Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
21
Rabb um rann-
sóknir og
kvennafræði
HÁDEGISRABB í Háskóla íslands
á vegum Rannsóknastofu í kvenn-
afræðum verður miðvikudaginn
4. mars.
Þá mun Guðrún Olafsdóttir, dós-
ent kynna ýmislegt sem er á döfinni
í kvennafræðum hér og erlendis og
ræða um alþjóðlegt samstarf á þessu
sviði. Fundurinn verður í Odda, stofu
202, kl. 12-13.
Hr. Smith sendir
ekki skipin í land
eftir Vilhjálm
Jónsson
í lögum nr. 34, 1991, er mjög
fortakslaust ákvæði um að þeir lög-
aðilar einir, sem að öllu leyti eru í
íslenskri eign megi stunda fískveiðar
í fískveiðilandhelgi íslands. Um þetta
hafa nú orðið nokkrar umræður.
Komið hefur fram sú skoðun að ef
hlutafélag, sem er að hluta erlend
eign, keypti hlutafé í útgerðarfélagi
myndi útgerðarfélaginu vera óheim-
ilt að veiða í fiskveiðilandhelgi ís-
lands og það því missa kvóta sinn.
Aðrir halda því fram að þessi túlkun
laganna leiði til óskynsamlegrar nið-
urstöðu, og beri því að skýra lögin
á aðra lund. Þar á meðal er Óskar
Magnússon lögmaður og stjórnar-
formaður Olíuverslunar Islands hf.
(Olís). Þetta kemur fram í grein hans
í Morgunblaðinu sl. laugardag, sem
ber heitið „Hr. Smith sendir skipin
í land“.
Til stuðnings skoðun sinni tekur
hann það dæmi að hann kaupi hluta-
bréf í Olíufélaginu hf. (Esso) fyrir
100 þúsund krónur og selji það síðan
bandarískum vini sínum, hr. Smith.
Með þessu sé Olíufélagið hf. komið
í eigu útlendinga. Hr. Smith geti
neitað að selja bréfín hvað sem í
boði er. Við þetta falli veiðiréttur
útgerðarfyrirtækja sem Olíufélagið
hf. á í niður og hr. Smith sé þannig
farinn að stjórna fískveiðum við ís-
land.
Þetta tiltekna dæmi fær ekki stað-
ist vegna þess að samkvæmt sam-
þykktum Olíufélagsins hf. er ekki
heimilt að selja hlutabréf í félaginu
til útlendinga nema með samþykki
stjórnar Olíufélagsins hf. Stjórn fé-
lagsins verður því að taka um það
ákvörðun hvort hr. Smith fær að
kaupa hlutabréfin af Óskari. Sam-
þykki hún það er það í raun stjórn
félagsins en ekki hr. Smith sem send-
ir skipin í land.
Þetta ákvæði í samþykktum Olíu-
félagsins hf. um bann við sölu til
útlendinga er áreiðanlega í sam-
þykktum mjög fárra íslenskra hluta-
félaga. Þess vegna var ekki von til
þess að Óskari Magnússyni væri um
það kunnugt. Hinsvegar sýnir það
hvernig hlutafélög geta varið sig
fyrir erlendri eignaraðild, ef til þess
er vilji hjá stjórn félagsins. Það er
því ekki á valdi Óskars Magnússonar
eða hr. Smith að breyta eignaraðild
Olíufélagsins hf. þannig að það verði
ekki áfram eina alíslenska olíufélag-
ið.
Iíöfundur er hæstaréttarlögmaður
og fyrrverandi forstjóri
Olíufélagsins hf.
HJALPARSTARFIÐ
HELDUR ÁFRAM
Gíróseölar í bönkum
og sparisióöum
Vilhjálmur Jónsson
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
------— Marstilboð til stofnana og fyrirtœkja---
„Við tökum ekkert fyrir...
...að koma og taka gluggatjöldin niður eða setja þau upp.“
AFGASRULLUR
fyrir bilaverkstæöi
Olíufélagið hf
603300
Glímunni við gluggatjöldin er lokið. Við komum til þín, tökum þau niður, förum með þau og
hreinsum þau. Svo strekkjum við þau og jöfnum falda með nýrri tölvutækni þannig að síddin
verði nákvæm. Svo pökkum við þeim inn í plast, ökum þeim til þín og setjum þau upp.
Gluggatjöldin verða slétt og falleg því að engin aukabrot koma í þau - hvorki í hreinsun né
flutningi. Þú greiðir aðeins fyrir hreinsunina - ekki fyrir aðra þjónustu.
FONN
Skeifunni 11
Sfmi: 812220
Ókeypis þjónusta - ómæld þægindi.