Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Það sem auðvelt er að einkavæða eftir Harald Sumarliðason Einkavæðing hefur verið til meiri og alvarlegri umfjöllunar á opinber- um vettvangi en oftast áður, og er það vel. í nútímaþjóðfélagi hafa rík- isvaldið og sveitarfélög auðvitað vissu hlutverki að gegna varðandi stjómsýslu, lög og rétt og ýmsa þjónustu á sviði mennta-, heilbrigð- is- og félagsmála. Yfirburðir einka- rekstrar á sviði alls almenns at- vinnurekstrar hafa hins vegar kom- ið æ betur í ljós á undanförnum árum, bæði með hruni hagkerfa A-Evrópuþjóða og óhagkvæmni í opinberum rekstri í svonefndum blönduðum hagkerfum á Vestur- löndum. Einkavæðing er því á stefnuskrá flestra ríkisstjóma í Evr- ópu og víðar. Með einkavæðingu er ekki aðeins stefnt að sölu allra venjulegra at- vinnufyrirtækja í eigu hins opin- bera, heldur einnig að víðtækum útboðum á þjónustu, sem hið opin- bera þarf á að halda. Hafa margar kannanir leitt í ljós, að það er mun hagkvæmara fyrir hið opinbera að láta einkaaðila keppa um að leysa sem flest verkefni, sem það þarf að fá unnin, fremur en að ríki eða sveit- arfélög séu sjálf að glíma við þau í vernduðu umhverfi. Þessi sannindi hafa nú meira að segja Svíar viður- kennt og eru nú í óða önn að einka- væða. Gleymir ríkisstjórnin útboðum? Núverandi ríkisstjóm hefur einkavæðingu á stefnuskrá sinni og hefur þegar lagt drög að því að hrinda henni í framkvæmd á af- mörkuðum sviðum, einkum með sölu á ríkisfyrirtækjum. Lítið hefur hins vegar verið aðhafst varðandi útboð á margvíslegri þjónustu, sem ríkis- stofnanir þurfa á að halda vegna rekstrar síns, en er samt alls óskyld aðalstarfsemi eða markmiðum stofnananna. Hér má -nefna ýmsar framkvæmdir og viðhald á mann- virkjum, tækjum og búnaði, rekstur mötuneyta, hársnyrtiþjónustu o.fl. í einkarekstri þykir verkaskipting sjálfsögð og hagkvæm, þ.e. að kaupa aðföng ogþjónustu frá öðrum fyrirtækjum, fremur en að reyna að gera alla hluti sjálfur. Hjá stofn- unum hins opinbera er hins vegar ótrúlega rík tilhneiging til þess að menn vilji vasast sjálfír í að leysa alla sína þörf á þjónustu (og jafnvel einnig framleiða vörur til eigin nota), Jiafa starfsfólk á launum við störf, sem eru alls óskyld aðalstarf- semi þeirra og byggja upp sinn eig- in rekstur í starfsemi, sem engin stjórnunarþekking er á innan stofn- ananna. Slík starfsemi, sem auðvelt er að sækja til einkafyrirtækja, leynist mjög víða hjá hinu opinbera, en án þess að hún komi skilmerkilega fram í reikningum þess. Það vita t.d. ekki allir, að sum sjúkrahúsanna reka hálfgildings trésmíðaverkstæði innan sinna dyra! Fjöldamargar rík- isstofnanir eru með iðnaðarmenn úr hinum ýmsu greinum á launaskrá til að sinna margskonar þjónustu í eigin þágu, enda þótt auðvelt sé að fá slíka þjónustu keypta með hag- kvæmum hætti af einkafyrirtækj- um. Ríkisstjórnin ætti að láta kanna það, hvers vegna svo mikil fyrir- staða er innan ríkiskerfísins fyrir eðlilegri og hagkvæmari verkaskipt- ingu. Umfram allt ætti hið opinbera að láta reyna á það með útboðum, hvort ýmsir þættir í starfsemi þess eru ekki betur komnir hjá einkaaðil- um. Meðan það hefur ekki verið gert hafa þeir, sem með fjármál hins opinbera fara, enga vissu feng- ið fyrir því, að ekki megi hagræða og spará á fjölmörgum sviðum. Það eru því margir möguleikar á hagkvæmri einkavæðingu í ríkis- rekstrinum, ekki aðeins með sölu ríkisfyrirtækja, heldur þarf að gefa aukinn gaum að því að bjóða út þá þætti í rekstri stofnana, sem betur eru komnir hjá einkaaðilum. En möguleikar á einkavæðingu eru ekkert síður til staðar hjá sveitarfé- lögunum. Þau hafa verið og eru enn stórtæk í ýmsum atvinnurekstri, sem er þess eðlis, að hann væri betur kominn hjá einkaaðilum. Enn sem komið er hafa sveitarfélögin þó farið sér ótrúlega hægt í einka- væðingu. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur nýlega vakið máls á ýmsum möguleikum til einkavæðingar hjá borginni. Er það fagnaðarefni og óskandi, að ekki verði látið sitja við orðin tóm. í ljósi þessa verður hér á eftir bent á ýmsa starfsemi hjá borginni, sem álitlegt er að einka- væða. Það skal tekið fram, að Reykjavíkurborg er hér aðeins tekin sem dæmi að gefnu tilefni, en hlið- stæðar ábendingar eiga við flest önnur stór sveitarfélög. w w SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG ■■■■■■■■ SETJIÐ SAMAN SJALF B 'jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Baðherbergisinnréttingar. Fataskápar. Æ,. BJORNINN BORGARTÚNI28S.621566 ASSt fyéverá úmnkáss Haraldur Sumarliðason „í umræðum um einka- væðingu hætitir mörg-- um til að einblína á stærstu stofnanir, svo sem banka og orkufyr- irtæki. Vill þá gjarnan gleymast, að ríki og sveitarfélög stunda margvíslegan annan at- vinnurekstur, sem auð- velt og hagkvæmt er að einkavæða. “ Rétt forgangsröð mikilvæg í umræðum um einkavæðingn hættir mörgum til að einblína á stærstu stofnanir, svo sem banka og orkufyrirtæki. Vill þá gjarnan gleymast, að ríki og sveitarfélög stunda margvíslegan annan at- vinnurekstur, sem auðvelt og hag- kvæmt er að einkavæða. Pípugerð og sorphreinsun borgarinnar hafa að visu verið nefndar sem í sjálfu sér er jákvætt og tímabært. En óðar en varir eru menn samt komn- ir á flug og famir að tala um millj- arða fyrirtæki á borð við orku- og veitufyrirtæki borgarinnar. Liggur þá í loftinu sú skoðun, að hin smærri rekstur skipti litlu sem engu máli. Hér væri mönnum hollt að kynna sér reynslu annarra þjóða í sam- bandi við einkavæðingu, t.d. Breta. Þar hefur komið í ljós, að einkavæð- ing fyrirtækja, sem að hluta eða öllu leyti búa við einkarétt á til- teknum sviðum, svo sem orku- og veitufyrirtæki, er margfalt flóknara og vandasamara mál en þar sem samkeppnisaðstæður eru fyrir hendi. I Bretlandi hafa veitu- og símafyrirtækin verið seld einkaaðil- um en eru eigi að síður undir ströngu opinberu eftirliti, sem m.a. tekur til verðlagningar þjónustunn- ar. Orku- og veitufyrirtæki Reykja- víkurborgar og ríkisins eiga miklar eignir. Af þeirri ástæðu er áhuga- vert fyrir almannasjóði að einka- væða þau. Vegna einkaréttar og sérstöðu er hins vegar fræðilega og tæknilega flókið að selja einkaaðil- um rekstur þeirra. Slíkt mundi í öllum tilvikum krefjast rækilegs undirbúnings. Það felur í sér ákveðna hættu að byija á því að beina sjónum sínum að þessum fyr- irtækjum. Óhjákvæmilegir erfiðleik- ar við að einkavæða þau mundu spilla fyrir eða jafnvel stöðva áætl- anir um einkavæðingu á öðrum svið- um. Skynsamlegra er að taka fyrst til hendinni, þar sem framkvæmd einkavæðingar er einföld, á sviðum þar sem hið opinbera stundar rekst- ur í beinni eða óbeinni samkeppni við einkaaðila. Einnig liggur beint við að kanna möguleikana á því að veitufyrirtækin bjóði út í ríkara mæli en verið hefur ákveðna þætti í rekstri sínum. Hér er um að ræða þætti sem eru eðlislíkir þeirri starf- semi sem einkaaðilar stunda, t.d. vinnavið lagnir, viðhald og viðgerðir á þeim. Á borgarsjóður að reka trésmiðju? Hvaða möguleikar eru á einka- væðingu hjá Reykjavíkurborg? Hér verður að sjálfsögðu engin tæmandi úttekt gerð á þessu, heldur aðeins dregnar fram upplýsingar í eftir- farandi töflu um fyrirtæki eða starf- semi á vegum borgarinnar sem hlýt- ur að koma mjög sterklega til greina. Upplýsingarnar eru úr frum- varpi að fjárhagsáætlun Reykjavík- ur árið 1992 og gilda því fyrir það ár. Velta Fjöldi (miiy. kr.) starfsm. Trésmiðja 194 51 Vélamiðstöð 430 92 Malbikunarstöð 382 15 Grjótnám 143 8 Pipugerð Vinnuskóli, sumarverkefni 116 13 ogýmis garðyrkja, ca. Rafm.veita hitav. og 263 1 vatnsv.: lagnir, viðh. o.þ.h. Strætisvagnar: 137 70 verkstæði og þvottastöð 100 60 Samtals 1.765 309+ Til samanburðar má geta þess, að rekstrarútgjöld borgarinnar á þessu ári eru áætluð um 9.075 millj- ónir króna. Samanlögð velta við framangreinda starfsemi nemur því um 19,5% af rekstrarútgjöldum borgarinnar. Það safnast því þegar saman kemur í hinum ýmsu „smáu“ liðum í opinberum rekstri, sem auð- velt er að einkavæða. Það skal samt ítrekað að í framangreindu yfirliti felst alls engin tæmandi úttekt á möguleikum til að einkavæðingar hjá Reykjavíkurborg. Aðeins hafa verið dregnir fram nokkrir þættir sem eru augljósir, þegar litið er yfir reikninga og fjárhagsáætlun borg- arinnar. Þess ber einnig að geta, að upplýsingar fyrir einstakar stofn- anir eru misvel ítarlega sundurliðað- ar. Þess vegna er ekki alltaf hægt að draga fram einstaka þætti í rekstri þeirra sem eru í beinni eða óbeinni samkeppni við einkaaðila eða eðlislíkir þeirri starfsemi sem einkafyrirtæki stunda. Sem dæmi um liði sem ekki hafa Jago kaffi Gæða kaffi brennt eftir gamalli hefö 500 gr. í i i í > i i > > 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.