Morgunblaðið - 29.03.1992, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
EFNI
Gangamunninn í Tungndal. Morgunbiaðið/úifar Ágústsson.
Garðyrkjubændur:
I athugun að hefja gúrkurækt-
un allt árið með hjálp lýsingar
Innflutningur og heildsöluuerðmætí á gúrkum 1991
verðlag 1991_____________________________________
Vestfjarða-
göngin orð-
in kílómetri
að lengd
UNNIÐ hefur verið við gerð Vest-
fjarðaganganna úr Tungudal fyrir
ofan Isafjörð í vetur, og I fyrradag
voru þau orðin eins kílómetra
löng. Að sögn Gísla H. Guðmunds-
sonar, verkfræðings hjá Vesturís,
samsteypufyrirtækinu sem hefur
verkið með höndum, verður hafist
handa við gerð ganganna úr
Botnsdal í Súgandafirði í sumar.
Samkvæmt verkáætlun á að
' Ijúka gerð Vestfjarðaganganna árið
1995. Að sögn Gísla er óljóst hve
miklar framkvæmdir verða á þessu
ári vegna niðurskurðar á fjárveit-
ingum til verksins. Hann sagði
áætlað að halda áfram inn úr
Tungudal eitthvað fram á sumarið,
og síðan gerði verkáætlun ráð fyrir
að byijað yrði við gerð ganganna-
inn úr Botnsdal, en næsta vetur
yrði síðan haldið áfram inn úr
Tungudal.
----» ♦ »--
Eignatekjuskattur:
Jafnar stöðu
fjárfesting-
arvalkosta
- segir formaður
fasteignasala
„ÞETTA jafnar stöðu fjárfest-
ingarvalkostanna,“ sagði Þór-
ólfur Halldórsson formaður Fé-
lags fasteignasala í samtali við
Morgunblaðið þegar leitað var
álits hans á tillögum nefndar um
samræmda skattlagningu eigna-
tekna og eigna.
Þórólfur sagði að jafnræði þyrfti
að vera á milli fjárfestingaval-
kosta. Ef þessi breyting jafnaði þá
stöðu væru hún mjög jákvæð.
Eignarskatturinn hefði verið óhag-
stæður þeim sem vildu festa fjár-
magn í fasteignum en hagstæður
þeim sem vildu geyma fjármagnið
í bankainnistæðum eða bréfum.
Hann sagðist ekki geta metið það
hvaða áhrif breytingin hefði, hvort
sveiflan yrði veruleg eða ekffi.
NOTKUN lýsingar í gróðurhúsa-
framleiðslu nær tvöfaldaðist á
síðasta ári að sögn Magnúsar
Ágústssonar, ylræktarráðunauts
Búnaðarfélags Islands. Hann seg-
ir að möguleikar við aukna orku-
notkun í garðyrkjunni séu miklir,
sérstaklega í blómaræktun og
gúrkuframleiðslu. Að sögn
Magnúsar er einn garðyrkju-
bóndi í Hveragerði nú á förum
til Noregs til að kynna sér gúrku-
ræktun við raflýsingu en hann
hyggst gera tilraun til að hefja
gúrkuræktun í einu gróðurhúsi
árið um kring.
Magnús sagði að þrátt fyrir
aukna lýsingu í biómarækt hefði
ekki dregið úr innflutningi blóma.
,,Nú eru komnar rósir á markaðinn
kllt árið en fólk virðist frekar vilja
kaupa góð blóm ef þau bjóðast. Um
leið og innlend vara fæst á skaplegu
verði á markaðnum eykst neyslan,"
sagði Magnús.
Magnús sagðist ekki geta spáð
fyrir um hvenær íslenskir garð-
yrkjubændur gætu annað allri eftir-
spurn innanlands en margt bendi
til að auka megi framleiðsluna. Það
hefði þá þýðingu að draga úr verð-
sveiflum og stuðla að lægra verði
til neytandans.
Samband garðyrkjubænda hefur
kynnt áætlun um að auka megi
orkunotkun í garðyrkju úr 7,9 gíga-
vattsstundum á ári í 47 gígavatts-
stundir innan fárra ára ef raforkan
fæst afhent á viðunandi verði.
Magnús benti á að gróðurhúsa-
bændur í Danmörku greiða 2,53
kr. fyrir kílóvattstundina á sama
tíma og íslenskir gróðurhúsabænd-
ur greiða að meðaltali um 3 krónur
fyrir kílóvattsstundina, þrátt fyrir
að á Islandi sé notkun lýsingar í
garðyrkju tvöfalt meiri en í Dan-
mörku.
„Ef við ætlum að verða sam-
keppnisfærir hvað orkuþáttinn
snertir þarf orkuverðið að lækka
jafnvel niður í tvær krónur fyrir
kílóvattstundina," sagði Magnús.
Aðspurður sagði Magnús að ef
lýsing í garðyrkju yrði aukin eins
og spáð hefur verið bætist fjórir
mánuðir við ræktunar- og upp-
skerutíma grænmetis á ári frá því
sem nú er og vinnuafisþörfin gæti
þ.a.l. aukist um 15-20%.
*
Oskarsverðlaunin afhent annað kvöld:
Börn náttúrunnar þykja eiga
góða mögnleika á verðlaunum
Friðriki Þór boðið að gera sjónvarpsmynd í Bandaríkjunum um samskonar efni
Frá Árna Þórarinssyni í Los Angeles.
BÖRN náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, þykir
eiga allgóða möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin sem besta
erlenda myndin við afhendinguna annað kvöld eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst i samtölum við ýmsa aðila hér í Hollywood.
„Það er alltaf erfitt að spá um þessi úrslit, en samkvæmt þeim
upplýsingum sem ég hef fengið frá töluverðum fjölda fólks úr
akademíunni, sem velur sigurvegarann, er full ástæða til að vera
bjartsýnn," sagði Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframieiðandi í
samtali við blaðið. Talsmaður kynningarfyrirtækis Barna náttúr-
unnar hér tók í sama streng: „Viðbrögðin eru mjög uppörvandi.
Við gerum okkar góðar vonir.“ Einn af meðlimum akademíunnar
sagði: „Mér sýnist mest samstaða ríkja um íslensku myndina.“ Jim
Stark, framleiðandi næstu myndar Friðriks Þórs, sagði: „Mér heyr-
ist að mynd Friðriks Þórs sé heitust."
Öllum ber þó saman um að ekk-
ert sé öruggt í þessu sambandi.
Rauða luktin frá Hong Kong hefur
einnig þótt sigurstrangleg en
möguleikar hennar hafa farið
minnkandi. Hún þykir of umdeild
fyrir akademíuna sem talin er frek-
ar íhaldssöm. Sænska myndina
Uxinn, fyrsta leikstjórnarverkefni
hins þekkta kvikmyndatökumanns
Sven Nykvist, nýtur persónu-
fylgis hans. Nykvist hefur starf-
að töluvert hér í Bandaríkjunum
og er virtur af starfssystkinum
sínum. Tékkneska myndina-
Grunnskólinn þykir góð mynd
en hefur hlotið litla kynningu
og geldur þess. Italska myndin
Mediterraneo nýtur minnstrar
hylli en hefur hins vegar hlotið
allgóða kynningu og er sýnd hér
í kvikmyndahúsum.
„Ég held að Böm náttúrunnar
njóti þess að atkvæði til hinna
myndanna dreifast töluvert,"
sagði Siguijón Sighvatsson.
Sjálfur segir Friðrik Þór: „Þótt
ég vilji ekki vanmeta Sven Ny-
kvist og styrk hans innan aka-
demíunnar og þótt ég telji kín-
verska leikstjórann að Rauðu
luktinni, Zhang Yimou, eiga
verðlaunin kannski mest skilið,
þá held ég að skæðasti keppi-
nauturinn sé tékkneska myndin.
Bæði vegna þess að Tékkar
njóta hérna mikillar samúðar
áf pólitískum ástæðum, myndin
þykir góð og ekki síst vegna
þess að mjög margir akademíu-
félagar eru af tékknesku og
ungversku bergi brotnir. Ég tel
hins vegar að við höfum staðið
okkur allvel í kynningu og sam-
kvæmt þeim samtölum sem ég
hef átt við akademíufólk,
nokkra tugi, höfðar efni Barna
náttúrunnar sterkt til þeirra,
enda er þetta flest fólk af eldri
kynslóð. Ég er frekar bjartsýnn
en spyr hins vegar að leikslok-
um á mánudagskvöld."
Þess má geta að Friðriki Þór
hefur borist tilboð um að gera sjón-
varpsmynd hér í Bandaríkjunum
byggða á sama efni og Börn
náttúrunnar en með bandarísk-
um leikurum.
í gær stóð akademían fyrir
málþingi með öllum leikstjórun-
um fimm sem tilnefndir voru
fyrir bestu erlendu myndina en
þeir eru Friðrik Þór, Jan Sverák
frá Tekkóslóvakíu, Gabriele Sal-
vatores frá Italíu, Zhang Yimou
og Sven Nykvist en umræðunum
stýrði bandaríski leikstjórinn
George Schaefer.
Sjá nánar á bls. 16-17.
Þau enda hjá okkur
►Rætt við fagfólk á barna- og
unglingageðdeildum um málefni
vegalausra barna, en sagt er að
þau séu nú á milli 20 og 30, þótt
mur. fleiri séu álíka illa stödd./ 10
Óskarsstundin
rennurupp
►í fyrsta sinn hefur íslensk
kvkmynd, Börn náttúrunnar, hlot-
ið tilnefningu til Ósarsverðlauna.
Arni Þórarinsson er okkar maður
í Los Angeles og skrifar hér um
verðlaunaafhendinguna og ræðir
við höfund myndarinnar, Friðrik
Þór Friðriksson, um þann feril, sem
nær hápunkti sínum á Óskarsverð-
launahátíðinni á morgun./16
Raunhæfur kostur
►Talsmenn áhugahóps um út-
flutning á raforku með sæstreng
telja nauðsynlegt að hefja undir-
búning nú þegar enda muni erlend-
ir aðilar fá verkið taki ísiendingar
ekki forystuna./20
Fergie féil ekki
í kramið
► Um fátt hefur verið meira rætt
í heimspressunni að undanförnu
en fyrirhugaðan hjónaskilnað
þeirra Andrew prins og Söru
Ferguson./ 22
í furðuveröld Kafka
►Tékkum er hreint aldeilis sama
hvort ferðamenn fá það sem þeir
borga fyrir og kerfið hjá þeim er
þannig að enginn ber ábyrgð. /44
íþróttir á sunnudegi
► Rætt við Friðrik Inga Rúnars-
son, þjálfara nýbakaðra bikar-
meistara Njarðvíkinga í körfu-
knattleik./46
Bheimili/
FASTEIGNIR
► l-32
Steinullarverksmiðjan
á Sauðárkróki
►Viðtal við Einar Einarsson fram-
kvæmdastjóra /16
Er leikur að lesa?
►Hvemig fyndist þér að vera
húsmóðir og geta aldrei farið eftir
uppskrift vegna þess að þú getur
ekki lesið hana rétt? Eða leigubíl-
stjóri, boðaður að Stangarstekk
16, en bíða endalaust fyrir utan
61? Það er ekki svo ýkja Iangt síð-
an farið var að að veita því at-
hygli að úrvinnsla heilans á sjón-
rænum eða heyrnrænum þáttum
erekki öllumjafn eðlileg./ 1
Súpa seyðið af ofveiði
►Dr. Leslie Harris segir frá hruni
þorskstofnsins við Nýfundnaland,
mistökum við stofnstærðarmat,
rányrkju EB og tregðu stjómmála-
manna til að fara að tillögum fiski-
fræðinga. /8
Óskarsverðlaun í
uppsiglingu
►Spáð í sigurvegara 64. Óskars-
verðlaunaafhendinganna 30. mars
1992./ 14
Þessi geggjuðu göng
►Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður skrifar um ferðir sínar í
Austurlöndum fjær./16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 21c
Dagbók 8 Fólk í fréttum 26c
Hug\>ekja 9 Myndasögur 28c
Leiðari 26 Brids 28c
Helgispjall 26 Stjðrnuspá 28c
Reykjavíkurbréf 26 Skák 28c
Útvarp/sjónvarp 48 Bíó/dans 30c
Mannlífsstr. 6c Bréftilblaðsins 32c
Kvikmyndir 20c Samsafnið 34c
INNLENDAR FI ÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRETTIR:
1-4