Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 52. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Azerbajdzhan: Armenar sakaðir um fjöldamorð á Azerum Konur, börn og gamalmenni brytjuð niður og líkunum misþyrmt Agdam. Reuter. YFIRVOLD í Azerbajdzhan halda því fram, að Armenar í Nagorno- Karabak hafi framið fjöldamorð á Azerum, sem voru að flýja stríðs átökin í héraðinu. Hafa þau sýnt myndir af líkum fjölda manna, aðallega kvenna og barna, sem mörg voru hryllilega leikin. „Jafn- vel nasistar gerðu aldrei neitt þessu líkt,“ sagði einn talsmaður Azera en Armenar vísa þessum ásökunum á bug. Fyrir viku lögðu þeir undir sig annan stærsta bæ Azera í héraðinu, Khojaly, og var fólkið á flótta þaðan. Vestrænir fréttamenn, sem fóru í þyrlu yfir átakasvæðin, sáu lík margra manna við Khojaly en miklu fleiri í Askeran-fjallaskarðinu. Sjón- Jórdaníu- konungur til Islands Washingtou. Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur fer í heimsókn til fimm vestrænna ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna og Islands, í næstu viku. varpið i Azerbajdzhan biiti einnig myndir af vörubílsfarmi af líkum, sem komið var með til bæjarins Agdam, og höfðu þau verið skorin og jafnvel augun stungin úr sum- um. Eiman Mamedov, bæjarstjóri í Khojaly, sagði á fréttamannafundi í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, í gær, að þegar Armenar hefðu ráðist á bæinn hefðu konur, börn og gamalt fólk lagt af stað gang- andi og verið komin upp í Askeran- skarðið morguninn eftir. Þar hefðu Ieyniskyttur Armena beðið þeirra og látið skothríðina dynja á þeim ofan úr hæðunum. „Konur og börn voru brytjuð niður. Fólkið lá dáið og dauðvona í snjónum hvert sem litið var,“ sagði Mamedov. Valery Pogosyan, yfirmaður ör- yggismála í Armeníu, sagði í Jer- evan í gær, að árás Armena í Nag- orno-Karabak á Khojaly hefði verið nauðsynleg vegna þess, að þaðan hefðu Azerar haldið uppi stórskota- liðs- og eldflaugaárásum á Stepanakert, höfuðstað héraðsins. Hann neitaði hins vegar fullyrðing- um um fjöldamorðin og sagði, að Azerar hefðu borið út sögur af þessu tagi síðan átökin milli þeirra og Armena í Nagorno-Karabak hefðu byijað fyrir fjórum árum. Talsmenn samveldishersins segja, að liðsmenn hans hafí engan þátt átt í þessum átökum og er nú verið að flytja burt síðustu herdeild- ina frá Nagorno-Karabak. Levon Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, sagði í gær, að það myndi aðeins gera illt verra en samveldisherinn hefur verið eins og milli tveggja elda og ekki fengið neina rönd við reist. Armenar eru kristnir en Azer- ar múslimar og ríkir óslökkvandi hatur á milli þjóðanna. Nagorno- Karabak er eins og armensk eyja inni í Azerbajdzhan og vilja íbúarn- ir sjálfstæði eða sameiningu við Armeníu. '**■ Reuter Azersk kona klórar sig í framan í örvæntingu eftir að hafa flúið til Azerbajdzhan frá bænum Khojali í Nagorno-Karabak. Konan missti fjölskyldu sína í bardögum Azera og Armena. Leiðtogar Bosníu reyna að afstýra borgarastyijöld Sariyevo, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. Ráðgert er að konungurinn heim- sæki George Bush Bandaríkjafor- seta í Hvíta húsinu 12. mars. Þetta verður fyrsti fundur þeirra frá því í ágúst 1990, er jórdanski konung- urinn hitti Bush í Kennebunkport í Maine, skömmu eftir innrás Iraka í Kúveit. Hussein studdi Saddam Hussein, forseta íraks, í stríðinu fyrir botni Persaflóa og hefur verið sakaður um að hafa hjálpað írökum við að fara í kringum viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Hussein Jórdaníukonungur fer til Kanada, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna og íslands. Embættismenn í Amman sögðu að konungurinn myndi einkum ræða friðarumleitanir í Miðausturlöndum og efnahagsaðstoð Vesturlanda við Jórdaníu. LEIÐTOGAR Bosníu-Herzegov- ínu reyndu í gærkvöldi að afstýra borgarastyrjöld í lýðveldinu eftir að vopnaðir Serbar höfðu reist vegatálma á helstu götum höfuð- borgarinnar, Sarajevo, og lokað hana af. Þannig vildu þeir mót- mæla þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði lýðveldisins sem fór fram á sunnudag. Samkvæmt bráðabirgðatölum neyttu 64,8% atkvæðisréttar síns og aðeins 0,2% voru andvíg sjálfstæði. Serbar sniðgengu atkvæða- greiðsluna og vilja að lýðveldið verði áfram í Júgóslaviu. Læknar í Sarajevo sögðu að fjór- ir menn hefðu verið skotnir til bana í borginni en að sögn stjórnvalda beið aðeins einn maður bana. Að minnsta kosti 20 fjölfarnar götur lokuðust í Sarajevo. Serbarnir skutu upp í loftið til að halda fólki í burtu og yfirvöld viðurkenndu að þau hefðu borgina ekki lengur á valdi sínu. Komið var upp neyðarstjórn- stöð í innanríkisráðuneytinu og skýrt var frá því að serbneskar leyniskyttur hefðu komið sér fyrir í tveimur byggingum. Lesta- og flugsamgöngur milli Belgrad og Sarajevo lögðust niður og sjónvarps- og útvarpsstöðvar sendu út áskoranir um að fólk sýndi stillingtk-Lítið var um fólk á götun- um og fáar verslanir voru opnar. Serbar náðu einnig á sitt vald sjón- varpsstöð í Banja Luka í norður- hluta landsins. Öflugar sprengingar og skot- hvellir heyrðust á nokkrum stöðum í Sarajevo í gærkvöldi. Vopnaðir hópar múslima tóku sér stöðu í grennd við vegatálma Serbanna og sóru að ráðast á þá að næturlagi. Vestrænn stjórnarerindreki í borginni sagði í gærkvöldi að það myndi ráðast á næstu sólarhringum hvort borgarastyijöld brytist út í Bosníu. Foi-sætisráð lýðveldisins, sem er skipuð fulltrúum múslima, Serba og Króata, kom saman í gærkvöldi til að gera lokatilraun til að afstýra frekari átökum. Radovan Karadzic, leiðtogi Serbneska lýðræðisflokksins í Bosníu, kvaðst hafa varað við því að þjóðaratkvæðagreiðslan myndi leiða til blóðsúthellinga. Hann sak- aði Alija Izetbegovic, forseta lýð- veldisins, um að bera ábyrgð á ástandinu, sem og Evrópuríki sem hefðu stuðlað að upplausn Júgó- slavíu. Hann sagði að Bosnía yrði annaðhvort að vera áfram í Júgó- slavíu eða að breytast í sambands- riki þriggja fullvalda ríkja. Serbar eru 31% íbúa Bosníu, múslimar 44% og' Króatar 17%. Urslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggja fyrir í dag. Einnig var efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu í Svartfjallalandi um framtíð lýðveldisins. Haft var eftir embættismönnum í lýðveldinu í gær að 96% þeirra sem greiddu atkvæði hefðu verið fylgjandi því að það yrði áfram í Júgóslavíu. I höfuð- borginni, Títógrad, var samþykkt tillaga um að breyta nafni borgar- innar í Podgorica, eins og hún hét fyrir síðari heimsstyijöldina. De Klerk berst fyrir ambótum F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr- íku (t.h.), hóf í gær baráttu sína fyrir því að tryggja umbóta- stefnu sinni meirihlutafylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram 17. þessa mánaðar. Hann ávarpaði um 800 námsmenn í háskólanum í Stellenbosch og kvaðst búast við að yfirgnæfandi meirihluti hvítra Suður-Afríku- manna myndi gjalda jáyrði við umbótum. Forsetinn lagði jafn- framt áherslu á að þótt stjórnin hefði hafið samningaviðræður við blökkumannasamtökin Afr- íska þjóðarráðið (ANC) merkti það ekki að myndað hefði verið bandalag með þeim. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.