Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 24
I 24 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 ALÞJÓÐLEG BJÖRGUNAKSTÖEF eftir Sólveigu Þorvaldsdóttur Undanfarin ár hefur mátt lesa í fjölmiðlum um náttúruhamfarir þar sem erlendar björgunarsveitir hafa boðið fram aðstoð sína. Má þar nefna jarðskjálfta sem orðið hafa í Mexíkó (’85), San Salvador (’86), Armeníu (’88), Kalíforníu (’89), og nú síðast á Filippseyjum (’90). Deilt hefur verið um hvort sveitir þessar eigi rétt á sér eða hvort þær séu e.t.v. baggi á björgunarstarfi heimamanna. Rétt er að ýmsar illa búnar og lítið þjálfaðar sveitir hafa komið á vettvang en síðan þurft að fá svo mikla aðstoð frá heima- mönnum varðandi aðbúnað og tæki að gagnsemi sveitanna hefur verið minni en engin. Einnig hefur reynsl- an sýnt að þegar um jarðskjálfta er að ræða er flestum fómarlömb- um bjargað úr rústunum af fólki á staðnum. Hlutfallslega fáum er bjargað af sérbúnum tæknisveitum. Meginástæðan fyrir þessu er, að víðast hafa flestir grafist í rústum hlaðinna húsa og má auðveldlega ná til þeirra með því að tína múr- brotin ofan af þeim. Þeir sem lok- ast inn í rústum þungra steinsteyp- umannvirkja verða hins vegar oft að bíða sérþjálfaðs björgunarliðs. Þeir sem vilja styrkja og skipu- leggja starf alþjóðabjörgunarsveita benda einkum_ á tvennt, máli sínu til stuðnings. í fyrsta lagi er hægt að velja góðar og vel skipulagðar sveitir til starfa hveiju sinni og skipuleggja björgunarstarf erlendra sveita að einhveiju leyti fyrirfram. í öðru lagi er nauðsynlegt að líta á vandamálið í stærra samhengi. Til- vikin eru fá sem krefjast kunnáttu við að bijóta sér leið inn í hálfhrun- in hús í stöðugri hættu á eftir- skjálfta og áframhaldandi hruni hússins. Þar af leiðandi verður oft lítið um þjálfun og reynslu af slíku björgunarstarfi hjá almennum björgunarsveitum. Afleiðingarnar geta orðið eins og í Mexíkó þar sem um 150 manns létu lífið við björgun- arstörf. En með því að byggja upp sveitir sem fara nær hvert sem er í heiminum og sinna þessum störf- um aftur og aftur safnast reynsla hjá björgunarmönnum. Reynslan sem alþjóðabjörgunarsveitir afla sér með þessu móti fæst ekki á annan hátt og réttlætir það tilvist slíkra björgunarsveita. Samvinna milli alþjóðabjörgunarsveita Talið er að þeir atburðir sem fylgdu í kjölfar jarðskjálftans í Mexíkó 19. september 1985 hafí markað upphaf þeirrar samvinnu sem nú er til staðar milli alþjóða- björgunarsveita. Til Mexíkó komu björgunarsveitir frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, Guate- mala, ísrael, Italíu, Sviss, Venezu- ela og Vestur-Þýskalandi auk sveita heimamanna. Þessar sveitir voru mjög mismunandi að uppbyggingu og með mismikla reynslu. Til að mynda voru sveitirnar frá Vestur- Þýskalandi og ísrael alfarið á veg- um hersins. Franska sveitin var innan slökkviliðsins sem í Frakk- landi er mjög tengt hernúm. Breska sveitin samanstóð af slökkviliðs- mönnum sem höfðu sett saman björgunarsveit á eigin vegum. Svissneska sveitin er rekin af rík- inu, en félagar hennar eru sjálfboð- aliðar sem fengið hafa tímabundið leyfi frá vinnuveitanda til að stunda björgunar- og þróunarstörf. Banda- ríska sveitin samanstóð þá af sund- urlausum björgunarflokkum sem þekktust ekki og unnu lítið saman. Næsta alþjóðlegt útkall var í San Salvador 1986 og síðan í Armeníu í desember 1988. Viðbrögðin í heim- inum gagnvart jarðskjálftanum í Armeníu voru þau mestu sem orðið hafa til þessa. Samkvæmt skýrslu UNDRO, neyðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, kom 2 erlend björgunar- sveit til Armeníu, þar af 14 opinber- ar ríkissveitir og 7 sjálfboðaliða- sveitir. Sveitir þessar voru frá Als- ír, Austurríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Búlgaríu, Finn- landi, Frakklandi, Israel, Italíu, Japan, Noregi, Kúbu, Sviss, Sví- þjóð, Tékkóslóvakíu, Úganda og Vestur-Þýskalandi. Höfðu nú ýmsar nýjar sveitir bæst í hópinn, þar á meðal Svíar og Austurríkismenn sem voru að fara í sitt fyrsta útkall. Sem fyrr voru sveitirnar æði misjafnar. Stærstu sveitina sendu Frakkar, 497 menn með allan nauð- synlegan búnað. Minnsta opinbera sveitin var breska sveitin. Hún sam- anstóð af fjórum mönnum í jakka- fötum sem bjuggust við að fá hótel- gistingu í bæ sem var svo til hrun- inn til grunna. Það kom fljótlega í ljós að for- svarsmenn sveitanna höfðu mis- m'unandi skoðanir á því hvernig standa skyldi að björgunaraðgerð- unum. Það, ásamt skorti á yfir- stjórn aðgerðanna og reynsluleysi, dró verulega úr afköstum björgun- arsveitanna. Greinilegt var að til þess að starf sveitanna kæmi að sem mestu gagni yrðu þær að vinna saman. Sem skref í þá átt boðuðu Banda- ríkjamenn 1986 til fundar valdra aðila sem höfðu verið virkir í björg- unarstarfinu í Mexíkó. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að kynnast og ræða það sem miður fór við björgunarstörfin. ISLAND OG RAMSAR-SAMÞYKKTIN eftir Ólaf Einarsson Síðan við íslendingar fengum sjálfstæði höfum við skrifað undir fjöldann allan af alþjóðlegum sam- þykktum. Þar á meðal eru samn- ingar sem gerðir hafa verið um náttúruvernd á alþjóðlegum grunni. ísland er enn sem komið er aðili að aðeins fáum þeirra sam- þykkta. í gildi eru Qórar sam- þykktir á sviði alþjóðlegrar nátt- úruvemdar sem hafa sérstaklega mikla þýðingu. Þær eru: Ramsar-, Bernar-, Washington- og Bonn- samþykktirnar, nefndar eftir þeim borgum þar sem þær voru settar fram og samþykktar. Allar hafa þær alþjóðlegt gildi nema Bernar- samþykktin sem er aðallega tak- mörkuð við Evrópu og nærliggj- andi lönd. Náttúruverndarsátt- málarnir fjórir Fyrstan skal telja Ramsar-sátt- málann sem fjallar um vemdun votlendissvæða og þá sérstaklega um kjörlendi votlendisfugla. Bern- ar-samþykktin var gerð til vemdar villtum plöntu- og dýrategundum, ásamt kjörlendum þeirra. í Was- hington-samþykktinni er fjallað um alþjóðlega verslun á dýra- og plöntutegundum sem teljast vera í útrýmingarhættu. Bonn-sam- þykktin var gerð til verndar villt- um dýrategundum sem eru sjald- gæfar eða í útrýmingarhættu og ferðast á einhvem máta milli ríkja, s.s. fljúga, ganga eða synda. Is- land er einungis aðili að einni af þessum samþykktum sem er Ramsar-samþykktin. Ég spyr stjórnvöld hvers vegna Island er ekki aðili að hinum þremur? Þegar maður lítur til þeirrar stjórnmálalegu umræðu sem á sér stað þessa dagana, gæti hver maður haldið að umhverfismál væru í hinum rétta farvegi. Allir stjórnmálaflokkar eru með um- hverfismál á sinni stefnuskrá, en samt get ég ekki séð annað en að það sé aðeins í orði en ekki á borði. Það sjáum við m.a. í lögum og reglugerðum sem tengjast umhverfísvernd, en þær eru mjög fáar ef mið er tekið af hve mikjl- vægur málaflokkur umhverfísmál eni. í flestum tilfellum hingað til hafa þessi málefni verið látin reka á reiðanum. Vonandi verður hér einhver breyting á með tilkomu umhverfisráðuneytisins. Ramsar-samþykktin Ramsar-samþykktin var gerð í Ramsar í Iran árið 1971. Arið 1977 heimilaði Alþingi ríkisstjórn- inni að fullgilda sáttmálann fyrir Islands hönd og varð ísland full- gildur meðlimur ári seinna. AIls hafa 64 ríki gerst aðilar að Rams- ar-samþykktinni og með sam- anlagt 538 verndarsvæði á lista nú í byijun október 1991. Á Norð- urlöndunum eru alls 95 Ramsar- svæði, þar er ísland neðst á lista með einungis tvö svæði. Til sam- anburðar má geta þess að Græn- lendingar eru með 11 slík svæði sem lúta Ramsar-sáttmálanum. Þörfín á votlendisvernd hefur sjaldan verið brýnni en nú á dögum þar sem meira og meira land er tekið undir ýmiss konar fram- kvæmdir. Sorglegt dæmi er hvern- Sólveig Þorvaldsdóttir „Var niðurstaða könn- unarverkefnis LHS sú, að samvinna alþjóða- björgunarsveita væri komin á töluvert skrið og að halda bæri áfram að vinna að þátttöku Islendinga að þessu mikilvæga verkefni.“ Vorið 1989 boðuðu Bandaríkja- menn til fyrsta almenns fundar al- þjóðabjörgunarsveita. Fundurinn var haldinn í Washington DC og þangað komu fulltrúar frá 12 lönd- um auk fulltrúa frá UNDRO. Á fundinum fengu hver samtök að halda 30 mínútna kynningarerindi. Síðan var rætt um það sem miður hafði fari í Armeníu 6 mánuðum áður og nefndar hugmyndir um hvernig bæta mætti úr því. Vonast hafði verið til að sveitirnar tækju að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem yrðu liðir í skipulagningu alþjóðlegs björgunarstarfs. Fáar sveitir höfðu bolmagn til slíkra verkefna og eng- ir sjálfboðaliðar fengust. Skoðun flestra fundarmanna var sú að heppilegast væri ef UNDRO tæki að sér yfirstjórn björgunarsveita í útköllum. Aftur á móti voru fulltrú- ar UNDRO mjög tregir til þess að taka að sér slíkt verkefni og báru fyrir sig peningaleysi stofnunnar- innar og mannfæð. Engar sam- þykktir voru því gerðar á fundinum. Ári seinna, vorið 1990, boðuðu Bandaríkjamenn aftur til sams kon- ar fundar í Phoneix, Arizona. Því miður vantaði fulltrúa frá nokkrum af stóru sveitunum á þennan fram- haldsfund og ýmsir nýir aðilar mættu til leiks sem olli því að mik- ið af því sem átti sér stað í Washing- ton var endurtekið í Phoenix. Hins vegar var fundurinn að vissu leyti árangursríkari en sá fyrri og sjálf- boðaliðar fengust til að bera ábyrgð á skipuiagningu vissra þátta. Þess má geta að frá því að fundurinn var haldinn í Washington árinu áður höfðu bæði Breta og Svíar lagt fjármagn og starfsfólk til UNDRO í þeim tilgangi að styrkja starf alþjóðabjörgunarsveita. Sam- þykkt var að eftirtalin lönd myndu vinna að samræmingu á fjórum sviðum: 1) Um hlutverk viðtökulanda (Equador/Kolombía). 2) Um hlutverk hjálparlanda (Þýskaland/Frakkland). 3) Um skipulag vettvangsstjórnun- ar fyrir alþjóðabjörgunarsveitir á áfallasvæði (USA). 4) Um undirbúning samstarfs- nefndar sem ynni að eflingu al- þjóðabjörgunarsveita (Svíþjóð/ Sviss). Niðurstöður vorú síðan lagðar fram á þriðja fundi alþjóðabjörgun- arsveita sem haldinn var í boði austurrísku ríkisstjómarinnar 8.-12. apríl 1991. Þar voru fyrstu áfangar að stöðlum samþykktir. Þessi mál voru svo til frekari um- ræðu á fundi í Þýskalandi 11.-13. desember sl. Ljóst er að margar þjóðir hafa áhuga á að skipuleggja starf al- þjóðabjörgunarsveita. Þetta gildir bæði um þjóðir sem kosta til slíkra Mývatn er annað af tveimur Ramsar-svæðum á íslandi. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.