Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 35 Stjórnun Marinó G. Njálsson Sveigjanleg fyrirtæki — öðruvísi stjórnunartækni Morgunbladið/KGA BOKHALD “■ Kristjana Grímsdóttir (t.v.) og Ásta Ólöf Jóns- dóttir í Fjárráði hf. aðstoða við bókhald og framtöl. Bókhald Aðstoð við bókhald og framtöl FYRIRTÆKIÐ Fjárráð hf. var stofnað fyrir nokkru og býður ein- staklingum með atvinnurekstur aðstoð við bókhald, s.s. uppgjör á staðgreiðslu, tryggingargjöldum, virðisaukaskatti og fleiru. Að fyrir- tækinu standa Kristjana Grímsdóttir viðskiptafræðingur, Svavar Kristinsson og Sveinn Guðmundsson. í Bandaríkjunum hefur undanf- arin ár verið að þróast ný stjórnun- artækni, sem líkja má við dansara á sviði. Fyrst mynda þeir fallegt blóm á sviðinu, þá leystist allt upp í smá ringulreið og stuttu seinna er búin til önnur falleg mynd á sviðinu. Hjá fyrirtækjum er þetta þannig, að fyrst sameinast allir í fyrirtækinu um eitthvert eitt verk- efni, síðan fer hver í sitt horn og vinnur að sínum sérverkefnum og seinna er fólk komið í annað hóp- verkefni. Lögð er áhersla á sveigjanleika hvers starfsmanns og starfssviðs hans. Þetta fyrirkomulag gengur þvert gegn kerfinu, til að sinna þörfum viðskiptavinarins betur og gera fyrirtækið samkeppnishæfara. Það byggir á því, að hver starfsmað- ur hefur meiri yfirsýn yfír starfsfer- il sinn og leiðir til að bæta hann, í staðinn fyrir að treysta á leiðsögn yfirmanns. Þetta þýðir að starfsfólk yfirgefur stöður sínar tímabundið til að sinna öðrum verkefnum innan fyrirtækisins. Þetta þýðir ekki myndun samráðshópa, sem bara ræða um lausnir og koma með til- lögur, heldur framkvæma einnig. Skipulagt með tölvu Svona sveigjanlegt fyrirtæki í fullri mynd er ekki til enn þá, en mjög mörg fyrirtæki hafa tekið upp þessa stjórnunarhætti að nokkru eða jafnvel miklu leyti. Má þar nefna Apple-tölvufyrirtækið, Cy- press Semiconductor, Levi Strauss og Xerox. Cypress, sem framleiðir tölvuörgjörva, hefur meira að segja þróað tölvukerfi, þar sem fylgjast má með ferðalögum 1.500 starfs- manna fyrirtækisins milli mismun- andi starfssviða, hópa og verkefna. Með svona tölvukerfi er hægt að sjá undir eins hvort viðkomandi starfsmaður getur tekið þátt í ákveðnu verkefni, hver menntun hans er og hæfni og hvar hann er innan fyrirtækisins. Einnig er hægt að fylgjast með framgangi hvers verks og hvernig hveijum einstakl- ingi gengur. Innan flestra fyrirtækja er þegar einhvers konar hópamyndun. Þessir hópar byggja oft á vinskap einstakl- inga eða valdatengslum. Stundum er það einfaldlega, að einstakir starfsmenn fara óhefðbundnar leið- ir innan fyrirtækisins til að koma verki í framkvæmd, möppudýrum til mikillar armæðu. Þetta er ekkert nýtt. Það sem er nýtt, er að fyrir- tæki eru farin að átta sig á mikil- vægi þessara hópa og gefa þeim Athyglisvert þykir, að í desember síðastliðnum var ekki einu sinni lít- il verðbólga í Danmörku, heldur verðhjöðnun því að þá lækkaði verð- lag um 0,3%. Það er met í Evrópu- bandalagsríkjunum 12 og meðal OECD-ríkjanna 24 voru það aðeins Japan og Kanada, sem gerðu bet- ur, en þar hjaðnaði verðlag um 0,5%. Ef litið er á allt síðasta ár voru Danir fremstir, jafnt innan EB og OECD, með 2,4% verðbólgu en meðaltalið í OECD-ríkjunum var 6%. Ilelstu keppinautar Danmerkur að þessu lorfi voru Nýja-Sjáland með 2,6% verðbólgu; Frakkland meira frelsi og það fjármagn sem þeir þurfa.ep Skapandi og frumleg vinnubrögð Sveigjanlegt fyrirtæki nær í styrk sinn til óhefðbundnu aðferð- anna. Það opnar fyrir skapandi og frumleg vinnubrögð, scun oft fyrir- finnast bara hjá litlum framsækn- um fyrirtækjum. Með þessu samein- ar fyrirtækið sínar þarfír, þ.e. nýj- ungar og framfarir, við það sem starfsfólkið sækist eftir, þ.e. tæki- færið til að nota heilann og bæta hæfni sína. Hinn sígildi fyrirtækja- pýramídi verkar í öfuga átt. Þegar fólk veit að fyrirmæli eða minnis- blað koma að ofan með kröfu um að eitthvað sé gert öðruvísi en það vill, er hætta á því að fólk missi viljann til að hafa frumkvæði og bíði bara eftir að ný fyrirmæli ber- ist. Margir ráðamenn bandarískra fyrirtækja halda því fram að það að gefa tauminn lausan á þennan hátt sé besta leiðin til að auka sam- keppnishæfni þarlendra fyrirtækja, betra en nokkur gæðaþjálfun. Eg held að það eigi einnig við um ís- lensk fyrirtæki. Að virkja á réttan máta þá auðlind, sem felst í starfs- fólki sínu, er hveiju fyrirtæki lífs- nauðsynlegt, sérstaklega á sam- dráttartímum. Ekki án áhættu Þessir stjórnunarhættir bjóða upp á ýmsar hættur. Ef enginn lít- ur eftir með starfsmanni, hvað kem- ur í veg fyrir að hann taki ranga stefnu? Hver ákveður hver fari í hvern vinnuhóp og hve lengi? Hver á að dæma um frammistöðu þess sem er stöðugt að færa sig á milli vinnuhópa? Hvað verður um starfs- frama, þegar ekki er nein augljós leið upp á við? Fyrst er það að segja, að það hentar ekki öllum fyrirtækjum að taka upp starfshætti sveigjanlegs fyrirtækis. Fyrir fyrirtæki á róleg- um, hægt vaxandi markaði með litla óvissu um framtíðina, er réttast að halda sig við gamla pýramídakerfið. Slík stigskipting var búin til fyrir stöðugt markaðsumhverfi, en fyrir- tækjum, sem búa við það, fer stöð- ugt fækkandi. Á móti þurfa mörg fyrirtæki að búa við markaðsum- hverfi, sem tekur stöðugum breyt- ingum og taka þarf tillit til breyttra aðstæðna liggur við á hveijum degi. Hvernig lítur sveigjanlegt fyrirtæki út? Enginn veit það fyrir víst hvern- með 3%; Luxemborg 3,1%; Ástralía og Belgía 3,2%; Japan og Austur- ríki 3,3%; Noregur 3,4% og Þýska- land 3,5%. Ef litið er á hinn endann hjá OECD-ríkjunum eru Tyrkir mestu syndaselirnir með 66% verðbólgu, Grikkir með 18,9% og Portúgalir með 11,4% en að öðru leyti er ekk- ert OECD-ríki með tveggja stafa veðbólgu. Til jafnaðar hefur verðbólgan minnkað meira í EB-ríkjum en OECD-ríkjum. Frá 1979 til 1988 var EB-verðbólgan 8,6% að meðal- tali en 5,1% 1991. í OECD hefur hún minnkað um hálft prósent, úr 7,5% í 6%. ig sveigjanlegt fyrirtæki lítur út, en það hefur ekki hindrað menn í að koma með alls konar skilgrein- ingar. Einn líkir því við netkerfi, þar sem framkvæmdastjórinn er við stjórnborðið, sífellt að samræma aðgerðir starfsmanna, birgja, við- skiptavina og samstarfsaðila. Ann- ar líkir því við Mödibusarhring, án upphafs, endis, topps eða botns. Sá þriðji líkir því við körfuboltalið, sí- fellt á hreyfíngu, allir leikmenn hafa almenna þekkingu og geta leikið í öllum stöðum og stöðugt verið að bregðast við mótleik and- stæðingsins. Það er sama hvað við köllum þetta, allt hefur eitt atriði sameiginlegt: Flæði. Flest sveigjanleg fyrirtæki halda gömlu hefðunum í markaðsmálum, sölunni og framleiðslunni, en hvetja starfsmenn sína líka til að sýna frumkvæði og mynda starfshópa, sem bijóta upp hefðirnar. í stað þess að treysta eingöngu á stjórnun ofan frá eru starfsmenn hvattir til að koma með sínar hugmyndir um skipulag deilda sinna og hvernig slá má keppinautunum við. Öflug hópstjórnun Svona fyrirkomulag krefst mikils eftirlits. Hvernig getum við tryggt að allir starfsmenn séu yfír höfuð að vinna. Hvernig breytist launa- kerfið eða stöðuhækkanir? Fyrirlið- ar vinnuhópa þurfa að læra öfluga hópstjóm og skipulagningu. Fyrstu tveir, þrír dagarnir þurfa að fara í að ákveða hvernig á að takast á við viðfangsefnið, kanna tengsl þess við önnur viðfangsefni fyrirtækisins og fínna rétt fólk í hópinn. Eftir það er fyrst hægt að hefjast handa. Góð verkstjórnun og skipulag eru mikilvægari í svona fyrirtæki, en víðast annars staðar. Sveigjanleg fyrirtæki em opin fyrir utanaðkomandi hugmyndum. Þau sjá hagræðið í því að ráða fólk með ferskar hugmyndir til sér- stakra verkefna. Eða tengjast öðr- um fyrirtækjum með samstarfi, samruna, fyrirtækjaneti eða á ann- an máta. Mestu máli skiptir að við- urkenna að ekki er öll þekking fyr- ir hendi innan dyra og fá viðskipta- leyndarmál eru svo heilög að ekki sé hægt að fara í samstarf með öðmm. Fyrir mörg fyrirtæki er þetta leiðin út á stærri markað. Tækifærið til að vaxa og dafna. Höfundur ermeð verkfræðigráðu í aðgerðarannsóknum frá Stan- ford-háskóla. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. Vesturgötu 16 - Simar 14680-132» Að sögn Kristjönu er ætlunin að ná sem mestri hagræðingu og tíma- sparnaði fyrir viðskiptavini fyrir- tækisins. Kristjana sagði að þessi þjónusta kæmi sér sérstaklega vel fyrir þá í-ekstraraðila sem störfuðu einir eða væru með lítil fyrirtæki. Fjárráð hf. býður einnig almenna framtalsaðstoð fyrir einstaklinga, bæði við erlend og innlend framtöl, við gerð rekstrar- og fjárhagsáætl- ana og aðstoð við skráningu rekst- urs hjá skattyfírvöldum. J- Vinsælu hitalökin knmin aftnr Fást aðeins hjá okkur. Ný stórglæsileg dúkasending var að koma Póstsendum um land allt. Vefnaöarvöruverslunin á horni Njálsgötu og Klapparstígs, sími 16088. r SIEMENS Kœlí - oafrvstitœki ímiklu úrvati! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœöi, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Danmörk Sáralítil verðbólga Segja má, að verðbólgan í Danmörku sé nú týnd og tröllum gefin, að minnsta kosti ef miðað er við síðara misseri 1991. Þá settu Dan- ir Evrópubandalagsmet í lítilli verðbólgu, sem mældist aðeins 0,8% miðað við heilt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.