Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 41 Agnes á hálum ís eftír Gunnar Þorsteinsson Agnes Bragadóttir hefur reist sér óbrotgjarnan minnisvarða um starfshætti sína. Hún er enn í víga- móð og bítur í skjaldarrendur og velur, eins og fyrri daginn, að veifa fremur röngu tré en öngu. Agnes hefur orðið ber að því að fara með ósannsögli, róg og níð í opinberum fjölmiðli, en ekki hvarflar að henni að biðjast afsökunar eða með nein- um hætti að leiðrétta mistök sín, öllu heldur bætir hún í. Hún heldur áfram með stóryrðaflaum sinn og reynir með afar neyðarlegum hætti að bera í bætifláka fyrir sig. Þeir sem lesa skrif hennar sjá strax að hér er á ferðinni rökþrota mann- eskja að reyna að klóra sig út úr vömm sinni. . Bænakonan Agnes Agnes talar í grein sinni afar fjálglega um samfélag sitt við guð og hvemig hún stundar trú sína ýmist í felum eða á skíðum í Blá- fjöllum á milli þess sem hún mund- ar haugsuguna í fjölmiðlum. Jafn- framt nefnir hún „guðsómynd“ þá sem við í Krossinum tilbiðjum. Mér er engin launung á því að sá Guð sem ég trúi á heitir Jesús og er Kristur sonur lifandi Guðs. Ég tel að sé mál til komið að Agnes upp- lýsi fyrir alþjóð hvað sá „óskil- greindi“ guð heitir sem hún tilbiður. Enn heggur Agnes í sama kné- mnn og vísar til „bölbæna“ okkar Krossara á ný, vitandi að hún er ekki að segja satt. Við höfum aldr- ei beðið nokkrum manni bölbæna og það mun ekki verða gert með neinum hætti. Þessi aðferð Agnes- ar, að endurtaka sömu lygina aftur og aftur, var notuð með góðum árangri í Þýskalandi nasismans og Helgarpósturinn sálugi var fulltrúi þessara vinnubragða hérlendis með- an hann var og hét, en nú eiga þessi vinnubrögð þvi miður fulltrúa í Agnesi og hennar líkum. Agnes og Pressan Agnes bar á mig skondnar sögur úr gamalli Pressu, sem sögð var í léttu gríni og byggir málatilbúning sinn að hluta á henni. En það er að sjá sem Pressan hafi enn frek- ari ítök í henni og það kemur í ljós þegar hún reynir að afsaka gerðir sínar. Hún heldur því fram að rabb- bálkurinn í Lesbók sé þeirrar nátt- úm að þar þurfí hún ekki „að vera jafn bundin við staðreyndirnar hver, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna, og ég alla jafnan er sem fréttamað- ur“. Svo mörg voru þau orð. Hún vill halda því fram að það sé „eðlis- munur“ á skrifum í umræddan raddbálk og öðru efni blaðsins. Enn á ný er það skortur á skýrri hugsun og dómgreind sem gerir Agnesi líf- ið leitt. Það er engin dálkur í Morg- unblaðinu þar sem mönnum er heimilt að fara með fleipur, rang- hermi, ósannsögli, mannorðsmeið- ingar og fleira af þeim toga sem hún stundar, en þann dálk er aftur á móti að finna í Pressunni og er hann kyrfilega merktur. Sá dálkur gengur undir heitinu „Gula Press- an“. Ég verð að minna Agnesi á að hún er að skrifa í Morgunblaðið, að minnsta kosti enn sem komið er, en ekki Pressuna. Mega lesendur Morgunblaðsins e.t.v. eiga von á því, að þegar þú missir stjórn á þér og kýst að þjóna eðli þínu og lágkúran tekur þig sín- um sterkum glímutökum á ný, að þau skrif verði prentuð í gulu? Fordómar Agnesar Skrif Agnesar lýsa fádæma for- dómum. Hún notar upphrópanir og innantóm gífuryrði, talar um kredd- ur, ofstæki og annað í þeim dúr. Hún klykkir út í skrifum sínum með því að segjast hafa „frelsi til að hafa skoðanir ' á skoðunum Krossins manna“. Hún segir jafn- framt:..mín skoðun er svo óum- Gunnar Þorsteinsson ræðilega umburðarlyndari en skoð- un Krossins manna.“ Er að undra að maður spyiji sjálfan sig hvort blessuð konan hafi verið að leggja sér til munns leðurblöku? Hvílíkur hroki og sjálfhælni. Fílabeinsturn fréttamennskunnar hefur leikið Agnesi grátt. Agnes, þú hefur fullkomið frelsi til að hafa skoðanir á okkar skoðun- um. En vandi þinn er sá að þú þekk- ir ekki okkar skoðanir og nánast allt sem þú hefur fest á blað í því samhengi er fleipur og það sem verra er þú vilt ekki kynna þér málið! Þú talar um okkar afstöðu til Guðs og ýmiss þess sem okkur er heilagt af fullkomnu virðingar- leysi við sannleikann. Þú segist hafa vegið boðskap minn og fundið léttvægan. Agnes, þú ert ekki að segja satt. Þú vilt ekki koma á samkomu og leita þér hjálpar, en ég ráðlegg þér að grafa upp Biblíu, koma ró á hugann, lesa Jóhannesarguðspjall og biðja síðan Guð um að hjálpa þér. Það gerði ég þegar ég var að sökkva í það forað sem þú ert í. Eina svar Agnesar Agnes segir að svar hennar við vörn minni verði eina svarið henn- ar. Það er skynsamleg ákvörðun hjá henni. Ég hefði ráðlagt henni að hætta mun fyrr. Með skrifum sínum er hún búin að afhjúpa sig sem stéttlera og það sem ég gjarn- an kalla hjákonu sannleikans. Það er að segja að hún ber sannleiks- elsku í bijósti á stundum, svona þegar það hentar henni. Hún er búin að afhjúpa ótrúlegan hroka, sem lýsir sér í því að hún ber ekki til baka eða biðst afsökunar á ósannindum, en heldur áfram fúk- yrðaflaumi um málefni sem hún hefur ekki lágmarksþekkingu á. Ef þessi skortur á siðgæði væri bundin við Agnesi eina væri betur komið en raunin er á. Því miður rekumst við á þetta „Helgarpóstshugarfar" of víða í íslenskum fjölmiðlaheimi í dag. Agnes, þegar þú ert búin að lesa Jóhannesarguðspjall, þá er bara að demba sér í boðorðin. Eitt þeirra er: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum ...“ Höfundur er forstöðumaður Krossins íKópavogi. 0 TÓNLEIKAR - gul tónleikaröð - í Háskólabíói fimmtudaginn 5. mars, kl. 20.00 EFNISSKRÁ: vonEinem: Capriccio Páll P. Pálsson: Klarinettukonsert Mendelssohn: Sinfónía nr. 4 EINLEIKARI: Sigurður I. Snorrason HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Páll P. Pálsson Miðasala á tónleikana fer fram alla virka daga frá kl. 9-17 á skrifstofu hljómsveitarinnar, Háskólabíói v/Hagatorg og við innganginn við upphaf tónleikanna. r r SIMOmUOMSVEimiÆDS Háskólabíói við Hagatorg. Sími 622255 BYGGINGAVORU Tl LBOÐ ANAÐARINS P Ú P Ú s Verð áður ▲ KrossviðurYP 9/122x244 1.200 ▲ Gipsplata 13/120x300 1.305 ▲ Hleðslugier, m2 10.700 ▲ Parket Eik Natur, m2 3.655 ▲ Bílskúrshurðaropnari 30.507 ▲ Parketmoppa 40 cm 2.118 VERSLANIR SKIPTIBORÐ 410 CH Tilboð Verð áður Tilboð 1.056 Kapalkefli 2.814 2.274 1.174 Regngalli 66°N 6.121 5.203 9.416 ▲ Kaffibrúsi, stál 3.371 2.734 3.216 * BYKO trésög 489 394 25.930 * Múrblanda 30 kg 703 598 1.758 ASSA skrá 4.089 3.350 öl dl Quo GRÆNT NUMER nHBHBnmHM ■ I, BYKÖ w SJSHeHSfflj. JpMBBXBIMtt HAFNARFIRÐI s. 5 44 1 1 BREIDDINNI s. 6 4 i'ianBnB HRINGBRAUT S. 8 2 94 04 mm B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.