Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
11
Kennslustund í stjörnufræði
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Sem tjáningarmiðill mannlegi’-
ar fróðleiksfýsnar á myndlistin
fáa sína líka; allt, sem snertir til-
veru mannsins á hinn minnsta
hátt, getur orðið henni að yrkis-
efni. Myndlistin hefur notað sér
landslagið sem maðurinn skapar
umhverfi sitt úr, þann manngerða
og mengandi heim sem hann hef-
ur sett þar niður, stríð hans við
bræður sína og ekki síður innri
baráttu mannsins við sjálfan sig;
þá ör-veröld efna og lífvera, sem
tilvera hans byggir á (og hann
er að reyna í vanmætti sínum að
ná stjórn á), og loks hinn yfir-
þyrmandi óendaleik himingeims-
ins, sem lætur manninn endanlega
finna til smæðar sinnar.
Listakonan Anna Líndal héfur
tekið hluta af þessari alheimsvíð-
áttu sem viðfangsefni sitt í sýn-
ingu sem hún nefnir „Kennslu-
stund í stjörnufræði", og stendur
nú yfir í Galleríi Sævars Karls.
Anna útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskólanum 1986, en
stundaði síðan nám í London og
Berlín; hún hélt sína fyrstu einka-
sýningu í Nýlistasafninu fyrir
tveimur árum.
Anna fylgir sýningunni úr hlaði
með tilvitnun í orð stjörnufræð-
ingsins Giordano Bruno, sem var
brenndur á báli 17. febrúar árið
1600 fyrir þá fáheyrðu dirfsku
að véfengja gildi sköpunarsögu
Biblíunnar, en tala þess í stað um
„eina ómælanlega alheimsvíð-
áttu“. í myndum sínum fjallar
listakonan síðan um örlítinn hluta
þessarar víðáttu, einkum jörðina
okkar og samband hennar við
kunnuglega nágranna, sól og
tungl.
Myndirnar eru afar fínlegar og
skemmtilega unnar í einfaldleik
sínum. Margar þeirra mundu
eflaust sóma sér vel sem skýring-
armyndir í kennslubókum á þeim
fyrirbærum sem þær fjalla um;
en þær hafa einnig til að bera
sjálfstætt eðli myndverksins, jafn-
vel sem vandlega gerðar geómet-
rískar tilraunir. Einkum má benda
á „Tungl-jörð“ (nr. 1) og „Hreyf-
iafl“ (nr. 3) í þessu samhengi.
„Ljós-myrkur“ (nr. 5) er hins veg-
ar bæði sérstæð og einföld skýring
á sambandi jarðar og tunglsins.
En alheimurinn er síkvikur líkt
og tilvera mannsins, og það sem
virðist fast og óumbreytanlegt
kemur oft á óvart næst þegar því
er gefinn gaumur; breytingarnar
kunna að vera í smáu, en þær eru
þörf ábending um „fallvaltleik
festingarinnar eins og sjö afstöðu-
myndir af stjörnumerkinu Karls-
vagninum (nr. 6) sýna.
Þetta er hógvær og nákvæm
sýning frá hendi listakonunnar,
sem gestir sjá þó fljótt að ein-
skorðast ekki við stjörnufræði.
Öll myndlist hefur yfirfærslugildi,
og það sem í fyrstu virðist fjalla
um afmarkaðan þátt tilverunnar,
getur auðveldlega haft merkingu
fyrir fleiri þætti í mannlegri til-
veru — það er afstaða manna til
umhverfisins sem skiptir máli
Sýning Önnu Líndal í Galleríi
Sævars Karls í Bankastræti 9
stendur til 13. mars.
5 millj. til fyrrum sovétlýðvelda
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt að verða við beiðni Rauða
krossins á Islandi að veita fimm
milljónir króna til aðstoðar við
fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna.
Að sögn Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra hafði Rauði kross
íslands þegar ákveðið að veita
fímm milljónir króna til aðstoðar
fyrram sovétlýðveldum, og óskaði
Rauði krossinn eftir því að ríkis-
stjórnin legði fram jafnhátt fram-
lag. „Við ákváðum að verða við
þessari ósk Rauða krossins á ríkis-
stjórnarfundi,“ sagði forsætisráð-
herra í samtali við Morgunblaðið.
Minkapelsar
Tilboðsverð fró
Siður feniabiorpels i oo OOO -
Tilboðsverö
Pelsfóðursjakkar og kópur
Verð fró
kr. 48.900,- A
Pelshufur og
treflar í miklu
úrvali.
Kirkjuhvoli ■ sími 20160
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
• Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Pórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi I.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
C </>
o|
OxO*
3 <Q
§=8
3 Ox
3S:
oS
Q Q'
5 7?
3 7?
Q.S
=5=0
Q^
3
a
\