Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 10
I 10 C'por f-f o 'i' rt a r:r T VTr/7rf rj?r. fírr/"?nffOf/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Kristnr, menning in og mennirnir Bækur Pétur Pétursson Kristur og menningin. Minningar- rit um séra Jóhann Hannesson prófessor. Studia theologica is- landica 1991, 5. Guðfræðistofnun, Háskóli íslands. Guðfræðistofnun Háskóla Islands hefur sent frá sér fimmta ritið í rit- röð sinni sem byrjaði árið 1988. Rit- ið er að þessu sinni helgað séra Jó- hanni Hannessyni sem var prófessor við guðfræðideild HÍ frá 1959 til dauðadags 1976. í nóvember 1990 voru liðin 80 ár frá fæðingu hans og af því tilefni kemur ritið út. Var það vel við hæfi þar sem Jóhann er án efa einn merkasti guðfræðingur okkar á þessari öld og starfsferill hans og ritstörf hin fjölbreytileg- ustu. Guðfræðideildin er lítil deild ef miðað er við tölu stúdenta og kennara, en fræðigreinar hennar spanna vítt svið, og kemur hún víðar við en margur skyldi ætla. Ritröð Guðfræðistofnunar hefur nú þegar endurspeglað þessa breidd og bera ritin fimm vott um mikla grósku í guðfræðideildinni um þessar mundir. Ritstjóri er dr. Gunnlaugur A. Jóns- son skrifstofustjóri og forstöðumað- ur Guðfræðistofnunar. Jóhann nam kristniboðsfræði í Noregi en kom svo heirn og lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1936. Hann stundaði framhaldsnám í guðfræði hjá hinum fræga Karli Barth í Basel í Sviss og vígðist kristniboðsprestur 1937. Hann fór til Kína 1939 og starfaði þar að kristniboði og presta- skólakennslu á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í sam- vinnu við Det Norske Missjonssel- Fiskvinnsluvélar Til sölu vegna sameiningar góðar fiskvinnsluvélar, þ.e. Baader 189 flökunarvél, Baader 440 flatningsvél, Varlet roðflettivél, Fomaco sprautusöltunarvél, 2 Jackstone frystiskápar, 2 blástursfrystar (10 tonna afkastageta hvor) og Oddgeirshausari. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Upplýsingar á skrifstofunni í dag og næstu daga í síma 652512. Þór hf., fiskiðja. Sýnishorn úr söluskrá: Efnalaug í nýju hverfi. Vaxandi velta. Auglýsingaskili fyrir kjörbúðir. Handhægt iðnfyrirtæki fyrir laghentan. Matvöruverslun á góðu verði. Sælgætis- og nýlenduvöruverslun. Silkiprentun/auglýsingaskili, gott fyrir tvo. • Húsgagnaverslun með eigin innflutning. Nýtískuleg hárgreiðslustofa, sala eða leiga. Líkamsræktarstöð, mjög sérstæð. Sólbaðsstofa, nýinnréttuð. Gott verð. Verslun með spennandi vörur. Eigin innflutningur. Verslun með antikvörur. Vefnaðarvörubúð, vel staðsett. SUÐURVE R I SfMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LARUS t>. VALDIMARSSON framkvæmdasíjóri-.. , KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggiltur fasteignaíÍaÍi Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýlega endurnýjuð sérhæð við Skaftahlfð neðri hæð 5 herb. 120,9 fm nettó í reisulegu fjórbhúsi. Allt sér. Sólríkar stofur. Ræktuð lóð. Stór og góður bílskúr. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íbúð við Breiðvang eða nágrenni. Glæsileg sérhæð við Stigahlíð Neðri hæð 6 herb. 146,8 fm. Öll nýlega endurbyggð. 4 svefnherb. Góður bílskúr 28 fm. Skipti möguleg á góðri 3ja-4ra herb. ibúð á 1. eða 2. hæð i lyftuhúsi. Skammt frá Háskólanum 2ja herb. ekki stór ibúð í reisulegu steinhúsi við Ásvallagötu. Sólrík. Rúmg. svefnherb. og stofa. Sturtubað. Sérhiti. Laus strax. I lyftuhúsi með góðu láni 2ja herb. íbúð á 4. hæð viö Arahóla. Svalir - sólstofa. Húsið nýklætt að utan. 40 ára húsnæðislán kr. 2,2 millj. Ágæt íbúð við Álftamýri 3ja herb. á 3. hæð. Stór stofa. Sólsvalir. Góð sameign nýlega endur- bætt. Útsýni. Nýtt og glæsilegt einbýlishús við Kársnesbraut Kóp. Steinhús um 160 fm auk bílskúrs 32,4 fm. All- ar innr. og tæki af vönduðustu gerð. Mikil og góð langtfmaián. Eigna- skipti möguleg. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Sérstaklega óskast góðar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir. ALMENNA FtSTEIGNASAlAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 skap. 1947-48 var hann aftur heima á íslandi og kenndi þá m.a. við guð- fræðideild Háskólans. Fyrst eftir að hann kom alkominn heim 1952 gegndi hann starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og prestur var hann þar eftir að prestakallið var endur- reist. Fyrri hluti ritsins samanstendur af stuttum greinum fyrrum nemenda og samstarfsmanna Jóhanns við guðfræðideildina, en seinni hlutinn af ritgerðum eftir Jóhann sjálfan. I fyrri hlutanum er að auki grein eft- ir Arnór Hannibalsson prófessor í heimspeki sem kynntist Jóhanni í Menningarsamtökum háskóla- manna. Hinn Ijölbreytilegi áhugi guðfræðingsins á mannlegum kjör- um og aðstæðum vakti athygli heim- spekingsins og verður honum að umræðuefni. í ræðu sem dr. Sigur- björn Einarsson biskup flutti við útför Jóhanns, sem einnig er birt í þessum hluta, leggur hann út af bréfi Páls postula til Filippímanna. „Lífið er mér Kristur," _ segir Páll þar. Sennilega eru fáir íslendingar á þessari öld sem komast nær því en Jóhann að líkjast þessum mesta 51500 Hafnarfjörður Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh. ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Álfaskeið Góð 3ja herb. ca 83 fm íb. á 2. hæð auk bílsk. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Einbýlishús í Hafnarfirði óskast Höfum kaupanda að góðu einb- húsi í Hafnarfirði. Skipti á efri sérhæð. Atvinnuhúsnæði Vantar atvinnuhúsnæði ca 1000-1500 fm. Helmingur lag- erpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. jfi Árni Grétar Finnsson hrl., II Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., simar 51500 og 51501. Jóhann Hannesson kristniboða allrar kristnisögunnar. Mikill fengur er að ritgerðunum í öðrum hlutanum sem sumar hafa ekki birst áður nema ef vera skyldi sem fjölrit fyrir stúdenta. Hér er ekki síst átt við Sögu kristinnar boðunar í frumdráttum. Þetta er greinargott yfirlit yfir sögu og hlut- verk predikunarinnar í kirkjunni frá öndverðu og hér er miklu efni gerð furðu góð skil í stuttu máli. Tengsl predikunarinnar við guðfræði, lof- gjörð og aðstæður hvers tíma eru raktar af innsæi og þekkingu. Þá er einnig mikill fengur að greininni Hugtakið theologi sem fjallar um guðfræðina, samsetningu hennar og tengsl við kirkjuna. Þar segir Jóhann m.a.: „Kirkjan skapaði guðfræði til að.gera sér grein fyrir athöfnum sínum, tilbeiðslu, predikun, kennslu, lestri texta og túlkun þeirra, bæna- gjörð, lofsöng, þjónustu að sakra- mentum og öðrum helgum athöfn- um.“ Aðrar greinar Jóhanns sem birtar eru í þessu riti eru einnig áhugaverð- ar ekki síst fyrir þá sök að þar koma hinar fjölþættu gáfur hans fram og yfirgripsmikil þekking og reynsla ásamt eðlislægri umhyggju fyrir lík- amlegri velferð manna/ Hér talar kristniboðinn sem veit af reynslunni að ekki þýðir að boða fagnaðarerind- ið án þess að huga að veraidlegum þörfum fólksins. En hér talar einnig guðfræðingurinn spámannlega til landa sinna og bendir þeim á það sem betur má fara og gagnrýnir margt í menningu nútímans. Lífið var honum Kristur og þess vegna gat honum ekki staðið á sama um velferð náungans. I greinum sínum í Lesbók Morgunblaðsins segir hann löndum sínum til syndanna vegna aðgerðarleysis í heilbrigðismálum og skólamálum. Þá varar hann m.a. við vímuefnum og ópersónulegri ijölm- iðlamenningu. Á fundunum í Menn- ingarsamtökum háskólamanna kom hann t.d. með tillögur um að miða umferðarmerki við sjónhæfni barna sem hann byggði á þroskasálar- fræðilegum forsendum. Einnig fjall- aði hann um hönnun íbúða og var- aði við vissum gerðum af opnum gluggum sem börn gætu dottið út um. Samkennarar og samstarfs- menn Jóhanns segja frá ýmsu öðru í þessum dúr. Inntak guðfræðinnar er að mati Jóhanns kirkjan og starf hennar. Það hefði þó verið fjarri sanni að segja að Jóhann hafi sem guðfræð- ingur gengið út frá þröngu kirkju- legu sjónarmiði. Hann gerði sér mjög vel ljóst að kirkjan lifir og hrærist, boðar og biður í ákveðnu samhengi. Þess vegna er svo brýnt að menning- in, heimspekin og stjómmálin séu skoðuð ofan í kjölinn og metin með tilliti til guðfræðinnar og starfsemi kirkjunnar. Það kemur einnig skýrt fram í ritgerðunum í fyrri hlutanum að Jóhann lagði mikið upp úr al- mennri trúarbragðafræði í kennslu sinni. í úttekt sinni á guðfræði og háskólakennslu Jóhanns dregur Ein- ar Sigurbjörnsson prófessor saman kjarnann í afstöðu hans með tilvísan í orð Jóhanns sjálfs. „Markmið krist- ins uppeldis er að gera menn færa um að lifa vönduðu lífi í viðsjálum heimi, ekki hið innhverfa, að leysa fólk undan vandræðum." Hér er komið inn að kjarnanum. Lausnin er ekki fólgin í flótta frá viðfangs- efnum þessa heims né ópersónulegu algleymi. Viðhorf Jóhanns er kristm- iðlægt og þess vegna bjartsýnt og jákvætt. Menningin hvílir á kristnu gildismati og þar með hefur hún innihald sem varir. Hér hlutu áhersl- ur að vera nokkuð aðrar en hjá Karli Barth sem hélt fram vanmætti trúarlífs mannsins fyrir viðgang guðsríkis. Safnaðaruppbygging verður aftur á móti fyrir Jóhann það sama og vöxtur og viðhald krist- innar menningar. Á þeim árum sem Jóhann var við kristniboðsstörf var mikil umræða og stundum átök í samtökum um kristniboð um það hvemig og hvort kristnir menn í löndum þriðja heims- ins ættu að tjá trú sína og lofgjörð á þann hátt sem þeim væri eigin- legt, hvernig kirkjan, lofgjörðin, til- beiðslan, mótaðist og lagaðist að hugtökum, siðum og forsendum þeirrar menningar sem fyrir var — m.ö.o. hvernig frelsunarverk Krists birtist í hugarheimi Kínveija. Þá var einnig stór spurning hvort kristnir menn í þriðja heiminum ættu að skipa sér í söfnuði og kirkjur eftir aldagömlum landamerkjum úr evr- ópskri kirkju- og stjómmálasögu. Jóhann fjallar lítið sem ekkert um þetta í þeim ritgerðum sem hér eru birtar eftir hann og í úttektum á guðfræði hans og kristniboðsstörf- um eru heldur ekki gefín svör við því hvar hann stóð varðandi þessi mikilvægu atriði kristniboðsfræð- anna. Dæmið sem Gunnlaugur A. Jónsson tekur upp í frásögn sinni af því þegar „boðskapurinn var færður í austurlenskan búning“ (bls. 35) bendir til þess að það hafi verið undantekning en ekki sjálfsagður hlutur í augum Jóhanns. Áhersla Jóhanns á sérleik kristinnar trúar og varnaðarorð hans vegna synkret- isma benda til þess að hann hafi verið „íhaldssamur" að þessu leyti. Þetta hindrar hann þó ekki í því að benda á það sem er sameign kristn- innar „með göfugum mönnum í hópi heimspekinga og heiðinna snillinga" (bls. 16). Eflaust hafa annir og praktísk viðfangsefni í sambandi við boðun og kennslu átt þátt í því að ekki ligg- ur meira prentað eftir Jóhann um þessi mál. Vafalaust myndi athugun á þýðingarstarfí hans yfir á kín- versku sýna það hvernig hann tókst á við þetta viðfangsefni sem kristni- boðar verða að taka á hvort sem þeim líkar betur eða verr því þetta er kvikan í öllu kristniboði — Kristur og menningin. UTSALA ÚTSALA ÚTASALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Óðinsgötu 2, sími 13577.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.