Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 I ! I ( BScholtes SKYNDISALA! F4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, biástur og grill, fituhreinsun, svart glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. &2A7VT- kr. 46.900.- kr. stgr. Lok fyrir örbylgjuofn 2&45tTkr. 20.370.- kr. stgr. Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastilli og hitaljós. 54r+9CT^kr. 37.350.- kr. stgr. 4)— LV 8 343 Uppþvottavél 8-manna, 45 sm breið, 4 kerfi, þar af eitt sparnaðarkerfi, svört og hvít. 63^4Ú^kr. 53.900.- kr. stgr. Aðeins 25 eintök af hverju tæki! Funahöfða 19 sími685680 Verslunarráð tilbúið til sátta - segir nýr formaður Einar Sveinsson EINAR Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvá/Almennra, var án mótfram- boðs, kosinn formaður Verslunarráðs íslands á aðalfundi ráðsins í gær, fimmtudag. í stjórn ráðsins voru kosnir 19 menn og aðrir 19 í varastjórn. Fyrsti stjórnarfundur hinnar nýju stjórnar verður 2. mars nk. en þá munu varaformaður og framkvæmdastjórn Verslunarráðs verða kosin. A aðalfundinum var samhljóða samþykkt tillaga fram- kvæmdastjórnar um skipun sérstakrar nefndar til endurskoðunar á lögum ráðsins sem skuli endurspegla vel mismunandi hópa og sjónarm- ið innan Verslunarráðs. Morgunblaðið/Sverrir Einar Sveinsson, nýkjörinn formaður Verslunarráðs íslands, ávarpar aðalfundinn. Hinum fráfarandi formanni, Jó- hanni J. Ólafssyni, var með lófataki þökkuð störf í þágu Verslunarráðs en hann hefur setið í aðalstjórn fé- lagsins .sl. 15 ár, þar af 6 ár sem formaður ráðsins. Jóhann var nú kosinn í varastjórn Verslunarráðs. Eftir að Einar Sveinsson hafði verið kosinn formaður Verslunarráðs Islands sagði hann m.a.: „Á síðustu tveimur árum var gerð tilraun til sameiginlegs skrifstofuhalds með Félagi Islenskra stórkaupmanna en því miður tókst sú tilraun ekki sem skyldi og hefur orðið nokkuð tilefni deilna milli aðilanna. Verslunarráð mun leggja áherslu á að málefnaleg samvinna og samstaða milli þessara félaga skili árangri en áframhaldandi deilur eru öllum til tjóns. Verslunar- ráð verður fyrir sitt leyti tilbúið til sátta.“ Á fundinum lagði Elísabet Jóns- dóttir, fyrir hönd smáfyrirtækja í Verslunaráði, fram tillögu um breyt- ingu á 13. gr. laga sem fól m.a. í sér að hver fullgildur aðili að ráðinu færi með eitt atkvæði og að enginn aðili skyldi fara með meira en 1/25 hluta atkvæða. Samþykkt var að vísa tillögunni til laganefndar. í kjölfarið var samþykkt tillaga framkvæmda- stjórnar um að hin nýja stjóm skip- aði sérstaka nefnd til endurskoðunar á lögum ráðsins sem m.a. ætti að leitast við að ná sem víðtækastri samstöðu um starfshætti og upp- byggingu ráðsins. Stjómarkjörið fór fram skriflega og stóð frá 6. febrúar. Kjörsókn var 38,6% samanborið við rúmlega 25% kjörsókn á síðasta aðalfundi, sem haldinn var árið 1990. Eftirtaldir aðilar voru kosnir í aðalstjórn Versl- unarráðs íslands og fer röð þeirra eftir atkvæðamagni: Einar Sveins- son, Sjóvá/Almennar, Kristinn Björnsson, Skeljungur, Sigurður Gísli Pálmason, Hagkaup, Hörður Sigurgestsson, Eimskip, Sigurður Helgason, Flugleiðir, Þorgeir Bald- ursson, Prentsmiðjan Oddi, Skúli Þorvaldsson, Hótel Holt, Sverrir V.Bernhöft, Barr hf., Páll Kr. Páls- son, Verksmiðjan Vífilfell, Jón Helgi Guðmundsson, BYKO, Ólafur Ó. Jo- hnsson, O.Johnson & Kaaber, Kol- beinn Kristinson, Brauð hf., Júlíus S. Ólafsson, Tollvörugeymslan, Ólaf- ur B. Ólafsson, Miðnes hf., Júlíus Vífill Ingvarsson, Ingvar Helgason hf., Sólon Sigurðsson, Búnaðarbank- inn, Margrét Theódórsdóttir, Tjam- arskóli, Orri Vigfússon, Sproti hf., Ragnar Birgirsson, Opal. lag. Almenningur verður ekki ginn- keyptur fyrir að kaupa hlut í verk- lausu verktakafyrirtæki," sagði Jón Baldvin. „Kjarni málsins er því þessi: Við Þorsteinn Pálsson virðumst vera sammála um að stefna að því að afnema einkaleyfi Aðalverktaka og að því er ég vona, að öflugt íslenskt verktakafyrirtæki geti tekið við að einkaleyfistímabilinu loknu. Ef við emm sammála um þetta þá hljóta leiðirnar að vera þessar: Það er ekki hægt að svipta Aðalverktaka einka- leyfinu fyrirvaralaust. Það krefst aðlögunartíma. Ef ríkið vill selja sinn hlut í Aðalverktökum um leið og fyrirtækinu verður breytt í almenn- ingshlutafélag, þá verður að tryggja fyrirtækinu verkefni, ella er ekki eftir neinu að slægjast fyrir almenn- ing,“ sagði Jón Baldvin, „og sá sem vill þetta markmið verður líka að vilja leiðimar." Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Agreiningur okkar Þorsteins ekki um markmið heldur leiðir JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að ágreiningur hans og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um málefni ís- lenskra aðalverktaka sé ekki ágreiningur um markmið, heldur um leið- ir. Báðir vilji þeir afnema einkaleyfi Aðalverktaka til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli, en hann telji þá leið sem sjávarútvegsráðherra boðar ófæra. „Það er mikið rétt hjá sjávarút- vegsráðherra að utanríkisráðherra fer með málefni íslenskra Aðalverk- taka.. Sú stefna sem hann mótar á því að vera ráðandi stefna íslenskra stjómvalda. Ef vel er skoðað þá er ágreiningurinn sem uppi virðist vera milli mín og Þorsteins Pálssonar ekki um markmiðið sem stefnt skal að með fyrirtækið Aðalverktaka, heldur um leiðimar," sagði utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær, „en gallinn er bara sá að sú leið sem Þorsteinn boðar er ófær.“ Jón Baldvin sagði að sjávarútvegs- ráðherra hefði lagt það til að undanf- örnu að fyrirtækið Aðalverktakar yrði leyst upp og ríkið seldi eignar- hlut sinn. í staðinn kæmu einfaldlega opin útboð á framkvæmdum - opin, væntanlega í merkingunni sam- kvæmt reglum Mannvirkjasjóðs NATO, fyrir fyrirtæki á öllu Atlants- hafssvæðinu. „Þetta getur ekki gengið ef markmiðið á að vera að Aðalverktakar haldi áfram sem öflugt verktökufyrirtæki, samkeppn- isfært innanlands jafnt sem erlendis, þegar einkaleyfistímabili þeirra lýk- ur,“ sagði ráðherra. Hann sagði að væri fyrirtækið leyst upp nú, þá væri hætt við að verktakan á næstu árum félli í hlut öflugra erlendra verktökufyrirtækja. „Og þá verða engar forsendur fyrir breytingu fyr- irtækisins yfir í almenningshiutafé- Kjarvalsstaðir: Þrjár sýningar opn- aðar á laugardag ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun, laug- ardag. Þar er um að ræða sýningu á Ijóðum Matthíasar Johannes- sen, sýningu á málverkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur heit- innar og sýningu franska listamannsins Claude Rutault. Síðar- nefndu sýningarnar tvær verða opnaðar kl. 16, en sýning Matthí- asar kl. 17, í beinni útsendingu Sýning Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur, sem lézt í fyrra, 37 ára að aldri, samanstendur af u.þ.b. 50 olíumálverkum, sem mál- uð eru á tímabilinu 1979-1991. Jóhanna nam við Myndlista- og handíðaskólann og var seinna við framhaldsnám í Hollandi. Hún hélt nokkrar einkasýningar og tók þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. í tilefni sýningarinnar á verkum hennar verður gefín út á vegum Kjarvalsstaða bók um list hennar. „I íslenzkri listasögu skipar Jó- hanna Kristín veglegan sess sem fulltrúi hins fígúratíva expressjón- isma,“ segir í kynningu sýningar- innar. „í verkum sínum notaði hún jafnt ytri sem innri raunveruleika sem hráefni til miðlunar djúp- stæðra tilfinninga og sá hug- myndaheimur, er birtist á lérefti hennar, var oft allnöturlegur. Dýpt. og einlægni í túlkun einkenna verk hennar, sem eru máluð af miklu öryggi og krafti.“ Sýningin á ljóðum Matthíasar Johannessen er fimmta ljóðasýn- ing Kjarvalsstaða og Rásar 1. Opnunarsamkóman verður send beint út í bókmenntaþættinum í Ríkisútvarpinu, Rás 1. Leslampanum á Rás 1. Þórður Helgason mun þar segja frá Matt- híasi og skáldskap hans. Einnig mun Matthías sjálfur lesa upp nokkur af ljóðum sínum. „í ljóðum sínum vísar Matthías gjaman til hins forna menningar- arfs, til fyrri tíma bókmennta, sögu og þjóðlífs,“ segir í kynningartexta Eysteins Þorvaldssonar um sýninguna. „Einnig skírskotar hann til alþjóðlegrar menningar og áhrifa hennar. I ljóðunum horf- ist þetta allt í augu við nútíma- manninn og reynslu samtímans. Lífsferlið, lífsbarátta mannsins í víðum skilningi og fallvaltleikinn eru meðal þeirra hugðarefna sem fá skýra og persónulega túlkun í Ijóðum hans.“ Claude Rutault er franskur nú- tímalistamaður, sem hefur vakið athygli á síðari árum fyrir frum- lega afstöðu til listarinnar. Ru- tault hefur reist fjóra þriggja metra háa og sex metra breiða veggi í austursal Kjarvalsstaða. Veggirnir eru málaðir í skærum litum, en ein grunnhugmynd lista- mannsins er að málverkið sé málað í sama lit og veggurinn, sem það hangir á. Verk hans byggjast á Franski listamaðurinn Claude Rutault setur upp eitt af verkum sínum. Unnið að uppsetningu Ijóða Matthíasar Johannessen í aust- urforsal Kjarvalsstaða í gær. einföldum formum, t.d. tíglum, ferhyrningum og hringjum. Ru- tault breytir verkum sínum í tímans rás og setur spurningar- merki við „einingu listaverksins", þ.e. hann heldur jafnvel eftir hjá sér hluta af verki, sem er til sýnis í safni eða í eigu safnara. Verkið á sér þannig tilveru á fleiri en ein- um_ stað. Á sama tíma og Rutault sýnir á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ing hans í Beaubourg-safninu í París og einnig er nú sýning á verkum hans í Helsinki og önnur fyrirhuguð í Osló. „Við fáum hing- að sömu sýningar og eru í gangi úti í hinum stóra heimi. Við erum hreykin af að vera komin í þetta alþjóðlega samhengi," sagði Gunn- ar B. Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, á blaðamannafundi 1 g,ær- I tengslum við sýningu Rutaults mun franski listgagnrýnandinn Guy Tortosa halda fyrirlestur um list hans á Kjarvalsstöðum kl. 15 næstkomandi sunnudag. i t \ i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.