Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 39 BRÆÐRABYLTA Steppað til signrs í mannlegum samskiptum verða þeir bræður, Morse og Morten- sen, báðir undir. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Bræður munu beijast - „The Indian Runner". Leikstjórn og handrit Sean Penn. Tónlist Jack Nitzche. Að- alleikendur David Morse, Viggo Mortensen, Valeria Golino, Patricia Arquette, Charles Bronson, Sandy Dennis, Dennis Hopper. Bandarísk. Westmont 1991. Er þau tíðindi spurðust. um heimsbyggðina að Sean Penn — sem þá var orðinn frægari sem slagsmálahundur og Madonnumaki en listamaður — væri sestur í leik- stjórastólinn, stýrandi eigin hand- riti, hafa margir hugsað sem svo; strákurinn er náttúrlega að hressa uppá ímyndina. Og frumraunin var þessi persónulega mynd sem byggð er á rokkaranum Highway Patrol- man sem Bruce Springsteen söng á árum áður. Það er erfitt að teygja svo á stuttum texta, þó hann sé hnitmið- aður og bragðmikill, að hann end- ist i langa kvikmynd. Og hún líður fyrir það, svipað og Red-Headed Stranger, sem Willie Nelson byggði á sinni góðu plötu. Textinn skapar þokkalegan bakgrunn en það kem- ur ljóslega fram í þessari rÖsklega tveggja tíma mynd, þegar fylla á uppí rammann, að Penn er ekkert skáld á borð við Springsteen, né Nelson, ef útí þá sálma er farið. Söguhetjumar eru bræður tveir sem ólust upp i dreifbýli Nebraska- fylkis uns leiðir skildu um hríð. Sá eldri (Morse) tók við búinu en litli bróðir (Mortensen) hélt á vígvöllinn í Víetnam. Myndin hefst þegar Morse er tekinn við fógetastörfum eftir að býlið fór á hausinn og Mortensen kemur heim úr stríðinu. Strax kemur í ljós að hve ólíkir þeir eru. Morse er geðprýðið upp- málað og fjölskyldufaðir en Mort- ensen geðtruflaður ofstopamaður haldinn ólæknandi sjálfseyðingar- hvöt. Ekki svo að skilja að honum sé alls varnað og enginn þekkir betur kosti hans undir skelinni en bróðir hans sem reynir allt hvað hann getur til að bjarga honum frá glötun. Penn tekst best upp við að stjórna sínum áhugaverða leik- hópi, enda eru flestar persónurnar eftirminnilegar. Bræðumir eru í traustum höndum lítt þekktra leik- ara — þó Morse sé búinn að vera lengi að — og gömlu brýnin Bron- son, Dennis og Hopper skila góðu dagsverki. Og ekki má gleyma Golino, því síður Arquette, sem leikur fyrmm blómabam og stelur senunni oftar en ekki sem léttrugl- uð sambýliskona Mortensens. Tón- list Nitzches er góð, líkt og lög gera ráð fyrir — þó hún minni full mikið á frábærar lagasmíðar Ry Cooders. Hann notar vinsæl lög frá tímabilinu með listamönnum einsog Creedence Clearwater Re- viaval og Janis Joplin og gerir það smekklega. En minnisstæðust eru augnablik og smáatriði, líkt og óborganlegt atriði þegar Morse ræðir við „skrýtnu konuna í bæn- um“, á meðan hann þrífur bílinn sinn, firringin á bamum og spenn- an í kringum hinn hamslausa litla bróður. En þess á milli koma löng, löng atriði sem þjóna litlum tilgangi öðrum en þreyta áhorfandann, t.a.m. bílbruninn, undanfari hans og eftirhreytur. Og til að gera illt verra notar Penn gjarnan hægar tökur („slow motion“), sem allir voru búnir að fá sig fullsadda af þegar á sögútíma myndarinnar, sjö- unda áratugnum. Þær ljá myndinni að vísu ljóðrænt, en þreytulegt yfir- bragð. Þá reynir handritshöf- undurinn/leikstjórinn mikið til þess að sveipa söguþráð og samskipti bræðranna nokkurri dulúð, vísar m.a. til frumbyggjanna og reynir að fanga gagmýni Springsteens á ofbeldið og rótleysið í bandarísku þjóðfélagi. Þetta fer vissulega fyrir ofan garð og neðan. Þó verður spennandi að fylgjast með áfram- haldi Penns á þessu sviði, hann hefur neistann. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Af lífl og sál („Stepping Out“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Lewis Gilbert Aðalhlutverk: Liza Minelli, Julie Walters, Bill Irwin, Ellen Greene og Shelley Winters. I dansmyndinni Af lífi og sál leikur Liza Minelli dansara á Broadway sem má muna sinn fífil fegri en kennir nú allskonar fólki sporin á kvöldnámskeiðum. Hún fær tækifæri til að troða upp með nemendum sínum á góðgerðar- skemmtun og hefst strangur und- irbúningur sem miðar að því að standa sig á sýningunni. Að gera sitt besta er að sigra í þeSsum hópi. Reyndar fær Minelli bestu atrið- in enda stjama myndarinnar en hin mislita danshjörð sem hún kennir er dálítið skemmtileg að því leyti að í henni er almúgafólk úr öllum greinum þjóðfélagsins og á öllum aldri, m.a. húsmóðir, hjúkka, búðareigandi, kúguð eiginkona og jafnvel óþolandi millafrú, sem breska gamanleikkonan Julie Walters leikur. Hugmyndin í hand- ritinu er að dansinn og félags- andinn fái fólkið, sem hefur sínar áhyggjur af lífínu, til að opna sig og sigrast á vandamálum sínum. En úivinnslan er ekki góð. Myndin er með öllu laus við frum- leika og einkennist af væmni og klisjum og ódýrri tilfmningasemi sem slæmur leikurinn gerir enn meira áberandi. Melódramað í kringum persónurnar og persónu- gerðimar sjálfar er lítt spennandi, hver hefur sína sögu að segja en engin kveikir minnsta áhuga. Það er helst að Walters, af því hún er svo lunkin gamanleikkona, fái mann til að brosa að hreinlætisæð- inu í sér og aðfínnsluseminni. Minelli sjálf fær tvö dansatriði sem minna á foma frægð hennar en annars er hún ekki til stórræð- anna. Það liggur ákveðin einlægni að baki en myndin höfðar varla nema til þröngs hóps Minelli-aðdá- enda. ÁRNAÐ HEILLA Ijósm. Nýja myndastofan. HJÓNABAND. 1. febrúar vom gefin saman í hjónaband í Árbæjar- kirkju, af sr. Guðmundi Þorsteins- syni, María Karlsdóttir og Ámi E. Helgason. Heimili þeirra er í Stiga- hlíð 10, Reykjavík. Mynd/Ljómyn<iarinn-J6hannes Long HJÓNABAND. 8. febrúar vom gefin saman í hjónaband í Lága- fellskirkju af séra Jóni Þorsteins- syniílelena Jónsdóttir og Hallgrím- ur Óskarsson. Heimili þeirra er á Bjargartanga 17, 270 Mosfellsbæ. Ljósm. Nýja myndastofan. HJÓNABAND. 28. desember vom gefin saman í hjónaband, í Nes- kirkju, af sr. Guðmundi Óskari Ól- afssyni, Kristjana Daníelsdóttir og Sæmundur Þórarinsson. Heimili þeirra er í Lúxemborg. Mynd/Ljómyndarinn-Jóhannes Long HJÓNABAND. 15. febrúar vom gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni af séra Þóri Stephensen, Ástrós Sverrisdóttir og Sigfús Bjarnason. Heimili þerra er á Ás- vallagötu 79, 101 Reykjavík. ryiKM STÍFT FITUBRENNSLU-NÁMSKEIÐ SEM SKILAR ÁRANGRI SIMAR 689868 og 689842 HEFST7.MARS • Fitumæling og vigtun. • Fyrirlestrar um megrun og mataræði. • Þjálfun og hreyfing 5 sinnum i viku. • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins með skráðum árangri. Sú sem missir flest kíló fær frítt mánaðarkort hjá Jónínu og Ágústu. Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams- þyngd eraukin hreyfing og rétt mataræði. Við hjálpum þérað brenna fitu og kennum hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og allt. Okkar metnaður er þinn árangur. Kennsla einnig í Grafarvogi NÝTT: FRAMHALDSNÁMSKEiÐ fyrir þær sem eru lengra komnar. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX TAKMARKAÐUR FJÖLDI KEMST AÐ Opið f dag kl. 13-17 NiNU li ÁGÚSTU Skeifan7.106 Reykjavik, S. 689868 GOTT FÓLK/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.