Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 14

Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 I i að samstöðureglan yrði endurbætt með þeim hætti að komið yrði í veg fyrir að einstök þátttökuríki gætu ítrekað virt meginreglur Helsinki-sáttmálans eða aðrar samþykktir byggðar á samstöðu- reglunni að vettugi, án þess að ráðstefnan ætti þess kost að grípa til raunhæfra aðgerða á móti. Einnig minnti ég á yfirlýsingu nor- rænna utanríkisráðherrafundarins í Reykjavík í janúar, þar sem hvatt er til þess að möguleikar á friðar- gæslu á vegum ráðstefnunnar verði kannaðir. Helsinki-fundurinn Þessar og aðrar hugmyndir um styrkingu Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu verða á dagskrá fjórða framhaldsfundar ráðstefnunnar í Helsinki, sem hefst í lok þessa mánaðar. Fundinum er m.a. ætlað að móta nýjar hug- myndir um leiðir til að koma í veg fyrir vopnuð átök, hafa hemil á hættuástandi og leiða til lykta deilumál með friðsamlegum hætti. Eitt af höfuðverkefnum Hels- inki-fundarins verður auk þess að ná samkomulagi um erindisbréf fyrir nýjan vettvang öryggismála, sem ætlað er að taka til starfa í Vínarborg með haustinu. Vett- vangurinn mun leysa af hólmi þær viðræður um hefðbundin vopn og traustvekjandi aðgerðir, sem átt hafa sér stað innan ramma ráð- stefnunnar til þessa. Á Helsinki-fundinum gefst ís- landi kostur á að eignast hlutdeild í veigamiklum ákvörðunum, sem lúta að framtíð öryggismála í Evr- ópu. Markmið okkar með þátttöku í fundinum er m.a. að leggja okkar skerf að mörkum við málstað lýð- ræðis og mannréttinda í því um- róti, sem nú setur svip á stjórn- málaþróunina í austurhluta álfunn- ar. Við munum einnig leggja áherslu á, að sá þáttur erindis- bréfsins, sem fjallar um afvopnun og traustvekjandi aðgerðir, sé nægjanlega sveigjanlegur og opinn til að bregðast við örum breyting- um í stjórnmálum Evrópu og úti- loka engin svið hefðbundins víg- búnaðar. Með það veganesti, ekki síst, höldum við fljótlega til stefnu- móts við þátttökuríki ráðstefnunn- ar í Helsinki. Höfundur er utanríkisráðherra. Efsvo er, þá getum við liðsinnt þér að gera ársbátíð og aðra manniagnaði W ÆSÉí fte. v- *'-/ W'M} JHI m /1 /»#• . V .*** V > / WjaT| W 2rTI fiCJi l wrrciblót, rfidrykkji Nánari upplýsingar á Hótel Borg í síma 11440 fermingaveislur, ------------------- —— eftir Jón Baldvin Hannibalsson Þegar leiðtogar 35 ríkja komu saman í Helsinki 1. ágúst 1975 til að setja Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) af hlunnum, aðskildi djúp gjá úlfúðar og tortryggni ríkin í austri og vestri. Gífurleg umskipti til hins betra hafa átt sér stað frá því Helsinki-sáttmálinn var undirritað- ur. Skipting Evrópu heyrir foitíð- inni til og komið hafa til sögunnar ný, fullvalda ríki á rústum Sovét- ríkjanna. Þegar fulltrúar þátttöku- ríkjanna koma saman öðru sinni í Helsinki 24. mars nk. munu engu að síður blasa við þeim ný og ekki síður krefjandi viðfangsefni á sviði öryggismála í Evrópu en fyrir sautján árum. Nýjar leiðir Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu, ásamt heiftúðugum átökum í Nag- omo-Karabak undanfarnar vikur, eru aðeins tvö dæmi um ófrið af því tagi, sem auðveldlega gæti ógnað stögugleika á meginlandi Evrópu. Deilur sem blossað hafa upp meðal arftaka Sovétríkjanna um úthlutun hefðbundins vígbún- aðar og skuldbindinga um niður- skurð samkvæmt samningnum um hefðbundinn herafla (CFE) frá því í nóvember 1990, hafa einnig vak- ið ugg um framtíð viðræðna um takmörkun vígbúnaðar í álfunni. í kjölfar þeirra hræringa, sem átt hafa sér stað í austurhluta Evrópu á undanfömun mánuðum, er óhjá- kvæmilegt að leitað verði nýrra leiða til að tryggja stöðugleika og hafa hemil á hugsanlegu hættu- ástandi. Tilraunir í þessa átt munu öðru fremur byggja á starfi gamal- reyndra alþjóðastofnana og sam- taka, sem mest hafa lagt að mörk- um til varðveislu friðar á undan- förnum áratugum. Þannig hefur t.d. Atlantshafsbandalagið stofnað sérstakt samvinnuráð með ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og sam- veldanna nýju með það fyrir aug- um að laga sig að kröfum nýs tíma. Hin margslungnu og fjölbreyti- legu úrlausnarefni, sem við blasa, ekki síst í kjölfar upplausnar Sov- étríkjanna, gera hins vegar að verkum að enginn einn aðili getur vænst þess að hafa aila þræði í hendi, heldur verða alþjóðasamtök og stofnanir með ólík starfssvið og sérhæfíngu að taka höndum saman við byggingu nýrrar Evr- ópu. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, Evrópuráðið, Evrópubandalagið og Vestur-Evr- ópusambandið hafa t.d. öll lagt sinn skerf að mörkum. Ef að líkum lætur, verður þess enn frekar þörf í framtíðinni að hin ólíku samtök stilli saman strengi til eflingar friði og lýðræði um gjörvalla Evrópu. Sérstaða RÖSE í hópi alþjóðasamtaka, sem látið hafa til sín taka á stjórnmálasvið- inu að undanförnu, nýtur Ráð- stefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu nokkurrar sérstöðu. Ráð- stefnan er eini sameiginlegi sam- ráðsvettvangur allra ríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Á ráðstefn- unni í Prag dagana 30.-31. janúar sl. var samveldisríkjunum tíu einn- ig veitt aðild að ráðstefnunni og hefur hún því nokkur Mið-Asíuríki innan sinna vébanda. Einnig setur hið umfangsmikla starfssvið ráð- stefnunnar sterkan svip á ráðstefn- una, en þrír helstu málaflokkar sem hún hefur einkum fengist við til þessa eru öryggismál, þ. á m. takmörkun hefðbundins vígbúnað- ar og traustvekjandi aðgerðir, efnahags- og umhverfíssamvinna, auk mannréttinda- og menningar- mála. Hið víðtæka umboð ráðstefn- unnar gerir þátttökuríkjunum Jón Baldvin Hannibalsson „Á Helsinki-fundinum gefst Islandi kostur á að eignast hlutdeild í veigamiklum ákvörðun- um, sem lúta að framtíð öryggismála í Evrópu. Markmið okkar með þátttöku í fundinum er m.a. að leggja okkar skerf að mörkum við málstað lýðræðis og mannréttinda í því um- róti, sem nú setur svip á stjórnmálaþróunina í austurhluta álfunnar.“ kleift að fjalla um ágreiningsefni á ólíkustu sviðum, þ. á m. á sviði mannréttinda og þjóðernisminni- hluta, áður en þau leiða til vop- naðra átaka. Var það ekki síst í þeim tilgangi að efla fyrirbyggj- andi þátt ráðstefnunnar og örva reglubundin samráð þátttökuríkj- anna að þrjár fyrstu stofnanir ráð- stefnunnar tóku til starfa á síðasta ári, en stofnanir þessar eru fram- kvæmdaskrifstofan í Prag, Átaka- varnir í Vínarborg og skrifstofa lýðræðis og mannréttinda í Varsjá. Fjöldi þátttökuríkja ráðstefn- unnar og yfírgripsmikið starfssvið hennar gera það að verkum að ráðstefnan er einkar vel í sveit sett — í samstarfi við önnur alþjóð- asamtök og stofnanir — til að ta- kast á við ýmis brýn úrlausnarefni Evrópuríkja á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Með starfí ráð- stefnunnar er stuðlað að því að lýðræðisöfl í ríkjunum nýju nái að festa rætur til frambúðar og greitt er fyrir áframhaldandi stjórnar- fars- og efnahagsumbótum í ríkj- um Mið- og Austur-Evrópu. Sem vettvangur samráðs og samvinnu allra þátttökuríkjanna á sviði ör- yggismála á ráðstefnan þess einnig kost að hamla gegn frekari sundr- ungu og misklíð mismunandi ríkja og þjóðernishópa, sem ógnað hefur stöðugleika í Evrópu í kjölfar hruns kommúnismans. Að undanförnu hefur ráðstefnan sætt ámæli fyrir svifasein vinnu- brögð. Þessi gagnrýni er að sumu leyti ósanngjörn. Hafa ber hugfast að ráðstefnan er pólitísk samtök fullvalda þátttökuríkja, sem ekki hafa lagalegan grundvöll ti! að grípa til afgerandi aðgerða, ólíkt t.d. Sameinuðu þjóðunum. Ólíkt Atlantshafsbandalaginu hefur ráð- stefnan heldur engu herliði á að skipa og getur því ekki tryggt sam- eiginlegt öryggi þátttökuríkja sinna með sama hætti og banda- lagið. Sú grundvallarstarfsregia ráðstefnunnar að allar ákvarðanir krefjast samstöðu allra þátttöku- ríkjanna kann ennfremur að hafa takmarkað svigrúm hennar í verki, einkum eftir að þátttökuríkjunum fjölgaði. Frá öðru sjónarhorni séð er þessi veikleiki ráðstefnunnar þó jafnframt mesti styrkleiki hennar, þar sem ákvarðanir, sem þátttöku- ríki hafa náð samkomulagi um án undantekninga, halda að jafnaði betur en ákvarðanir, sem eingöngu eru háðar samþykki meirihlutans. Á ráðstefnunni í Prag í lok jan- úar benti ég m.a. á nauðsyn þess Stefnumót í Helsinki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.