Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 6
6 FRETTIR/ININILENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Morgunblaðið/Róbert Schmidt Karl Garðarsson, skipstjóri á Jörundi Bjarnasyni BA 10, er búinn að veiða 60 tonn á þessari vertíð og á eftir 20 tonn. Hann kom í land með þrjú tonn á miðvikudag, sem er stærsti dagurinn hans í vetur. Góð rækjuveiði í Arnarfirði Bfjdudal. MJÖG góð rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði á þessari ver- tíð. Búið er að veiða 530 tonn Veiðibann um páska bitnar á steinbíts- veiðimönnum ísafirði. VEIÐIBANN um páska kemur mjög illa við þá sem eru á steinbít- svertíð því steinbíturinn veiðist aðeins í mars og apríl. Þá leggst útgerð krókaleyfisbáta niður mest allan apríl vegna almenns veiði- banns 1.-10. apríl og síðan 12 daga veiðibann um páska. Þetta kom fram í máli Halldórs Hermannssonar verkstjóra og Gunn- laugs Finnbogasonar skipstjóra á fundi með Þorsteini Pálssyni sjávar- útvegsráðherra og Matthíasi Bjarna- syni þingmanni Vestfjarða á fjöl- mennum fundi í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði á fimmtudag. Gunnlaugur Finnbogason benti á að þeir sem með ki'ókaieyfi væru þyrftu að hlíta árlegu veiðibanni frá 1.-10. apríl, ef við það bættust svo 12 dagar væri mikilvægur veiðimán- uður að mestu úr sögunni fyrir þá. í ræðu Þorsteins Pálssonar kom fram að tveggja áratuga skekkja í skiptingu þjóðartekna hefði leitt til þess að undirstöðuatvinnugrein eins og sjávarútvegur væri nú að mestu fjárvana og réði ekki við fjárfesting- ar í öðrum atvinnugreinum, en þjón- ustufyrirtækin væru hins vegar að efla stöðu sína með fjárfestingum í sjávarútvegi. Hann harmaði að menn skyldu ekki hafa haft kraft til þess í ríkisstjórn hans 1988 að takast á við vandamál sjávarútvegsins. Matthías Bjarnason andmælti stefnu ríkisstjórnarinnar og lét að því liggja að hún væri fjandsamleg sjávarútvegsfyrirtækjum og að ekki hefði verið gætt jafnræðis við niður- skurð eða milli þéttbýlis og stijálbýl- is. Hann sagði að þeir sem við sjávar- útveg starfa væru sakaðir um of- stjórn og að valda ekki rekstri sínum meðal annars með offjárfestingum. Hins vegar væri ekki rætt um offjár- festingu hjá þjónustugreinunum. Hann sagði að flesta afglapana í rekstri væri að finna meðal kaup- mannanna á höfuðborgarsvæðinu sem hefðu orðið gjaldþrota í miklum mæli á síðustu árum. Þá benti hann á að í húsbréfakerfinu einu lægju 14 milljarðar króna og að hundruð íbúða væru óseldar í Reykjavík. Fyr- irhyggjuleysið væri mikið í orkumál- um og hefði Blanda verið virkjuð þótt engin þörf væri fyrir orkuna. Hann sagði að árlegur rekstrarkostn- aður Blönduvirkjunar væri 800 millj- ónir króna án þess að nokkuð kæmi í staðinn. ,-Ilr - Ulfar af 600 tonna heildarkvóta. Nokkrir bátar eru að klára sinn kvóta um þessar mundir. Karl Garðarsson, skipstjóri á Jörundi Bjarnasyni BA 10, kom að landi með þijú tonn eftir daginn sl. miðvikudag og er það stærsti dagurinn hans það sem af er vertíðinni. „Eg var á svokallaðri Kúlubót sem er inn undir Hrafnseyri. Þetta voru fjögui' höl, 20 til 25 kassar í hveiju hali, eftir 50 til 60 mín- útna tog sem er mjög gott,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið. Karl rær einn á Jörundi Bjarna- syni BA og er hann búinn að veiða 60 tonn á yfirstandandi vertíð og á eftir 20 tonn. Karl segir að tölu- verð hreyfing sé á rækjunni. Veið- in hefur verið mjög góð, oft í kringum tvö tonn eftir daginn. Dálítill síldarvottur er í aflanum en lítið um loðnu og ekkert af seiðum. „Já, þetta er stærsti dagurinn hjá mér i vetur, en ég fékk 83 kassa um daginn inni á Geirþjófs- firði. En mest hef ég fengið 4,2 tonn eftir; daginn. Það var fyrir sjö árum þegar ég átti gamla Jör- und,“ sagði Karl að lokum. Hann hyggst fara á hörpuskelveiðar fljótlega eftir vertíðarlok sem verða viku eftir páska. R. Schmidt. Hótel Flugleiða: Nýtt kirkjuorgel í Hallgrímskirkju væntanlegl í júní: Orgelið mun valda straum- hvörfum í flutningi kirkju- tónlistar hér á landi - segir Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sem situr í sóknarnefnd Hallgr ímskirkj u „SMIÐI nýja orgelsins fyrir Hall- grímskirkju gengur samkvæmt áætlun og ráðgert er að það komi hingað til lands í júní. Þá á eftir að setja það upp og ef allt gengur að óskum ættu fyrstu tónarnir úr orgelinu að liljóma í árslok. í tilefni af vígslu orgels- ins hafa Listvinafélag og sóknar- nefnd Hallgrímskirkju ákveðið að efna til samkeppni meðal tón- skálda um ný orgelverk," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson full- trúi sóknarnefndar í undir- búningsnefnd samkeppninnar í samtali við Morgunblaðið. Samkeppnin er opin öllum tón- skáldum án aldurstakmarkana og verður kynnt sérstaklega í Þýzka- landi, Eystrasaltsríkjunum og á Norðurlöndunum. í reglum sam- keppninnar segir að hvert orgel- verk skuli vera 4-6 mínútur að lengd og hugsað til flutnings á tónleikum og í helgihaldi. Verkin verða að vera sérstaklega samin fyrir keppnina og er hveijum höf- undi heimilt að senda inn fleiri en eitt verk. Birgir Isleifur segir að skilafrestur í keppninni sé til 1. desember næstkomandi en stefnt sé að frumflutningi verðlaunaverk- anna á kirkjulistahátíð vorið 1993. „Þá er ætlunin að fá þekkta og viðurkennda orgelleikara víðs veg- ar að til þess að leika verkin. Einn- ig stefnum við að hljóðritun þeirra í samvinnu við Ríkisútvaipið og útgáfu í samvinnu við íslenzka tón- verkamiðstöð. í dómnefnd keppn- innar era Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Oskar Gottlieb Blarr tón- skáld og prófessor frá Dusseldorf og Trond Kverno tónskáld og organisti frá Osló. Þrenn peninga- verðlaun verða veitt fyrir beztu verkin, kr. 200.000, 100.000 og 50.000.“ Orgelið, sem er í smíðum hjá Klais-orgelsmiðjunni í Bonn, er 72 radda konsertorgel, hefur fjögur hljómborð og fótspil, mekanískar tengingar, svokallað rafstýrt radd- val og er auk þess búið öllum nú- tíma hjálparbúnaði. „Þetta orgel er mikilfenglegt tæki enda verður það langstærsta og fullkomnasta hljóðfæri á íslandi. Það mun valda straumhvörfum í flutningi kirkju- Unnið við smíði orgelsins í Klais-orgelsmiðjunni í Bonn í Þýzka- landi. stiga upp í það. Auk þess þarf að framkvæma ýmislegt í kirkjuskip- inu til að bæta hljómburð og er í því sambandi meðal annars fyrir- hugað að setja nýja bólstraða bekki í kirkjuna. Kostnaður við þessar framkvæmdir gæti numið allt að fjörutíu milljónum króna og verður það eflaust mikið átak fyrir söfnuð- inn að fjármagna þær auk sjálfra \ orgelkaupanna. Við vonurhst til þess að gjafafé ög ýmis framlög stahdi undir um það bil helmingi kostnaðarins og meðal annars hef- ur borist framlag frá Reykjavíkur- borg. Reiknað er með að Hallgríms- kirkjá sjálf leggi fram nokkurt fé til kaupanna en jafnframt hefur verið sótt um framlag frá ríkinu. Þá hefur sérstakur orgelsjóður ver- ið stofnsettur og er nú verið að safna framlögum í hann. Bein fjár- framlög eru vel þegin en einnig hefur tíðkast að einstaklingar og fyrirtæki kaupi eina pípu í orgelinu en verð þeirra er allt frá tíu þúsund krónum. Er það von okkar, sem að orgelkaupunum stöndum, að sem flestir sjái sér fært að stýrkja orgelsjóðinn og stuðla þannig að því að Hallgrímskirkja fái hljóðfæri sem sæmir henni,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Viðtal: Kjartan Magnússon Birgir ísle’fur Gunnarsson tónlistar hér á landi og gérir flutn- ing stórfenglegustu orgelverka tónlistarsögunnar mögulegan við beztu skilyrði. Fullbúið mun orgelið kosta um sjötíu milljónir auk virðis- aukaskatts sem nemur um sautján milljónum króna. í tengslum við uppsetningu orgelsins þarf að vinna ýmis verk í kirkjunni, til dæmis að smíða burðarvirki undir orgelið, glervegg umhverfis og 550 milljónum króna varið í endurbætur á þremur árum FLUGLEIÐIR hafa á síðustu þremur árum varið 550 milljónum kr. í viðhald og endurbætur á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju. Einar Sig- urðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að gagnrýni um að félagið treysti ekki innlendum húsgagnaframleiðendum sé ekki á rökum reist. Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, sagði í Morgunblaðinu á föstudag að Flug- leiðir héfðu ekkí viðhaft útboð vegna húsgagnakaupa að upphæð 10 millj- ónir kr. í síðasta hluta endurnýjunar- innar, heldur gert samning við er- lendan aðila um innréttingar í hótel- ið. Einar sagði að almennt væri það stefna félagsins að halda útboð vegna framkvæmda. Máli sínu til stuðnings nefndi Einar að félagið hefði nýlega boðið út tölvuinnkaup og eldsneytisinnkaup en það hefði ekki áður verið gert. Þá hefðu ákveðnir þættir í starfsemi félagsins í Keflavík verið teknir út, t.d. fragt- afgreiðsla, farangursumsjón, hreins- un á flugvélum og í flugstöðinni og þeir boðnir. út. Einnig hefðu land- flutningar á fragt verið boðnir út. Til stóð að halda útboð vegna flug- skýlisins í Keflavík en félaginu barst tilboð frá Kanada sem var þess eðlis að fullvíst var talið að sambærilegs tilboðs væri ekki að vænta annars staðar frá. í því tilboði voru hagstæð fjármögnunarkjör í boði vegna styrkja frá kanadískum útflutnings- sjóðum. Allir verkþættir verkefnisins væru hins vegar boðnir út og sá verkþáttur sem beint heyrði undir Flugleiðir væri boðinn út. Varðandi gagmýni Kristjáns Guð- mundssonar sagði Einar að þarna'" hefði veríð um að ræða endurnýjun 30 herbergja og ákvörðun um það hefði verið tekin án mikils fyrirvara. Heildarkostnaður við endurbæturnar væru tæpar 50 milljónir kr., þar af væru um 10 milljónir kr. vegna hús- gagna. „Þessi litli þáttur kann að skipta máli fyrir húsgagnaframleið- endur en þarna stóð sérstaklega á. Það fékkst fjárveiting fyrir þessum þætti með mjög skömmum fyrirvara og þetta þarf að gerast á skömmum tíma því herbergin þurfa að vera tilbúin til notkunar fyrir lok apríl,“ sagði Einar. Hann sagði að megin- hluti kostnaðar vegna endurbótar.na væri greiðslur til íslenskra iðnaðar- manna, eða um 20 milljónir kr. „Það er ekki verið að fjandskapast við íslenskan húsgagnaiðnað, þvert á ' móti. Við kaupum gríðarlega mikið af innlendri framleiðslu," sagði Ein- ar. Einar sagði að sér væri ekki ljóst hvaða tilvik Kristján ætti við sem hann tilgreindi í grein sinni varðandi annan samning Flugleiða við erlend- an aðila sem ekki tók þátt í útboði um endurbætur á sama hóteli, þrátt fyrir að innlendir aðilar hafi þá ver- ið með lægstu tilboðin. Sé það útboð sem viðhaft var vegna endurnýjana í hótelinu fyrir þremur árum þá sé það rangt hjá Kristjáni að innlendir aðilar hafi verið lægstir. í því tilviki hafi jafnframt hluti innréttinganna verið keyptur af innlenduni aðilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.