Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 — Fræðsla HREINGERNINGAR FYRIRTÆKJA Reglulegar hreingeraingar eru nauðsynlegar öllum fyrirtækjum og stofhunum. SECURITAS h/f, hefur á annan áratug rekið ræstingardeild sem tekur að sér hreingemingar fyrir fyrirtæki og stofnanir á stór- reykjavíkursvæðinu. Reglulegar hreingemingar eru eðlilegur hluti af rekstri vel rekinna fyrirtækja og stofnana. Þær bæta ímynd og auka vellíðan viðskiptavina og starfsmanna. Hreingemingar saman standa m.a. af teppahreinsun, gólfbónleysingu og -bónun, innréttinga- og húsgagnahreinsun og gluggaþvotti. Hreingemingar em nauðsynlegar viðhaldi allra húsa. Ræstingardeildin býður nú fram þjónustu sína á sviði hreingeminga í fyrirtækinu þínu. Þjónusta sem örugglega skilar árangri. Við gerum þér tilboð án skuldbindinga! RÆSTIN GARDEILD sími 687600 Námskeið hjá Ferda- málaskóla * Islands FERÐAMÁLASKÓLI íslands, Menntaskólanum í Kópavogi, efnir til námskeiðs um stefnu- markandi áætlanagerð, fram- kvæmd og eftirlit í ferðaþjónustu dagana 9-11. mars nk. Fyrirles- ari verður Caroline A. Cooper, CHA, R.D. sem er leiðbeinandi og forstjóri ferðamáladeildar við bandarískan háskóla, Johnson & Wales University, Rhode Island. I fyrri hluta námskeiðsins verður markaðsstaða landsins á alþjóðleg- um ferðaþjónustumarkaði skoðuð og fjallað um samkeppnisstefnu og áætlanir, markhópa og skilgrein- ingu markaðsstefnu, segir_ í frétt frá Ferðamálaskólanum. í síðari hluta námskeiðsins verður fjallað um framkvæmd áætlunar og eftir- lit með því að við það sé staðið sem lofað er, þ.e. fyrsta flokks þjónustu. Jafnframt verður fjallað um mikil- vægi þjónustu t.d. menningarlega þætti, val og þjálfun á starfsfólki, valddreifingu, þekkingu á við- skiptavinum, kosti góðrar þjónustu o.fl. Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fólki í ferðaþjónustu og öðrum þeim sem áhuga hafa á ferð- amálum. Það stendur frá kl. 10.00 til 16.00 alla dagana á Holiday Inn hótelinu í Reykjavík. Caroline A. Cooper veitir for- stöðu deild hótel-, veitinga- og ferð- amálastjórnunar við Johnson & Wales University sem er ein sín stærsta sinnar tegundar í veröld- inni. HÁSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntunarstofnun STEFNUMÓTUN FYRIRTÆKJA 6. mars kl. 9.00-17.00 Efni: Fjallað verður um markmið og gagnsemi af skipulegri vinnu við mótun skýrrar framtíð- arstefnu fyrirtækja. Farið verður í aðferðir og vinnuferli við stefnumótun. Tekið verður fyrir hvernig fyrirtæki geta skoðað rekstrarum- hverfi sitt og innri rekstur á kerfisbundinn hátt, m.a. með það að markmiði að virkja sem best styrkleika til að nýta tækifæri framtíðar. Einnig verður fjallað um markmiðasetningu, hvernig hrinda skuli stefnu í framkvæmd, teng- ingu við árangur, hvernig tryggja megi sem best að árangursmarkmiðum sé náð. Leiðbeinendur: Gísli S. Arason, rekstrarráð- gjafi hjá Stuðli hf. og lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands og Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf. Námskeiðið er öllum opið. Skráning í síma 694940, en nánari upplýsingar hjá Endurmenntunar- stof nun f símum 694923,694924 og 694925. PAPPIRSLA US VIÐSKIPTI NÚTÍMA VERKLAG í VIÐSKIPTUM Námskeiðið mun kynna pappírslaus viðskipti og hvernig þau munu hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja með tilliti til hag- kvæmni, öryggis og lagalegra atriða. Farið verður í nokkur dæmi um notkunarmöguleika og skýrt frá þeirri reynslu, sem komin er á pappírs- laus viðskipti á íslandi. Einnig erfariðyfir hvern- ig skal hefjast handa og hvað þarf til. Uppbygging námskeiðsins: 1. hfuti: Hugtökin EDI, SMT, Edifact. Skilgreining á því hvað teljast pappírslaus við- skipti og hvað ekki. Lagaleg atriði. Öryggismál. Helstu aðilar hér innanlands. Sýning mynd- bands. 2. hluti: Dæmi um notkunarmöguleika, sparn- að, kostnað og fleira. Hórlendis og erlendis. Tollur, banki, inn/útflytjandi. Skjalagerð vegna sjávarvöruútflutnings. HvenæráSMT ekki við. 3. hluti: Staðan hér á landi. Hvernig á að byrja? Hverjlr geta hjálpað? Hvað þarf til? Hvað þarf að varast? Sýning myndbands. Námskeiðið er ætlað stjórnendum í fyrirtækjum og stofnunum, sem fara með fjármál, markaðs- mál, innflutning og útflutning. Leiðbeinendur: Ágúst Valgeirsson, flugmálastjórn. Guðmundur Hannesson, IBM. Óskar B. Hauksson, Iðntæknistofnun. Þorvarður Kári Ólafsson, Iðntæknistofnun. Tími: 9. mars kl. 9.00 til 17.00 í Ánanaustum 15. Sýórnunarmag Islands Ánanaustum 15, sími 621066. KYNNINGARIT — AUK hf.-Auglýsingastofa Kristínar hef- ur gefið út kynningarrit um starfsemi sína í tilefni 25 ára afmælis stofunnar. I ritinu er greint frá ýmsum verkefnum fyrirtækisins á sviði grafískrar hönnunar og markaðssetningar. Þá eru í því fjölmörg sýnishorn af auglýsingum, umbúðum, bókum og margvíslegu kynning- arefni sem AUK hefur unnið fyrir viðskiptavini sína. Kynningarritinu fylgir blað með spurningum um starfsemi AUK sem lesandinn er beð- inn að svara og setja í póst. Er þetta liður í því verkefni auglýsinga- stofunnar að komast að því með markvissari hætti en áður hvað núver- andi og verðandi viðskipti vanhagar um svo unnt'sé að laga þjón- ustuna að óskum þeirra og þörfum, segir í frétt frá stofunni. Fyrirtæki Endurskipulagning og eigandaskipti hjá Asíaco hf. OLLUM starfsmönnum umboðs- og heildsölufyrirtækisins Asíaco hf. var sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum og er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Þannig er gert ráð fyrir að starfsfólkið verði að einhverju leyti endurráðið. Þá hefur Gunnar Óskarsson, forstjóri og annar aðaleigandinn, sagt upp starfi sínu jafnframt því sem hann hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækisins. í hans stað hefur Páll Þorgeirsson tekið sæti í stjórn- inni sem stjórnarformaður. Páll tekur við stjórnarfor- mennsku af Eyjólfi Brynjólfssyni, meðeiganda Gunnars í fyrirtækinu og hefur lagt drög að því að kaupa fyrirtækið, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Erfiðleikar hafa verið í rekstri Asíaco að undanförnu sem m.a. má rekja til samdráttar og rekstr- arerfiðleika hjá sjávarútvegsfyrir- tækjum. Þannig hefur sala veiðar- færa og annarra útgerðarvara far- ið minnkandi svo og útflutningur á ferskum fiski en Asíaco er um- svifamikill aðili á þessum sviðum. í kjölfarið hefur fyrirtækið misst umboð fyrir rekstrarvörur og veið- í ÚRVALI FYRIR: • Verktaka____________ • Fiskeldi____________ • Skip/báta___________ • Frystihús___________ • Sumarhús____________ • Sundlaugar__________ • Skolpkerfi _________ • Skrúógaróa__________ • Áhaldaleigur O.fl.o.fl. Ráðgjöf - Sala - Þjónusta ! Einkaumboð á (slandi: Skútuvogur 12A - 0 812530 arfæri m.a. umboð fyrir Tork hreinlætisvörur. Noregur Mikið tap á rekstri hjá DnB Den norske Bank tapaði um 47 milljörðum ÍSK. á síðasta ári. Kemur þetta fram í ný- birtum reikningum hans og er staðan nú þannig, að verði ekki umskipti til hins betra í norsku efnahagslífi á þessu ári er hætt við, að allt hlut- afé einstaklinga í bankanum tapist. Það þýðir, að þá verða allir stóru bankarnir í Noregi komnir í ríkiseigu. Búist er við, að mikið tap verði á Den norske Bank eða DnB á þessu ári einnig og lifni ekki yfir efnahagsmálunum eru engar horfur á, að skilvísi lán- takenda batni mikið. Banka- kreppunni í Noregi er sem sagt ekki lokið þótt ríkið hafi lagt illa stöddum bönkum til um 150 milljarða ÍSK. á síðasta ári. Den norske Bank er síðasti stóri viðskiptabankinn í Noregi, sem einstaklingar eiga hlut í. Ríkið hefur tekið alveg upp á sína arma Christiania Bank og Kreditkasse og Fokus Bank í Þrándheimi. Síðar á árinu stefnir DnB að hlutfjárútboði á einkamarkaðinum og ef vel tekst til fer hlutfjáreign ein- staklinga og félaga þá í 43%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.