Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 42

Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Halldóra Magnús- dóttir - Minning Fædd 16. ágúst 1901 Dáin 23. febrúar 1992 Halldóra Magnúsdóttir andaðist 23. febrúar sl. rúmlega níræð að aldri. Hún var landsþekkt heiðurs- kona. Ævi hennar var farsæi og viðburðarík. Hennar mesta ham- ingja í lífinu var þegar hún giftist Þórði Eyjólfssyni hæstaréttardóm- ara, sem má telja einn af fremstu og bestu íslands sonum. Þau giftu sig árið 1930. Þessi glæsiiega og hjartahlýja kona var í tölu minna bestu vina. Heimili þeirra hjóna var fallegt, og gestrisni var rómuð. Reglusemi og snyrtimennska voru í heiðri hafðar. Eg er þakklát for- sjóninni fyrir að hafa mætt henni á lífsleið minni. Leiðir okkar lágu saman vegna söngsins, og ræddum við oft saman um ævintýrið sem leiddi til okkar kynna, og skýri ég frá eftirfarandi: Árið 1928 var hafinn undirbún- ingnr að Þingvallakómum, sem fyr- irhugað var að kæmi fram á Þing- völlum við væntanleg hátíðahöld í tilefni af þúsund ára afmæli Alþing- is. Kórinn, sem átti að vera eitt hundrað manna blandaður kór und- ir stjórn Sigfúsar Einarssonar tón- skálds, var stofnaður árið 1928. Ráðamenn þjóðarinnar töldu þýð- ingarmikið, að tónlist á hátíðinni væri sem hátíðlegust. Til þess að komast í þennan kór urðu allir að gangast undir söngpróf. Sigurður Birkis söngkennari dæmdi um, hvort einstaklingar væm hæfir. Við Halldóra fengum inngöngu. Við kórstarfsemina höfðum við tæki- færi til að kynnast og blanda geði saman. Þessi ágæti kennari veitti hópnum kennslu veturinn 1929. Um sumarið valdi Sigfús Einarsson fimmtíu manna hóp til að syngja í stóm norrænu söngmóti í Kaup- mannahöfn. Við sungum í Konung- lega leikhúsinu í júní 1929. Árang- ur af þessari söngför, sem Sigfús söngstjóri stjórnaði, var heiður fyrir ísland. Við Halldóra vorum þátttak- endur í kórnum. Hún söng alt en ég sópran. Minntumst við þessa tíma oft með ángæju. í þessari för hitti hún tilvonandi eiginmann sinn, Þórð. Hjónaband þeirra var afar gott og hamingju- samt. Þau eignuðust þijú mann- vænleg börn, Magnús, Ragnheiði og Guðrúnu. Barnabörnin eru mörg og voru öll augasteinar ömmu sinn- ar. Öll vom börn Halldóru mikil stoð í ellinni. Hún ljómaði er hún talaði um börnin sín og barnaböm- in, sem hugsuðu svo vel um sig. Innileg samúð til ykkar allra. Guð blessi minningu Halldóru og leiði hana í ljósi sínu til æðra veldis. Anna Þórhallsdóttir. Þeim Reykvíkingum er gengu hér um stéttar í upphafi aldar og áttu heima hér í bæ alla sína tíð fer nú mjög fækkandi. I samræmi við til- gang lífsins safnast gamla fólkið til feðra sinna og þótt söknuður geri vart við sig er svo ber til er bót í máli þegar ævigangan hefur verið svo farsæl sem hún var hjá frú Halldóm Magnúsdóttur sem jarð- sungin er frá Dómkirkjunni í dag. Halldóra var einkabam hjónanna Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Ofanleiti (nú Ingólfsstræti 7) og Magnúsar Magnússonar stýri- mannaskólakennara og fram- kvæmdastjóra hjá Alliance og De- fensor. Stóðu að þeim báðum merk- ar ættir sem hér em raktar í megin- atriðum. Foreldrar Ragnheiðar Guð- mundsdóttur voru hjónin Guðmund- ur Sigurðsson (1854-1924), af- greiðslustjóri hjá Smith, og Ragn- heiður Ámadóttir (1849-1928), sonardóttir séra Hallgríms í Görð- um og Guðrúnar systur dr. Svein- bjöms Egilssonar. Móðir Ragnheið- ar Ámadóttur var Elín Guðmunds- dóttur (kaupmanns í Reykjavík og Njarðvíkum Péturssonar) og Ragn- heiðar, systur Helga biskups, Guð- mundsdóttur (Þórðarsonar kaup- manns og ráðsmanns í Reykjavík og Hafnarfirði). Ragnheiði, móður Halldóm, man ég óljóst eftir úr bemsku minni en hún er fyrsta persónan sem ég minnist að hafa heyrt getið um sem hefðarkonu, í góðri merkingu þess orðs. Magnús Magnússon var elztur fjögurra barna Margrétar Pálsdótt- ur (1844-1912), dóttur Páls Magn- ússonar í Pálsbæ, þar sem nú er Ingólfsstræti 21. Föðurafi Páls var Páll Þórðarson í Stöðlakoti (nú við Bókhlöðustíg) en Þórður sá var út- vegsbóndi í Örfirisey og síðar kemb- ari við Innréttingar Skúla fógeta. Þessar ættir rekur Klemenz landrit- ari í Sögu Reykjavíkur (1929) og segir þar: „Er það ramm-reykvísk ætt, sem frá Þórði kembara er kom- in.“ Margrét tók að sér líkklæða- skurð. Skæri hafði hún ekki við þá iðju en hjó voðina með handhægri þar til ætlaðri öxi. Magnús Magnússon varð ungur helzta forsjá móður sinnar og systra. Tólf ára er hann í róðrum á árabátum frá Reykjavíkurvörum. Sautján ára er hann orðinn stýri- maður á skútu, skipstjóri nítján ára og eftir Halaveðrið 1925 stjómaði hann leit og björgunartilraunum. Þessar fáu staðreyndir segja mikla sögu, ekki síður um aldarfar en kjör einstaklinga. Magnús Magnússon og afi minn, Þorgrímur Sigurðsson skipstjóri, voru vinir og samstarfsmenn, og var vinfengi með fjölskyldum þeirra löngu áður en ég varð til frásagnar. Af kynnum þeim sem ég hafði af afa mínum og spurnum sem ég hef haft af þeim Magnúsi hef ég ályktað að margt hafi verið með þeim líkt, einkum það sem helzt setti mark á skaphöfn og háttalag. Báðir brutust til mennta og mannáforráða úr umkomuleysi og fátækt. Báðir hafa verið ráðríkir með afbrigðum, a.m.k. er stundir liðu fram og yrðu á nútímavísu trúlega orðaðir við karlrembu. Auðveldlega má þó leiða rök að því að blákaldur veruleikinn þar sem kostirnir voru annars vegar örbirgð og dáðleysi en hins vegar áræði og skynbragð á möguleika nýrrar aldar, ásamt gífurlegri ábyrgð er þeir stóðu frammi fyrir þegar í bemsku, hafi meiru ráðið um afdrif þeirra sm gengu þennan veg en hinna er einkum hafa stofu- speki að efniviði í heimsmynd sína. Magnús Magnússon varð mekt- arborgari í Reykjavík og var þá í daglegu tali nefndur „Mangi lipri“. Margt hefur verið um hann ritað, þar á meðal að nafngiftina hafi hann ekki síður hlotið fyrir andlegt atgervi en líkamlegt. Annálaður var hann fyrir dirfsku, atorku og fram- sýni. Rithöndin var glæsileg en þó eignaðist hann eina fyrstu ritvél hér á landi, af Remington-gerð. Er það áhald enn til og nothæft. Hann var íþróttamaður góður og var til þess tekið er hann fór á skautum á Tjöm- inni með segl til að láta byrinn skila sér um svellið, og eru þær tiltektir dæmi um hugkvæmni hans og við- leitni til að koma böndum á náttúru- öflin. Hann hefur verið skapstór og fara af því sögur. Ein er sú að hann hafi ekki kært sig um sam- neyti við framsóknarmenn og ekki látið um sig spyrjast að ganga sömu megin á götu. Hann var eindreginn málsvari einkaframtaksins og gekk stundum svo hart fram í því að þeim mæðgum, Ragnheiði og Hall- dóru, sem vom prúðar og háttvísar í bezta lagi, þótti nóg um. Hann var í röð þeirra myndarmanna er voru einskonar félagsmálastofnun og lánasjóður fyrir námsmenn á fyrri tíð. Slíkir menn litu á það sem skyldu við samfélagið að leggja sjálfir fram beinharða peninga og ekki einungis þá aðstöðu sem til féll til styrktar náunganum. Ekki hef ég orðið annars vör en að sjálf- ir hafi þeir litið á þá sem þeir styrktu þannig til náms sem jafn- ingja sína og látið hjálpsemina liggja í þagnargildi enda er vitn- eskja um þetta sótt í skriflegar heimildir frá þeim er þannig áttu þeim veraldargengið upp að unna. Úr þeim jarðvegi sem hér er leit- azt við að lýsa var Halldóra, sem síðar varð tengdamóðir mín, sprott- in. Afar hennar og ömmur fæddust á öndverðri síðustu öld og þeir yngstu af hennar eigin afkomend- um sem hún átti náið samneyti við voru á mótunarskeiði nærfellt 150 árum síðar. Hún lifði byltingartíma í þjóðarsögunni og hafði um leið sjaldgæft tækifæri til að horfa sam- tímis um öxl og fram á veg. Af slíkri konu mátti margt læra. Foreldrar hennar gengu í hjóna- band aldamótaárið. Hún fæddist að Laugavegi 23, fluttist með foreldr- um sínum að Bergstaðastræti 9 skömmu síðar og loks að Ingólfs- stræti 8 þar sem hún átti heima unz hún giftist. Húsið reisti Magnús ásamt Sigurði mági sínum sem lengi var skrifstofustjóri hjá Eim- skip og stendur það enn. Stofumar þar sem heimasætan nam kvenleg- ar dyggðir af móður sinni eru enn með upprunalegu móti og þar er nú tízkuverzlunin Skaparinn. Sama dyggðahjúið ‘ fylgdi þessari fjöl- skyldu alla tíð og segir það sína sögu um ábyrgðarkennd og ræktar- semi að húsið var ekki selt fyrr en sú gamla kona hætti að sjá um sig sjálf en hafði þá haft íbúð í húsinu í ein tuttugu ár frá láti frú Ragn- heiðar. Halldóra ólst upp í vemduðu umhverfi allsnægta og jafnvel dek- urs sem þó steig henni aldrei til höfuðs. Hún fórtil náms í hússtjórn- arskóla í Kolding á Suður-Jótlandi, lagði einnig stund á söng og hljóð- færaslátt og veitti tilsögn í píanó- leik á meðan hún var enn í foreldra- húsum. í Kaupmannahöfn dvaldist hún oft langdvölum á þessum ámm og hafði mætur á þeim stað. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Þórði Eyjólfssyni, er á þessum tíma var við framhaldsnám í Berlín og Kaupmannahöfn og varð síðar dokt- or í lögum, prófessor og hæstarétt- ardómari. Hann var frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, sonur Eyjólfs Andrés- sonar (Magnússonar alþingismanns í Syðra-Langholti Andréssonar) og Guðrúnar Brynjólfsdóttur (Stefáns- sonar á Selalæk á Rangárvöllum). Á æskuárum Halldóm Magnús- dóttur má heita að undirbúningur hennar fyrir ævihlutverkið hafi tal- izt kórónan á því sem íslenzkum heimasætum stóð þá til boða á menntabrautinni. Um val á starfs- menntun og viðfangsefnum /-eftir hneigðum og hugðarefnum var vart að ræða. Flestum konum af þessari kynslóð stóð ekki opin önnur frama- braut en sú að gera húsfreyju- og móðurhlutverkið að ævistarfi sínu. Sumar undu ekki þessu hlutskipti en ég held að Halldóra hafi ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvoit henni líkaði það betur eða verr þótt víst hefði hún alla burði til lang- skólanáms. Hún leit svo á að heimil- ið væri sá friðhelgi reitur sem lífið snerist fyrst og fremst um að efla og vernda, m.a. svo að þar gæti hver og einn aflað sér fróðleiks, yndis og skemmtunar að vild. Þetta sannaði hún sjálf með því að iðka lestur og listir, jafnframt því sem hún rækti heimilið og fjölskylduna svo til fyrirmyndar var. Hefðbundin gildi og borgaralegar dyggðir voru sá áttaviti sem farið var eftir. Ráð- deild, nýtni og sparsemi voru óskráðar reglur. Kapphlaup neyzlu- þjóðfélagsins var markleysa sem aldrei hvarflaði að þessu fólki að taka þátt í. Formfesta, snyrti- mennska og reglusemi til orðs og æðis voru einkennandi í öllu fasi þess, svo og virðingin er var jafn- sjálfsögð gagnvait lifandi verum og dauðum hlutum. Halldóra og Þórður gengu í hjónaband alþingishátíðarárið, 1930. Þá um sumarið dvöldust þau í Stíflisdal í Þingvallasveit þar sem faðir Halldóru rak myndarbú ásamt umsvifum í útgerð, og hafði gæð- inga sína. Þaðan var riðið til Þing- valla að morgni meðan hátíðin stóð og aftur heim að kveldi. Varð þetta sumai' báðum dýrmætt í endur- minningunni. Svo samtvinnaður var æviþráður þeirra upp frá þessu að hann verður ekki rakinn nema í einu lagi. Þau stofnuðu heimili að Hringbraut 24 en fluttust í sitt eig- ið hús að Sólvallagötu, þá Sellands- stíg, árið 1934 og áttu þar heimili alla tíð. Þar lézt Þórður árið 1975. Var Halldóra ein í húsinu unz heils- an brást henni en síðustu æviárin var hún á Elliheimilinu Grund og naut þar hins bezta atlætis og umönnunar. Það var dæmigert fyrir hátterni Halldóru að þegar hún flutti sig um set var nær allt með sömu ummerkj- um í húsi hennar og þegar hún flutt- ist í það. Allur húsbúnaður var vandaður í upphafi og entist með natni og góðri meðferð í meir en hálfa öld. Hún var nákvæm og verk- lega sinnuð. Er mér minnisstætt er ég þurfti í fyrsta sinn á aðstoð pípulagningarmanns að halda í bú- skapartíð minni. Þá útvegaði Hall- dóra ekki einungis manninn heldur kom og hafði umsjón með verkinu. Hjónin áttu sammerkt þau per- sónueinkenni er settu svip sinn á alla þeirra framgöngu. Þau voru hógvær, hlédræg, orðheldin, þag- mælsk og gjörsneydd sýndar- mennsku. Bæði voru þannig gerð að fara aldrei í manngreinarálit eftir stétt eða efnahag. Út á við kom þetta viðhorf m.a. fram í því hve frábitin þau voru því að láta á sér bera opinberlega. Tildur og veizluhöld sem tengdust störfum Þórðar var líklega það eina á þeim vettvangi sem þau hjón töldu eftir sér að sinna. Þau undu sér ætíð bezt innan vébanda heimilis og fjöl- skyldu. Þar var engum sýnd meiri virðing en börnum. Þórður var með afbrigðum barngóður og þolinmóð- ur. Hjá honum fór saman gott hjartalag, eðlislæg nærgætni, vizka og siðferðisþroski. Hann var mæt- asti maður sem ég hef kynnzt. Einhveijar beztu minningar mín- ar tengjast þeim árum er synir mínir voru að vaxa úr grasi, í skjóli afa síns og ömmu. Það voru helgar stundir er þeir sátu á kné afa síns sem ýmist var að lesa fyrir þá eða tala við þá, ævinlega í sama stólnum í borðstofunni á Sólvallagötu 53. Þá mátti enginn trufla. Þess gætti húsmóðirin. Halldóra og Þórður áttu saman þijú börn, Magnús, f. 1932, fram- kvæmdastjóra Upplýsingastofu Atl- antshafsbandalagsins á íslandi, Ragnheiði, f. 1934, fulltrúa hjá Útvarpinu og Guðrúnu, f. 1936, kennara í Vesturbæjarskóla. Öll eiga þau börn og barnabörn. Dóttir Magnúsar og Jónu Guð- mundsdóttur er Guðrún, f. 1956, sem gift er Jóhanni Hilmarssyni og á með honum tvær dætur. Synir Magnúsar og undirritaðrar eru Andrés blaðamaður, f. 1965, og Kjartan sagnfræðinemi, f. 1967. Maður Ragnheiðar er Magnús Hjálmarsson rekstrarstjóri hjá Út- varpinu. Saman áttu þau þrjú börn, Solveigu, f. 1958, Láru, f. 1960, og Þórð, f. 1963. Solveig og Þórður létust bæði um tvítugsaldur. Lára leggur stund á málvísindi. Maður hennar er Karl Roth Karlsson og eiga þau þrjú börn. Með Magnúsi Guðmundssyni á Ragnheiður Hall- dóru tölvunarfræðing, f. 1954, sem er gift Helga Ragnarssyni húsa- smiði og á tvo syni. Börn Guðnínar Þórðardóttur og sr. Þórarins Þórarinssonar skóla- stjóra sem nú er látinn eru Guðný prentmyndasmiður, f. 1956, gift Hirti Hjartarsyni rafeindavirkja og á hún tvö böm, Halldóra landfræð- ingur, f. 1961, gift Erlendi Péturs- syni jarðfræðingi og á með honum tvö börn og Þórður heimspekinemi, f. 1967. Með seinni eiginmanni sín- um, Einari Þorlákssyni listmálara, á Guðrún Þorlák, f. 1976. Að leiðarlokum vil ég láta í ljós þakklæti fyrir þann tíma er leiðir okkar Halldóru Magnúsdóttur lágu saman. Blessuð_ sé minning hennar. * Áslaug Ragnars. Halldóra Magnúsdóttir andaðist ( hér í Reykjavík í hárri elli sunnu- daginn fyrstan í góu. Okkar kynni tókust, er hún var komin á efri ár. Hún var glæsileg kona ásýndum, sterklunduð og kapítulaföst, kona hófs og sjálfsögunar. Hennar skoð- anir voru ekki úr búð eða öllum útbærar. Mannjöfnuður var henni eðlisiægur og útmetinn öðrum skilningi en nú tíðkast, hún leit hvorki upp né niður til neins. Verð- leikar voru þeir einir sem uxu í eig- in ranni. Ánnað var hjómið eitt. Geðslag hennar hélst vel í hendur við það sem best gagnast hveiju ævinnar skeiði. Hún var hógvær og orð voru dýr, betra var að segja minna en meira. En væri á ein- hvern hallað í hennar návist var hún óspör á englafjaðrirnar. Jöfn- . uður varð að ríkja. Mundangshófið * var hennar mið. Halldóra hefur mjög mótað sína . fjölskyldu. Við mælum eflaust á ' ýmsan máta. En öll vitum við mætavel, hver hennar mælistika var. Hún var fundvís á fegurð sér hið næsta og fór ekki yfir lækinn í þeim efnum. Margar kærar minningar um hana geymast í hugskoti. En henni hefði eflaust þótt of einkalegt að tíunda þær hér. Halldóra Magnúsdóttir er á braut. Gengin er merk kona, göf- ugrar gerðar, sem skilaði þeim vel til þroska sem henni var trúað fyr- ir. Sé hún guði falin. Einar Þorláksson. Halldóra Magnúsdóttir lézt að kvöldi 23. febrúar sl. og verður útför hennar gerð í dag frá Dóm- kirkjunni. Hún var fædd 16. ágúst 1901. Foreldrar hennar voru Magn- ús Magnússon skipstjóri og útgerð- á armaður og kona hans Ragnheiður " Guðmundsdóttir. Magnús, faðir Halldóru, var son- ur Magnúsar Jónssonar formanns frá Nesi við Seltjörn og konu hans Margrétar Pálsdóttur frá Holti í Þingholtum í Reykjavík, þar sem nú er Ingólfsstræti 21. Bærinn var einnig nefndur Pálsbær, kenndur við Pál Magnússon tómthúsmann frá Stöðlakoti, föður Margrétar, „mikils metinn meðal stéttarbræðra sinna“ eins og Jón biskup Helgason kemst að orði í riti sínu „Þeir sem settu svip á bæinn“. Hann var sæ- garpur á yngri árum, en sneri sér síðar að jarðyrkju og ræktaði mikil tún við bæ sinn. Þetta býli þótti að sögn Jóns biskups „bezt húsað allra tómthúsbýla þar um slóðir, enda myndarskapur mikill á heimilinu“. Móðir Halldóru var Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Ofanleiti, en sá bær stóð þar sem nú er Ingólfs- 4 stræti 7. Hún var dóttir Guðmundar Sigurðssonar verzlunarmanns hjá Smiths-verzlun í Hafnarstræti 18 (síðar kölluð Nýhöfn) og konu hans Ragnheiðar Árnadóttur. Guðmund- ur var að sögn Jóns biskups hús- bóndahollur mjög og lét sér einkar annt um verkafólk sem þar hafði atvinnu. Faðir Halldóru var eins og fyrr sagði Magnús M.agnússon. Hann hóf ungur sjómennsku og sigldi víða um höf, lenti þar í háska og hrakn- ingum - var um skeið talinn af. Hann lauk hinu meira skipstjóra- prófi í Kaupmannahöfn 1904 og var síðan skipstjóri og útgerðarmaður. Auk þess kqnndi hann við stýri- mannaskólann og á þriðja áratug þessarar aldar hóf hann búskap í Stíflisdal - „þjóðkunnur röskleika og athafnamaður“ segir Hulda Stefánsdóttir um hann í Minningum á sínum. Ekki þótti minnst um vert hversu mikill íþróttamaður hann var og af þeim sökum oft kallaður „Magnús (Mangi) lipri“, einnig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.