Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 Minning: Jón Sigtryggsson fv. prófessor Fæddur 10. apríl 1908 Dáinn 11. febrúar 1992 Með Jóni Sigtryggssyni er geng- inn'merkur tannlæknir og forystu- maður í heilbrigðismálum íslend- inga sem hafði þar mikil og afger- andi áhrif. Mig langar til að rekja að nokkru æviferil hans og minnast viðburða- ríks og ánægjulegs samstarfs. Hér áður fyrr urðu íslenskir stúd- entar sem höfðu hug á tannlækna- námi að sækja til útlanda, en það var kostnaðarsamt og völdu þeir oft læknisfræði sem hægt var að stunda nám í hér heima. Hér var mikill skortur á tannlæknum, sem ágerðist eftir því sem kröfur um bætta heilbrigðisþjónustu jukust. Þegar fram kom á seinni heims- styrjöld, voru aðeins 12 tannlæknar starfandi hér á landi með tannlækn- ingaleyfi, landið hernumið og leiðir lokaðar til þeirra tannlæknaskóla, einkum í Skandinavíu, sem íslensk- ir námsmenn höfðu sótt. Árið 1941 flutti Vilmundur Jóns- son, þáverandi landlæknir, frum- varp til laga um kennslu í tannlækn- ingum við læknadeild Háskóla ís- lands, og var það samþykkt sem lög nr. .44 hinn 27. júní 1941. í lögum þessum var mælt svo fyrir, að þeir stúdentar sem leggja vildu stund á tannlæknisfræði og Ijúka prófi í þeim, skyldu hafa lok- ið miðhlutaprófi í læknisfræði, en þá var læknanámi skiþt í þrjá hluta og til þess að annast kennslu tann- læknanema skyldi skipa dósent við læknadeild og tannsmið, en auka- kennslu skyldi fela stundakennur- um. í reglugerð Háskóla íslands árið 1942 er nánar kveðið á um fyrirkomulag kennslu og námsefn- is. Þar er gert ráð fyrir að hið eigin- lega tannlæknanám taki tvö ár. Dráttur varð á því að lög þessi kæmu til framkvæmda. Kennarar voru ekki skipaðir fyrr en sumarið 1944, og af ýmsum ástæðum hófst kennsla í tannlækningum ekki fyrr en haustið 1945. Hafði þá verið aflað tækja til kennslunnar sem sum eru í notkun enn þann dag í dag í tannlæknadeild. Húsnæði var fengið á efstu hæð í austurálmu gömlu háskólabyggingarinnar. Eft- ir ofangreindri reglugerð útskrifuð- ust fyrstu tannlæknakandídatarnir, 3 að tölu, árið 1947. Að loknum tveim fyrstu starfsár- um tannlæknadeildar þótti koma í ljós að þessi námstilhögun var ekki hentug. Þar olli mestu það ákvæði laganna að stúdentar skyldu hafa lokið miðhluta í læknisfræði áður en þeir hófu tannlæknanámið og svo hitt að tvö ár til hins eiginlega tannlæknanáms reyndist of stutt. Þegar svo langt var komið, kusu þeir yfírleitt að ljúka námi í læknis- fræði, þar eð það tók ekki Iengri tíma. Aðsókn að tannlæknanámi varð því lítil. Til þess að ráða bót á þessu var eldri lögum breytt með lögum nr. 40 hinn 6. maí 1947. í samræmi við þá breytingu var gef- in út ný reglugerð hinn 2. nóvem- ber 1949. Tannlæknanámið var þar aðskilið frá læknanáminu, nema efnafræði ein var sameiginleg, námstíminn ætlaður 5 ár og prófinu skipt í fyrsta, annan og þriðja hluta. Þessi skipan hélst í mörg ár nema hvað námsefnið hefur verið aukið og tekur nú 6 ár jafnaðarlega. Jón var skipaður dósent í tann- læknisfræði frá 1. ágúst 1944 og prófessor 1950. Allt fram til ársins 1951 hvíldi öll stjórnun og fræðileg sem klínisk kennsla í tannlækning- um á herðum Jóns Sigtryggssonar eins, sem hlýtur að teljast einstætt afrek. Árið 1951 og svo 1959 bættist í hóp klíniskra kennara og fór þeim óðum fjölgandi upp frá því. Ennþá var Jón við stjórnvölinn allt til árs- ins 1972 er sérstök deild var stofn- uð hinn 2. maí við Háskóla íslands, tannlæknadeild, en þá var Jón kjör- inn fyrsti forseti deildarinnar. Öll þessi ár, bæði námsár mín og svo nánari kynni mín af Jóni allt frá árinu 1959, er ég hóf störf við tann- læknadeild og við í sameiningu inn- réttuðum nýtt bráðabirgðahúsnæði fyrir tannlæknakennsluna í teng- iálmu Landspítalans með nýjum tækjum. Þar var kennslan í 24 ár eða til ársins 1983 er hún flutti í núverandi húsnæði, þessi ár og til ársins 1978 er Jón lét af störfum sökum aldurs eru mér einstaklega hugljúf. Jón var hæglátt ljúfmenni með afbrigðum og ekki minnist ég þess að hann hafi nokkurn tíma skipt skapi. Jón kvæntist Jórunni Tynes, dóttur hjónanna Ole Tynes útgerð- armanns á Siglufirði og Indíönu Pétursdóttur Tynes. Heimili þeirra hjóna var einstaklega myndarlegt og þegar kennurum fjölgaði eftir 1959 voru fundir í deildinni oft haldnir heima hjá þeim hjónum og þá var veitt af mikilli rausn. Hjónaband þeirra Jóns og Lóu, eins og hún var kölluð meðal vina, virtist afar farsælt þótt, en ef til vill vegna þess, að þau voru mjög ólík að skapgerð. Jón Sigtryggsson var heiðraður Hinni íslensku fálkaorðu, Riddara- krossinum hinn 30. mars 1979 og var kjörinn heiðursdoktor við Há- skóla íslands 1987. Ég vil að leiðarlokum flytja þakk- ir mínar og samstarfsfólks við tann- læknadeild Háskóla íslands fyrir einstaka viðkynningu og samstarf. uyiKjnawiKJDmiiKiDa STEINAR VVAAGE SKÓVERSLUN Símar 689212 og 18519. P0RTUG0LSKU BARNASKORNIR FRÁJiP Henta vel fyrir íslenska barnafætur. Fást í stærðunum 18-24. Litir: Hvítt, dökk blátt, bleikt, rautt og brúnt. Sóli: Leður eða gúmmí. WJDÍJWMKDDPMMKDmMU Ég flyt í nafni tannlæknadeildar einlægar þakkir fyrir mikil og heilladrjúg störf í þágu deildarinnar og tannlækninga á „Islandi. Ég færi sonunum fjórum, dóttur og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jóns Sigtryggssonar. Örn Bjartmars Pétursson prófessor. Aðfaranótt 11. febrúar sl. kvaddi prófessor Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, þennan heim. Hann fékk hægt andlát. Með honum er genginn einhver besti og merkasti maður sem ég hef kynnst um dag- ana, sannur öðlingsmaður. Prófessor Jón Sigtryggsson út- skrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands 1937 og l.auk auk þess tann- læknaprófi frá Kaupmannahafnar- háskóla 1939. Eftir heimkomuna tók hann að sér kennslu tannlækna við Háskóla íslands. í fyrstu var hann eini kennarinn og má þvi með sanni segja að hann sé faðir tann- læknadeildar Háskóla íslands. Hann var gerður að heiðursfélaga Tannlæknafélagsins. Það er of langt mál að gera löngum og ótrú- legum starfsferli Jóns skil hér, en ég ef ast ekki um að það munu aðr- ir gera. Jón og Lóa, kona hans, sem dó fyrir tæpum 14 árum voru bestu vinir foreldra minna og reyndar allrar fjölskyldunnar. Leiðir fjöl- skyldnanna lágu saman í Kaup- mannahöfn fyrir stríð og síðan hélst órofin vinátta meðan aldur entist. Samgangur var mikill milli heimil- anna og átti undirritaður annað heimili hjá þeim, fyrst á Guðrúnar- götu og seinna á Miklubraut. Þetta kom sér vel þegar sóttur var skóli frá Vífílsstöðum, en í þá daga voru stopular samgöngur og oft erfið færð. Talað var um fjölskyldur okk- ar sem eina fjölskyldu og tvö heim- ili. Börn þeirra eru fimm, fjórir syn- ir og ein dóttir. Elstur er Jón Örn, fæddur 1938, þá Ingvi Hrafn, fædd- ur 1942, ÓIi Tynes, fæddur 1944, og Sigtryggur, fæddur 1947, og yngst Margrét, fædd 1955. Það var oft mjög líflegt við borð- haldið á Miklubrautinni, en þegar Jóni þótti galsinn of mikill ræskti hann sig og þar með datt allt í dúnalogn. Aldrei minnist ég þess að hanh hafi hækkað róminn, enda gerðist þess ekki þörf. Ekki minnist ég þess heldur að hafa séð Jón reið- an, en oft furðu lostinn. Jón var maður lágur vexti og grannvaxinn, gekk dálítið innskeif- ur og fór sér hægt, en hann komst það sem hann ætlaði sér. Hann var hæglátur og hæverskur og hvers manns hugljúfi. Þegar ég fyrst man eftir Jóni höfðu kollegar hans áhyggjur af heilsufari hans vegna meðfædds hjartagalla, hjartað var hægra megin og hugðu menn hon- um þess vegna ekki langlífis. Allir þessir ágætu vinir og kollegar Jóns yfirgáfu þennan heim á undan hon- um. Jón var mikill vinur vina sinna og öllum sem kynntust honum þótti fjarska vænt um hann. Faðir minn og Jón veiddu saman á stöng í Laxá í Aðaldal um ára- bil. Tilhlökkun og undirbúningur var meira og minna allan veturinn, og er mér fullljóst að þeir hafa átt þar marga ánægjustundina. Þegar faðir minn féll frá skömmu fyrir laxveiði, sumarið 1965, var Ingvi Hrafn sendur með föður sínum fyr- irvaralaust. Þar með voru örlög Ingva Hrafns ráðin og hefur hann æ síðan stundað laxveiði af kappi. Höfum við bræðurnir haft þá ánægju að veiða á móti feðgunum Jóni og Ingva Hrafni okkur til óblandinnar ánægju. Efast ég ekki um að þeir feðgarnir hafa átt marga ánægjustundina saman við Laxá og kynnst hvor öðrum betur en ella. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd móður minnar og systkina þakka Jóni fyrir meira en hálfrar aldar samfylgd og votta börnum hans og barnabörnum innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Þórarinn Ólafsson læknir. Það var dálítið sérstætt samfélag sem ég kynntist fyrir um það bil tveimur áratugum er ég var tekinn inn í veiðihóp sem stundaði laxveið- ar í Laxá í Aðaldal. Þarna voru tvær kynslóðir. Annar Vegar nokkr- ir frumherjar félagsskaparins, menn sem höfðu haldið hópinn um langt árabil og verið félagar og vin- ir, bæði við veiðiskapinn og utan hans, og hins vegar ungir menn sem margir hverjir voru að stíga sín fyrstu skref í veiðimennskunni. Við, sem yngri vorum, kölluðum þá eldri gjarnan karlana okkar á milli og þeir kölluðu okkur strákana. En þótt ár og reynsla skildu þessa tvo hópa, var ekki um neitt kynslóðabil að ræða þegar komið var inn fyrir dyr veiðihússins. Þá urðu karlarnir að strákum og við, ungu mennirnir, að hæfilega miklum körlum. Eftir- vænting og gleði allra í hópnum var söm og jöfn og undir borðum á kvöldin og í eftirminnilegum sam- verustundum í setustofunni yfir kvöldkaffinu deildu menn reynslu dagsins og veiðisögum sem breytt- ust í munni góðra sögumanna í hrein ævintýri. Undir venjulegum kringumstæðum hefði rosknum og ráðsettum mönnum kannski stund- um þótt nóg um ærsl strákanna, en mér er nær að halda að í okkar hópi hafi hinir eldri frekar orðið ungir í annað sinn. I dag kveðjum við einn af okkar traustustu félögum úr karlahópn- um, Jón Sigtryggsson. Jón var ekki einn þeirra manna sem brýndi raustina til þess að yfirgnæfa aðra í háværum umræðum eða veiðisög- um. Miklu betur lét honum að hlusta og skjóta að orði þegar það átti við. En á sinn hógværa og hljóðláta hátt tók hann af lífi og sál þátt í öllu því sem var að gerast. Grann- vaxinn líkaminn hristist af hlátri þegar hnútur flugu um borð eða mönnum tókst vel til við að rekja ævintýri sín. Sjálfur þekkti hann þetta allt saman. Hann var maður á besta aldri þegar hann batt tryggðarbönd við Laxá í Aðaldal og veiðifélaga sína. Hann hafði ekki upplifað minni ævintýri á bökkum árinnar en flestir aðrir, þótt nú væri hann sem óðast að draga sig í hlé og eftirláta öðrum að þjóna veiðigyðjunni eða veiðieðl- inu í sjálfum sér. Jafnan var hann í fylgd með Ingva Hrafni, syni sín- um, og nánara og betra samband en var á milli þeirra feðga hef ég ekki séð. Hvor lagaði sig að þörfum hins. Ef það lét Jóni betur að sitja heima í hretviðrum þá var það ekk- ert mál fyrir Ingva Hrafn að fara einn út og það færði Ingva Hrafni sýnilega gleði að aðstoða föður sinn á árbakkanum ef því var að skipta. Ferðirnar norður voru sælu- stundir í lífi Jóns Sigtryggssonar. Á vetrardögum þegar allt líf var drepið í dróma, gafst stundum færi á að rifja upp eitt eða annað úr norðurferðunum og þá kom jafnan glampi í augu Jóns. „Það verður gaman að fara einu sinni enn," sagði hann þá stundum. Hann var í raun fagurkeri og tilfinningar hans til landsins og umhverfisins voru djúpstæðar, jafnvel þótt hann væri ekki alltaf að bera þær á borð. Mér er t.d. tjáð að hann hafi átt hlut að máli þegar veiðiheimilinu var valinn staður að Vökuholti, en þar verður fegurð himinsins hvað mest á íslandi þegar náttleysi ríkir og sólin virðist ekki geta gert það » >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.