Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 37
jooi vi/.noii'.i.i i<■ qHiU.KíiTí-O'.l hih* Wí/Hn>ini/ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 fi Listin að lifa frá Richardt Ryel: Vitað er að kröfur þær sem nú- tímaþjóðfélag með sína fjölbreytni og flóknu starfsemi gerir til einstakl- ingsins, getur valdið taugaveiklun. En einnig lífsgæðakapphtaupið er mikið álag á taugakerfið. Ónæm- iskerfí okkar er fyrst og fremst ætl- að það hlutverk frá náttúrunnar hendi, að veijast allskonar bakter- ium, sýklum, veirum og öðrum ut- anaðkomandi aðskotadýrum. Mjög er það misjafnt hve mikið álag menn þola á taugakerfíð. Taugasjúkdómar eru samkvæmt þessu langvarandi álag á taugakerfíð sem lífverunni, manninum, hefur ekki tekist að losa sig við, eða linna á. Taugaspenna er viðbrögð okkar til að koma aftur á sálrænu jafn- vægi, og jafna metin gegn utanað- komandi áhrifum. Allt frá dögum Hippokratesar (föður læknisfræðinnar) hafa menn viljað greina fólk eftir því hversu móttækilegt það er fyrir sjúkdómum, t.d. krabbameini. Hér ráða geðsmun- ir og iíkamsvökvi miklu, að sagt er. Lífsvilji, glaðlyndi, bjartsýni og bar- áttuhugur á samkvæmt þessu að hafa jákvæð áhrif á bæði andlegt og líkamlegt heilsufar. Aftur á þung- lyndi, svartsýni og lífsleiði að draga úr viðnámi gegn sjúkdómum. Flestir læknar þekkja hið sér- kennilega fyrirbæri sem kallað er „placebo". Þetta lýsir sér í því að annars áhrifalaust efni, kalktöflur, saltvatnsupplausn o.a. sem gefið er sjúklingi við ákveðnum sjúkdómi, virðist geta fjarlægt eða a.m.k. haft áhrif á sjúkdóminn við það eitt að sjúklingurinn trúir því að þetta sé virkt meðal. Tilfínningar eins og hryggð og sorg geta dregið úr mót- stöðuafli manna, og jafnvel dregið menn til dauða (þótt erfítt sé beint að sanna þetta). Ónæmiskerfið er eins og áður segir fyrst og fremst sjálfvirkt varn- arkerfi gegn bakteríum o.s.frv. Það er þó óumdeilanleg staðreynd að önnur starfsemi líffæra okkar hefur áhrif á ónæmiskerfið. Aftur eru menn ekki ósammála um það hvort andleg starfsemi hefur áhrif á ónæmiskerfið. Margt bendir þó til að svo sé. Loks eru svo menn sem halda því fram að við getum læknað okkur sjálf mkeð hugarorkunni einni, ef við aðeins lærum að beita henni rétt. Að hugur, tilfínningar og taugakerfi er nátengt orkar ekki tvímælis. Við svitnum þegar við hugsum um erfítt próf framundan. Fáum vatn í munninn þegar við sjáum kræsingamar. Döprumst við slæmar fréttir. Hver er sinnar gæfu smiður. Sál- aijafnvægið er undir okkur sjálfum komið. Margt getum við lært af öðrum, en það erfiðasta af öllu, „list- ina að lifa“, getur enginn kennt okkur. RICHARDT RYEL Sollered park 12, 1-17 2840 Holte Danmörku VELVAKANDI FRIÐINDI RÁÐHERRA Dóra Guðmundsdóttir: ÉG VIL þakka Inga Bimi Al- bertssyni fyrir góða grein í Morgunblaðinu 18. febrúar. Þar bendir hann á að dagpeningar ráðherra á ferðalögum ásamt alls konar fríðindum séu ekki annað en launauppbætur. Hann vill að þessar greiðslur verði þegar teknar af og ráðherrar verði þannig öðmm til fyrir- myndar á tímum niðurskurðar. Ingi Bjöm hefur sýnt það að hann er málsvari fólksins og ættu flokksbræður hans að taka meira tillit til þess sem hann segir. Hann hefur glöggan skiln- ing á því sem almenningur hugs- ar og lætur ekki við það sitja að tala um hlutina, heldur vill hann einnig framkvæma. Ég styð hann heilshugar í þessu máli. FIÐLU SÖFNUN Sigríður Þorvaldsdóttir: NÚ ER búið að safna a.m.k. fjór- um milljónum til þess að kaupa fiðluna margumtöluðu. Ég er ekki alveg sátt við þessa söfnum og tel að Sigrún hefði átt að safna fyrir þessu sjálf, það hefði mátt styrkja hana og veita henni lán á hagkvæmum vöxtum. At- vinnurekendur verða sjálfir að ko'ma upp sínum fyrirtækjum og standa og falla með þeim. Margir einstaklingar eru hjálp- arþurfi vegna þess að þeir geta ekki bjargað sér sjálfir og ætti fyrst og fremst að hjálpa þeim með svona söfnunum. AÐEINS FIMM í EINU Þorsteinn Antonsson: NOKKUR orð um símaþjónust- ana hjá Hagstofunni varðandi þjóðskrá. Ég þarf oft að leita til þeirra og fá staðfestingu á kennitölum þar sem ég starfa við verslun. Þama er stundum mikið að gera og hefur mér ver- ið sagt að aðeins sé tekið við fímm kennitölum í einu. Þetta kemur sér auðvitað illa ef maður þarf að fá fleiri kennitölur stað- festar. Á maður þá að hringja tvisvar fyrir 10, þrisvar fyrir 15 o.s.frv. Varla yrði það tíma- spamaður. Þarna er um mikil- væga þjónustu að ræða og þyrfti að gera betur. iBtoSHörör • ~ «■ « - •- ~ ! s I i I < 1 | MARKAOURINN H VESTURLANDSVEGUR | nSL 'BS 1 p STRAUMUR BÍLDSHÖFÐA 10 ral Smá dæmi um verð og vörur gt vörui _ STEINAR: Geisladiskar frá kr. Hljómplölur frá kr.. •"tA ■ ú-:- ; v. . v .100,- 50,- t t Í KARNABÆR: Bamabuxurfrákr....... 990,- Bamakuldaúlpur frá kr..3.900,- Herrajakkar fínni frá kr... 5.900,- Stakar henrabxur fínni frá kr..2.900,- SONJA: Rúllukragabolir frá kr..690,- Hettubolirfrákr.........690,- Herrabuxur frá kr.......990,- PARTÝ: Stretchbuxur frá kr..... 990,- tilkr...................3.990,- Ullarpeysur frá kr.....2.500,- ÉG og ÞÚ: Samfellur frá kr. 900,- Nserbuxurfrákr. 300,- Btjóstahöld frá kr. BLÓMALIST: Gólfkertastjakarfrá kr..1.500,- Matardiskarfrákr..... 200,- Stofuaskur(pottablóm)frákr. 290,- KÁPUSALAN: Ullardömujakkar frá kr..5.900,- Peysurfrákr.......... 990,- Sokkabuxurfrákr............... 50,- STRIKIÐ: Herra- og dömuskór frá kr... 900,- Kuldaskór á alla fjölsk. frá kr. 1.900,- „Moon Boots” bama frá kr....1.400,- KJALLARINN/KÓKÓ: Bolirfrákr............ 700,- Buxurfrákr.............1.000,- Peysurfrákr............1.900,- Skyrturfrákr...........1.200,- S'NASTI DAGUR ÚTSQLUNNAR ERIDAG LOKAÐ LAUGARDAGINN 22. FEBRÚAR oppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 Sœlkemsafarí Hallargarðsins Réttur Hallargarðsins nr. 25: Blandaðir sjávarréttir með kryddjurtasósu. S(mon ívarsson, gítarieikari, leikur Ijúja tónlist jyrir matargesti íaugar- dagskvSld. Við kgnnum nýjar matargerðarperiur d lystllegum matseðli. OPNUNARTfMI: Fösíudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16 Aðra daga kl. 13-18 Verið velkomln i veitingastað vandlátra. Borðapanlanir ísíma 678555 eða 30400. Hallargarðurinn íHúsi verslunar. STÚDÍÓ: Peysurfrákr... Gallabuxurfrákr..... 1.900,- Bómullarbolirfrákr.. 900,- SAUMALIST Rúmteppawatt kr..990,- pr. m. Etni í gardínur frá kr..... 240,- pr. m. Fataefni frá kr..300,- pr. m. ÁRBLIK: Heilar peysur, hnepptar peysur, einlitar og mynstraðar frákr. 1.900,- til 2.900,- FRÍTT KAFFI - MYNDBANDAHORN FYRIR BÖRNIN - ÓTRÚLEG VERÐ X og Z: Bamaúlpurfrákr.... Bamapils fra kr.. Bamabuxurfrákr... BOMBEY: Bamabuxurfrákr.... Bamaúlpurfrákr..... ..2.990,- ..1.290,- ..1.000,- . 500,- 2.900,- COLOUR & TEMPTATION JUVENA OF SWITZERLAND VTSÖUISTAÐIR í REYKJAVÍK: Hygea, Austurstræti 16 ■ Topptískan, Aðalstraeti 9 Regnhlifabúðin, Laugavegi 11 • Soffía v/Hlemmtorg ingólfsapótek, Kringlunni • Nana, Lóuhólum 2-6. ÚTSÖLUSTAIHRIITAN REYKJAVtKUR: Snyrtihöllin, Garðabæ ■ Snyrtiifnan, Hólshrauni 1b, Hafnarfirði Annetta, Hafnargötu, Keflavik • Sætúnskaffi, Stöðvarfirði Stjömuapótek, Akureyri • Díana, ólafsfirði Rangár-Apótek, Heliu og Hvolsvelli ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.