Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Fratices Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú átt auðvelt með að orða hugsanir þínar núna, en sum- um þeirra sem þú umgengst hættir tii að ýkja nokkuð. Naut (20. apríl - 20. maí) Reyndu að forðast óþarflega rausnarleg innkaup og ein- beittu þér að því að styrkja undirstöður fjárhagsöryggis þíns. Tvíburar (21. maí - 20. júní) í» Ef þú lætur gamminn geysa um of núna gætirðu fælt ein- hvern frá þér. Reyndu ekki að knýja fram lausn sem er þér að skapi eða þröngva skoðun- um þínum upp á fólk. Krabbi (21. júní - 22. júlf) >“$0 Þú ert afskaplega drífandi fyrri hluta dagsins, en slakar veru- lega á þegar á daginn líður. Reyndu að hafa meira jafnvægi og samræmi í því hvernig þú notar tíma þinn, krafta og hæfileika. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) ‘et Vinur þinn sem kann sér ekki hóf getur orðið svolítið þreyt- andi núna. En dagurinn verður samt hinn skemmtilegasti og i-ómantíkin svífur yfir vötnun- * um. Meyja (23. ágúst - 22. september)<jR^ Taktu myndarlega á þcim verk- um sem ljöka þarf heima fyrir og gættu þess að markmið þín séu raunhæf, en ekki uppi í skýjunum. Láttu hagkvæmnina ráða ferðinni. (23. sept. - 22. október) Þú ert ákveðnari og hiklausari en venjulega. Þó kanntu að eiga í skiptum við einhvcm sem á erfitt með að gera upp hug sinn. Sýndu þolinmæði. 1 Sporddreki (23. okt. — 21. nóvember) ^jf0 Peningar kunna að koma og fara sögglega í dag. Varastu að eyða of miklu og reyndu að forðast að deila við aðra út af fjármálum. Vertu samvinnu- fús. Bogmaóur (22^ nóv. - 21. desember) SÍf} Þú ert krefjandi núna. Ráðlegt væri að draga eins og mögu- legt er úr sjálfsdekrinu, ef þú hefur áhuga á að hafa sam- skipti við annað fólk. Sumir þeirra sem þú umgengst lofa meira en þeir geta staðið við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú vinnur best á bak við tjöld- in núna. Takstu á við hlutina hjálparlaust, ef þú vilt á annað borð að þeir séu gerðir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðk Þú sækir vinafund og átt skemmtilegan dag. Frekur ein- staklingur kann að fara vit- lausa leið til að fá þig til sam- starfs. Fiskar (19. febrúar — 20. mara) 'Sí Þig langar til að koma ein- hverju mikilvægu í verk núna. Berðu þig eftir því sem þú þrá- ir í lífinu. Þú færð góð ráð hjá vini þínum. Stjornusþána á aá lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi hyggjast ekki á traustum grunni visindalegra staáreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA SMÁFÓLK Þetta er ritgerðin mín um „Sögur tveggja borga“ eftir Charles Dick- ens „St. Paul og Minneapolis eru ...“ ein af mestu tilraunum allra tíma, hr. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvor samningurinn er líklegri til að vinnast á spil NS, 3 grönd eða 4 hjörtu? Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K106 VÁKG4 ♦ Á1095 4K7 Vestur ♦ G972 ♦ G83 4Á109863 Austur ♦ 854 V D9863 ♦ K72 ♦ D2 Suður ♦ ÁD3 V 10752 ♦ D64 ♦ G54 Zia Mahmood rifjar upp þetta spil í bók sinni „Bridge my Way“, en það sýnir tvo heimsþekkta Frakka upp á sitt besta, Chemla og Perron. Spilið kom upp í keppninni um Rosenblum-bikar- inn í Miami 1986. Á öðru borði var Chemla sagnhafi í 4 hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður — — — Pass Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 3 grönd* Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * hjartastuðningur. Chemla var innan við 40 sek- úndur að innbyrða 10 slagi. Hann drap spaðaútspilið með kóngi blinds og lagði niður hjartaás. Tók síðan ÁD í spaða og spilaði tígli á tíu blinds og kóng austurs. Austur skilaði tígli, sem Chemla tók á drottninguna og spilaði laufi á kóng. Síðan tígulás og tígli. Austur trompaði lágt, Chemla yfirtrompaði og spilaði laufi. Vestur átti þann slag, en næsta lauf varð austur að trompa og gefa tvo síðustu slagina á KG í hjarta. Á hinu borðinu varð niðurstað- an 3 grönd eftir að vestur hafði ströglað á laufi. Útspil var lauftía og sagnhafi lét auðvitað lítið úr blindum. Og hið sama gerði Perr- on í austur! Þar með var samning- urinn glataður, því þegar Perron komst inn og spilaði laufdrottn- ingu, gat vestur yfirdrepið. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á geysiöflugu 5 mínútna hrað- skákmóti í Roquebrune í Frakk- landi sem haldið var um miðjan febrúar kom þessi staða upp í við- ureign þeirra Anand (2.670), Ind- landi, og Ljubojevic (2.610), Júgóslavíu, sem hafði svart og átti leik. 24. - Hxd4!, 25. Rf4 (Ekki 25. cxd4 - Bxd4, 26. He3 - Bxe3, 27. Dxe3 — Dxg2 mát) 25. — Hxf l!, 26. Bxf4! - Hg8, 27. He2 - Bxc3, 28. Hcl - Bd4, 29. Hxc6+ — bxc6, 30. Be3 — c5, 31. Hd2 - Hxg2+!, 32. Dxg2 - Bxe3+ og Anand gafst upp. Svo sem sjá má af þessari meðferð hans á Indveijanum eldsnögga er Ljubojevic afar snjall hraðskák- maður. Hann sigi-aði á mótinu með 10 v. af 13 mögulegum. Síðan komu: 2. Karpov, 8'A v., 3. ívant- sjúk, 8 v. 4. Júdit Polgar, Vh v,, 5.-6. Adams og Anand, 7 v., 7. Seirawan, 6V2 v., 8.-10., Christ- iansen, Piket og Zsuzsa Polgar, 6 v., 11. Speelman, 5'/> v., 12. Kortsnoj, 5 v., 13.-14. Larsen og Polugajevsky 4. Gömlu mennirnir röðuðu sér í neðstu sætin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.