Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 1
120 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
75. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgu nblaðið/S verri r
SNURFUSAÐ í SKEIFUNNI
Alyktun Sameinuðu þjóðanna í smíðum:
Refsiaðgerðir gegn Líbýu-
stjórn boðaðar 15. apríl
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
NÚ UM helgina fara stjórnvöld í þeim ríkjum sem sæti eiga í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna yfir drög að ályktun um refsiaðgerðir gegn Líbýu. Þar er gert ráð
fyrir að 15. apríl verði bannað flug til Líbýu og vopnasala auk fleiri atriða láti
Líbýustjórn tvo hryðjuverkamenn ekki af hendi. Aformað er að afgreiða ályktun-
ina á mánudag. Þó gæti það frestast ef tíminn til að fara yfir drögin að henni
reynist of skammur.
Verðlaunin eru
nábýli við Bush
SÁ SEM á 6.000 kr. aflögu og getur
sagt frá því í 250 orðum hvers vegna
hann langar til að búa við sjóinn í
Maine í Bandaríkjunum hefur nokkra
von um að verða nágranni George
Bush forseta á sumrin. Það eru hjónin
Arthur og Shirley Leach sem bjóða upp
á þetta, en í hálft annað ár hafa þau
árangurslaust reynt að selja húsið sitt
í Kennebunkport. Vilja þau fá 344.000
dollara fyrir húsið en það er aðeins í
einnar mílu fjarlægð frá Walkers Point
þar sem Bush hefur dvalið einhvern
tíma að sumarlagi allt frá barnæsku.
Aðgangseyririnn að ritgerðasam-
keppninni er 99 dollarar en ritsmíðarn-
ar verða dæmdar eftir stíl, innihaldi,
frumleika og gamansemi. Sá böggull
fylgir skammrifi að þátttakendur verða
að vera 3.500 eða fleiri til að þau hjón-
in 'hafi upp í húsverðið og útlagðan
kostnað við samkeppnina.
Grace Jones á
köldum klaka
HELDUR illa er komið fyrir leik- og
söngkonunni Grace Jones en þrátt fyr-
ir miklar tekjur á stundum á hún ekki
eyri og hefur verið lýst gjaldþrota. Má
rekja þessa sorgarsögu til þess að á
síðasta áratug ánetjaðist hún eiturlyfj-
um og svo trúði hún manni nokkrum
fyrir miklu fé, sem átti að ganga upp
í skattaskuldir. Hann hljóp hins vegar
úr landi með peningana. Eignir í búinu
eru metnar á rúmlega 20 milljónir ÍSK
en skuldirnar eru nokkru meiri, eða
um 96 milljónir. Þar af er skattaskuld-
in 60 milljónir. Auk söngsins hefur
Grace Jones leikið í ýmsum kvikmynd-
um, meðal annars í James Bond-mynd
og með Arnold Schwarzenegger í „Con-
an villimanni“. Þótt svona sé komið ber
Grace sig ekki illa því hún segist laus
úr eiturviðjunum og staðráðin í að fara
betur með framvegis.
Jeltsín prúttar
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði
á fundi með starfsmönnum samyrkju-
bús fyrir utan Moskvu á föstudag að
sjálfur færi hann oft á þorpsmarkaðina
úti í sveit til að kaupa sér kjöt og fengi
það á 50-60 rúblur kílóið. I Moskvu
kostar það aftur á móti 100 rúblur, um
60 kr., en meðalmánaðarlaun í Moskvu
eru undir 1.500 rúblum, 900 ÍSK. Hvatti
Jeltsín starfsmennina til að prútta við
kjötkaupmennina en viðurkenndi þó að
hugsanlega gengi honum prúttið betur
vegna þess að hann væri forseti lands-
ins. Á fundinum upplýsti hann einnig
að mánaðarlaunin sín væru 5.000 rúbl-
ur, eða um 3.000 ÍSK.
Tilefni þess að öryggisráðið íhugar refs-
iaðgerðir gegn Líbýu er að Bandaríkin,
Bretland og Frakkland telja sig hafa leitt
Ijós í umfangsmestu glæparannsókn sög-
unnar að tveir líbýskir leyniþjónustumenn
hafí komið sprengju fyrir í Pan Am-þotu
sem sprakk yfir Lockerbie á Skotlandi árið
1988. Einnig vilja Frakkar fá til yfir-
heyrslu fjóra aðra Líbýumenn grunaða um
að hafa átt hlut að máli er frönsk þota
fórst yfir Níger árið 1989. Líbýustjórn
hefur ekki alfarið hafnað málaleitaninni
en neitað að framselja mennina skilyrðis-
laust. Muammar Gaddafi, foi-seti Líbýu,
bakaði sér nokkra óvild leiðtoga Araba-
bandalagsins er hann kvaddi sendimenn
þeirra til Trípolís í síðustu viku til að sækja
mennina tvo. Það loforð reyndist skilyrðum
bundið og fóru sendimennirnir bónleiðir til
búðar. Segir Líbýustjórn mennina saklausa
auk þess sem þarlendir dómstólar geti fjall-
að um málið. Hefur hún skotið málinu til
Alþjóðadómstólsins í Haag. Niðurstöðu
þaðan er ekki að vænta fyrr en eftir vikur
eða mánuði.
Svo lengi vilja ríkin þijú sem sækja
málið svo fast ekki bíða. í drögum að álykt-
un öryggisráðsins sem dreift var á föstu-
dag er miðað við að 15. apríl verði sett
bann á flug til Líbýu og vopnasölu þang-
að, stjórnarerindrekum Líbýu víða erlendis
verði vísað úr landi og þess krafist að
Líbýustjórn sýni í verki að hún hafi sagt
skilið við hryðjuverk.
Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína,
lýsti sig mótfallinn refsiaðgerðum í síðustu
viku og taldi að þær myndu einungis auka
viðsjár í þessum heimshluta. Hermt er að
Bandaríkjamenn hafi varað Kínveija við
því að viðskiptakjör þeirra í Bandaríkjunum
kynnu að versna ef þeir beittu neitunar-
valdi til að stöðva ályktunina. Talið er ólík-
legt að Kínveijar beiti neitunai-valdi en það
hafa þeir ekki gert svo áratugum skiptir.
Þeir muni frekar kreíjast orðalagsbreyt-
inga á ályktuninni og sitja svo hjá.
OSRARSSTUNDIN
RENNUR UPP
16
VEGALAUS
BÖRN 10
UTFLUTNINGUR A RAFORKU MED SÆSTRENG