Kjartansson I síðustu kosningum var eitt helsta kosningamál Röskvu „Lifandi há- skóli“. Stjórn stúdentaráðs hleypti af stokkunum í framhaldi af þessu svokölluðu menningarátaki. Snemma á þessu skólaári var svo ljóst að leik- húsferðir og jazz- og blúsuppákomur í hádeginu voru aðaluppistaðan í átakinu. Ekki hafa þó allir nemendur orðið jafnvarir við menningarátakið eins og þeir sem að því standa því nú hefur komið í ljós að sumir vissu alls ekki af því að átak í menningar- málum væri í gangi og enn aðrir gátu ekki, þótt viljugir væru, tekið þátt í því vegna þess að þeir voru af þeim aðilum sem ábyrgir er fyrir menningarviðburðum þeásum ekki nægilega menningarlega þenkjandi. A meðan formaður stúdentaráðs og föruneyti hans ganga í leikhús og fylgjast með hverri leiksýningunn á fætur annarri heldur lífið áfram og alvara lífsins býður námsmönnum byrginn á ógnvænlegan hátt. Við verðum að stokka upp spilin og breyta forgangsröðinni. Við erum flest hingað komin í þeim tilgangi að hljóta góða og gilda menntun sem er vel samkeppnishæf við háskóla erlendis. Til þess að þessi meginhug- sjón okkar nái fram að ganga verðum við að taka á vandanum þar sem hann er mestur og láta menntamál og lánamál á oddinn. Mál málanna, leikhúsferðir og listir, tónleikar og myndlistarsýningar, eru mál sem við megum ekki sofna yfir en það er varla þess virði að fórna heilu há- skólasamfélagi fyrir þau. Menntun er mannsins megin Eins og felstum er kunnugt hefur ríkið skert fjárfrmalög til Háskólans. Ef fer sem horfír stöndum við stúd- entar frammi fyrir því að ekki verði tekið við nýstúdentum á næsta ári. Einnig mun þessi niðurskurður óhjá- kvæmilega bitna á kennslunni og þar af leiðandi ágæti menntunar okkar. Þetta gæti orðið til þess að stúdentar sem útskrifast frá Háskóla íslands verði ekki sambærilegir við stúdenta „Á meðan aðeins er um einn valkost að ræða til náms á háskólastigi á Islandi getum við stúd- entar ekki sætt okkur við skólagjöld í neinu formi því það myndi augljóslega skerða rétt okkar til náms. Ekkert okkar má láta deigan síga í baráttunni fyrir góðum háskóla.“ sem útskrifast frá erlendum háskól- um. Málið er því gríðarlega alvarlegt og varðar okkur öll. Hluti af niður- skurðinum birtist okkur í formi skólagjalda. Skólagjöld eru okkur stúdentum mikið áhyggjuefni því þau hafa í eðli sínu tilhneigingu til að hækka eftir að þau hafa einu sinni verið sett á. Fyrir slíkum hækkunum má finna dæmi í erlendum skólum. Þórir Kjartansson Á meðan aðeins er. um einn valkost að ræða til náms á háskólastigi á íslandi getum við stúdentar ekki sætt okkur við skólagjöld í neinu formi því það myndi augljóslega skerða rétt okkar til náms. Ekkert okkar má láta deigan síga í barátt- unni fyrir góðum háskóla. Félagslífið og þú Félagslífið í vetur hefur verið ijöl- breytt og má það helst þakka öflug- um formönnum deildarfélaganna. Hönnunarkeppni var haldin á vegum Félags vélaverkfræðinema og var lísadagar Fallegar flísar prýða hvert heimih. Þær eru ekki bara fallegar, heldur líka sterkasta efni á gólf og veggi, sem völ er á. Við seljum næstu daga mikið af gólf- og veggflísum á heimsþekktum ðendum, með 10-50% afslætti. ,1 Munið Hyggingavolliiiia. 25% úl og eílirslöövai* í alll aíi 2 sii. 7 málníngarP JFM pjónastan hf MSSL akranesi #07 arma HAFNARFIRDI METRO í MJÓDD m G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI L«mwL Grensásvegi 11 • Reykjavik • Slmi 83500 aðalframkvæmdaraðilinn að henni formaður skorarinnar, Bjami Þ. Bjarnason. Keppnin var haldin í Háskólabíói að viðstöddum troðfull- um sal áhorfenda. Keppni sem þessi er til fyrirmyndar fyrir önnur deildar- félög innan skólans og sýnir að há- skólasamfélagið verður ekki frjótt og lifandi nema sem flestir taki þátt í að efla það. Það verður aldrei á höndum einstakra aðila að efla fé- lagslífið heldur okkar allra sem vilj- um ekki að skólinn okkar sofi værum blundi. Félagslíf og virkur háskóli er ekkert fyrirbæri sem stendur og fellur með leikhúsferðum það stendur og fellur með þér. Lifandi fólk sem hugsar hátt Atvinnumálanefnd SHÍ var stofn- uð í vetur að tillögu Bjarna Ármanns- sonar sem síðan var kosinn formaður nefndarinnar. í framhaldi af starfi nefndarinnar var ákveðið að hafa atvinnumálaráðstefnu og var fram- kvæmdastjóri hennar kosinn Börkur Gunnarsson. Ráðstefnan var haldin í Háskólabíói og tók um fjórðungur stúdenta þátt í henni. Ráðstefna sem þessi hefur mikil- vægu hlutverki að gegna. Hún teng- ir stúdenta við atvinnulífið og eflir samstarf Háskólans við það með hagnýtum verkefnum stúdenta í þágu ýmissa fyrirtækja. Slíkt sam- starf getur hæglega orðið til þess að kynna fyrir stúdentum möguleika í atvinnulífinu sem eru margir og athyglisverðir. Állt of algengt er að stúdentar komi út úr Háskólanum algerlega óundirbúnir til að takast á við raun- veruleg verkefni og má heimfæra það upp á lélegt samstarf við at- vinnulífíð. Með því að gera atvinnu- málaráðstefnu að árlegum viðburði í Háskólanum má koma í veg fyrir að Háskólinn einangrist frá atvinnu- lífinu og um leið leggja grunn að betri hagvexti í framtíðinni. Forgangsröð og fólkið Nú þegar málin standa á þann veg sem komið er þarf fólk með reynslu sem tilbúið er.að takast á við vand- ann og gera eitthvað í málunum. Hugsjón nægir ekki ein og sér. Fólk- ið sem hefur hana verður líka að geta komið henni í verk. Með þessum hugsunarhætti leggjum við Vöku- menn af stað í kosningabaráttu og ætlum okkur að koma heilsteyptir út úr henni. Megi listir og menning lengi lifa, en vonandi við líka. Höfundur er verkfræðinemi og skipar 8. sæti framboðslista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, til stúdentaráðs. (§) BOSCH Höggborvél „SDS Plus“ með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.