Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 20

Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 20
20 Seei SHAM .GS HUOAQUMVÍU3 GIQAJQMUOflOM MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 UTFLUTNINGUR A RAFORKU MEÐ SÆSTRENG RAUNHÆFUR KOSTUR Nauðsynlegt að heíja undirbúning strax, segja talsmenn áhugahóps Sæstrengur getur verið 15 til 20 sm sver. Innst er kop- arleiðarinn, síðan kemur margfalt lag af sérstökum örþunnum pappir og síðan blý og aðrir málmar í nokkr- um lögum. Sólarhrings- framleiðsla í sæstrengsverk- smiðju er kringum 1 km. usala til Evrópu með þessum hætti yrði fyrst og fremst á almennan neytendamarkað en síður til stóriðju og því er talið að fá mætti sam- keppnisfært verð miðað við verð á raforku frá gasaflsstöðvum eða kjarnorkuverum, að ekki sé talað um verð á raforku frá kolaorkuver- um. Stjórnvöld þurfa að mati áhuga- hópsins að styðja undirbúningsfélag sem stofnað yrði til að skilgreina verkefnið nánar og leggja drög að stofnun víðtækara félags og kanna samninga við erlenda samstarfsað- ila. Undirbúningsfélagið yrði að hafa skýrt umboð til að hefja þessar umræður við erlenda aðila. Raunhæft? Sæstrengur milli íslands og Skot- lands, Englands, Þýskalands eða Hollands yrði langlengsti strengur í heimi og framleiðsla hans stærsta verkefni sinnar tegundar. Þess vegna eiga íslendingar að hafa úr- slitavald um það hvar strengurinn verður framleiddur miðað við ákveðnar forsendur um gæði og verð. Engin verksmiðja getur tekið þetta verkefni að sér í dag. Þess vegna þarf að byggja nýja og svipað- ar verksmiðjur hafa undanfarin ár verið byggðar út um allan heirn, oft í löndum sem hafa ekki þá tækni- þekkingu eða verkkunnáttu sem til er hérlendis. Við ætlum okkur ekki að keppa við erlenda sæstrengsfram- leiðendur heldur fá þá til samstarfs um byggingu og rekstur verksmiðj- unnar á jafnréttisgrundvelli. Þeir liafa áhuga á þessu verkefni því ef þeir geta ásamt okkur náð sérstöðu við framleiðslu og lagningu á þessum lengsta sæstreng í heimi þá er það miklu mikilvægara fyrir þá en sjálf staðsetning verksmiðjunnar. Umfang? Bygging verksmiðjunnar er talin Framleiðslutími á 1800 km löngum streng er 4 til 6 ár Atvinna fyrir 400 til 500 manns Taki Islendingar ekki forystu munu erlendir aðilar fá verkið Vinnsluvirði á Is- landi er um 200 milljarðar króna Tækifæri til út- flutnings á tækni- þekkingu og fram- leiðslu HvalQörður, Eyja- Qörður, Reyðar- Qörður, Reykja- nes, Reykjavík eftir Jóhannes Tómasson ÚTFLUTNINGUR á raforku frá íslandi til nágrannalanda er hugmynd sem af og til hefur verið til umræðu hérlendis frá því hún koin fyrst fram fyrir 40 árum. Landsvirkjun hefur frá árinu 1986 kannað þennan kost og síðustu misseri hefur hópur verkfræð- inga og annarra áhugamanna kannað tæknilegar leiðir í þessu sambandi, m.a. framleiðslu á sæstreng hérlendis. Telur þessi áhugahópur að nú sé kominn tími til að hefja undirbúning því málið muni eiga sér langan aðdraganda. Telja þeir einnig að þessi kostur sé fyllilega raunhæfur og að íslendingar eigi að taka forystu varðandi framleiðslu sæstrengs til að verkefnið lendi ekki í höndum erlendra fyrirtækja. Framleiðsla á sæstreng er um- fangsmikið verkefni, tekur nokkur ár og hver strengur kostar tugi millj- arða." Meirihluti þessa vinnsluvirðis skilar sér hérlendis verði verksmiðj- an staðsett á íslandi og er því verið að tala um árlegar tekjur sem svara til útflutningsverðmætis góðrar loðnuvertíðar. Þeir sem undanfarna mánuði hafa unnið að frumkönnun eru Pálmi R. Pálmason, Sigurður Þórðarson og Þorkell Erlingsson frá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hf., Egill Skúli Ingibergsson frá Rafteikningu hf., Edgar Guðmundsson og Óli Jó- hann Asmundsson frá Ráðgjöf og hönnun sf. auk þeirra Ragnars Árna- sonar hagfræðings og prófessors og Egils B. Hreinssonar rafmagnsverk- fræðings og dósents, en báðir starfa þeir við Háskóla íslands. Af hverju? Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að útflutningur á raforku og framleiðsla á sæstreng á íslandi í því sambandi sé arðvænlegt og þjóð- hagslega hagkvæmt verkefni, segja talsmenn áhugahópsins. Þá erum við ekki að tala um að þetta eigi að koma í staðinn fyrir álver eða ein- hvern annan kost, þarna er um að ræða nýjan kost_ í atvinnumálum. Hérna er ósköp einfaldlega úm að ræða tækifæri til að skapa okkur útflutning á tækniþekkingu og fram- leiðslu, verkefni sem er það um- fangsmikið að það krefst sérfræð- inga á sviði tækni, hagfræði, laga og hvers kyns framkvæmda. Ef Is- lendingar taka ekki forystu í þessu máli munu erlendir aðilar reyna að ná þessu verkefni því það er þegar ljóst að ílutningur á raforku með sæstreng á eftir að aukast og vega- Iengdir eru æ minni hindrun í því efnj. Áhugahópurinn telur að framund- an sé nú að fá stjórnvöld til að taka ákvörðun um að hefja undirbúning og leggja í það fjármagn. Lands- virkjun vinnur þegar að leit að kaup- anda orkunnar og kannar mögulega virkjanakosti. Rætt er um að bjóða 500 MW og jafnvel allt að 2.000 MW en í dag er landsframleiðslan um 700 MW. Yrðu virkjuð 2.000 MW væri búið að virkja helming af nýtanlegri vatnsorku á íslandi. Ork- Framleiðsla á sæstreng er vandasamt og seinlegt verk. <9 Unc irbúi lingi jr Reist verksmiðja F aml< siðsl stre i og ngs pró1 jn -rarr iéiðí útf ;la 2 utnii stre igur ngs w - ■ Í;: - 1991 1992 199J 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Ár Yfirlitið sýnir tímasetningu og kostnaðaráætlun verksmiðju sem starfrækt yrði á íslandi til að fram- leiða streng er flytti 500 MW til Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.