Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 29 Halldór Jónsson frá Ey — Minning Fæddur 16. júní 1896 Dáinn 12. febrúar 1992 í dag verður til moldar borinn afi okkar Halldór Jónsson, frá Ey í Austur-Landeyjum, og með þessum fátæklegu orðum viljum við systkin- in minnast hans. Hann hafði lifað í hartnær heila öld og því mátti búast við að enda- lokin væru nálæg, en samt er alltaf erfitt að sætta sig við að sjá á bak ástvini. Afí reyndist okkur systkin- unum ætíð ákaflega vel, jafnt í blíðu sem stríðu, og í hugum okkar mun- um við_ ávallt geyma mynd hans með þakklæti og virðingu. Ekki er ástæða til að rifja hér upp í smáatr- iðum einstök atvik enda af svo mörgu að taka, en það er bjart yfir minningunni og hana munum við alltaf geyma í hjörtum okkar. Um leið og við kveðjum afa hinstu kveðju þökkum við forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að verða hon- um samferða hluta af lífsleiðinni og fá að njóta leiðsagnar hans og velvildar. Halli, Guðrún, Þórunn og Smári. Látinn er 95 ára gamall móður- bróðir minn, Halldór Jónsson, bif- reiðastjóri frá Ey í Vestur-Landeyj- um. Hann var bráðkvaddur á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 16. febrúar 1992. Halldór fæddist að Sleif í Vestur- Landeyjum hinn 16. júní 1896 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Eins og þá tíðkaðist stundaði hann öll almenn sveitastörf á unglingsárun- um. Kornungur byrjaði hann sjó- róðra frá Landeyjasandi með afa sínum, Jóni Nikulássyni, formanni og bónda á Álfhólum. Fjórtán ára fór hann til sjóróðra frá Grindavík og einnig reri hann nokkrar vertíð- ir frá Vestmannaeyjum. Árið 1921 var ráðin ung kaupa- kona að Hemlu í V-Landeyjum, vakti hún athygli fyrir glæsileika, há og tíguleg, ljós yfirlitum með skærblá augu. Gulllitað hárið féll í mittisstað. Þetta var Guðríður Jóns- dóttir, stúlka frá Eyrarbakka, köll- uð stúlkan með gullflétturnar. Hall- dór frá Sleif, síðar venjulega kennd- ur við Ey í sömu sveit, hafði næmt fegurðarskyn og var framtakssam- ari en aðrir jafnaldrar í sveitinni, og hann náði fundum stúlkunnar með gullflétturnar. Þau giftu sig 1. júní 1924 og hófu búskap á Kanastöðum í Austur-Landeyjum. Á Kanastöðum fæddust þrjú fyrstu börnin: Jón Guðmundur, f. 31. júlí 1925, meistari í bifreiða- smíði, kvæntur Margréti Þorsteins- dóttur, og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn. Næstur kom Guð- mundur, f. 24. desember 1926, hann var bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Halldóru Valdemarsdóttur ljósmóður, ættaðri frá Raufarhöfn og eru börn þeirra sex en barna- börn fimmtán og barnabarnabörn tvö. Guðmundur og Halldóra eru bæði dáin. Þriðja barnið, Þórunn Jóna, fæddist einnig á Kanastöðum, 26. mars 1928. Hún var fyrst gift Guðgeiri Þórarinssyni klæðskera og eignuðust þau tvö börn, en Þórunn og Guðgeir skildu. Seinni maður Þórunnar var Antony Lopez, þeirra börn eru þrjú. Barnabörn Þórunnar eru fjögur. Hún lést í bílslysi í Bandaríkjunum 12. desember 1967. Árið 1929 keypti Halldór sér bif- reið og flutti að Hellu á Rangárvöll- um og tók að sér flutninga fyrir Þorstein Björnsson kaupmann. Bjuggu Halldór og Guðríður á Hellu árið 1929-30 og þar fæddist þeim fjórða barnið, Elsa, f. 27. október 1929, og mun hún vera fyrsta barn- ið sem fætt er á Hellu. Hún giftist Olgeiri Sigurðssyni, bílstjóra í Minning: Hrafnhildur Þorbergs- dóttír frá Þingeyri Fædd 10. ágúst 1923 Dáin 14. febrúar 1992 í dag fer fram útför elskulegrar móðursystur minnar er lést á Landspítalanum 14. þ.m., eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Hrafnhildur Þorbergsdóttir fæddist 10. ágúst 1923 á Þingeyri við Dýrafjörð og var yngst 9 barna, hjónanna Jónínu Benjamínsdóttur ¦og Þorbergs Steinssonar skipstjóra þar. Er nú bara einn bróðir eftir, Leifur, búsettur á Þingeyri. Hrafnhildur fluttist ung til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síð- an. Ung kynntist hún Garðari Karls- syni, Lúðvíkssonar kaupmanns, og gengu þau í hjónaband 17. júlí 1948. Garðar lést fyrir rúmum tveim árum, svo ekki var langt á milli þeirra hjóna. Sonur þeirra er Hörð- ur Þorbergur Garðarsson, bygging- arverkfræðingur hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Hörður sér nú á eftir umhyggju- samri móður, sem vakti yfir velferð hans, svona fljótt eftir andlát fðður síns, Garðars. Hrafnhildur og Garð- ar bjuggu Herði, sólargeislanum í lífi beggja, yndislegt heimili, lengst af á Kleppsvegi 48. Þau voru sam- hent í sinni einstöku gestrisni og var mjög gott þangað að koma. Margs er að minnast á langri ævi, en ætla ég ekki að fara að telja það upp hér, enda ekki í anda frænku minnar, en þó er mér eitt efst í huga — sú yndislega vel heppnaða ferð sl. sumar í Dýra- fjörðinn. Vorum við þar saman komnir, niðjar afa og ömmu. Dýrafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þar sátu í heiðurssætunum systkinin Hrafn- hildur og Leifur, hún þá helsjúk en hörð af sér og naut hún hverrar mínútu á heimaslóðum um leið og hún naut þess að vera í Þorbergs- húsi hjá bróður sínum og mágkonu. Ég kveð fænku mína með virð- ingu og söknuði um leið og ég bið góðan Guð að styrkja Hörð á þess- ari erfiðu stundu. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Tobbý. Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Þorbergsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minning: Sigurbjörg Björns- dóttír frá Hryggjum Fædd 3. desember 1902 Dáin 11. febrúar 1992 Um leið og ég kveð hana ömmu mína Sigurbjörgu, langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Þannig var að í kjölfar veikinda móður minnar fluttum ég og bróðir minn, Sigurbjörn, að Álafossi þar sem amma bjó og starfaði í ein 30 ár. Amma lét ekki á sér standa frekar en fyrri daginn og bauð okk- ur til sín og bjuggum við hjá henni í litlu húsi sem Brekka hét. Það verður að segjast að þau tvö ár sem við bjuggum hjá henni eru ógleym- anlegur tími í lífi okkar bræðranna. Hún var alltaf svo góð við okkur og vildi allt fyrir okkur gera en þó var hún líka ströng þegar á þurfti að halda. Það má kannski segja að hún hafi líka lagt okkur bræðrum lífsreglurnar hvað vinnusemi varðar því hún útvegaði okkur alltaf sum- arvinnu óumbeðin og fannst sjálf- sagt að við værum í fullri vinnu á sumrin og má segja að vinnusemi hafi loðað við okkur bræðurna síð- an. Amma var líka mjög félagslynd kona, ferðaðist mikið og lét sig aldr- ei vanta á spilakvöld og annað slíkt. Sömuleiðis var hún mjög gestrisin og var fólk ávallt velkomið á heim- ili hennar. En hún amma hefur nú lokið lífs- hlaupi sínu og er ég henni ævinlega þakklátur fyrir þær samverustundir sem ég átti með henni. Friðrik Karlsson. Reykjavík, og eignuðust þau fjögur börn, átta barnabörn og tvö fóstur- börn. Þau skildu. Til Reykjavíkur fluttu þau Guð- ríður og Halldór 1930 þegar hann gerðist meðeigandi að Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR) þar sem hann starfaði og keyrði lengst af frá Reykjavík að Múlakoti og síðar til Víkur í Mýrdal. Seinna var BSR skipt upp og í Halldórs hlut kom sérleyfið Reykjavík — Vífilsstaðir, sem hann rak um 15 ára skeið, eða þangað til hann hætti akstri. í Reykjavík fæddist þeim hjónum yngsta barnið, Ingibjörg Þórunn, f. 26. janúar 1936. Giftist hún Guðbjarti Torfa Guðbjartssyni flug- vélavirkja. Þau eignuðust fjóra syni en misstu tvo þeira í frumbernsku. Barnabörnin eru fjógur. Torfi lést langt um aldur fram 2. október 1977. Ingibjörg Þórunn er nú gift Sváfni Sveinbjarnarsyni, prófasti á Breiðabólstað í Fljótshlíð, með því stækkaði fjölskyldan myndarlega með átta stjúpbörnum og ellefu ömmuþörnum. Foreldrar Halldórs voru Jón Gísl- ason, bóndi og oddviti í Ey í Vestur- Landeyjum, fæddur 5. október 1871, látinn 27. apríl 1956, og Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir, fædd 27. júlí 1876, látin 2. júlí 1964. Þau byrjuðu búskap í Sleif í Landeyjum vorið 1895 en fluttu síðar að Ey og bjuggu þar þangað til Jón lést. Börn Þórunnar og Jóns voru alls tólf: 1. Halldór, sem hér er minnst. 2. Sigurjón, trésmíðameistari í Reykjavík, f. 1897, dáinn. 3. Guð- rún, húsmóðir í Reykjavík, f. 1898, dáin. 4. Guðbjörg, húsmóðir, lengst af kennd við Uxahrygg, f. 1901, dáin. 5. Ingibjörg, f. 1907, váriengi við hótelrekstur. 6. Ólafur, bóndi í Eylandi, stundaði lengi bifreiða- akstur, f. 1909. 7. Ágúst, fyrrv. hreppstjóri í Sigluvík, f. 1910. 8. Gísli, pípulagningameistari, f. 1912. 9. Jónína, Ijósmóðir á Keldum, f. 1913. 10. Ragnar, f. 1914, lést 14 ára. 11. Karl, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1915, dáinn. 12 Jó- hann, f. 1917, lést vikugamall. Þegar Halldór hætti öllum akstri starfaði hann í mörg ár í vélsmiðj- unni Héðni en síðar á Hótel Sögu sem birgðavörður. Vann hann þau störf sem önnur af stakri trú- mennsku. Þegar.ég lít til baka minnist'ég þess að margir austur um sveitir héldu mikið upp á Halldór vegna þess hve hjálpsamur hann var og viljugur að útvega mönnum ýmsa hluti sem þá vanhagaði um og áttu erfitt með að útvega sér með öðrum hætti því þá voru samgöngur strjál- ar og fæstir áttu bíl. Einlæg vin- átta var á milli foreldra mmna og þeirra hjóna, Halldórs og Guðríðar. Ég sem rita þessi kveðjuorð minnist með ánægju þeirra stunda í æsku þegar þau hjónin, Guðríður og Halldór, komu í heimsókn að Uxahrygg en það var oftast á hverju hausti. Sama gegndi um heimsóknir okkar til þeirra í Reykjavík, við áttum þar margar ánægjustundir. Skemmtilegt var þegar Halldór tók bræður sína með sér að Uxa- hrygg og ekki skemmdi það heim- sóknina þegar lagið var tekið en þeir Eyjabræður höfðu allir góða söngrödd og voru mjög söngelskir. Faðir þeirra var forsöngvari í kirkju sinni um langt árabil. Þegar ég kveð frænda viljum við ættingjar og vinir þakka þá góðu umönnun sem honum var veitt á Litlu-Grund og seinast á Grund þar sem fórnfýsi og hjálpsemi kom fram í hyívetna. Ég kveð frænda minn með virð- ingu og þökk. Guð blessi minningu góðra hjóna. Aðstandendum öllum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Jón Þórarinn Sveinsson. t AGUSTJONSSON fyrrum bifreiðastjóri hjá ÁTVR, lést á Hrafnistu sunnudaginn 9. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við fráfall AÐALSTEINS HALLGRÍMSSONAR, Hraunbæ 42, Reykjavík. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ragnar S. Aðalsteinsson, Eggert Birgir Aðalsteinsson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Friðjón Hallgrímsson, og fjölskyldur. Kristfn Aðalsteinsdóttir, Jónina Magnúsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Pétur Hallgrímsson t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við manns míns, föður, tengdaföður og afa, andlát og útför eigin- MAGNUSAR HELGA BJARNASONAR, Vesturgötu 69, Reykjavík. Anna Hjartardóttir, Bjarni Magnússon, Guðlaug Magnúsdóttir, Frank P. Hall, Björg Magnúsdóttir, Örn E. Henningsson, Magnþóra Magnúsdóttir, Árni Ó. Thorlacius ög barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem veittu okkur samúð og ómetanlegan hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu okkar, KRISTBJARGAR Ó. BJÖRNSDÓTTUR, Stafholti 12, Akureyri. Sérstakar þakkir eru færðar til lyfjadeildar og gjörgæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og til lyfjadeildar A-7 á Borg- arspitalanum í Reykjavík fyrir alla þeirra góðu umönnun. Aðalsteinn Hjaltason, Anna Aðalsteinsdóttir, Björn Aðalsteinsson, Freyr Aðalsteinsson, Lilja Aðalsteinsdóttir, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.