Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 VEGALAUS BÖRN^B svíkja hana. Um 80% ungmenna sem hingað leita koma utan skrifstofu- tíma, á kvöldin og um helgar. En endurkomur eru tíðari hjá þessum þunga hópi vímuefnaneytenda. Þau koma gjarnan af og til. Hingað koma niður í 10 ára böm, upp í 19 ára unglinga." — Hvernig náið þið best sam- bandi? „Símaþjónustan er aðgengilegust. Samt eru mörg hrædd við að hringja. Morgunblaðið/KGA Hans Henttinen fyrir framan Rauðakrosshúsið. Prófa tvisvar tii þrisvar til að kanna, hver svarar, áður en þau þora að tjá sig.“ — Aldurshópur? „Frá 5-75 ára.“ — Fyrirspumir? „Foreldrar að biðja um ráðlegging- ar. Léttvæg símtöl frá eirðarlausum krökkum, einum heima. Allt þar á milli upp í unglinga í sjálfsvígshug- leiðingum.“ Neyðaróp um nóttt — Hafið þið bjargað mannslíf- um? „Ef þú hefðir spurt mig fyrir tveimur árum, hefði ég ekki treyst mér til að svara,“ segir Hans. „Nú erum við aftur á móti með staðfest- ar upplýsingar um, að okkur hafí tekist að forða unglingum frá því að fremja sjálfsvíg. Tökum dæmi: Af hveiju hringir 18 ára stúlka til okkar kl. þijú um nótt, til annars en að hrópa á hjálp? Hún kann bara ekki að koma orðum að því. Segir aðeins að hún sé búin að taka inn of stóran skammt af lyfjum. Okkur tekst að tala viðkom- andi til og teija hana á að leita aðstoðar. Frá áramótum höfum við fengið nálægt einu símtali á dag sem teng- ist sjálfsvígshugleiðingum. í /yrra fengum við 165 slík símtöl. Ýmist frá unga fólkinu sjálfu eða aðstand- endum. Alveg ljóst að þeim fer ijölgandi. Hvað býr að baki? „Lítum á aldurshópinn 12-16 ára: Mörg þeirra eru mjög félagslega ein- angruð. Lögð í einelti í skóla. Eiga erfitt með að fóta sig sem félagsver- ur. Fá engin jákvæð viðbrögð frá umhverfinu. Mörg sæta ofbeldi, eink- um stúlkur sem margar þurfa að þola siflaspell. Við fáum símtöl frá 13-15 ára stúlkum sem voru beittar kynferðislegri misnotkun 7-8 ára, allt niður í 4 ára gamiar. Lítum á næsta hóp 16-19 ára: Rauði þráðurinn í gegnum þennan aldurshóp er mikil vímuefnaneysla, ýmist sem orsök eða afleiðing að mikilli vanh'ðan, þó vissulega fléttist aðrir þættir inn í. Síðan koma þeir fullorðnu. Þar eru fyrst og fremst sambúðar- og fjár- hagsörðugleikar sem koma til. Al- gengt að við heyrum frá fólki sem er mjög einmana og á við alvarlegt þunglyndi að stríða.“ Ógnvekjandi staðreyndir Getur þetta verið? spyr ég sjálfa mig. Og það á litla íslandi. Hryggileg ný þjóðfélagsmynd rennur yfir okkur sem sitjum í stundarþögn í gömlu, virðulega húsi við Ijarnargötu. Handan við þilið hringir síminn í sí- fellu. Þrjár línur að taka við símtölum ráðvilltra bamssála, úti í bæ eða utan af landi. „Þau hringja mest síðdegis," segir Hans, „þegar þau koma heim úr skóla, áður en foreldrar koma heim úr vinnu. Síðan rýkur síminn aftur upp kl. níu á kvöldin og hægir ekki á sér fyrr en líða tekur á nótt.“ — En aðstæður vegalausra ungl- inga? „Þeir eru margir í mikilli vímu- efnaneyslu og eiga engan fastan samastað. Margir hafa slitið sig úr tengslum við foreldra og vilja standa á eigin fótum. Það er ekki óalgengt að krakkar utan af landi sjái Reykja- vík sem draumaborg, komi hingað, ætli að vinna og sjá fyrir sér sjálf, en mistekst. Þau lenda á vergangi, em kannski tvær nætur hjá þessum vini, sofa eina nótt úti, dvelja viku hjá öðmm. Það má ekki gleyma því að marg- ir 16-19 ára unglingar sem eru í mikilli neyslu, hafna allri aðstoð. Neyslan er svo spennandi og enginn getur ráðskast með þau. Og þau vilja lifa samkvæmt þessú lífsmunstri. Þessi hópur leitar gjarnan alltof seint til okkar, þegar allt er þrotið, allar aðstæður orðnar mjög slæmar og neyslan farin að stjóma öllu þeirra lífi. Þá er mikil vanlíðan í gangi. En ég vil taka það fram,“ segir Hans, „að við höfum séð marga ein- staklinga snúa blaðinu við og ná árangri. En því er ekki að leyna, að þó nokkrir hafa ekki átt aftur- kvæmt. Minningargreinarnar bera þess sorglegt vitni.“ BETUR MA EF DUGA SKAL ARTHUR MORTENS, FORSTÖÐUMAÐUR KENNSLUDEILDAR FRÆÐSLUSKRIFSTOFU REYKJAVÍKUR eftir Oddnýju Sv. Björgvins ATHYGLI þjóðarinnar hefur verið vakin á vegalausum börnum, svo rækilega að á einum degi söfnuðust 32 millj- ónir í sjóð til byggingar meðferðarheimilis. Islendingar eru alltaf fljótir að bregðast við ákalli um neyðarhjálp. En við erum líka þekkt fyrir mikla umfjöllun um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni, en okkur hættir við að leggja þau fljótt til hliðar. Er hætta á að við gleymum vegalausu börnunum okkar, Arthur? „Við hjá samtökunum Barna- heill erum sannfærð um, að svo rækilega sé búið að opna augu almennings á þessum þjóðfélags- vanda, að umræðan um málefni barna verði aldrei söm,“ segir Arthur. „Árangurinn í þessu söfnunarátaki var störkostlegur. En betur má ef duga skal. Ég held að fáir geri sér grein fyrir hvað málið er víðfeðmt og á sér djúpar rætur í þjóðfélaginu." — Bygging' meðferðar- heimilis leysir þá ekki allan vand- ann? „Alls ekki, en það leysir úr brýn- ustu þörfunum núna. Stjóm Barnaheilla er búin að halda 2 fundi, þar sem við reynum að meta hvað hægt er að fara langt með þessa peninga. Það fer eftir því hvað ríkið er tilbúið að koma til móts við okkur. Okkur finnst eðlilegt að ríkið taki að sér rekstrarkostnað með einhveijum hætti. En rekstur meðferðar- heimilis kostar um 12-13 millj- ónir á ári.“ Lagaframkvæmd aukaatriði! — Hvert verður næsta skref? „Að kynna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ svarar Arthur hiklaust. „Það er ýmislegt í sáttmálanum sem við verðum að taka tillit til, áður en við förum að samþykkja ný barnalög og frumvarp _um vernd barna og unglinga. Islendingar voru með- flytjendur að sáttmálanum. Samt er ekki enn búið að staðfesta hann á Alþingi. Við íslendingar erum góðir að samþykkia lög, en framkvæmd þeirra virðist oft og tíðum minna mál. Þetta er veik- leiki hjá framkvæmdavaidinu og mér finnst að við skerum okkur frá öðrum Norðurlandaþjóðum hvað þetta snertir. Norðmenn og Svíar eru komn- ir á fullt með að fylgja eftir fram- kvæmd sáttmálans í sínum lönd- um. Þar sér umboðsmaðurjbarna um að málefni bama séu'í lagi og framkvæmd laga um þau sé rétt framfylgt. Mjög brýnt er hjá okkur að fá slíkan embættismann sem fyrst til starfa. Mörg úr- lausnarefni bíða. Til dæmis höf- um við ekkert sinnt börnum inn- flytjenda. Þau hafa hingað til verið nánast réttindalaus í ís- lensku samfélagi. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga þau rétt á sérkennslu í íslensku og sömu- leiðis í eigin móðurmáli." Þögnin var orðin æpandi — Hvers vegna kom þessi umræða svona skyndilega upp? Nú hlýtur fagfólk að hafa vitað nokkuð lengi um þennan vanda. „Þögnin var orðin æpandi,“ segir Arthur með áherslu, „og ört vaxandi vandi orðinn svo al- varlegur, að ekki var hægt að þegja lengur. Trúnaðarskylda fagfólks var farin að hamla allri umræðu um þessi mál. Þessi mál eru mjög vandmeðfarin og við- kvæm, en gagnrýnin umræða á faglegum nótum hlýtur alltaf að verða börnunum til góðs. Auðvitað er þetta búið að vera um áratug eða meira að hlaðast upp. Skilnaðartíðni hefur aukist. Staða fjölskyldunnar veikst. Og samfélagið hefur ekki mætt þess- ari þróun með því að byggja upp öflugra skólakerfi. íslenska skólakerfið er hið eina í Vestur- heimi sem ekki er einsetið. Skól- inn ætti að geta unnið markviss- ara að uppeldis- málum. Þar eru börnin frá 6-16 ára aldurs. En uppeldis- og um- hyggjuþáttur skól- ans hefur liðið fyr- ir náms- og minn- isþáttinn. Bókin hefur að mínu viti varpað skugga á barnið. Þau skortir andlega hlýju Börn skortir andlega hiýju sem oft er besta vega- nestið út í iífið. MÖrg fá litla sem enga hlýju og eru því ófær um að ' gefa frá sér sjáíf. „Einungis meðal manna verða börn menn,“ segir mál- tækið. Eðlileg samskipti barna og fullorðinna hafa trosnað upp í of ríkum mæli. Það er orðið afar brýnt í þessu þjóðfélagi upplausnar og skilnaða að koma á öflugri fjöl- skylduráðgjöf,“ segir Arthur. — Hvernig kemur þetta fram í skólunum? „Kennarar sem hafa áratuga reynslu í starfi sjá nú verulega breytingu. Áður fyrr lauk slags- máium í skólaportinu, þegar sest var ofan á félagann. Nú er spark- að í liggjandi skólafélaga, jafnvel framan í hann. Það er ekki eðlilegt,“ segir Arthur, „að 6 ára gutti gangi um skólalóðina, kiappi blíðlega í hnakkann á skólafélögunum og kýli þá síðan í andlitið þegar þeir snúa sér við, svo að þeir hljóta verulega áverka af. Og þegar spurt er af hveiju gerðirðu þetta? Þá er svarað: Þetta er bara leikur. Og hvar sérðu svona leik? í sjónvarpinu, er svarið. Uppeldisáhrif sjónvarps eru í vaxandi mæli að koma fram í leikjum barnanna. Vígabörnin í stórborgum erlendis hafa myndast bamahópar sem kallast „Fighter Children“. Þetta eru sið- laus og hömlulaus börn sem virða engar reglur og eru til stórvand- ræða. Ég hef varað við því áður, að íslenskar þjóðfélagsaðstæður séu að þróa upp slíka einstakl- inga. Það getur ekki verið, segir fólk, á okkar góða skeri. Og neit- ar að trúa. En við verðum að horfast í augu við að Reykjavík er komin með stórborgareinkenni. Undir- heimar Reykjavíkur eru harður heimur og ala af sér óáran. Hér eru að vaxa upp einstaklingar sem verða afbrotamenn, ef okkur tekst ekki að vinna með þessi börn og koma þeim á réttan kjöl. Að öðrum kosti lenda þau á glap- stigum í víðustu merkingu. Því miður vill ferlið oft verða þann- ig.“ — Má ekki grípa inn í áður? „Óryggisnetið hjá okkur er ekki sterkt. Það er svo auðvelt að falla á milli skips og bryggju," segir Arthur alvörugefinn. „Mál- efni barna eru nú í 4 ráðuneyt- um. Samvinna á milli ráðuneyt- Arthur á skrifstofu sinni. Morgunblaðíð/KGA anna er lítil sem engin.“ — Hvað er til ráða? „Efla fyrirbyggjandi starf inn- an skólanna. Tengja nánar þá ijölmörgu aðila sem vinna að þessum málum.“ Gangandi tímasprengjur Og síðustu hrollvekjufréttir: 11 ára drengur stingur félaga sinn með hníf. Er þetta það sem við megum eiga von á? Arthur svarar þessu óbeint: „Nokkrir nemendur 11-12 ára eru nú á götunni. Skólinn er búinn að gef- ast upp. Og félagsmálastofnun sér engin úrræði. Hvað getum við gert? spyr skólastjóri sem hringir til mín á hveijum degi. Til hans berast daglega kvartanir frá foreldrum sem þurfa að fylgja börnum sín- um í skólann og sækja þau, af ótta við þessi börn sem ganga um vopnuð hnífum og eru fljót til að beita ofbeldi. Eg veit um nokkrar slíkar gangandi tíma- sprengjur," segir Arthur. Hrollvekja í íslensku þjóðfélagi allsnægtanna. Hvernig getur þetta átt sér stað í, fámenni á friðsælli sögueyju úti í miðju Atlantshafi? Þegar búið er að vanrækja uppeldi, eða hæfilega blöndu af umhyggju og aga, síð- ustu 20-30 árin, er þá að furða þó að eitthvað fari úrskeiðis?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.