Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 25 sveita og þjóðir sem hugsanlega mundu njóta aðstoðar þeirra. Útkallsskrá UNDRO Annar afrekstur samstarfsins var opinber skráning þeirra alþjóða- björgunarsveita sem UNDRO hefur upplýsingar um og uppfylla þær kröfur sem UNDRO gerir til slíkra sveita. Þessar kröfur eru í stuttu máli eftirfarandi: 1) Kunnátta og geta til leitar- og björgunarstarfa í húsarústum. 2) Geta starfað sjálfstætt hvað varðar aðbúnað, tæki og mat í a.m.k. 14 daga. 3) Hafa innra skipulag er tryggir hraðvirka boðun og brottför úr heimalandi. 4) Hafa leitarflokk, björgunarflokk og sjúkrahjálparflokk með sérþjálf- uðu fólki. 5) Samvinnu við aðrar alþjóðabjörg- unarsveitir og virðing fyrir menn- ingu og siðum annarra þjóða. 23 sveitir frá 18 löndum eru í fyrstu opinberu skránni, en þær eru Austurríki, Bandaríkin, Bretland, Koiombía, Danmörk, Ecuador, Finnland, Frakkland,_ -Þýskaland, Honduras, Indónesía, Ítalía, Japan, Pólland, Singapore, Svíþjóð, Sviss og Tyrkland. Tekið er fram í for- mála að nauðsynlegt sé að endur- bæta skrána reglulega. Sumar þessara sveita voru ekki tilbúnar í útköll þegar skráin var gefin út. Danska sveitin á t.d. að vera tilbú- inn i janúar 1992. í þessa skrá komast allir sem segjast geta uppfyllt skilyrði UNDRO og útfylla þar til gert eyðu- biað varðandi mannskap, tæki, reynslu og fleira. Enn sem komið er eru engir aðilar sem taka sveit- irnar út. Reynslan mun skera úr um ágæti sveitanna. Störf Bandaríkjamanna Greinarhöfundur hefur dvalið síðustu tvö og hálft ár í Bandaríkj- unum og hefur m.a. starfað með alþjóðabjörgunarsveit Bandaríkja- manna. Kjarni þeirrar sveitar eru slökkviliðsmenn frá Virginíu og Flórída. Læknar, verkfræðingar, hundar og þjálfarar þeirra og aðrir sjálfboðaliðar sem hlutverki gegna innan sveitarinnar koma víðs vegar að af austurströnd Bandaríkjanna. Sveitin er utan hersins en nýtur aðstoðar hans við flutninga á milli staða þegar aðrar leiðir reynast ekki færar. Sveitin hefur farið í fjögur útköll, til Mexíkó, San Salvador, Armeníu og Filippseyja. „Jafnframt er kominn tími til að við tilnefnum fleiri svæði á Ramsar- listann. Svæði sem eru mikilvæg, t.d. fyrir vot- lendisfugla sem fara um ísland vor og haust, eða þá svæði sem eru mikilvæg á annan máta sem varpsvæði eða felli- stöðvar fugla.“ ig gengið var fram í framræsingu á Islandi síðustu áratugina, sem var meira af kappi en forsjá. Við framræsingu er fótunum kippt undan því lífríki sem þar hefur þróast í þúsundir ára. Eftir standa framræst og hálf-framræst land- svæði með skurði sem eru eins og flakandi sár á landinu. Oftar en ekki endar svo með því að þessi framræstu svæði eru lítið sem ekkert nýtt eftir uppþurrkunina. í inngangsorðum Ramsar-sam- þykktarinnar segir að aðilar samn- ingsins virði gagnkvæm og óijúf- anleg tengsl manna og umhverfis og að votlendi séu náttúruauðlind og missir þeirra óbætanlegur. Aðilar samþykktarinnar leggja áherslu á mikilvægi votlendis fyrir dýralíf og gróður. Eru sérstaklega nefndir í því sambandi votlendis- fuglar. Samningsaðilar leitast við að sporna við og stöðva eyðingu Mótun sveitarinnar er enn ekki lok- ið. Mikil þróun hefur orðið í Banda- ríkjunum í viðbrögðum við náttúnj- hamförum innanlands síðan Loma Prieta-jarðsjálftinn reið yfir Norð- ur-Kaliforníu í október 1989. Yfir- völd áttuðu sig á því að til væri þokkalega vel skipulögð björgunar- sveit til aðstoðar erlendis en hvorki þessi né aðrar björgunarsveitir inn- an Bandaríkjanna gætu aðstoðað utan heimafylkja vegna lagalegra og tryggingarlegra ákvæða. Sama gildir um fleiri alþjóðabjörgunar- sveitir. Til að mynda getur svissn- eska alþjóðabjörgunarsveitin ein- göngu starfað utan Sviss og kant- ónurnar sjá um sín eigin björgunar- mál. Þegar þessi vandkvæði urðu ljós var ákveðið innan Federal Emergency Management Agency (FEMA, alríkis neyðarstofnun Bandaríkjanna) að stofnsetja 25 „þjóðar“-sveitir víðs vegar um Bandaríkin. Þessar sveitir áttu að uppfylla kröfur FEMA, yrðu fjár- hagslega styrktar og lagalega tryggðar • og gætu farið í útköll hvert sem er innan Bandaríkjanna. Fyrsta skrefið var að skilgreina kröfur FEMA. Það var gert í riti sem var á annað ár í sjníðum og var gefið út sl. haust. I ritinu er greint frá tilgangi og uppbyggingu sveitanna, störfum, menntun og þjálfun sveitarmanna svo og nauð- synlegum búnaði. „Þjóðar“-sveitun- um er skipt í fjóra flokka: leitar- flokk, björgunarflokk, sjúkrahjálp- arflokk og tækniflokk. Til þess að skilgreina kröfurnar voru settar á laggirnar margar nefndir, þar á meðal tækninefnd sem greinarhöf- undur sat í. Flestir nefndarmanna voru tengdir alþjóðabjörgunarsveit- inni eða voru björgunarmenn frá Kaliforníu. Segja má að alþjóða- björgunarsveitin sé fyrirmynd „þjóðar“-sveitanna. Eini munurinn á alþjóða- og „þjóðar“-sveitunum er sá að öllu því sem viðvíkur þungavinnuvélum er sleppt úr þeirri fyrrnefndu. Þátttaka íslenskra bj örgunar s veita Tilgangurinn mekð hugsanlegri þátttöku íslendinga í alþjóðlegu björgunarstarfi er þríþættur: 1) Að aðstoða við björgunarstörf erlendis. 2) Að fá reynslu í björgun úr rústum og nýta hana hér heima. 3) Að kynnast erlendum sveitum sem hugsanlega gætu hjálpað hér á íslandi. Það er að sjálfsögðu alfarið í höndum yfirvalda hvort og hverjir verða fengnir til aðstoðar erlendis frá vegna náttúruhamfara hér á landi. En vafalaust kæmi það björg- unarstarfinu til góða ef samvinna er á milli íslenskra björgunarsveita og erlendra sveita áður en áfall verður. Vofið 1988 sendi Landssamband hjálparsveita skáta (LHS, nú í Landsbjörg) í fyrsta skipti fulltrúa á hina árlegu ráðstefnu hjá Nation- al Association for Search and Rescue (NASAR), systursamtaka LHS í Bandaríkjunum. Á þessari ráðstefnu komust fulltrúar LHS fyrst í kynni við alþjóðabjörgunar- sveitir. Haustið 1988 fór LHS markvisst að kynna sér stöðu al- þjóðabjörgunarsveita. Fulltrúar LHS sátu áður umrædda fundi um alþjóðlegt björgunarstarf í Banda- ríkjunum, heimsóttu höfðustöðvar UNDRO í Genf og nokkrar alþjóða- björgunarsveitir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Upp úrþessu starfi hafa myndast tengsl milli LHS (nú Landsbjargar) og erlendra björgun- arsveita. Nú er svo komið að tölu- verð þekking hefur safnast hérlend- is um stöðu alþjóðabjörgunarsveita og hefur hugsanleg stofnun ís- lenskrar alþjóðabjörgunarsveitar verið kynnt meðal annarra slíkra sveita og meðal fulltrúa UNDRO. Sambönd hér innanlands hafa styrkst og við stofnun Landsbjargar í haust var gerður sérstakur samn- ingur milli Landsbjargar og Rauða kross íslands um samvinnu um al- þjóðlegt björgunarstarf. Með þess- um samningi er verið að sameina krafta og ólíka reynsluog vonast er til að samstarfið verði árangurs- ríkt. í stuttu máli sagt var niðurstaða könnunarverkefnis LHS sú, að sam- vinna alþjóðabjörgunarsveita væri komin á töluvert skrið og að halda bæri áfram að vinna að þátttöku íslendinga að þessu mikilvæga verkefni. Höfundur er byggingnr- verkfræðingur frá HI með sérmenntun í sveiflufræði mannvirkja (vegna jarðskjálfta og vindálags) frá jobns Hopkins University í Bandaríkjunum. Hún hefur langa reynslu af björgunarstörfum og.er nú ráðgjafi Landsbjargar um alþjóðlegt björgunarstarf. og röskun votlendis. Samþykktin tekur tillit til þess að votlendisfugl- ar ferðast oft yfir landamæri ríkja og teljast því til alþjóðlegra nátt- úruverðmæta. Aðilar samningsins eru þess fullvissir að verndun vot- lendis, gróðurs og dýralífs verði aðeins tryggð með samvinnu og framsýni þjóða. Ramsar-sam- þykktin skiptist í tólf greinar, þar sem ákvæði hennai' eru nákvæm- lega útlistuð. Þeim sem hafa áhuga að kynna sér nánar efni samþykktarinnar er bent á að hægt er að nálgast eintak hjá Náttúruverndarráði, einnig hefut' samþykktin verið birt í riti Land- verndar, Votlendi. Í Ramsar-sam- þykktinni er votlendi skilgreint á þann hátt að til þess teljast „hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúruleg og tilbúin, varan- leg og óvaranleg, með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu, og þar á meðal sjór allt að sex metra dýpi um fjöru“. Tvö svæði á íslandi eru á skrá sem Ramsar-verndarsvæði, þ.e. Mý- vatn og Þjórsárver sem alls þekja þau um 57.000 hektara. Bæði svæðin hafa átt undir högg að sækja, Þjórsárver vegna virkjunar- framkvæmda og Mývatn vegna iðnaðar og annars ágangs manna. Hætta er á að þessum svæðum verði alvarlega spillt. Hér er sér- staklega átt við Mývatn og og kísilgúrnám úr vatninu. Stöðva ber þar núverandi atburðarás og vernda svæðið í raun og veru og standa við þær skuldbinöingar sem við erum aðilar að, áður en það verður um seinan. Vistkerfi þess- ara tilnefndu svæða verður að vernda, ekki einungis í orði heldur í raun, slíkt var samþykkt af Al- þingi. Jafnframt er kominn tími til að við tilnefnum fleiri svæði á Ramsar-listann. Svæði sem eru mikilvæg, t.d. fyrir votlendisfugla sem fara um ísland vor og haust, eða þá svæði sem eru mikilvæg á annan máta sem varpsvæði eða fellistöðvar fugla. Hér má til dæm- is nefna Eyjabakka en þar er um að ræða einstakt votlendi hátt yfir sjávarmáli. Um 10.000 heiðagæsir hafa fellt þar flugfjaðrir sínar hvert sumar nú síðustu ár. Eyja- bakkar hafa þar með alþjóðlegt verndargildi, því að meira en 1% af deildarstofni tegundar byggir afkomu sína á einhvern hátt á til- vist svæðisins. Augljóst er að Eyjabakkar munu fara í kaf og glatast ef af fyrirhugaðri Fljóts- dalsvirkjun verður. Höfum við þann rétt að ger- breyta og eyðileggja náttúru landsins á þennan rnáta, með framræsingu, uppfyllingum, uppi- stöðulónum, stóriðju og námagr- eftri. Við erum hluti af náttúr- unni, okkar þáttur ætti að vera að lifa í sátt við hana og vera sem eining í þessu flókna „spili“ sem náttúran er, ekki vinna gegn henni. Höfundur er líffræðingur og stundar framhaldsnám í dýrafræði við Háskólann íBristol. TILBOÐ ÓSKAST í Nissan King Cab P/U SE 4x4, árg. '88 (ekinn 26. þús. mílur), Dodge Raider 4x4 2,6, árg. '87, Dodge Shadow, árg. '87 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 31. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Afmælishátíð Kolaportsins laugandaginn fynip páska - IS.apníl Þennan dag verður GLAMPANDISÓL og skemmtileg stemning í miðbænum þegar við höldum upp á afmælið íkarnivalstíl, mætum í skrautlegum búningum og allan daginn. Við erum að leita að þérl Við viljum komast í samband við einstaklinga og hópa sem vilja taka virkan þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Lumar þú á einhverju sem þú vilt koma á framfæri? Spilar þú á hljóðfæri, ertu söngvari, dansari, leikari, töframaður? Við viljum hafa uppákomur allan daginn og fá þig í lið með okkur. Hafðu samband við okkur sem fyrst ísíma 687063. KOLAPORTIÐ MtfRKa-Ð^íO&f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.