Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GEIR GUÐMUNDSSON múrari, Grandavegi 47, lést 19. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna, Marta Sæmundsdóttir. t Mágkona mín og föðursystir okkar, GUÐRÍÐUR EGILSDÓTTIR, lést að morgni sunnudagsins 1. mars. Margrét Briem, Ólafur Egilsson, Kristján Egilsson. t Faðir minn, HARALDUR GUNNLAUGSSON frá Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sunnudaginn 1. mars. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Herdís Haraldsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, HULDA MARÍA KARLSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, áður til heimilis á Blikabraut 9, Keflavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 1. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Guðmundsson, Karl G. Sævar, Ingveldur Bjarnadóttir, Friða Bjarnadóttir, Guðbjörn Bjarnason. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HANSÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 54, lést í Landspítalanum laugardaginn 29. febrúar. Magnús Magnússon, Rebekka Magnúsdóttir, Alexander Olbrich, Kristján Magnússon og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ROLAND BRUNO GARY, 1527 Thorndyke Ave. West., 98199 Seattle Wash, lést í sjúkrahúsi í Seattle þann 23. febrúar. Minningarathöfn hefur farið fram. Guðrún Ágústa Stefánsdóttir Gary, Anthony Thor Gary, Lynette Gary, Stefán Eric Gary, Patricia Ann Fox, Beau Fox og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN SIGURBERGSDÓTTIR, Spóahólum 16, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 1. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 13.30. Sigurbergur Hansson, Valdfs Hansdóttir, Þorsteinn Hansson, Óskar Hansson, Elfs Hansson, Hans A. Þorsteinsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Sveinjón I. Ragnarsson, Halla Hjálmarsdóttir, Fanney Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jón Guðjóns- son, skipsijóri Fæddur 15. september 1912 Dáinn 25. febrúar 1992 Þeim fækkar nú bátaskipstjórun- um sem á árunum 1940-1960 stóðu í skýlinu uppi á stýrishúsi og horfðu eftir síldartorfunum. Einn þessara manna kveðjum við í dag. Jón Guðjónsson fæddist 15. sept- ember 1912 í Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð. Jón fór ungur til sjós og rúmlega tvítugur var hann orð- inn skipstjóri á mb. Einari frá Akur- eyri sem gerður var út frá Siglu- firði. Það var mikil gæfa fyrir mig sem þessar línur skrifa, að byrja í skipsrúmi hjá Jóni er ég var 17 ára. En þá var hann með mb. Snar- fara, 26 lesta bát frá Siglufirði. Einnig var mb. Villi, 22 tonna bát- ur, með sömu nót. Það voru mikil síldarsumur ’42 og ’43 og stutt að sækja síldina og vökur miklar. Það var mikill afli sem við náðum á þessa litlu báta. Við vorum með allra aflahæstu bátum af þessari stærð og var Jón oftast í fremstu röð síldarskipstjóra. Haustið 1943 varð Jón þátttakandi í útgerð með þeim Sigurði Baldvinssyni og Anton Benjamínssyni og gerðu þeir út frá Ólafsfírði. Var það mb. Njáll, 56 tonna bátur. Á Njáli vorum við til 1948 en þá létu þeir félagar byggja bát í Danmörku, mb. Stíganda, síð- ar létu þeir byggja m_b. Gunnólf og var Jón með báta frá Ólafsfírði fram undir 70 ára aldur. Síðar leysti Jón af sem skipstjóri og stýrimaður. Margt kemur upp í hugann frá árunum sem ég var með Jóni. Jón var mikill aflamaður hvort sem var á línu-, troll- eða síldveiðum. Jón fór oft sínar eigin leiðir eftir físki. Hann tók sig oft út úr flotanum ef ekki sást síld og stímaði frá skip- unum, en Jón var ekki búinn að fara langt þegar hann var búinn að fínna síld. Ég held að það sé rétt að Jón hafi fyrstu bátaskip- stjóra togað á Kolbeinseyjargrunn- um, en það var vorið 1947 að við fórum þangað á mb. Njáli. Við náð- um ekki góðum árangri þá en Jón fór árið eftir og fékk þá góðan afla. í þá daga voru bátar ekki með rad- ar eða lórantæki því erfítt að stað- setja sig. Og þarna náði Jón miklum afla. Jón var mikill skipstjórnar- maður. Mér er minnisstætt er við vorum að koma til Siglufjarðar í norðaustan hríðarbyl, ekki sást út fyrir borðstokkinn fyrir hríð og roki, þá var enginn radar né lórantæki, en Jón vissi námkvæmlega hvar hann var staddur, hann þekkti sjó- lagið og sneri stýrinu þannig að ekki kom skvetta inn fyrir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, OKTAVÍA ÓLAFSDÓTTIR THORARENSEN, Lönguhlíð 3, er látin. Útförin fer fram miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd vandamanna, Albert Finnbogason, Gunnar Kr. Finnbogason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áðurtil heimilis á Brekkugötu 45, lést fimmtudaginn 27. febrúar. Jarðarförin er ákveðin miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30 frá Akur- eyrarkirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Jóna G. Steinmarsdóttir, Gunnar Benediktsson, Jóhanna I. Steinmarsdóttir, Helgi Á. Alfreðsson, María Steinmarsdóttir, Rögnvaldur B. Ólafsson, Þorsteinn Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEFÁN PÉTURSSON frá Bót, til heimilisá Dalbraut 21, Reykjavik, andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði að morgni sunnu- dagsins 1. mars. Laufey Valdimarsdóttir Snævarr, Birna H. Stefánsdóttir, Jón Bergsteinsson, Pétur Stefánsson, Hlff Samúelsdóttir, Stefanía V. Stefánsdóttir, Skúli G. Johnsen, Gunnsteinn Stefánsson, Helga Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Sólvallagötu 53, sem lést 23. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 3. mars. Athöfnin hefst kl. 13.30. Magnús Þórðarson, Ragnheiður Þórðardóttir, Magnús Hjálmarsson, Guðrún Þórðardóttir, Einar Þorláksson. Það var eins og lægi alltaf vel á Jóni þegar veðrið var sem verst. Jón var mikill félagi okkar strák- anna ef ekki Var veiðiveður á síld- inni. Hvort sem við vorum vestur við Skaga eða austur við Langanes þá kom Jón fram í iúkar og spurði: „Á ekkert að fara í land, strákar?“ Var þá drifið í að yfirhala nótina og farið á öðrum bátnum í land og var Jón þá alltaf með. Margir voru í skipsrúmi árum saman hjá Jóni. Jón kvæntist systur minni, Báru Arngrímsdóttur, í desember 1940, þau eignuðust 8 börn sem öll eru uppkomin. Má nærri geta hið mikla starf hjá Báru að sjá um uppeldi bamanna þegar Jón var oftast á sjónum. Ég vil færa þeim hjónunum inni- legt þakklæti mitt fyrir það athvarf sem ég hafði á heimili þeirra á Siglufirði þegar landlegur voru. Þau bjuggu á Siglufírði til ársins 1963 að þau fluttu til Ólafsfjarðar og 1984 fluttu þau til Reykjavíkur. Bára lést fyrir tveimur árum. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir öll samveruárin á sjónum. Ég og konan mín þökkum allar samveru- stundirnar á heimili þeii-ra. Við sendum börnum og tengdabörnum innilegar samúðarkveðjur. Beggi. Ég man eftir þessum ljúfa og góða manni frá því ég var tólf ára, þegar hann flutti til Ólafsfjarðar með fjölskyldu sína frá Siglufírði. Þá kynntist ég Hugrúnu dóttur hans sem var jafnaldra mín, ég man hvað mér þótti hann hæglátur og rólegur með alian krakkahópinn í kringum sig. Hann sat yfírleitt í sama stólnum á holinu á Kirkjuvegi 3, með pípuna sína í hendi og hlust- aði á útvarp. Það var sama hvað gekk á í kringum hann, það virtist ekkert hagga þessum rólega manni. Það var gaman að fara í Kleifar- hornið með Jóni á bílnum hans. Þá leyfði hann okkur að stýra, við stóð- um aftur í, hann sá um allt nema stýrið og við héldum að við værum mjög góðir ökumenn. Hann fór oft í siglingar og þá fékk maður alls konar góðgæti sem var ekki eins algengt og nú, og oft voru keypt á tvíburana föt sem freistandi var að fá lánuð svo að við vinkonurnar gátum verið eins klæddar. Jón var alveg sérstaklega barngóður. Ég tók vel eftir því þeg- ar ég var sjálf búin að eignast böm og við hittumst í afmælum hjá Hugrúnu, hvað börn hændust að honum og sérstaklega veit ég að Margrét á eftir að sakna afa Jóns, eins og hún kallaði hann alltaf, því hann var eini afinn sem hún átti eftir. Hún er mér sérstaklega minnis- stæð hógværðin í honum þegar við hittumst í síðasta afmæli hjá Hug- rúnu og hann kallaði á mig og seg- ir við mig: „Hvernig er það Lauga mín, hefur þú ekki stækkað heldur mikið síðan ég sá þig síðast?" (Þá meinti hann náttúrlega á þverveg- inn.) Hugrún mín, mig langar með þessum fáu línum að votta þér inni- lega samúð mína svo og öllum að- standendum Jóns Guðjónssonar. Hvíli hann í friði. Lauga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.