Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Það hlýtur að vera hér? Þú ættir að temja þér meiri sjálfsaga í návist kvenna, stendur í þessari stjörnu- merkjabók, um þig, væni. HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN LANG/t&t -rtL HÐ Sé& AE> þE-SSUAI HNytcLÍ " BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Kattholt Frá Sigríði Heiðberg KATTHOLT, athvarf fyrir ketti, var opnað 28. júlí síðastliðinn, og frá þeim tíma hafa tæplega 400 kettir komið í athvarfið. Af þeim voru 170 í gæslu meðan eigendur voru í fríi. 53 kettir sem týnst höfðu, komust heim til sín aftur, en 117 hafa feng- ið nýja éigendur. Auk þessa hefur Katthoit haft milligöngu um að 20 kettlingar fengu á heimili. Það sem mest hefur komið mér á óvart og það sem valdið hefur mér mestum Vonbrigðum, er hversu margir kattaeigendur hirða ekki um að sækja dýrin sín, eða leita að þeim ef þau týnast. Nú eru í Kattholti 20 kettir sem týnst hafa frá heimilum sínum. Allir verða þeir svæfðir næstkomandi mánudag, ef eigendur finnast ekki. Á morgun, laugardag og á sunnudag verður Kattholt opið frá kl. 14-17 og vil ég hvetja alla sem týnt hafa köttum sínum að koma og kanna hvort þeir eru í hópi kattanna sem nú eru á Kattholti. Þetta á jafnt við um þá ketti sem nýlega hafa týnst og þá sem hafa verið týndir í marga mánuði. Allir þeir kettir sem komið hafa á Kattholt, að undanskildum þeim sem koma í gæslu í lengri eða skemmri tíma, eiga það sameiginlegt að vera ómerktir, en vel haldnir. Þetta eru blíð og vel alin dýr sem augljóslega eru heimiiisdýr. Flestir sem hafa átt og umgengist ketti, vita hversu gáfaðir og skemmtilegir þeir eru. Hins vegar eru kattaeigendur því miður ekki nægilega vel upplýstir um eðli katta og þarfir þeirra. Ekki verður hjá því komist að kettir lendi í slysum. Hins vegar reynir á ábyrgð og siðferðiskennd mannfólksins þegar dýr lenda í slysi. Til skamms tíma þótti sjálfsagt mál að aflífa dýrið á staðnum, jafnvel fleygja hræinu í næstu ruslatunnu. Þeir sem lenda í því að aka yfir kött, ættu undantekningarlaust að hafa samband við lögreglu. Kattholt hefur undanfarið átt mjög gott sam- starf við lögregluyfirvöld í Reykja- vík. Lögreglan gerir skýrslu um slys á köttum og sendir til Kattholts og dýraspítala. Með þessu móti getum við veitt eigendum upplýsingar um þá ketti sem lent hafa í slysum. Kattavinafélag íslands starfar meðal annars með það markmið að leiðarljósi að stuðla að aukinni virð- ingu fyrir köttum. Félagsgjald er 1.000 krónur á ári og vil ég hvetja alla kattaeigendur að ganga í félag- ið, því aðeins með samstarfi er unnt að bæta aðbúnað íslenskra katta. Þó kettir séu yndislegir og þeir kettir sem nú dvelja í Kattholti séu hver öðrum blíðari, er dapurlegj; að þurfa að horfa uppá þá í búrum. Enn dapurlegra verður að sjá þá svæfða á mánudag ef eigendur þeirra gefa sig ekki fram um helg- ina. Nú vil ég skora á alla kattaeig- endur að við tökum höndum saman og vinnum að ábyrgu kattahaldi hér á landi. í Kattholti er athvarf fyrir alla heimilislausa ketti, en sú ákvörð- un var nýlega tekin að svæfa þá ketti sem ekki er vitjað innan sex vikna. SIGRÍÐUR HEIÐBERG Kattholti, Stangarhyl 2 Reykjavík Það eru alvörutímar Frá Árna Helgasyni: Það er fróðlegt að horfa yfir svið- ið nú þegar stjórn Davíðs Oddssson- ar reynir að stöðva þá óheillaþróun atvinnulífs og eyðslu og skuldasöfn- un fyrri tíðar og sjá hvernig þeir sem nýkomnir eru frá stýrinu og voru næstum komnir í strand bregð- ast nú við. Þegar stjórnin reynir á öllum sviðum að lagfæra hlutina, bregðast við erlendri skuldasöfnun, minkandi veiði, minni tekjum rikis- sjóðs, þá er þeim aðgerðum af fyrri valdhöfum fundið allt til foráttu, jafnvel það að skerða veisluhöld á vegum hins opinbera, draga úr launum stjórnvalda, dagpeningum o.fl. Þá vilja þeir ekkert stopp, síður en svo. Það á að taka lán, og aftur lán. Það er þeirra úrræði og velferð- arkerfið (sem énginn veit nú orðið hvað er), það verður að halda áfram, þó það geri lítið gagn eða jafnvel skaða sem uppskerst í brengluðu hugarfari. Fyrri valdhaf- ar hljóta að vera það skynsamir að það er bara ekki endalaust hægt að taka lán, og það kemur að skuldadögunum, en á þá má víst ekki minnast, því þeir sem áður réðu geta allt þegar þeir eru ekki við stýrið á þjóðarskútunni og komnir í land. Enda sýndi brautin þeirra sem nú blessunarlega er að baki að þar var flest skrifað á framtíðina og þá leiðir af sjálfu sér að ekki er hægt að hækka laun á neinum vett- vangi og mega launþegar vera fyrri stjórn þakklátir fyrir það, eða kenna um og geta sakast við hana. Nú tala þeir sem áður réðu um að taka af þeim ríku, meðan þeir gerðu ekkert að slíku meðan þeir höfðu taumana í höndum sér, en bættu bara við sig sjálfa og undu þar með glaðir við sitt. Það er vissulega erfitt að stöðva allt þetta bruðl og óhóf undanfar- inna ára með þrengri efnahag. En það er hægt með góðu samstarfi og átaki og auðvitað verða allir að fórna einhveiju. Það verður að skera niður og spara það sem hægt er, gera allt til að þjóðin sökkvi ekki í skuldir, því þá er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og afleiðingarn- ar láta ekki á sér standa. Það eru alvörutímar í dag. Það eru ekki þeir fátæku og umkomulitlu sem æpa hæst í dag út af því sem ríkis- stjórnin er að Iagfæra. Mikið frem- ur þeir sem hafa sitt lifibrauð af því að æsa aðra upp til óraunhæfra aðgerða. ÁRNI HELGASON Neskinn 2 Stykkishólmi Víkverji skrifar Frammistaða norsku íþrótta- mannanna á Ólympíuleikun- um í Albertville í Frakklandi er með ólíkindum. Það var svo sem vitað að Norðmenn ættu frambærilega íþróttamenn í skíða- og skauta- iþróttum og mörgu gullinu hafa þeir hampað á fyrri vetrarleikum og þá einkanlega í norrænu grein- unum og skautahlaupum. Á síðari árum hafði þó heldur harðnað á dalnum hjá norskum og til dæmis fóru þeir heim án verðlauna frá síð- ustu vetrarólympíuleikum. Á sama tíma hafa fulltrúar annarra þjóða, sem lítt voru kunnar fyrir afrek í t.d. skíðagöngu og skautahlaupi haslað sér völl, en Norðmenn sátu eftir. xxx Um Norðmenn hefur verið sagt að þeir séu fæddir með skíðin eða skautana á fótunum og þeir sáu að við slíkt árangursleysi varð ekki unað, ekkert minna en þjóðarstoltið var í húfi. Markvisst hófu þeir þjálf- un sinna efnilegustu manna með stefnuna á stóru titlana á Ólympíu- leikum og heimsmeistaramótum. Norska flaggið skyldi að húni á ný á stærstu mótunum. Ekki aðeins í skautaíþróttum og norrænum greinum skíðaíþrótta heldur einnig í Alapgreinum. Árangurinn hefur skilað sér með ótrúlegum hætti á ÓL í Albertville og frammistaða Norðmanna hefur hvarvetna vakið mikla athygli. Þá ekki sízt í Noregi, því þó Norðmenn séu kröfuharðir og hafi vonast eftir góðum árangri sinna þá óraði ekki einu sinni þá fyrir þessari sigur- göngu. Fyrirsagnir norsku blað- anna hafa verið í samræmi við þennan árangur og kannski rúm- lega það, en Norðmenn segjast hafa átt það inni. Ymsir hafi gert grín að árangri þeirra á síðasta áratug og nú þegar þeirra tími hafi komið sé um að gera að nota hann. Það er ekki víst að veislan vari í mörg ár, þær gera það sjaldnast. xxx Eftir bölmóð margra undanfar- inna ára og erfiðleika í at- vinnu- og efnahagslífi hefur verið samfelld hátíð í Kirkenesi nyrst og austast í Noregi síðustu 10 dagana eða svo. Hetja íbúanna í þessum litla bæ langt fyrir norðan heim- skautsbauginn heitir Vegard Ul- vang margfaldur verðlaunahafi frá Albertville, einn af aðeins um 10 þúsund íbúum í Kirkenesi. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvað árangur Ulvangs hefur gert fyrir „egóið“ í þessum norðlæga bæ þar sem myrkrið hefur verið við völd undanfarna mánuði. Ætli Kirkenes sé ekki á margan hátt sambærileg- ur bær við Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið hvað íbúafjölda varðar. Þarna hefur Ulvang gengið um víð- áttuna, barist við náttúruöflin, dorgað í vötnum, skotið sér í mat- inn eða lagt gildrur. í Finnmörku þar sem Finnland og Noregur og Rússland renna saman, Kólaskag- inn með öllum sínum hernaðar- mannvirkjum er aðeins nokkra kíló- metra fyrir austan og úti fyrir Bar- entshafið í öllu sínu veldi, byggði Ulvang sjálfan sig upp, ræktaði og stælti, jafnframt því sem hann æfði með þeim bestu eftir skipulagi norska kerfísins, sem átti að tryggja þeim góðmálma. Það hefur gerst með eftirminnilegum hætti og nú eru Ulvang og félagar nánast í helgra manna tölu í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.