Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 11 > > > V > ) ) ) ) ) > ) p ) Varði doktorsrit- gerð í læknisfræði BÁRÐUR Sigurgeirsson læknir varði doktorsritgerð við Karol- inska institutet í Stokkhólmi hinn 16. janúar síðastliðinn. Heiti rit- gerðarinnar er „Skin Disease and Malignancy. An Epidemi- olgical Study“. Andmælandi var prófessor Torkin Menné frá Kaupmannahöfn. Ritverðin fjallar um tengsl húð sjúkdóma við krabbamein. Fyrri hluti verkefnisins fólst í að skrifa tölvuforrit sem byggir á gögnum frá sænsku krabbameinsskránni og spáir fyrir um krabbameinsmyndun í sjúklingum miðað við tíðni krabba- meina í þjóðfélaginu. Forrit þetta, sem er skrifað fyrir IBM samhæfð- ar einkatölvur, nefnist CANEST (CANcer ESTimates) var síðan not- að við rannsóknir á sjö húðsjúkdóm- um. Forritið reiknar fyrst líklegan fjölda krabbameina í sjúklingahópn- um, en raunverulegur fjöldi krabba- meina fæst síðan með því að sam- keyra sjúklingahópinn við sænsku krabbameinsskrána. Út frá þessum sjö upplýsingum reiknar forritið-síð- an hlutfallslega krabbameinsá- hættu miðað við þá, sem ekki hafa sjúkdóminn. Eins og áður segir náði rann- sóknin til 7 húsjúkdóma, m.a. til ljósameðferðar við algenga húð- sjúkdóma. Aðallega er beitt svoköll- uðum UVB-geislum, en við marga ■ LA UGARDA GSKAFFI Kvennalistans verður að venju á Laugavegi 17, 2. hæð klukkan 10.30. Að þessu sinni mun Hildur Jónsdóttir, starfskona norræna jafnlaunaverkefnisins, kynna hvað þetta verkefni felur í sér og hvaða leiðir eru helst færar til þess að jafna hið kynbundna misrétti sem víða viðgengst á vinnumarkaðinum. Laugardagskaffi er orðið fastur lið- ur í helgardagskrá margra kvenna, enda er leitast við að vera með er- indi sem snerta líf og störf kvenna á einhvern hátt. Það eru allir vel- komnir, aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar fást á staðnum. (Fréttatilkynning) erfiðari húðsjúkdóma er beitt UVA geislum í tengslum við lyf sem auka ljósnæmi sjúklingsins. Nefnist þessi aðferð PUVA meðferð. UVB og UVA geislar eru í sólarljósi, en ljósabekkir á sólbaðstofum hafa einungis UVA geisla. Rannsakaðir voru tæplega 500 sjúklingar, sem höfðu fengið meðferð með UVA geislum og ljósnæmislyfjum (PUVA) og fylgst var með krabba- meinsmyndun hjá þeim. Þetta er langstærsta rannsókn sinnar teg- undar í heiminum til þessa. í ljós kom, að karlmönnum, sem höfðu fengið meira en 200 ljósameðferðir var þijátíu sinnum hættara að fá flöguþekjukrabbamein í húð en þeim sem ekki höfðu fengið neina ljósameðferð. Bandaríksar rann- sóknir höfðu sýnt svipaðar niður- stöður, en gildi þeirra hafði þó ver- ið dregið í efa, þar sem margir sjúkl- inganna höfðu áður fengið tjöru- meðferð, en hún getur valdið húð- krabbameini. Ekki hafði tekist að sýna fram á krabbameinsáhættu í nokkrum tiltölulega smáum evr- ópskum rannsóknum af sama tagi. Þessar niðurstöður þýða þó eng- an veginn að hætta beri PUVA meðferð. Hér sé um mjög góða meðferð að ræða og fyrir marga sjúklinga kemur ekki önnur með- ferð til greina og margir sjúklingar geta lifað eðlilegu lífi vegna þessar- ar meðferðar. Þekjuflögukrabba- mein er auðvelt að lækna ef það greinist snemma. Rannsóknimar náðu einnig til kynfæravarta, til sjúklinga með basal frumu krabbamein, til sjald- gæfs húð- og vöðvasjúkdóms, sjúkl- inga með langvarandi þrymlabólur o. fl. Bárður Sigurgeirsson lauk stúd- entsprófi frá eðlisfræðideiid Flens- borgarskólans í Hafnarfirði og lauk læknisfræðinámi frá Háskóla ís- lands árið 1982. Hann starfaði síð- an nokkur ár við læknisstörf hér- lendis, en hóf síðan sérnám í húð- og kynfærasjúkdómum við Karol- inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hann hlaut viðurkenningu sem sér- e Ö ? M ESSO STÖÐVARNAR FORVITNILEGAR VÖRUR... ...Á FÍNU VERÐI Startkaplar 200 Amper kr. 639 Loðfóðraðir skinnvettlingar kr. 543 Barnabílsetur kr. 1.656 Tjöruhreinsir Sabilex 1 I. kr. 151 Myndband 180 mín. kr. 395 ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið Leiðsögumenn kynna störf sín Dr. Bárður Sigurgeirsson. fræðingur í þeirri grein í Svíþjóð 1991. Bárður starfar nú sjálfstætt við sérgréin sína í Reykjavík. Eigin- kona hans er Jenný Axelsdóttir þjóðfélagsfræðingur og eiga þau tvö börn, Þóru Kristínu og Sigur- geir. ALÞJÓÐADAGUR leiðsögu- manna er 21. febrúar og þann dag munu leiðsögumenn um all- an heim vekja athygli á störfum sínum. Tvö undanfarin ár hefur Félag leiðsögumanna á íslandi boðið fría leiðsögn um Reylya- vík í tilefni dagsins. Nú bjóða þeir til fundar þar sem rætt verður um ferðamál og stöðu leiðsögumanna á Islandi í ljósi þeirra breytinga sem eiga sér stað% í heiminum og þá sérstak- lega Evrópu. Aðalfundur Félags leiðsögu- manna verður haldinn laugardag- inn 22. febrúar kl. 13.30 á Suður- landsbraut 30. í tengslum við hann og í tilefni af alþjóðadegi leiðsögu- manna efnir félagið til opins fund- ar 22. feb. kl. 11-13 á Suðurlands- braut 30, 2. hæð. Rætt verður um íslenska ferða- þjónustu og stöðu íslenskra leið- sögumanna í ljósi þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í Evrópu. Bjami Sigtryggsson og Hörður Erlingsson flytja stuttan inngang um Evrópska efnahagssvæðið og viðhorf Evrópubandalagsins og aðildarlanda þess til ferðamála og leiðsögumanna. Kryddlegið lambalæri kg maískorn Nvttfrá Niaaruo. Kartöflustangir 150 g. Bambo bleiur imbó - 45 stk. 9-18 kg. Videospólur 195 min 3 stk. i pk- - btK Nærfatatilboð fyrir alla fjölskylduna - ótrúlegt verð. I /yx KAUPSTADUR ^iikug^rdur ÍMJÓDD ALLAR BÚÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.