Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Jr Happó og happa- þrenna í sjálfsala Vandræði vegna mismunandi peningaseðla HAPPDRÆTTI Háskóla íslands hefur í undirbúningi að selja happó- miða í sjálfsölum innan þriggja mánaða og þá verður unnt að kaupa miða i skyndihappdrættinu, happaþrennunni, í sjálfsölum innan eins mánaðar. Ragnar Ingimarsson forstjóri happdrættisins sagði að nokk- ur vandkvæði hefðu komið upp vegna lélegrar prentunar íslenskra peningaseðla en happdrættið teidi sig hafa fundið lausn á þeim málum. „Það kom í ljós að íslensku seðl- arnir eru svo illa prentaðir að það er engu lagi líkt en við teljum okk- ur vera búna að finna í hvetju það liggur þannig að það komi ekki að sök. Ég veit að olíufélögin hafa einnig átt í vandræðum vegna þessa í sjálfsölum sínum," sagði Ragnar. Sjálfsalarnir eiga að taka bæði við seðlum og mynt. Tvær gerðir verða settar upp, stærri sjálfsalar af bandarískri gerð fyrir happó og minni af austurrískri gerð fyrir happaþrennu. Stefán Stefánsson aðalféhirðir Þrír ráð- herrará landinu SJÖ ráðherrar af tíu verða í útlöndum um miðja vikuna í tengslum við þing Norður- landaráðs í Helsinki. Eftir verða Halldór Blöndal land- búnaðar og samgönguráð- herra, sem mun jafnframt fara með öll ráðuneyti Sjálf- stæðisflokksins þar á meðal forsætisráðuneytið, Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra. Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Eiður Guðnason um- hverfísráðherra, Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra og Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra fóru á þing Norðurlandaráðs sl. laug- ardag. í dag fara Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra á þing- ið. Reglulegur ríkisstjómar- fundur fellur niður í dag af þessum sökum. En von er á einhveijum ráðherranna aftur á fímmtudag og er gert ráð fyrir ríkisstjómarfundi á föstudag. Seðlabankans sagði að annar blær væri á fyrstu prentuninni frá 1980 af eitt hundrað króna seðlum en á síðari tíma prentunum. Prentsmiðj- an Bradbury & Wilkinson prentaði fyrstu eitt hundrað, eitt þúsund og fímm þúsund króna seðlana. Prent- smiðjan De la me keypti síðan Bradbury & Wilkinson og yfirtók rekstur hennar. Ef til vill mætti rekja þennan blæbrigðamun til þess að De la rue notaði annars konar pappír. Mjög nákvæmir skynjarar í sjálfsölum virtust vera viðkvæmir fyrir þessum blæbrigðamun. Ætla mætti að þegar fyrsta prentunin rynni sitt skeið yrðu þessi vand- kvæði úr sögunni. Stefán kvaðst hafa heyrt að hið sama ætti einnig við um sjálfsala olíufélaganna. Sprengidagur í dag Morgunblaðið/Sverrir íslendingar borðuðu ókjör af ijómabollum í gær, á bolladaginn. í dag er það svo sprengidagurinn og má búast við því að flestir landsmenn borði saltkjöt og baunir í tilefni dagsins. Mikið var að gera í matvörubúðum í gær og var þessi mynd tekin í Versluninni Nóatúni við Laugaveg þegar Biynhildur Ólafs- dóttir var að afgreiða Harald Siguijónsson. Bráðabirgðasamkomulag um sameiningu Borgarspítala og Landakots: Kostnaður er áætlaður 435 milljónir króna í ár Þegar hafinn undirbúningur að flutningi bráðaþjónustunnar SAMEININGARNEFND Borgarspítala og Landakotsspítala hefur gert með sér bráðabirgðasamkomulag um sameiningu þessara stofnana. Gert er ráð fyrir að kostnaður við sameininguna í ár nemi samtals 435 milljónum króna, þar af 200 milljónum króna í almennan rekstrarkostnað og 110 milljónum króna til fram- kvæmda. Af þessari upphæð munu um 165 milljónir koma úr 500 milljón króna varasjóði heilbrigðisráðherra. Á blaðamannafundi í gær, þar andi húsnæði Borgarspitala verði sem samkomulag þetta var kynnt kom m.a. fram að áfram er unnið að samkomulagi um ýmis álitamál svo sem fjárskuldbindingar, starfsmannaréttindi og eignar- halds- og rekstrarform. Hinsvegar er gert ráð fyrir að þegar verði hafíst handa við vinnu til undir- búnings flutningi á bráðaþjónustu Landakotsspítala til Borgarspítala og jafnvel Ríkisspítalanna. Gert er ráð fyrir að í núverandi húsnæði Landakots verði boðin ýmis valþjónusta eins og t.d. bækl- unarlækningar, auk öldrunar- lækninga og hjúkrunar en í núver- megináhersla á bráða- og slysa- þjónustu auk almennrar þjónustu sem hentugra þykir að reka í því húsnæðr. Heilbrigðis- og fjármálaráð- herra munu beita sér fyrir því að veitt verði fé af fjárlögum 1992 umfram fjárlagatölur spítalanna tveggja að upphæð 435 milljónir króna. Skiptist þessi upphæð þannig að 50 milljónir fara í al- mennan rekstur á vegum þeirra, 110 milljónir fara til framkvæmda, 75 milljónir í rekstur hjúkrunar- deildar fyrir aldraða en þar verði fjölgað um 50 rúm frá því sem nú er og 200 milljónir króna fara í almennan rekstrarkostnað vegna bráðavaktaflutningsins af Landa- koti enda er stefnt að því að þeim flutningi verði lokið fyrri hluta ársins. Þorkell Helgason aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra segir að svo geti farið að hluti af bráða- þjónustunni muni flytjast til Rík- isspítalanna og fari svo muni þeir fá hlut af þessum 200 milljónum kr. Eftir er að kynna St. Jósefs- systrum þetta samkomulag en fyr- ir liggur að af sameiningu þessara tveggja spítala verður ekki nema með samþykki þeirra. Árni Sigfússon formaður stjóm- ar Sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar segir að stjómin hafí sam- þykkt þetta samkomulag og hann sé vongóður um að þetta skili til- ætluðum árangri, það er uppbygg- ingu á einu sjúkrahúsi úr þessum tveimur stofnunum. Höskuldur ÁMafsson formaður stjómar Landakots segir að stjóm- in sé mjög ánægð með þetta sam- komulag og telji að með því sé lagður grunnur að öflugra og skil- virkara sjúkrahúsi sem geti boðið fjölþreytta þjónustu. Á blaðamannafundinum kom fram að næstu skref í málinu eru m.a. ítarleg úttekt á hagkvæmni sameiningar en sameiningar- nefndin telur sig hafa undir hönd- um gögn sem sýni sparnað upp á nokkur hundmð milljónir króna á ári með sameiningu. Þá liggur fyrir að með sameiningu verður hægt að endurráða mun fleira af starfsfólki Landakots en ella. Fingralangir norskir laganem- ar hnupluðu Grágás frá Orator GRÁGÁS, tákn og merki Orators félags laganema allt frá ár- inu 1956, ásamt gestabók, fundastjórahjálmi og fundahamri félagsins, var hnupiað þegar laganemar gerðu sér glaðan dag á árshátíð Orators á Hótel íslandi 16. febrúar sl. Þar voru að verki nokkrir norskir laganemar sem hingað komu á norræna laganemaviku á vegum Orators en þeir sendu skeyti eftir að til Noregs var komið þar sem þeir tilkynntu að þeir hefðu Grágás, sem er uppstoppuð grágæs, í sinni vörslu. Algéngt er að evrópskir laganemar hnupli hlutum þegar þeir sækja laga- nemasamkomur í öðrum löndum en formaður Orators segir að með þessu hafi hins vegar verið farið út yfir öll grín- og gamanmörk. Gunnar Thoroddsen, formaður Orators, segir að Grágás hafí að venju verið stillt upp við hliðina á ræðupúltinu á árshátíðinni sem að Jaessu sinni var haldin á Hót- el Islandi. „Á öllum fundum sem Orator stendur fyrir er Grágás stillt upp og er venja að ávarpa hana með orðunum „Háæruverð- uga grágás,“ áður en ræður eru haldnar. Þetta hefur verið siður í mörg ár og sýnir hve mikillar virðingar hún nýtur meðal laga- nema,“ segir Gunnar. Hann segir að stuldur gæsar- innar sé því mun alvarlegra mál en þegar öðrum hlutum hafi ver- ið hnuplað. „Það hefur áður gerst að hlutir hafí horfíð þegar laga- nemar annarra landa hafa sótt okkur heim en þetta hvarf er hins vegar óafsakanlegt. Þó að þetta sé siður eða ósiður, eins og ég kýs að kalla hann, meðal laganema í sumum Evrópulönd- um réttlætir það ekki hvarf Grágásar," segir Gunnar. Hann segir að stjóm Orators hafí haft samband við norsku laganemana sem að hnuplinu stóðu, þeim hafí verið gerð grein fyrir að íslenskum laganemum fínnist þetta ekki fyndið og hann segist telja fullvíst að Grágás verði skilað innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum Jónas Guðmundsson, formaður Orators á árunum 1985-1986, vottar Grágás virðingu sína. Morgunblaðsins varðveita laga- nemar í nágrannalöndum okkar stolna muni í læstum hirslum þaðan sem verður að hnupla þeim aftur vilji eigendurnir end- urheimta þá. Heimildir Morgun- blaðsins herma jafnframt að til- raunir til að ná Grágás hafi áður verið gerðar en hennar hafí jafn- an verið gætt sérstaklega vel þegar erlenda gesti beri að garði. Ráðist á konu á sextugsaldri við innheimtu RÁÐIST var á konu á sextugs- aldri á Langholtsvegi í gær- kvöldi og stolið af henni tösku. Konan var við innheimtustörf fyrir tímarit þegar hún varð fyrir árásinni og var hún með talsverða fjármuni í töskunni. Seint I gærkvöldi hafði lög- reglan handtekið þrjá pilta grunaða um ránið. Konan tilkynnti lögreglunni um rán'ð á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Sagði hún að þrír unglings- piltar, á aldrinum 15-17 ára, hefðu ráðist á sig og rifið af sér tösk- una. Konan varð ekki fyrir neinum meiðslum en mun hafa brugðið mjög við árásina. Skömmu síðar handtók lögregl- an þijá pilta í húsi í Efstasundi grunaða um verknaðinn. Piltarnir voru fluttir til yfírheyrslu á lög- reglustöðina en játningar þeirra lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.