Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 14
,OTj MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 / GÖMUL KLUKKA Jón Hreggviðsson afhendir hringinn sem hann hefur hlaupið með yfir hið harða Island og blauta Holland. Þráinn Karlsson í hlut- verki Jóns. _________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Akureyrar: íslands- klukkan. Höfundur: Halldór Laxness. Leikstjórn og leikgerð: Sunna Borg. Leikmynd og búningateikning- ar: Sigurjón Jóhannesson. Búningameistari: Freygerður Magnúsdóttir. Höfundur tónlistar: Jón Hlöðver Askelsson. Ljósahönnuður: Ingvar Björns- son. Leikfélag Akureyrar er 75 ára og afmælinu er fagnað með sýn- ingu á leikgerð íslandsklukkunnar, höfundinum Halldóri Laxness til heiðurs níræðum og frumsýning- una bar upp á alþjóðadag leiklistar- innar, 27 mars. Það er með persónur skáldsagna Halldórs að þær eru allar svo dæmalaust lifandi og nákomnar þeim sem kemst í tæri við þær. Salka Valka, Bjartur og Ásta Sól- lilja í Sumarhúsum, hið auma skáld Ólafui' Ljósvíkingur, Ugla og síðast en ekki síst persónusafn Islands- klukkunnar þar sem fremst standa: Arnas Arnæus, Snæfríður íslands- sól og Jón Hreggviðsson með sinn úfna haus. Allar eru þessar persón- ur dregnar skýrum dráttum, svo skýrum að þær verða því sem næst raunverulegri en verur af holdi og blóði. Það er svo mikið sagt í þessum bókum og hvert orð felur í sér sannindi sem er aðal góðs skáldskapar; sannindi um fólk. Það er enginn hátíðleiki sem fylgir þessum sannleík, engin helgi- slepja. Leikgerðir eftir skáldsögum Halldórs hafa notið feikilegra vin- sælda í gegnum tíðina og er það án efa að þakka þessum sterku manngerðum sem þæt' prýða. Is- landsklukkan er löng bók og það er óðs manns æði að ætla að gera öllu því er þar er að finna skil í einni leiksýningu án þess að hún verði fram úr hófi löng. Það er svo sem engum vorkunn að sitja lengi í leikhúsi svo framarlega sem verið er að segja eitthvað allan tímann á sviðinu er ekki bara sýna. Sunna Borg hefur valið að semja upp nýja leikgerð byggða á þeim fyrri og skáldsögunni að sjálfsögðu. Leikgerð Sunnu er ívið styttri, eða rúmir þrír tímar í leik en ég sé ekki að áherslurnar séu svo mikið frábrugðnar fyrri verkum. í blaðaviðtölum hefur Sunna sagt að hún legði áhersluna á ástar- söguna í sinni leikgerð og vissulega er þar nægur efniviður fyrir hendi af höfundarins hálfu og tragísk örlög þeirra Snæfríðar og Arna ekki svo lítill seiður þessarar sögu. Sýning Leikfélags Akureyrar hnit- aðist þó að mínum dómi ekki um þennan þráð sögunnar heldur dreifðust kraftar hennar á flesta þá þræði sem er að finna í íslands- klukkunni. Ástand þeirra þjóðar sem byggði ísland í lok sautjándu aldar og á öndverðrí þeirri átjándu kemur ágætlega til skila. Alþýðan, sem þrátt fyrir allt lætur ekki bug- ast, kristallast best í Jóni Hregg- viðssyni. Hugsjónarmanninum Árna eru líka gerð góð skil: Hann berst við æðstu menn íslandsversl- unar sem láta sér fátt um finnast þótt íslendingar horfalli svo fremi að þeir hafi sínar friílur og sitt sultutau til að smjatta á, hann forð- ar íslandi frá því að lenda í höndum þýskra, hann eyðir ævinni í að safna fornum bókum íslenskum til þess eins að sjá þær fuðra upp í eldi. Þessir þættir allir eru höndlað- ir á prýðilegan hátt en ekki sam- band þeirra Árna og Snæfríðar; það nær ekki að lifna og spennan er engin á milli þeirra. Það er til muna meiri kraftur í sambandi Snæfríðar og jungherrans í Bræðr- atungu. Hvað veldur? Ég held að slíýringa sé fyrst og fremst að leita í leikgerðinni sjálfri fremur en leik eða leikstjórn þótt allir þessir þættir spili vissulega saman. í sýningunni eru 21 atriði sem gerast víða, mörg eru stutt og oft laustengd. Það gerir það að verkum að kraftur sýningarinnar dreifist, það er fremur um mynda- bók úr efnivið sögunnar að ræða en dramatíska frásögn með hið tragíska ástarsamband í brenni- depli. Það er greinilega meira en að segja það að ætla sér að rífa sig lausan undan skáidsögunni og skapa nýtt og sjálfstætt verk. Það er næstum óhugsandi að einhver annar en Þráinn Karlsson hefði verið valinn í hlutverk Jóns Hreggviðssonar. Þráinn hefur ein- hvern frumkraft til að bera á leik- sviðinu sem hentar persónu þessa snærisþjófs frá Akranesi afar vel. Leiktúlkun byggðist meira á sterkri návist Þráins með sinn mikla ljóns- makka en tilþrifum í leik. Elva Ósk Ólafsdóttir (Snæfríður) naut sín líka vel á sviði, tíguleg og ljós yfir- litum. Elva réð vel við tilfinninga- skala Snæfríðar og það var helst í hennar meðförum sem maður skynjaði tragíkina í sambandi Snæ- fríðar og Árna. Hallmar Sigurðsson var virðulegur Arnas Arnæus en full tempraður, einkum í atriðunum móti Snæfríði. Hallmar hefur hljónlmikla og fagra rödd en hon- um hætti til að vera tilgerðarlegur og þa'ð eru atriðin með Snæfríði sem gjalda þess, það var eins og hann ætti erfitt með að mýkja rödd- -ina í innilegustu senunum þeirra í milli og tragíkina var erfitt að finna. Felix Bergsson kom skemmtilega á óvart í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu sem hann gerði svo ósköp aumkunarverðan í vesaldómi sínum að maður gat ekki annað en haft með honum mikla samúð. Jón Stefán Kristjáns- son var aldeilis frábær sem Jón Grindvíkingur með alla sína af- káralegu kæki og að mörgu leyti náði hann einna bestum samhljómi við persónu sína. Reyndar gerði Sigurður Hallmarsson það einnig í hlutverki sínu sem Eydalín iögmað- ur, faðir Snæfríðar. Þau Sigurður og Elva náðu ákaflega góðum sam- leik í atriðum með þeim feðginum á Þingvöllum. Valgeir Skagfjörð var prýðilegur sem hinn slepjulegi dómkirkjuprestur og vonbiðill Snæ- fríðar. Mat'git' aðrir leikarar koma auðvitað við sögu, sumit' í fieiri en einu hlutverki og áttu flestir lýta- lausan leik, sem auðvitað segir lítið um frammistöðu hvers og eins en upptalningar eru sjaldan til skemmtunar. Leikmynd og búningar voru vel heppnuð. Leikmyndin byggðist að mestu á hreyfanlegum flekum sem mynduðu umgjörð um atriði hvort sem þau gerðust á Þingvöllum, í Skálholti, dýflissunni _eða Kaup- mannahöfn. Bókastofa Árna fannst mér einstaklega vel heppnuð. Því er hins vegar ekki að neita að tölu- verður tími fót' í skiptingar milli atriða og það dregur alltaf svolítið kraftinn úr sýningu. Tónlistin bjargaði þó miklu þar sem hún var alltaf spiluð í skiptingum og var líka svo ágæt, bæði falleg og drungaleg. Þessi sýning á íslandsklukkunni er að möt'gu leyti áferðarfalleg og hún er án efa mörgum mjög ásætt- anleg því hún er trú skáldsögunni að öðru leyti en því að satnband Árna og Snæfríðar skilar sér ekki sem skyldi. Ég saknaði þess þó að hún hefði eitthvað sjálf fram að færa, ný sannindi um fólk. Hið ljósa man, álfakroppurinn mjói og hinn lánlausi bókamaður ásamt þeim manni sem tengdi þau meira en allt annað. Elva Ósk Ólafsdóttir (Snæfríður), Hallmar Sigurðsson (Arnas Arnæus) og Þráinn Karlsson (Jón Hreggviðsson). ^ÍÖhÖTLLCÖNSULT SHCC COLLEGES SWITZERLAND SVISSNESKT HÓTELSTJÓRNUNARNÁM SEM LÝKUR MEÐ PRÓFSKÍRTEINI INSTITUT HOTELIER „CESAR RITZ“ (Lake Geneva) SWISS HOSPITALITYINSTITUTE, Washington Ct. USA B.ScGRAÐUPROF ALÞJÓÐLEGUR HÁSKÓLI í HÓTELSTJÓRNUN Brig, Sviss (sameiginlegt prógram með hóskólanum i Massachusetts, USA) VIÐ ÚTSKRIFT Á OFANGREINDU NÁMSKEIÐIER HÆGT AÐ HALDA AFRAM OG NA MASTERGRÁÐU. Til að fó frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við: HOTELCONSULT SHCC COLLEGES, ADMISSIONS OFFICE CH -1897 LE BOUVERET - SWITZERLAND Tel.; 41+25-81 30 51, Fax : 41+25-81 36 50 i NÚ ER RÉTTITÍMINN FYRIR ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ 6.-8. apríl byrja ný námskeið í ættfræði, sem standa yfir í sjö vikur (ein mæting í viku, alls 20 klst.). Þetta eru síðustu námskeið skólaárs- ins. Notið tækifærið og leggið grunn að fræðandi tómstundaiðju. Öll undirstöðuatriði tekin fyrir og nemendum veitt leiðsögn og þjálfun í ættarleit og úrvinnslu gagna. Einnig verður framhaldsnámskeið fyrir lengra komna, og ráðgerð eru helgarnámskeið á Norðfirði, Akureyri, ísafirði, í Borgarnesi og Keflavík. Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson. Innritun er hafin í símum 27101 og 22275.- Ættfræðiþjónustan er einn- ig með bóksöluþjónustu í öllu, sem varðar ættir og ættfræði. Ennfremur eru teknar saman ættir fyrir einstaklinga og fjölskyldur. E ■n Ættfræðiþjónustan, sími 27101. EunocAno Rithöf- undar mót- mæla dómi Á STJÓRNARFUNDI Rithöf- undasambands Islands, sem hald- inn var á skrifstofu sambandsins mánudaginn 23. mars sl., var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Hinn 5. mars sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli ákæru- valdsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni á grundvelli 108. grein- ar hegningarlaga, sem kveður á um að embættismönnum veitist víðtæk- ari æruvernd en öðrum, og gangj ríkissaksóknari erinda þeirra í slík- um málum. Vegna þessa vill stjórn Rithöf- undasambands íslands minna á að íslenskir rithöfundar hafa ítrekið mótmælt og ályktað gegn þessari lagagrein og telja hana ekki sam- rýmast lýðræðiskröfum um tjáning- ar- og ritfrelsi. Stjórnin telur tímabært að allir sem láta sig tjáningarfrelsi varða taki höndum saman um að styðja þá sem verða fyrir þeim gífurlegu fjárútlátum er sakfelling samkvæmt þessari úreltu og forneskjulegu laga- grein hefur í för með sér. (Fréttatilky n ning) Eitt atriði úr myndinni Kolstakk- ur. Regnboginn sýnir myndina „Kolstakk“ REGNBOGINN sýnir myndina „Kolstakkur". Myndinni leikstýrir Bruce Beresford, sá hinum sama og leikstýrði myndinni „Driving Miss Daisy“. Kostakkur er saga um föður La- forgue, metnaðarfullan ungan Jesú- ítaprest sem hefur þá köllun að frelsa sálir villimannanna í hinum óvinveittu óbyggðum Nýja Frakk- lands sautjándu aldarinnar. Þessi köllun verður fljótt örvæntingafull tilraun til að halda lífi. -----«-------- Wterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! Leiðrétting Rangt var farið með föðurnafn Freys Ófeigssonar sem skipaður hefur verið dómstjóri héraðsdóms Norðurlands eystra, í frétt í Morg- unblaðinu í gær. Leiðréttist 'þetta hér með um leið og beðist er velvirð- ingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.