Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 32

Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Rúmum 107 milljónum varið til gatnagerðar: Mestu framkvæmdirnar við Ráðhústorg’ og Hafnarstræti GENGIÐ hefur verið frá framkvæmdaáætlun vegna gatnagerð- ar á vegum Akureyrarbæjar, en hún verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar í dag, þriðjudag. Á þessu ári verður varið rúmum 107,3 milljónum króna í gatnagerð á vegum bæjarins. Til nýbygg- ingar gatna verður varið 37,1 milljón, 35,8 milljónum vegna endurbyggingar gatna, 13,8 milljónum vegna malbikunar, 10,5 milljónum í ýmis verk, 8 milljónir fara í malbikun gangstétta og 2 milljónir vegna umferðarmála. Hvað nýbyggingu gatna varðar fer stærstur hluti í holræsafram- kvæmdir, eða 23 milljónir króna, þá fara 7,7 milljónir í veg við Viðjulund, er tengist Súluvegi og 3,2 milljónir í götu að útivistar- svæðinu við Kjamaskóg. Aðkoma verður gerð að Breiðholti sem áætlað er að kosti um 2,2 milljón- ir og þá verður unnið við nýja 50 metra götu, Lindarhlíð, fyrir tæpa eina milljón króna. Töluvert verður unnið í Miðbæ Akureyrar í sumar, annars vegar verður lokið við framkvæmdir á Ráðhústorgi sem áætlað er að kosti um 11,3 milljónir króna og hins vegar verða um 300 metrar í Hafnarstræti endurbyggðir, eða svæðið frá homi Bautans inn að Hótel Óðali og er gert ráð fyrir að sú framkvæmd kosti tæpar 20 milljónir króna. Þá verður unnið við vega að kirkjugarði fyrir 2,3 milljónir og breytingar á Brekku- götu er áætlaðar fyrir tæpar 1,3 milljónir króna. Loks verða lagðar lagnir í Krossanesbraut fyrir um 1,1 milljón króna. Þær götu sem malbikaðar verða í ár eru Búðarfjara, Duggufjara, Merkigil og Þórunnarstræti og áætlað að til malbikunar verði varið tæpum 14 milljónum króna. Þá verða malbikaðar gangstéttir, samtals um 8 þúsund fermetrar og er gert ráð fyrir að nota 8 milljónir króna til þeirra fram- kvæmda, en enn hefur ekki verið ákveðið hvaða gangstéttir verða malbikaðar. í ýmis verk er áætlað að veija 10,5 milljónum króna og fer um helmingur þeirrar upphæðar, eða 5 milljónir í gangstíga, þá verður gerður kantsteinn við Glerár- kirkju, bílastæði við Aðalstræti verða malbikuð og unnið verður við girðingar og kanta auk þess sem um 4,2 milljónir falla undir liðinn ýmis ósundurliðuð verk. Undir liðinn umferðarmál er áætlað að veija tveimur milljónum króna og fer helmingurinn af þeirri upphæð til að opna útsýnissvæði fyrir gangandi og hjólandi fólk við Þingvallastræti, þá verður gert útskot fyrir Strætisvagna Akur- eyrar við Hörgárbraut við Glerá og hraðahindrun verður gerð á Skarðshlíð við Ásbyrgi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Pálína krýnd Ungfrú Norðurland Pálína Sigrún Halldórsdóttir var kjörin Ungfrú Norðurland í Fegurðar- samkeppni Norðurlands sem fram fór í Sjallanum á Akureyri á föstu- dagskvöld. Pálína var einnig valin besta ljósmyndafyrirsætan úr hópi tólf stúlkna sem þátt tóku í keppninni. Pálína er frá Tjörnesi í Suður- Þingeyjarsýslu og stundar hún nám við félagsfræðibraut Menntaskól- ans á Ákureyri, en hún lýkur stúdentsprófi í vor. Hennar helstu áhuga- mál eru hestamennska, blak, ferðalög og kvikmyndir og stefnir hún að því að fara í Bændaskólann á Hólum næsta haust og að því loknu framhaldsnám við háskóla. Menningar- og listviðburð- ir á Norðurlandi í marz MENOR, Menningarsamtök Norðlendinga, hafa tekið saman eftirfarandi lista yfir menning- ar- og listviðburði á Norðurlandi í marsmánuði. Tónleikar Þriðjudagur 3. mars: — Kvöldvaka í Akureyrarkirkju. Kirkjuvika 1.-8. mars. Ávarp Jón Kristinsson. Helgistund sr. Birgir Snæbjörnsson. Ræða sr. Pétur Sig- urgeirsson fyrrverandi biskup Is- lands. Kór Akureyrarkirkju, stjórn- andi Björn Steinar Sólbergsson. Einsöngur Margrét Bóasdóttir. Strengjakvai-tett kennara úr Tón- listarskólanum á Akureyri. — Gry- fjan í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri kl. 20.00. Samstarf Lista- daga 24. febrúar til 5. mars Mennt- askólinn á Akureyri og Opin vika 3.-5. mars Verkmenntaskólinn á Akureyri. Sykunnolarnir. í sal Tón- listarskólans á Akureyri kl. 20.30. Blandaðir tónleikar nemenda á efri stigum. Fimmtudagur 5. mars: — Safnaðarheimiii Akureyrar- kirkju kl. 15.00-17.00. Kirkjuvika 1.-8. mars. Opið hús fyrir aldraða. Ólöf Leifsdóttir iðjuþjálfi ræðir um þjálfun. Jón Viðar Guðlaugsson slær á létta strengi. Kór Akur- eyrarkirkju syngur íslensk lög. Stjórnandi Bjöm Steinar Sólbergs- son. — Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 19.45. Kirkjuvika 1.-8. mars. Kvöldvaka fyrir unga fólkið: Lúðrasveit Akureyrar, stjórnandi Atli Guðlaugsson. Gítarnemar úr Hljómskólanum á Akureyri. Kór Menntaskólans á Akureyri, stjóm- andi Hólmfríður Benediktsdóttir. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. — Hljómsveitin Kredit. Freyvangs- leikhúsið flytur atriði úr söngleikn- um Jesus Christ Superstar. Hjálp- arsveit skáta, Skátafélagið Klakk- ur og unglingar úr félagsmiðstöðv- um Akureyrar aðstoða. Eftir kvöld- vökuna verður útigrillveisla. Föstudagur 6. mars: — Höfðaborg Hofsósi kl. 21.00. Söngskemmtun: Rökkurkórinn, stjómandi Sveinn Árnason. Píanó Rögnvaldur Valbergsson. Kvenna- kór Siglufjarðar, stjórnandi Elías Þorvaldsson. Laugardagur 7. mars: — Akureyrarkirkja kl. 12.00. Kirkjuvika 1.-8. mars. Hádegistón- leikar — ritningarlestrar. Björn Steinar Sólbergsson flytur orgel- verk eftir Duruflé og Alain. Léttur hádegisverður á eftir. Tónleikahátíð á Blönduósi: Félagsheimlið Blönduósi kl. 14.30. Sameiginlegir tónleikar gmnnskóla og tónlistarskóla úr Vestur- og Austur-Húnavatns- sýslu, Skagafjarðarsýslu, Siglufirði og alls staðar þar á milli. — Miðgarður í Skagafirði kl. 21.00: Heimskvöld, söngskemmt- un, einsöngur, kórsöngur, grín og kaffiveitingar. Karlakórinn Heimir, stjórnandi Stefán Gíslason. Hljóð- færaleikararnir Tom Higgerson, Jaqueline Simm, Eileen Silcocks og Jennifer Spears leika. Sunnudagur 8. mars: — Akureyrarkirkja kl. 14.00. Kirkjuvika 1.-8. mars. Hátíðar- messa. Prédikun sr. Bolli Gústavs- son vígslubiskup. Kór Akureyrar- kirkju. Stjómandi og organisti Bjöm Steinar Sólbergsson. Fimmtudagur 12. mars: — Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Tónlistarfélag Akureyrar. Píanótríó. Laufey Sig- urðardóttir, fiðla, Richard Talkow- sky, selló, Kristinn Orn Kristinsson, píanó. Verk eftir Mozart, Brahms, Haydn. Föstudagur 13. mars: — Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, síðdegis. Háskólakórinn á sínu 20. starfsári, kynning í tali og tónum. Stjórn- andi: Ferenc Utassy. Félagsheimilið Blönduósi kl. 20.30. Háskólakórinn, stjórnandi Ferenc Utassy. íslensk og erlend tuttugustu aldar tónlist. — Miðgarður í Skagafirði kl. 21.00. Aðalkonsert Rökkurkórsins, stjórnandi Sveinn Árnason. Ein- söngur Jóhann Már Jóhannsson tenór. Píanó Rögnvaldur Valbergs- son. Laugardagur 14. mars: — Félagsheimilið Hvamms- tanga, síðdegis kl. 20.30. Háskóla- kórinn, stjómandi Ferenc Utassy. íslensk og erlend tuttugustu aldar tónlist. Miðvikudagur 18. mars: — í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri kl. 20.00. Blásaradeiidartón- leikar. Laugardagur 21. mars: — Félagsheimilið Hvammstanga kl. 15.00. Tónlistarfélag V-Hún- vetninga. Blásarakvintett Reykja- víkur. Sunnudagur 22. mars: — Á sal Tónlistarskól^ns á Akur- eyri kl. 17.00. Þórunn Guðmunds- dóttir, sópran. David Knowls, píanó. Laugardagur 28. mars: — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Tónlistarfélag Akureyrar. Reykja- víkurkvartettinn: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Sbignew Dubik, fiðla, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló. Verk eftir Jón Leifs, Mozart og Dvorák. Sunnudagur 29. mars: — Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar- sveit, síðdegis. Blásarar af öllu Norðurlandi halda tónleika eftir vel heppnaða námskeiðshelgi! Laugardagur 4. apríl: — Akureyrarkiija kl. 12.00. Hádegistónleikar — ritningarlestr- ar. Björn Steinar Sólbergsson leik- ur orgelverk eftir Bach og Liszt. Léttur hádegisverður á eftir í Safn- aðarheimilinu. Þriðjudagur 31. mars: — (Staðsetning og tímasetning auglýst síðaij. Einir tónleikar á Akureyri og aðrir á Norðurlandi vestra. Kammerhljómsveit Akur- eyrar. Stjórnandi Örn Óskarsson. Píanó Richard Simm og Tom Higg- erson. Einleikur á fiðlu Sigrún Eðvaldsdóttir. Verk eftir Aron Cop- land, Saint-Saens, Mendelsohn. Sunnudagur 5. apríl: — (Staðsetning og tímasetning auglýst síðar.) Kammerhljómsveit Akureyrar. Stjórnandi Örn Óskars- son. Píanó Richard Simm og Tom Higgerson. Einleikur á fiðlu Sigrún Eðvaldsdóttir. Verk eftir Aron Cop- land, Saint-Saéns og Mendelsohn. Leikhús Leikfélag Akureyrar: — Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð. Föstudaginn 6. mars kl. 20.30. Laugardaginn 7. mars kl. 20.30. Lokasýning. — íslands- klukkan eftir Halldór Laxness. Föstudagur 27. mars kl. 20.30, fnimsýning. Laugardagur 28. mars kl. 20.30. Sunnudagur 29. mars kl. 20.30. Freyvangsleikhúsið: — Félagsheimilið Freyvangur í Eyjafjarðarsveit. Söngleikurinn Jesus Christ Superstar eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice. Leikstjóri Kolbrún Halldórsdóttir. Söngstjóri Þórdís Karlsdóttir. Tón- listarstjóri Jón Ólafsson. Föstudag- ur 13. mars kl. 20.30, frumsýning. Sunnudagur 15. mars kl. 20.30. Fimmtudagur 19. mars kl. 20.30. Föstudagur 20. mars kl. 20.30. Laugardagur 21. mars kl. 20.30. Aðrar dagsetningar ákveðnar síð- ar. Leikfélag Húsavíkur: — Samkomuhúsið Húsavík. Gaukshreiðrið eftir Dale Wasser- man. Leikklúbburinn Saga: — Dynheimar Akureyri. Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie. Leikfélag Dalvíkur: — Ungó, Dalvík. Rjúkandi ráð eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni og Stefán Jónsson. Leikstjóri Sig- urgeir Scheving. Hljómsveitin DES. Þriðjudagur 3. mars kl. 21.00. Föstudagur 6. mars kl. 21.00. Laugardagur 7. mars kl. 21.00. Þriðjudagur 10. mars kl. 21.00. Aðrar dagsetningar ákveðn- ar síðar. Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps: — Melum, Hörgárdal. Bör Bör- son. Fimmtudagur 5. mars kl. 20.30. Föstudagur 6. mars kl. 20.30. Sunnudagur 8. mars kl. 20.30. Leikklúbbur Skagastrandar: — Fellsborg á Skagaströnd. Kardimommubærinn eftir Thor- björn Egner. Leikstjóri Árni Blan- don. Leikhópur Fjölbrautaskóla Norðurlands-vestra: Opnir daga 4.-7. mars. Þrír ein- þáttungar „Menn, menn, menn,“ eftir Melkorku Thelmu Ólafsdóttur, Sindra Freyson og Bergljótu Am- alds. Leikstjóri Andrés Sigurvins- son. Miðvikudagur 4. mars. LOCOS, leikfélag VMH: — Gryfjan, Verkmenntaskólinn á Akureyri. Vorið kallar, eftir Franz Wedekind. Leikstjóri Valgeir Skagfjörð.Laugardagur 7. mars kl. 20.30, Frumsýning. Kvikmyndir Kvikmyndaklúbbur Akur- eyrar: Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show. — Borgarbíó sunnu- daginn 8. mars kl. 17.00 og mánu- daginn 9. mars kl. 19.00. Miðviku- daginn 11. mare kl. 17.00. Opin vika 3.-5. mars í Verk- menntaskólanum á Akureyri: Rocky Horror Picture Show, fimmtudaginn 5. mars. — Borgar- bíó kl. 15.00. Myndlistarsýningar — Blómaskálinn Vín í Eyjafjarðar- sveit. Iðunn Ágústsdóttir sýnir pastelmyndir til 8. mars á opnunar- tíma blómaskálans. Fyrirlestrar Miðvikudagur (öskudagur) 4. mars: — Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 10-12. Kirkjuvika 1.-8. mars. Mömmumorgnar. Morgun- stund fyrir mömmur og pabba með yngri börnin sem ekki eru í ösku- dagsliði. — Möðruvallakirkja kl. 19.30. Listadagar 24. febrúar til 5. mars. Menntaskólinn á Akureyri. Magnús Skarphéðinsson ræðir um spírit- isma o.fl. Föstudagur 6. mars: — Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30. Kirkjuvika 1.-8. mars. Einar Gylfi Jónsson forstöðu- maður Unglingaheimilis ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.