Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 56
Aðlögnnartími GATT-samkomulags: Vestmannaeyjaferjan eftir að hún hafði verið sjósett í gær. Morgunblaðið/Grímur Gíslason V estmannaeyj aferj an sjósett Fickkfjord, Noregi, frá Grími Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins Vestmannaeyjaferjan sem verið er að byggja fyrir Herjólf hf. var sjósett iýá Símek-skipasmíðastöðini í Flekkefjord í gær. Ferjan er stærsta farþega- og bílaferja sem smíðuð hefur verið fyrir Islendinga og tókst sjósetningin vel. Smíði ferjunnar hófst hjá Sí- var sjósett í gær átti eftir að setja mek í byijun ágústmánaðar sl. og er ráðgert að skipið verði af- hent Heijólfi í lok maí. Feijan er 2.200 brúttólestir að stærð, 70,5 metrar á lengd, 16 metrar á breidd og djúprista þess er 4 metrar. Skipið á að geta flutt 70 fólksbíla eða 35 fólksbíla og 6 tengivagna eða rútur. Skipið getur flutt 500 farþega og í því verða 86 kojur. Er skipið hluta yfirbyggingar þess á en hún hefur verið byggð sér og verður hífð á í heilu lagi á miðvikudag. Smíði yfirbyggingarinnar er að mestu lokið að utan og innrétting- ar í henni eru vel á veg komnar. Heildarþyngd hennar er um 230 tonn þannig að það verða talsverð þyngsli sem lyfta þarf á skipið á miðvikudag. Sjósetningin fór fram klukkan hálf fimm í gær og var það tignar- leg sjón að sjá 1.400 tonna þung- an skrokkinn renna frá skipasmíð- astöðinni til sjávar. Fjöidi fólks fylgdist með sjósetningunni og kvað við dynjandi lófaklapp er skipið var komið á flot. Að sögn Guðmundar Karlsson- ar, formanns smíðanefndar Her- jólfs, er ekkert útlit fyrir annað en skipið verði afhent á umsömd- um tíma, 30. maí nk. Hann lét vel af vinnu Símek-stöðvarinnar og sagði að allar kostnaðar- og tímaáætlanir stæðust. Líklegt að búvöru- verð lækki 10-15% Auka þarf framleiðni segir ráðherra komulags hérlendis mætti ætla að búvöruverð lækkaði um 10-15% og þetta þýddi að íslensk- ir neytendur myndu greiða 2,5-3,5 milljörðum króna minna fyrir sama magn af búvöru um aldamót en þeir gerðu 1990. Sagði Halldór að þessi þróun fæli óhjákvæmilega í sér kröfu um aukna framleiðni í íslenskum iandbúnaði. I RÆÐU Halldórs Blöndal land- búnaðarráðherra við setningu 76. Búnaðarþings í gær kom fram að ef tekið er tillit til Hk- legrar þróunar á búvöruverði á aðlögunartíma nýs GATT-sam- Helgi vann stórmeistar- ann Conquest HANNES Hlífar Stefánsson var með skiptamun yfir í biðskák sinni við lettneska stórmeistarann Sirov í ann- arri umferð alþjóðlega Apple-skákmótsins. Sirov er nú sjöundi stigahæsti skák- maður heims. Biðskákin verður tefld kl. 11 í dag. í máli Halldórs kom fram að hann teldi að rösklegar hefði átt að ganga í fækkun sauðfjár sl. haust en raun varð á. Samkvæmt búvörusamningnum var stefnt að því að fækka ám um 55.000 en fækkunin nam aðeins 44.000. Við þessu yrði að bregðast í samráði við bændasamtökin en alveg væri ljóst að þörf væri á tilfinnanlegum flötum niðurskurði fullvirðisréttar næsta haust. Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda sagði að horfur á aukinni samkeppni frá er- lendum búvörum ykju enn á mikil- vægi þess að brugðist yrði rétt við þessum nýju aðstæðum. Fijáls inn- flutningur búvara væri afdrifarík- asta stefnubreyting sem íslenskur landbúnaður hefði staðið frammi fyrir í langan tíma. Sjá nánar á bls. 24. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar: Helgi Ólafsson vann stór- meistarann Conquest frá Bret- landi í 33 leikjum í sögulegri skák. Conquest átti eftir að leika sjö leiíri fyrir seinni tíma- mörkin er hann féll á tíma og var hann með unnið tafl. Helgi hélt því fram að Englend- ingurinn hefði tekið upp mann og sleppt honum aftur í tíma- hrakinu. Jóhann Hjartarson vann franska stórmeistarann Renet í 27 leikjum. Önnur úrslit urðu þau að Þröstur Þórhallsson tapaði fyrir Grikkjanum Kotronias í 51 leik, Margeir Pétursson tapaði fyrir Englendingnum Plaskett í 40 leikjum og Jón L. Árnason og Karl Þorsteins gerðu jafntefli í 50 leikjum. Sjá skákþátt á bls. 36. Brú eða göng fyrir 3-4 milljarða yfir Kleppsvík RÁÐGERT er að reisa hábrú eða jarðgöng frá Sæbraut yfir Klepps- vík, sem tæki land á norðaustanverðum Gufuneshöfða. Framkvæmd- in, sem hefur vinnuheitið Sundabraut, er talin kosta á bilinu 3-4 milljarða króna og er talin forsenda þess að íbúðarbyggð rísi á Geldinganesi og höfn í Eiðsvík. í aðalskipulagi Reykjavíkurborg- ar fyrir 1990-2010 sem var endan- lega samþykkt 20. febrúar er gert ráð fyrir íbúðabyggð á Geldinga- nesi. Þegar hefur verið skipulögð umfangsmikil byggð í Borgarhoits- hverfum og þykir sýnt að Höfða- bakkabrú og Gullinbrú anni ekki umferð til þessara hverfa. Þá er ráðgert að helsta höfn Reykjavíkur verði í framtíðinni í Eiðsvík. Gert er ráð fyrir því að Sunda- braut liggi áfram í austurátt fram- hjá Sorpu og Áburðarverksmiðjunni Sjóflutningar fyrir varn- arliðið verða boðnir út BANDARÍSKI sjóherinn hefur boðið út flutninga á sjó fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli, en þeir flutningar voru siðast boðnir út árið 1987. Tilboðsfrestur er einn mánuður en reiknað er með að mánuð taki að fara yfir tilboðin og meta þau þannig að niðurstaðan verði ekki ljós fyrr en 1. maí. Að sögn Williams A. Neustadt, aðstoðardeildarstjóra hjá banda- ríska sjóhernum var útboðið auglýst sl. miðvikudag. í samræmi við samning íslenskra og bandarískra stjórnvalda sé gert ráð fyrir að flutningunum verði deilt milli ís- lensks og bandarísks skipafélags, þannig að það skipafélag sem býður lægst fái 65% flutninganna, hvort sem það er íslenskt eða bandarískt. Það félag frá hinu landinu, sem býður lægst, fái 35% flutninganna. Neustadt sagði, að talsverður fjöldi skipafélaga, bæði íslenskra og bandarískra, hefðu spurst fyrir um flutninga. Eftir síðasta útboð fékk Eimskip 65% þessara flutninga en banda- ríska skipafélagið Rainbow Navi- gation fékk 35% flutninganna. Rainbow Navigation hætti hins veg- ar flutningunum snemma á síðasta ári og Eimskip hefur síðan séð um alla flutninga á sjó fyrir varnarliðið. í Gufunesi, tengist síðan vegi sem lagður verður yflr eiðið að Geldinga- nesi, haldi áfram þvert yfir Leiru- vog, taki laiid á utanverðu Gunnu- nesi, liggi áfram til Álfsness, haldi áfram yfir Kollafjörð og tengist þar Vesturlandsvegi. Þessi braut stytti vegalengdina að sorpurðunarstöð- inni í Álfsnesi um allt að flmm km. Ósennilegt er þó að hún verði á framkvæmdaáætlun fyrr en eftir 2010. Bjarni Reynarsson hjá Borgar- skipulagi sagði að athuganir hefðu leitt í ljós að óverulegur kostnaðar- munur væri á gerð jarðganga yfir Kleppsvík eða smíði hábrúar. Mann- virkið yrði mitt á milli Kleppsspítal- ans og Miklagarðs á Sæbraut og tæki land við norðanverðan Gufu- neshöfða. Ef brú yrði fyrir valinu yrði hún að vera það há að hún truflaði ekki skipaumferð til og frá höfninni í Eiðsvík. Kostnaður við Ósabrú, sem ráðgert er að rísi á næstu þremur árum, væri hátt í einn milljarður og því væri ekki óraunhæft að áætla að kostnaður við mannvirkið yfir Kleppsvík yrði á bilinu 3-4 milljarðar. Það myndi létta verulega á umferð um Höfða- brú og Gullinbrú en mesta umferð- araukningin í höfuðborginni hefur einmitt verið þar. Þá myndi brautin SUNDABRAUTm í Aðalskipulagi Reykjavíkur f/ 1990-2010 er gert ráð fyrir brú ^ eða jarðgöngum yfir/undir | Alfsnes % Grafa/vogur '<V VESTU RLANO^ Árbær 1 þjóna vel Borgarholtshverfunum. Sundabraut er skilgreind sem þjóðbraut í þéttbýli og framkvæmd- in fellur því undir vegaáætlun. Jón Rögnvaldsson yfírverkfræðingur Vegagerðar ríkisins sagði að engir fjármunir væru sérstaklega ætlaðir til þessa verkefnis á 12 ára vega- áætluninni, en hins vegar væri þar einn liður til þjóðbrauta í þéttbýli sem hefði ekki verið ráðstafað. 12 ára vegaáætlun verður endurskoð- uð eftir fjögur ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.