Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
52. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Azerbajdzhan:
Armenar sakaðir um
fjöldamorð á Azerum
Konur, börn og gamalmenni brytjuð niður og líkunum misþyrmt
Agdam. Reuter.
YFIRVOLD í Azerbajdzhan halda því fram, að Armenar í Nagorno-
Karabak hafi framið fjöldamorð á Azerum, sem voru að flýja stríðs
átökin í héraðinu. Hafa þau sýnt myndir af líkum fjölda manna,
aðallega kvenna og barna, sem mörg voru hryllilega leikin. „Jafn-
vel nasistar gerðu aldrei neitt þessu líkt,“ sagði einn talsmaður
Azera en Armenar vísa þessum ásökunum á bug. Fyrir viku lögðu
þeir undir sig annan stærsta bæ Azera í héraðinu, Khojaly, og var
fólkið á flótta þaðan.
Vestrænir fréttamenn, sem fóru
í þyrlu yfir átakasvæðin, sáu lík
margra manna við Khojaly en miklu
fleiri í Askeran-fjallaskarðinu. Sjón-
Jórdaníu-
konungur
til Islands
Washingtou. Reuter.
HUSSEIN Jórdaníukonungur fer
í heimsókn til fimm vestrænna
ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna
og Islands, í næstu viku.
varpið i Azerbajdzhan biiti einnig
myndir af vörubílsfarmi af líkum,
sem komið var með til bæjarins
Agdam, og höfðu þau verið skorin
og jafnvel augun stungin úr sum-
um. Eiman Mamedov, bæjarstjóri í
Khojaly, sagði á fréttamannafundi
í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans,
í gær, að þegar Armenar hefðu
ráðist á bæinn hefðu konur, börn
og gamalt fólk lagt af stað gang-
andi og verið komin upp í Askeran-
skarðið morguninn eftir. Þar hefðu
Ieyniskyttur Armena beðið þeirra
og látið skothríðina dynja á þeim
ofan úr hæðunum. „Konur og börn
voru brytjuð niður. Fólkið lá dáið
og dauðvona í snjónum hvert sem
litið var,“ sagði Mamedov.
Valery Pogosyan, yfirmaður ör-
yggismála í Armeníu, sagði í Jer-
evan í gær, að árás Armena í Nag-
orno-Karabak á Khojaly hefði verið
nauðsynleg vegna þess, að þaðan
hefðu Azerar haldið uppi stórskota-
liðs- og eldflaugaárásum á
Stepanakert, höfuðstað héraðsins.
Hann neitaði hins vegar fullyrðing-
um um fjöldamorðin og sagði, að
Azerar hefðu borið út sögur af
þessu tagi síðan átökin milli þeirra
og Armena í Nagorno-Karabak
hefðu byijað fyrir fjórum árum.
Talsmenn samveldishersins
segja, að liðsmenn hans hafí engan
þátt átt í þessum átökum og er nú
verið að flytja burt síðustu herdeild-
ina frá Nagorno-Karabak. Levon
Ter-Petrosjan, forseti Armeníu,
sagði í gær, að það myndi aðeins
gera illt verra en samveldisherinn
hefur verið eins og milli tveggja
elda og ekki fengið neina rönd við
reist. Armenar eru kristnir en Azer-
ar múslimar og ríkir óslökkvandi
hatur á milli þjóðanna. Nagorno-
Karabak er eins og armensk eyja
inni í Azerbajdzhan og vilja íbúarn-
ir sjálfstæði eða sameiningu við
Armeníu.
'**■ Reuter
Azersk kona klórar sig í framan í örvæntingu eftir að hafa flúið til
Azerbajdzhan frá bænum Khojali í Nagorno-Karabak. Konan missti
fjölskyldu sína í bardögum Azera og Armena.
Leiðtogar Bosníu reyna að
afstýra borgarastyijöld
Sariyevo, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph.
Ráðgert er að konungurinn heim-
sæki George Bush Bandaríkjafor-
seta í Hvíta húsinu 12. mars. Þetta
verður fyrsti fundur þeirra frá því
í ágúst 1990, er jórdanski konung-
urinn hitti Bush í Kennebunkport í
Maine, skömmu eftir innrás Iraka
í Kúveit. Hussein studdi Saddam
Hussein, forseta íraks, í stríðinu
fyrir botni Persaflóa og hefur verið
sakaður um að hafa hjálpað írökum
við að fara í kringum viðskiptabann
Sameinuðu þjóðanna.
Hussein Jórdaníukonungur fer til
Kanada, Frakklands og Þýskalands,
auk Bandaríkjanna og íslands.
Embættismenn í Amman sögðu að
konungurinn myndi einkum ræða
friðarumleitanir í Miðausturlöndum
og efnahagsaðstoð Vesturlanda við
Jórdaníu.
LEIÐTOGAR Bosníu-Herzegov-
ínu reyndu í gærkvöldi að afstýra
borgarastyrjöld í lýðveldinu eftir
að vopnaðir Serbar höfðu reist
vegatálma á helstu götum höfuð-
borgarinnar, Sarajevo, og lokað
hana af. Þannig vildu þeir mót-
mæla þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði lýðveldisins sem fór
fram á sunnudag. Samkvæmt
bráðabirgðatölum neyttu 64,8%
atkvæðisréttar síns og aðeins
0,2% voru andvíg sjálfstæði.
Serbar sniðgengu atkvæða-
greiðsluna og vilja að lýðveldið
verði áfram í Júgóslaviu.
Læknar í Sarajevo sögðu að fjór-
ir menn hefðu verið skotnir til bana
í borginni en að sögn stjórnvalda
beið aðeins einn maður bana. Að
minnsta kosti 20 fjölfarnar götur
lokuðust í Sarajevo. Serbarnir skutu
upp í loftið til að halda fólki í burtu
og yfirvöld viðurkenndu að þau
hefðu borgina ekki lengur á valdi
sínu. Komið var upp neyðarstjórn-
stöð í innanríkisráðuneytinu og
skýrt var frá því að serbneskar
leyniskyttur hefðu komið sér fyrir
í tveimur byggingum.
Lesta- og flugsamgöngur milli
Belgrad og Sarajevo lögðust niður
og sjónvarps- og útvarpsstöðvar
sendu út áskoranir um að fólk sýndi
stillingtk-Lítið var um fólk á götun-
um og fáar verslanir voru opnar.
Serbar náðu einnig á sitt vald sjón-
varpsstöð í Banja Luka í norður-
hluta landsins.
Öflugar sprengingar og skot-
hvellir heyrðust á nokkrum stöðum
í Sarajevo í gærkvöldi. Vopnaðir
hópar múslima tóku sér stöðu í
grennd við vegatálma Serbanna og
sóru að ráðast á þá að næturlagi.
Vestrænn stjórnarerindreki í
borginni sagði í gærkvöldi að það
myndi ráðast á næstu sólarhringum
hvort borgarastyijöld brytist út í
Bosníu. Foi-sætisráð lýðveldisins,
sem er skipuð fulltrúum múslima,
Serba og Króata, kom saman í
gærkvöldi til að gera lokatilraun til
að afstýra frekari átökum.
Radovan Karadzic, leiðtogi
Serbneska lýðræðisflokksins í
Bosníu, kvaðst hafa varað við því
að þjóðaratkvæðagreiðslan myndi
leiða til blóðsúthellinga. Hann sak-
aði Alija Izetbegovic, forseta lýð-
veldisins, um að bera ábyrgð á
ástandinu, sem og Evrópuríki sem
hefðu stuðlað að upplausn Júgó-
slavíu. Hann sagði að Bosnía yrði
annaðhvort að vera áfram í Júgó-
slavíu eða að breytast í sambands-
riki þriggja fullvalda ríkja.
Serbar eru 31% íbúa Bosníu,
múslimar 44% og' Króatar 17%.
Urslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
liggja fyrir í dag.
Einnig var efnt til þjóðarat-
kvæðagreiðslu í Svartfjallalandi um
framtíð lýðveldisins. Haft var eftir
embættismönnum í lýðveldinu í gær
að 96% þeirra sem greiddu atkvæði
hefðu verið fylgjandi því að það
yrði áfram í Júgóslavíu. I höfuð-
borginni, Títógrad, var samþykkt
tillaga um að breyta nafni borgar-
innar í Podgorica, eins og hún hét
fyrir síðari heimsstyijöldina.
De Klerk berst
fyrir ambótum
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr-
íku (t.h.), hóf í gær baráttu sína
fyrir því að tryggja umbóta-
stefnu sinni meirihlutafylgi í
þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer
fram 17. þessa mánaðar. Hann
ávarpaði um 800 námsmenn í
háskólanum í Stellenbosch og
kvaðst búast við að yfirgnæfandi
meirihluti hvítra Suður-Afríku-
manna myndi gjalda jáyrði við
umbótum. Forsetinn lagði jafn-
framt áherslu á að þótt stjórnin
hefði hafið samningaviðræður
við blökkumannasamtökin Afr-
íska þjóðarráðið (ANC) merkti
það ekki að myndað hefði verið
bandalag með þeim.
Reuter