Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 29

Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 29 vel máli farin. Hún kunni ógrynnin öll af sögum og vísum, hafði mikla frásagnargáfu og það var unun að hlusta á hana segja sögur. Hún hafði lesið verk Halldórs Laxness svo oft að hún kunni heilu kaflana nánast utan að. Hún kunni líka mikið af ljóðum og fátt kom henni til að hlæja hærra og hjartanlegar en vel gerð gamanvísa. Guðrún hafði mikla kímnigáfu og var alla jafna glaðlynd. Samt var það hinn þunglyndislegi Einar Benediktsson sem var hennar skáld. Guðrún frænka okkar var tilfinn- ingarík og hafði næmt auga fyrir fegurð, fegurð í myndum, fegurð í texta og hugsun. Þess vegna átti hún bágt með að þola það sem henni fannst ljótt í fari manna, eink- um yfirborðsmennsku og hroka. Hún var sjálfstæð í skoðunum, hafði sterka réttlætiskennd og gerði upp á milli manna og málefna á sinn hátt. Kannski stafaði dálæti hennar á Einari Benediktssyni af trú beggja á möguleika mannsins á að gera meira úr lífi sínu en það að standa af sér hretin og lifa af. Guðrún fór stundum með Einræður Starkaðar þar sem segir: Það smáa er stórt í harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, - og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrekinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna nki. Ef til vill hefur Guðrún viljað að líf hennar hefði orðið öðruvísi, en við sem eftir lifum og syrgjum hana hefðum ekki viljað hafa hana öðru- vísi en hún var. Við þökkum fyrir allt nú þegar við kveðjum hana í hinsta sinn. Jón Atli Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson og Dagný Kristjánsdóttir. Mig langar að minnast nákom- innar frænku með örfáum orðum. Guðrún Jónsdóttir, eða Gunna Jóns, eins og hún var kölluð, hefur verið samofin fjölskyldu minni alveg frá því ég man eftir mér fyrst. Hún kom oft í heimsókn til foreldra minna þegar ég var barn og til að aðgreina hana frá öðrum „Gunn- um“ kallaði ég hana „stóru Gunnu góðu“. Það lýsti henni vel, því alltaf mundi hún eftir börnunum og hændi þau að sér, bæði með gjöfum og skemmtilegum frásögnum. Gunnu var einkar lagið að segja þannig frá að maður fylgdist spenntur með og oftar en ekki fékk hún mann til að hlæja. Síðar, þegar foreldrar mínir og Gunna komust í nábýli, styrktist samband þeirra við Gunnu og höfðu mamma og hún nær daglegt sam- band og einnig fóru þær oft saman í ferðalög á sumrin. Þær voru báð- ar glaðlyndar og höfðu gaman af kveðskap og eftirhermum. Þegar Gunna var í heimsókn glumdi hlát- urinn um allt. IMÁM S AÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorpróf in Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30 virka daga. Nemendaþjónustan sf. PnjUlllLíJJJÖ ög lettQT þráðl D1nú xrá Cl U'J Pana Pocket kx - 9000 ■ Tónval ■ 900 MHz, 40 rásir ■ 10 skammvalsminni (20 tölustafir) ■ Langdrægni 400 m. utanhúss ■ Langdrægni 200 m. innanhúss ■ Handtæki vegur 390 gr. ■ Móðurstöð vegur 500 gr. ■ Samþykktur af Fj arskiptaeftirlitinu Verð kr. 32. 903 stgr. HEKLA LAUGAVEGI174 S 695500/695550 <0 £ 0. Eftir að ég sjálf stofnaði bú hélst sambandið við Gunnu áfram og svo hefur einnig verið hjá systkinum mínum. Þannig hafa synir mínir líka eignast sína „stóru Gunnu góðu“ sem þeir hafa alltaf metið mikils. Þó að Gunna hafi sjálf ekki eignast börn þá átti hún mörg börnin að vinum. Ekki kom fjölskyldan svo saman að Gunna væri ekki sjálfboð- in þar sem ein af okkar allra nán- ustu. Þar var hún hrókur alls fagn- aðar og gustaði af henni þegar hún sagði frá. Hverri sögu fylgdi leiftr- andi hlátur, en þær voru stuttar og hnitmiðaðar. Þá var Gunna í essinu sínu. Ósjaldan var Gunna á Miklubraut hjá mömmu þegar mig bar að garði. Eitt sinn er við hittumst þar og ég var á leiðinni til að kaupa slátur, slóst hún í för með mér og hjálpaði mér við sláturgerðina. Síðan eru liðin mörg ár og alltaf á .hverju hausti hefur Gunna komið í slátrið til mín. Ekki aðeins hjálpaði hún til, heldur hélt hún mér uppi á skemmtilegum frásögnum og fræddi mig um margt frá fyrri tíð. Hún kunni feiknin öll af sögum og gamanmálum í bundnu og óbundnu máli. Þannig var sláturgerðin þrátt fyrir allt puðið orðið tilhlökkunar- efni hjá okkur báðum. Fyrir hönd Munda frænda og okkar allra þökkum við Gunnu sam- fylgdina og erum þess fullviss að hún hefur það gott á nýjum stað. Kristín Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Hásteinsvegi 7, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Rögnvaldur Gíslason, Sigríður Andersen, Svanhildur Gísladóttir, Róbert Sigurmundsson, Hansina Gísladóttir, Ólafur Egilsson, Sigríður Gisladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar AAGE NIELSEN, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum, sjúkrahúspresti og starfsfólki gjör- gæsludeildar Landakotsspítala. Stella Magnúsdóttir, Ólafur P. Nielsen, Martha E. Nielsen, Agnar Þ. Nielsen, Díana M. Nielsen, Þórjón P. Pétursson og barnabörn. íbúðahótelið OASIS SAHARA, Magalluf MALL0RKA-PA3MFHRD ■ BR0TTF0R 15. APRIL -12 DAGAR. VERÐ FRA KR. 32.80 Gististaðir Verð á einstakling Páskaferð 12 dagar 15.apríl 4 vikur 27.apríl Magaluf 0ASIS SAHARA íbúðir m. 4 j jhnð 1 svetnherbergi « \ 2 í íbúð 35.800 37.800 41.900 43.700 47.800 55.700 Santa Ponsa P0RT0F1N0 ibúðir m. A 1 svefnherbergi ^ • IDUO 3 í íbúð 2 í íbúð 32.800 34.700 39.700 37.700 39.800 44.900 Beint flug til Mallorka miðvikudag fyrir skírdag og komið heim sunnudagskvöldið 26. apríl AÐEINS 4 VINNUDAGAR V0RFERÐ Á GJAFVERÐI Brottför 27. apríl 4 vikur frá kr 37.700 Ótrúlegt verð fyrir 4 vikur í sólinni Kostar minna en 3ja vikna ferð Frábær íbúðahótel á eftirsóttum stöðum Magalluf og Santa Ponsa. íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Barnaafsláttur í þrjár vikur: 2-15 ára kr. 13.000. • Barnaafsláttur í tvær vikur: 2-15 ára kr. 10.000. • Börn yngri en 2ja ára greiða kr. 6.000. 16 ára og eldri greiða fullt gjald. • Innifalið i verði: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli á Mallorka og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: fslenskur og spánskur flugvallarskattur, innritunargjald í Keflavík og forfallagjald (samtals kr. 3.450). ÓDÝRA leiguflugið okkar, frá 1. maí: KAOPMANNAHÖFN - L0ND0N - AM8TERDAM - GLA8G0W ötanlandsferðir á innanlandsfargjöldum ALGJÖRT MET! ÖM 3000 BÓKANIR Á STÖTTÖM TÍMA i 1 «lsssss l§ P Hssssií II il 1 5GLHRFLUO VESTURGATA 17, SÍMI 620066 (5 línur)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.