Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 76. Búnaðarþing sett í gær: Mikilvægt að allir taki tillit til breytínganna í landbúnaðinum - sagði Jón Helgason formaður Búnaðafélags íslands Morgunblaðið/KGA Fulltrúar á Búnaðarþingi hlýða á ávarp Jóns Helgasonar, formanns Búnaðarfélags íslands, við setningu 76. Búnaðarþings á Hótel Sögu í gær. BÚNAÐARÞING var sett í 76. sinn í gærmorgun að viðstöddum forseta Islands, landbúnaðarráð- herra og fleiri gestum. Jón Helga- son, formaður Búnaðarfélags Is- lands, setti þingið, og að því loknu fluttu ávörp þeir Halldór Blönd- al, landbúnaðarráðherra, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Þing- störf hófust síðan eftir hádegið í gær með kosningu varaforseta, ritara og starfsnefnda, auk þess sem lögð var fram skýrsla búnað- armálastjóra um framvindu mála frá síðasta Búnaðarþingi. Lögð voru fram tæplega 30 mál til umfjöllunar, en á þinginu að þessu sinni verður meðal annars fjallað um breytt rekstrarumhverfi land- búnaðarins í ljósi þeirra breytinga sem nýi búvörusamningurinn fel- ur í sér, landbúnað og umhverfi á íslandi og stöðu kvenna í ábyrgðarstörfum innan félag- skerfis landbúnaðarins. Búnaðar- þing sitja 25 fulltrúar, sem kjörn- ir eru til fjögurra ára í senn á 15 búnaðarsambandssvæðum, og er þetta annað þing þessa kjör- tímabils. Jón Helgason, formaður Búnaðar- félags Islands, minntist í upphafi setningarræðu sinnar þriggja fyrr- verandi þingfulltrúa, sem látist hafa frá því síðasta Búnaðarþing var haldið. Það eru þeir Gunnar Guð- bjartsson, Einar Olafsson og Sigurð- ur J. Líndal. Framtíðin óræðari en áður Jón Helgason sagði að fullyrða mætti að þegar Búnaðarþing kæmi að þessu sinni til fundar væru hrað- ari breytingar að verða á umhverfínu og framtíðin óræðari en áður. Breyt- ingarnar blöstu við hvort sem skyggnst væri um hérlendis eða út fyrir landsteina, og hefðu íslenskir bændur reynt að taka mið af þess- ari stöðu. Þeir legðu áherslu á þátt- töku í alþjóðlegu samstarfí, og að sú þátttaka yrði virk svo skilningur á sérstöðu okkar fengist og stuðn- ingur annarra þjóða fengist við að taka tillit til hennar. „En samstarf við aðrar þjóðir gefur einnig tæki- færi til að láta þær njóta okkar þekk- ingar. Boð Búnaðarfélags íslands um að taka á móti fimm bændum frá Litháen til að kynna sér íslensk- an landbúnað með nokkurra mánaða dvöl hér hefur verið þegið, og getur vonandi orðið að því á næstunni. Jafnframt er í athugun frekari sam- skipti við Eystrasaltslöndin í fram- tíðinni," sagði hann. Jón sagði að gildistaka nýja bú- vörusamningsins myndi hafa í för með sér miklar breytingar fyrir ís- lenskan landbúnað, og þá væri ákaf- lega mikilvægt að allir sem vinna í þágu landbúnaðarins taki tlílit til þess við störf sín. Stjórn Búnaðarfé- lagsins myndi því leggja fyrir Búnað- arþing erindi um að það taki sérstak- lega til meðferðar á hvern hátt rann- sóknastarfsemi, kennslu- og leið- beiningarþjónusta geti sem best unnið að því að markmiðum samn- ingsins verði náð til hagsbóta fyrir alla aðila og það geti sett sér ný markmið í samræmi við það. Hann sagði að með framleiðnipíndum land- búhaði hefði í sumum löndum verið gengið alltof langt við röskun á jafn- vægi í náttúrunni, sem ylli hættu bæði fyrir náttúru og neytendur. Ljóst væri að víða þyrfti að grípa í taumana og gera landbúnaðinn sjálf- bæran. „Margt bendir til að íslenskur landbúnaður og afurðir hans standi nær því en víðast hvar annars stað- ar að ná þessu markmiði, og er mikil- vægt að fram fari úttekt á því sem fyrst. í því eru fólgin mikil verð- mæti, sem auðvelda okkur starfið framundan," sagði hann. Hagsýni og góð sam- vinna eru öflug tæki í lok ávarps síns sagði Jón að eftir því sem Búnaðarfélag íslands næði samstarfi við fieiri aðila er ynnu að sameiginlegum verkefnum, yrði styrkur þess meiri til að sinna hlutverki sínu. Mesti styrkur stjórn- enda og starfsmanna BÍ væru að sjálfsögðu félagsmenn þess, íslenskir bændur, sem gerðu réttmætar kröf- ur til félagsins um árangursríka ráð- gjöf og farsæla leiðsögn. Hagsýni og góð samvinna væru öflug tæki, sem nota mætti til að búa sig undir þær breytingar sem framundan kynnu að verða, og finna úrræði til að standa þær af sér. „íslensk bændastétt hefur sýnt það fyrr og síðar að hún býr yfir samstöðu og styrk til að takast á við slík verkefni. Takist okkur þar vel til er þess að vænta að þessi síð- asti áratugur aldarinnar verði ekki síðri þeim sem liðnir eru, svo að við aldamótin getum við verið sátt við okkar stöðu og hag. Það er hlutverk Búnaðarþings að styrkja grundvöll- inn að þeirri framtíð," sagði Jón Helgason. Vandi blasir við næsta haust í ávarpi Halldórs Blöndal, land- búnaðarráðherra, kom fram að hann teldi að rösklegar hefði átt að ganga til verks í fækkun sauðfjár síðastlið- ið haust en raun varð á. Samkvæmt búvörusamningnum var stefnt að því að fækka ám um 55 þúsund, en fækkunin náði hins vegar einungis til 44 þúsund áa. Sagði Halldór að fyrir vikið blasti nú við stærri vandi en ella á hausti komanda, sem fæl- ist í því að koma í veg fyrir offram- leiðslu á næsta ári. Við þessum vanda yrði hann að bregðast í sam- ráði við bændasamtökin, en alveg væri Ijóst að þörf væri á tilfinnanleg- um flötum niðurskurði fullvirðisrétt- ar næsta haust. Halldór sagði að það hefði vakið undrun sína og athygli að í opin- berri umræðu hefði hver tekið það upp eftir öðrum, að hlutur bænda hafi legið eftir í þeim þrengingum sem þjóðarbúið stendur frammi fyr- ir, eins og þeir hefðu ekki tekið á sig sinn hluta af byrðunum. Með fjárlögum hafi verið ákveðið að tvær síðustu greiðslur samkvæmt búvöru- samningi til bænda færðust yfir á tvo fyrstu mánuði næsta árs ofan í ákvæði samningsins. „Ég legg áherslu á, eins og stendur í lögunum, að samráð verður haft við bænda- samtökin um framkvæmd þessarar frestunar á síðustu beinu greiðslun- um, eins og ég hef raunar gert um hvað eina það, sem varðar búvöru- samninginn og framkvæmd hans, án þess að ég ætlist til að bænda- samtökin blessi mínar gerðir eða taki ábyrgð á þeim,“ sagði hann. Líkleg áhrif GATT-samnings Halldór vék að aðild íslendinga að hinu Evrópska efnahagssvæði og GATT-samningunum, sem ætlað væri að opna landamæri og ryðja brott þröskuldum í viðskiptum þjóða á milli. Hann sagði að Þjóðhags- stofnun ynni nú að athugun á áhrif- um samningsdraganna á landbúnað- inn og íslenskan þjóðarbúskap, og fljótlega væri von á fyrstu niðurstöð- um varðandi þann þátt sem snertir GATT. Þótt þær lægju ekki enn fyr- ir mætti þegar greina vissa megin- drætti í líklegum áhrifum hugsan- legs GATT-samkomulags. Um 60% af neyslu innlendra landbúnaðai-vara á markaðsvirði yrðu ekki í beinni samkeppni við innfluttar vörur ef bannað yrði að flytja inn hrátt kjöt og egg, og ekki væri reiknað með innflutningi á ferskri mjólk eða ijóma. „Neysla innlendra búvara nam um 24 miiljörðum króna árið 1990. Ekki virðist því fráleitt að áætla að árleg- ur innflutningur búvara á verðlagi til neytenda gæti numið a.m.k. 300-500 milljónum króna á fyrri hluta aðlögunartíma GATT-sam- komulagsins. í lok aðlögunartímans verður aðgangur erlendra yara að innlendum markaði að lágmarki 5%, og ef til vill má telja raunhæft að stefna að því að landbúnaður lands- manna hafi a.m.k. 90% af innlenda markaðnum um aldamótin. Þetta er þó háð því að vel takist til við mótun landbúnaðarstefnunnar næstu árin, og að innlendum framleiðendum búvara takist að draga úr kostnaði og auka framleiðni greinarinnar," sagði hann. Halldór sagði að talið væri að í flestum tilvikum yrði nægilegt að lækka tolla á innfluttum búvörum um 15% á aðlögunartíma samnings- ins, og verðlag innlendra búvara í beinni samkeppni við innflutning myndi að Iíkindum lækka svipað, en verðlag á þeim búvörum sem ekki má flytja inn myndi sennilega lækka eitthvað minna. Að teknu tilliti til þess hvernig líklegt sé talið að verð- lag þróist á heimsmarkaði mætti því ætla að búvöruverð lækki hér um 10-15% á aðlögunartíma nýs GATT- samkomulags sem afleiðing af því samkomulagi. Þetta þýddi að ís- lenskir neytendur myndu greiða 2,5-3,5 milljörðum króna minna fyr- ir sama magn af búvöru um aldamót- in en þeir gerðu árið 1990. Sagði Halldór að þessi þróun myndi óhjá- kvæmilega fela í sér kröfu um aukna framleiðni í íslenskum landbúnaði til þess að kjör bænda geti haldist við- unandi, en að mati Þjóðhagsstofnun- ar væri raunhæft að reikna með að störfum við hefðbundinn landbúnað fækki um 2-3% ári, ef ekki opnast möguleiki á útflutningi íslenskra búvara. Vaxtarmöguleikar í landbúnaði Halldór vék í máli sínu að þeirri viðleitni að aðlaga búvöruframleiðsl- una markaðnum, og sagði þau skila- boð sem þaðan kæmu hljóta að hafa áhrif á framleiðsluna og nauðsyn á að bregðást skjótt við. Að öðrum kosti missti landbúnaðurinn mark- aðshlutdeild í samkeppninni við aðr- ar matvörur. „Við megum ekki falla í þá gryfju að meta framtíðarstöðu landbúnaðar og dreifbýlis einungis út frá vaxtarmöguleikum í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök að þessar framleiðslugreinar hafi verið of fyrirferðarmiklar hér á landi, þannig að aðrir tekjumöguleikar hafi ekki nýst bændastéttinni sem skyldi," sagði hann. Halldór nefndi ferðaþjónustu bænda sem dæmi um framtak í at- vinnumálum sem vel hefði tekist. Þá gat hann þess að tímabært væri að endurskoða nám í búnaðarskólun- um með hliðsjón af því að þeim færi fjölgandi með hveiju árinu sem líður er hyggja á nám í hrossarækt. Hvanneyri gæti annað öllu almennu búfræðinámi, og þess vegna hefði sú hugmynd vaknað að Hólaskóli helgi sig fyrst og fremst kennslu í hrossarækt, tamningu og reið- mennsku. Islenski hesturinn hefði verið að vinna land erlendis, og æ fleiri hefðu orðið til þess að nýta sér þá möguleika, en ættu í samkeppni við ræktendur íslenska hestsins í Evrópu, einkum í Þýskalandi. Það myndi styrkja þessa útflutnings- starfsemi og verða aðdráttarafl fyrír erlenda ferðamenn ef á Hólum risi fyrirmyndar hrossabúgarður, eins konar Mekka íslenska hestsins. Mikilvægast að bændum auðnist að standa saman Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði með- Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, flytur ávarp við setn- ingu Búnaðarþings. al annars í ávarpi sínu að það væri gæfa landbúnaðarins að hann ætti nú að baki 12 ára verk í aðhaldsað- gerðum á meðan ýmsar aðrar grein- ar væru að stíga sín fyrstu skref á því sviði, en þó væri ærið verkefni framundan. Hann gerði nýja búvöru- samninginn að umtalsefni, og sagði að sú breyting sem hann hefði í för með sér krefðist nýrrar hugsunar og nýrra vinnubragða. Horfur á aukinni sainkeppni frá erlendum búvörum ykju enn á mikilvægi þess að rétt yrði brugðist við þessum nýju aðstæðum, og í þessu sam- bandi væri samstaða á öllum sviðum nauðsynleg. Fijáls innflutningur bú- vara væri afdrifaríkasta stefnu- breyting sem íslenskur landbúnaðui' hefði staðið frammi fyrir um langan aldur, og gerði gífurlegar kröfur til bænda og úrvinnsluiðnaðarins til aukinnar hagræðingar og lækkunar vöruverðs ef innlendar búvörur ættu ekki að verða undir í samkeppninni. „Síðast en ekki síst gerir hið nýja starfsumhverfí, sem að öllum líkind- um bíður landbúnaðarins, kröfur til bænda sjálfra. Kröfur um að þeir læri að takast á við það óvægna starfsumhverfi sem aukin sam- keppni hefur í för með sér. Mikilvæg- ast er þó að bændum auðnist að standa saman um sín mál, og þá á ég sérstaklega við afurðastöðvarnar. Að mínu mati'er ekkert jafn mikil- vægt og þetta,“ sagði Haukur. Hann sagði áberandi að í þeim löndum sem bændur hefðu staðið saman um úrvinnslu og markaðs- setningu framleiðslunnar væri af- koma þeirra áberandi best, en á undanförnum árum hefðu sést breyt- ingar í þessu efni, sem reynst hafa bændum býsna þungar í skauti. í matvöruversluninni hefði þyngdar- punkturinn færst til, og það væru ekki lengur litlar og meðalstórar verslanir sem önnuðust dreifingu matvöru til neytenda, heldur stórfyr- irtæki eða hringar sem í auknum mæli keyptu afurðirnar af bændum eða beinlínis létu framleiða þær fyr- ir sig eftir pöntun, og ynnu síðan úr þeim og dreifðu til neytenda í stórmörkuðum. „Þessi þróun er þegaiy farin að gera vart við sig hér, og eitt það versta sem gæti komið fyrir bændur er að verða undirverktakar í slíkri samsteypu, þar sem kaupandinn set- ur þeim alla kosti varðandi fram- leiðslu, magn og verð. Eina raun- hæfa svar bænda við slíku er sam- staða um að efla sína eigin úr- vinnslu og sölufyrirtæki. Það er einnig áberandi um þessar mundir hve margir vilja verða vinir bænda og neytenda, og hvísla í eyru þeirra fögrum fyrirheitum um ágæti ein- staklingsframtaks og hinnar fijálsu samkeppni. Ég vil hins vegar taka bændum vara við því að leggja trún- að á að einungis með hinni fijálsu samkeppni muni koma betri tíð með blóm í haga. Við höfum hryggilega reynslu af slíku í nokkrum búgrein- um, þar sem ótakmörkuð samkeppni og samstöðuleysi hafa lagt í rúst blómlegan rekstur bænda og afurða- stöðva, og versluninni hefur á örfá- um árum tekist að sjúga til sín eig- ið fé bæði afurðastöðva og bænda, án þess að það hafi skilað sér í lækk- un á verði til neytenda sem nokkru nemur. Það væri hörmulegt ef þetta væri sú þróun sem biði okkar á næstu árum, og til þess eru vítin að varast þau,“ sagði Haukur Hall- dórsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.