Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Hörð átök í Moldavíu ÞRÍR menn létu lífið í skotbar- daga er lögreglu og vopnuðum sveitum rússneskumælandi manna laust saman í í bænum Dubossary í Moldavíu í gær. Dubossary er í héraðinu Dnestr en rússneskumælandi íbúar þess hafa lýst því yfir að það sé sjálf- stætt lýðveldi. Að sögn moldav- íska innanríkisráðuneytisins var forsprakki sveita rússneskumæi- andi meðal hinna fallinna. Stjórn- völd í Moldavíu, sem stefna að nánari tengslum þessa fyrrum Sovétlýðveldis við Rúmeníu, neita að samþykka sjálfstæði Dnestr. Rætt um framtíð Zaire Mobutu Sese Seko, forseti Zaire, hefur ákveðið að ráðstefn- an um pólitíska framtíð ríkisins muni bráðlega koma saman á ný. Útvarpið í höfuðborginni Kinshasa skýrði ,frá þessu á laug- ardag og forseti ráðstefnunnar staðfesti það í samtali við belg- íska ríkisútvarpið í gær. Hann sagði Mobutu hafa skýrt sér frá þessu um helgina en tók fram að engin dagsetning hefði verið ákveðin. Nguza Karl-i-Bond, for- sætisráðherra Zaire, frestaði ráð- stefnunni í janúar en markmið hennar er að finna lausn á stjóm- skipan ríkisins. Deilt um Kaliningrad Vítalí Tjúrkín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, gagnrýndi harðlega á blaða- mannafundi í gær ummæli Sta- sys Lozoraitis, sendiherra Lithá- ens í Bandaríkjunum, þess efnis að héraðið Kaliningrad kynni dag einn að tilheyra Litháén á ný. Kaliningrad, sem er staðsett á milli Litháen og Póllands, hefur allt frá miðöldum oftsinnis verið hluti af Litháen en varð síðar hluti af Austur-Prússlandi og fékk þá heitið Köningsberg. Hér- aðið hefur verið hluti af Rúss- landi síðan eftir stríð en Lozorait- is sagði í samtali við litháenskt dagblað að það kynni dag einn að falla undir stjórn Litháa á ný. Tjsúrkín sagði ummæli af þessu dagi vera með öllu óásættanleg og í raun ögrandi. Líbýumenn ræða framsal Muammar Gadaffi Líbýuleið- togi sagðist í gær ekki hafa neitt umboð til að framselja mennina tvo sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í þotu Pan Am-flugfélagsins sem fórst yfír Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Allar ákvarðanir þar að lútandi yrði Þjóðarráð Líbýu að taka og gæti það tekið allt að þijá mán- uði, sagði Gadaffi í ræðu við setn- ingarathöfn ráðsins sem var út- varpað. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist þess að mennirnir verði framseldir og bað Gadaffí ráðið að taka þá kröfu til athugunar. Mikið fjölmenni var á fundi Bush forseta í Savannah í Georgíu í gær en forkosningar verða þar og sex öðrum ríkjum í dag. Tyrkir fella kúrdíska skæruliða Ankara. Reuter. TYRKNESKAR orrustuþotur gerðu loftárás á stöðvar skæru- liða kúrdískra verkamanna- flokksins í gær, annan daginn í röð. Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, sagði að tilgang- ur loftárásanna væri að draga víg- tpnnurnar úr skæruliðunum og hindra árásir af þeirra hálfu. Þjálfunarstöðvarnar sem árásir voru gerðar á eru á Cudi-ljallinu í Tyrklandi og Hakurk-svæðinu innan írösku landamæranna. Emb- ættismenn vörðust nánari fregna af árásunum en sögðu þó að skær- uliðar hefðu orðið fyrir mannfalli. Forkosningar í Bandaríkjunum: George Bush gefur kjósend- um fyrirheit um „nýja byijun“ Hjá demókrötum stendur baráttan milli Tsongas og Clintons Washington. Reuter. FORKOSNINGAR verða í sjö sumum þeirra. Á fundi í Georgíu ir sér vonir um góða útkomu í ríkjum Bandaríkjanna í dag og í gær lofaði Bush kjósendum ríkinu. Allir fimm frambjóðend- takast þeir George Bush forseti „nýrri byrjun" yrði hann endur- ur demókrata taka þátt í kosn- og Pat Buchanan á öðru sinni í kjörinn forseti en Buchanan ger- ingunum og virðist slagurinn Utanríkisráðherra Portúgals: EES-samningnr verður undirritaður fyrir páska Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOAO De Deus Rogado Salvador Pinheiro, utanríkisráðherra Portúg- als, sagði við blaðamenn í Brussel í gær að hann teldi víst að samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) yrði undirritaður fyr- ir páska. Frans Andriessen, einn framkvæmdastjóra Evrópubanda- lagsins (EB), sagðist telja góðar líkur á því að álit Evrópudómstóls- ins á breyttum dómstólakafla í EES-samningnum liggi fyrir í byrjun apríl. Á fundi utanríkisráðherra EB sem haldinn var í Brussel í gær var jafnframt fjallað um tillögur framkvæmdastjórnarinnar um næstu fimm ára fjárhagsáætlun EB. Frans Andriessen gerði ráðherr- þykir ástæða til að ætla að hún unum grem fyrir niðurstöðum samningaviðræðna EB við Fríversl- unarbandalag Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið. Sam- kvæmt heimildum í Brussel tóku ráðherrarnir vel í skýrslu Andriess- ens og létu svo um mælt að aðildar- ríki EB hygðust ekkert aðhafast sem spillt gæti farsælum lyktum samninganna þegar Evrópudóm- stóllinn leitar álits þeirra á næstu dögum. Á föstudag sendi fram- kvæmdastjórnin formlegt erindi til Evrópudómstólsins þess efnis að hann gæfi að nýju umsögn um þann kafla samningsins sem fjallar um dómstóla og eftirlitsstofnanir en í desember höfnuðu dómarar við dómstólinn þeim hluta samnings- draganna. Reiknað hefur verið með því að umsögn dómstólsins liggi fyrir innan sex til átta vikna en nú verði tilbúin í byrjun apríl. Joao De Deus Pinheiro utanríkisráðherra Portúgals, sem situr í forsæti í ráð- herraráði EB um þessar mundir, sagðist telja að samningurinn um EES yrði undirritaður á fundi utan- ríkisráðherra EB í byrjun apríl. Utanríkisráðherrar EB ræddu í gær í fyrsta sinn tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar um næstu fímm ára fjárhagsáætlun EB fyrir árin 1993 og 1997. í tillögunum er gert ráð fyrir mikilli útgjalda- aukningu til að framkvæma ákvarð- anir leiðtoga EB í Maastricht í des- ember. Reiknað er með því að árleg útgjöld bandalagsins hækki um 30% á fimm ára tímabili og hámarks hlutdeild EB í þjóðartekjum aðildar- ríkjanna verði að sama skapi hækk- uð. Rúmlega helmingur nýju út- gjaldanna er til jöfnunar á efna- hagslegum og félagslegum kring- umstæðum íbúa bandalagsins. Það eni fyrst og fremst ríkin í suður- hluta bandalagsins sem njóta góðs af auknum félagslegum áherslum í uppbyggingarsjoðum EB en sér- stakt tillit verður þó tekið til svæða sem búa við einhæft atvinnulíf. í því efni er sérstaklega rætt um físk- veiðar og vinnslu. Gert er ráð fyrir að bandalagið muni í framtíðinni leggja byggðarlögum sem reiða sig mjög á útgerð og fiskvinnslu til fjár- magn til þess að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Stefnt er að því að afgreiða fjárhagsáætlunina fyrir lok þess árs. aðallega standa á milli þeirra Paul Tsongas og Bill Clintons. Kosið verður í Colorado, Georgíu, Idaho, Maryland, Minnesota, Utah og Washington-ríki en ekki alls stað- ar hjá báðum flokkunum, repúblik- unum og demókrötum, og sums stað- ar er um að ræða lið í flóknara kosn- ingaferli. Á fjölmennum kosninga- fundi í Savannah í Georgíu í gær lofaði Bush „glæsilegri, nýrri byij- un“ yrði hann endurkjörinn í haust en Buchanan, mótframbjóðandi hans, hefur rekið mjög harðan áróð- ur gegn honum í ríkinu. Hefur hann sakað Bush og stjórn hans um að hampa klámi sem list og að draga taum minnihlutahópa og hann segir Bush hafa svikið kjósendur sína með skattahækkunum. Vonast Buchanan til, að sagan frá New. Hampshire endurtaki sig en þá fékk hann 37% atkvæða repúblikana. Búist er við, að Bill Clinton, ríkis- stjóri í Arkansas, sigri auðveldlega í forkosningum demókrata í Georgíu en í Washington, Maiyland og Col- orado hafði Paul Tsongas forystuna samkvæmt skoðanakönnunum. Hjá demókrötum virðist nú slagurinn- standa milli þessara tveggja manna og hafa þeir verið að gerast illskeytt- ari hvor í annars garð. í gær reyndu þeir þó að lægja nokkuð öldurnar og sögðu, að baráttan stæði ekki á milli þeirra, heldur þeirra og Bush. Eftir viku er „Stóri þriðjudagur", sem svo er kallaður, en þá verður kosið í 15 ríkjum. Búrma: Hermenn myrða hundruð múslima Dakka. Reuter. BÚRMANSKIR hermenn myrtu a.m.k. 200 múslima í Arakan-hérað- inu í vesturhluta Búrma í síðustu viku, að sögn flóttamanna sem komu þaðan til Bangladesh í gær. Þeir skýrðu frá hrottalegum of- beldisverkum. Þægilegt að vinna með 1 Vid höfðum hug ú að kaupa launaforrit sem væri öruggt, einfalt í nolkun, luust við flóknar samantektir og sérútprentanir og ódýrt að sama skapi. Mérflnnst mjög þœgilegt að vinna með ERASTUS. Það tekur innan við 10 mínútur að ganga frá «33 prentun launaseðla, lífeyrissjóðsgreiðslum, stéttarfélagsgreiðslum og skatti. s Launamiðaútprentun íárslokgerist með einniskipun. Einfaldara verðurþað ekki. Ö p|ft Kolbeinn Pétursson Hábergi hf Skeifunni 5a Luunuforritíð ERASTUS ‘EinfaídCtjja þctgilt.gra ^ ______ M.Flóvent Sími: 91-688933 og 985-30347 Þessu til viðbótar segja flótta- mennirnir að ekki færri en 500 manns hafi særst í aðgerðum stjórn- arhermanna sem haldið hafa uppi aðgerðum gegn múslimum í Búrma. „Þeir ætla að reka alla á brott, skilja eftir sig sviðna jörð,“ sagði einn flótt- amannanna, en hann sagði að her- BRUÐKAUPSVEISLUR Perlan á Öskjuhlíð PERLAN sími 620200 menn stjórnarinnar í Rangoon hefði kveikt í rúmlega 3.000 húsum mú- slima í Arakan-héraðinu í síðustu viku. Um 8.000 búrmanskir múslimir flýðu til Bangladesh um helgina og eru heildarfjöldi þeirra orðinn um 145.000 frá því stjórnarherinn hóf aðgerðir sínar í vesturhluta Búrma. Þessu til viðbótar sagði U Tiha, einn af leiðtogum búddamúnka, að herforingjastjórnin í Búrma hefði látið taka um 100 múnka af lífi í fyrra og sætu um 1.000 múnkar í fangelsum stjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.