Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 25 Við opnun sýningar Reykjavíkurborgar í Gallerí Borg þar sem tillögur borgarinnar um framkvæmdir við Aðalstræti eru m.a. til sýnis. Reykjavík heldur upp á að hundr- að þúsund íbúar eru í borginni Reykjavíkurborg hélt síðastliðinn laugardag upp á að 100 þúsund íbúar eru nú búsettir í höfuðborginni. Haldin var hátíð í miðbæ Reykjvíkur í tilefni dagsins auk þess sem íbúum, sem verða 100 ára eða eldri í ár, var boðið í kaffiboð í Ilöfða. Hátíðardagsskráin hófst á há- degi með hlaupárshlaupi yfír brýrnar í Elliðaárdal og tóku um 500 manns þátt í hlaupinu. Sýning um upphaf bæjarmyndunnar í Reykjavík var opnuð í Gallerí Borg en þar eru einnig til sýnis innrétt- ingar Skúla Magnússonar sem og tillögur Reykjavíkurborgar um framkvæmdir við Aðalstræti. Því næst var skemmtiganga með sög- ulegu ívafi um miðborgina. A Lækjartorgi var svo dagskrá þar sem Markús Öm Antonsson borg- arstjóri ávarpaði Reykvíkinga og hljómsveit Gunnars Þórðarsonar lék Reykjavíkurlög auk annarra atriða. Borgarstjóri báuð þeim Reyk- víkingum, sem verða hundrað ára eða eldri á þessu ári, til kaffisam- sætis í Höfða. Hátíðinni lauk að kvöldi laugardags með flugelda- sjningu frá Öskjuhlíð. Að sögn Ólafs Jónssonar, upplýsingafull- trúa Reykjavíkurborgar, gengu hátíðarhöldin vel enda var blíð- skaparveður þennan hlaupársdag. STARFSÞJÁLFUN fatlaðra er skóli rekinn af Öryrkjabanda- lagi íslands og félagsmálaráðu- neytinu. Skólinn er til húsa í Hátúni lOa. í starfsþjálfuninni er stundað hefðbundið nám líkt og í öðrum framhaldsskólum. Á hverri önn er námið brotið upp með svokölluðum tyllidögum þar sem nemendur gera sér ýmislegt til upplyftingar. Þessir dagar verða 4.-6. mars. Þá hafa Smári sagði að í haust hefðu 4 rækjustöðvar á staðnum farið fram á niðurfellingu skulda við bæjarsjóð en fengið það svar að slíkt væri einungis mögulegt ef um heildar- lausn væri að ræða á vanda rækju- vinnslunnar. Bæjarstjórn vildi ekki taka á einstökum málum. í lok jan- úar hefði svo Niðursuðuverksmiðjan hf. farið fram á niðurfellingu skulda og 50 milljón króna ábyrgð en því hefði ekki enn verið svarað. Aðalástæðuna fyrir frávísuninni nú sagði Smári vera þá að ákvörð- unin væri fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki í sömu stöðu. Önn- ur ástæða væri sú að í einkarekstri væri óheilbrigt að hægt væri að leita til hins opinbera ef illa gengi og enn hefði verið litið til þess að sveitarfélagið vildi ekki sitja uppi með mikinn atvinnurekstur eins og sveitarfélög víða um landið. Að lok- um sagði hann að lánardrottnar fyrirtækja ættu ekki að geta treyst því að sveitarfélögin hlypu undir bagga með fyrirtækjum í vandræð- nemendur ákveðið að opna útvarps- stöðina Örbylgjuna, FM 105,9. Með þessu útvarpi ætla nemendur m.a. að kynna starfsemi sem fer fram í húsakynnum Öryrkjabandalags ís- lands og Sjálfsbjargar í bland við annan fróðleik, tónlist og léttmeti. Útsendingar hefjast á öskudaginn, 4. mars, klukkan 10.00 og verður útvarpað þessa þijá daga fram á kvöld. um. Peningar væru heldur ekki til fyrir hlutafjárbeiðininni. Reynt hefur verið að gera frjáls- an skuldaskilasamning við skuldu- nauta fyrirtækisins en ekki tekist. Jónas Ingi Ketilsson hagfræðingur sagðist búast við að farið yrði með fyrirtækið fyrir skiptarétt á ísafirði í dag. Þar yrði óskað eftir að látið yrði reyna á nauðasamning án beiðni um gjaldþrot. Menn væru bjartsýnir á að það tækist. Nauða- samningurinn mun felast í því að boðnar verða um 30% af kröfum en 70% þeirra falli niður. ---------------- Hljómtækj- um og skinn- húfum stolið TÆKJUM fyrir um 300 þúsund krónur var stolið úr sýningar- glugga verslunarinnar Radíó- bæjar við Ármúla um helgina. Höttum og húfum fyrir um 80 þúsund var stolið í innbroti í búð við Laugaveg. Glugginn í Radíóbæ var brotinn og úr honum tekið meðal annars tvö sjónvarpstæki, tvö myndbands- tæki, 1 hljómtækjasamstæða, sjón- varpsdyrasími og fleira sem sam- tals er metið á um 300 þúsund krón- ur. Úr hattabúðinni við Laugaveg 4 var stolið rauðri húfu úr refa- skinnu, 2 minkaskinnhúfum og handskjóli úr refaskini. Útsöluverð er um 82 þúsund krónur. Unnið er að rannsókn þessara mála. Morgunblaðið/Þorkell Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Lækjartorgi á laugardag til að taka þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar. (Fréttatilkynning) irmu Útvarpsstöðin Örbylgj- an sendir út í þrjá daga Niðursuðuverksmiðjan hf. á ísafirði: Bjartsýnn á að nauða- samningar takist - segir Jónas Ingi Ketilsson hagfræðingur Morgunblaðið/RAX Friðrik Þór fær styrk Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra afhenti Friðriki Þór Frið- rikssyni kvikmyndagerðannanni sex milljóna króna styrk síðastlið- inn laugardag, í hófi sem haldið var í Ráðherrabústaðnum, til að kynna mynd sína, Börn náttúrunnar, í Bandaríkjunum. Friðrik segir þennan styrk koma sér vel þar sem kostnaður við kynningu myndarinnar fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna sé mjög mikill. Afliending verðlaunanna fer fram í Los Angeles þann 30. mars næstkomandi. Bæjarstjórnin á ísafirði vísaði frá erindi forsvarsmanna Niðursuðu- verksmiðjunnar á ísafirði um 15 milljón króna hlutafjárframlag og niðurfellingu 70% skulda fyrirtæksins við bæjarsjóð, á fundi sínum á laugardag. Smári Haraldsson bæjarstjóri segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú að niðurstaðan sé fordæmisgefandi fyrir önnur fyrir- tæki í sömu aðstöðu. Jónas Ingi Ketilsson hagfræðingur hefur unnið að málinu og er bjartsýnn á að fallist verði á nauðasamninga í skipta- rétti. Fyrirtækið hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja og hefur verið í greiðslustöðvun sl. 4 mánuði. 40-90% AFSLÁTTUR 1 V E .LT A AÐ uEísiP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.