Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.03.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Minning: Helga K. Möller Það ríkti mikil eftirvænting og spenna í 7 ára bekknum okkar haustið 1968. Vorið á undan höfðu ýmsir kennarar kennt okkur, en nú vorum við að bíða eftir nýja kennar- anum okkar. Við gleymum því lík- lega aldrei þegar Helga Kristín Möll- er gekk í stofuna, svo stórglæsileg, brosandi og falleg í rauðum kjól. Smekkvísi og glæsileiki var alltaf eitt af aðalsmerkjum hennar. Helga var þá nýútskrifuð úr KÍ og var að hefja störf sem kennari. Hjá okkur var alvara lífsins að byija, skólagangan. Og við eigum svo góð- ar minningar úr bamaskólatíð okkar úr Digranesskólanum. Helga vann strax hugi okkar allra. Hún hafði ekkert fyrir því. Það ríkti agi í kennslustundum, agi sem síðar leiddi til sjálfstjómar og sjálfsörygg- is. Þegar bjallan hringdi „inn“ þust- um við í röð, þegar röðin var bein og kyrr var okkur hleypt inn og við hneigðum okkur fyrir kennaranum. Hún kenndi okkur að bera virðingu fyrir öðrum, þeim sem eldri eru, fyrir lífinu sjálfu. Aður en við sett- umst niður í fyrstu kennslustund að morgni fómm við saman með bæn. 'Þannig ræktaði Helga alla þessa góðu þætti í okkur öllum og okkur leið öllum svo vei í skólanum. Það var alltaf gaman og það gekk öllum svo vel og okkur minnir að það hafi alltaf skinið sól í þá daga. Skólaárin frá því í 7 ára bekk og upp í 12 ára bekk eru þau sem skína skærast. Minningarnar hrannast upp svo ótrúlega skýrar. T.d. tímarnir í hóp- vinnu í landafræði þegar Norður- löndin voru teiknuð upp á stór vegg- spjöld, lituð, borgir, ár og vötn merkt inná, myndir klipptar út úr ferðabæklingum og límdar upp, en Finnland var óvart nefnt Svíþjóð. Þá var bara búið til nýtt Finnland. Foreldrakynningamar, öll fyrir- höfnin, krafturinn og tíminn sem fór í að æfa leikrit, söngva og alls kyns sýningar sem foreldrum var svo boð- ið á til að þeir gætu fylgst með og tekið þátt í starfi okkar í skólanum, öll gleðin sem var uppskorin. Köku- kvöldin og „dansiböllin" svo eitthvað sé talið. Nestistímarnir og hvíldar- stundirnar eru líka minnisstæðar. Þá komu allir með nesti að heiman og Helga las skemmtilegar fram- haldssögur á meðan við borðuðum nestið. Svo lögðumst við fram á borðin og „hvíldum“ þá hefði mátt heyra saumnál detta. Helga talaði skýrt og fallegt mál. Við vorum fæst vön norðlensku og fannst hún oft fyndin. En hún var stolt af að vera Siglfírðingur og sagði: „Svona tölum við heima á Sigló." Á þeim óróleikatímum sem nú virðast ríkja í grunnskólunum, þegar bæði kennarar og nemendur eru pirraðir og óánægðir hveijir með aðra oft á tíðum, hugsum við með okkur að nú hefði vantað fleiri „Helgur“. Það eru 18 ár síðan við kvöddum Helgu okkar með trega. Hún var okkar aðal kennari í 6 vetur. Svo tók við gagnfræðaskólinn. En það var auðvelt að fylgjast með henni úr fjarlægð, þar sem fór stórkostleg- ur kennari, félagsmálaforkur, -bar- áttukona og stjórnmálamaður. Við höfum álltaf yerið jafnundr- andi þegar einhvert okkar hefur hitt Helgu, þá vissí hún alltaf af okkur, hveiju og einu, miklu meira en við hvert af öðru. Slík var tryggð henn- ar við okkur. Nokkur okkar bekkjarsystkin- anna eigum enn og sum aftur heima í grennd við okkar gamla góða skóla og höfum stundum talað um það hve •gaman það yrði að börnin okkar myndu nú kynnast Helgu þegar þau færu í skólann, þar sem hún hefur starfað meira og minna alla tíð og nú síðast sem bókasafnskennari. En það verður ekki því nú hefur Helga, þessi perla, verið köliuð úr jarðvist- inni eftir mikil og erfið veikindi sem hún bar með svo ótrúlegum styrk • og reisn. Þau fá ekki að kynnast henni sjálfri en hún skildi svo mikið eftir sig í hugum okkar og hjöitum, svo margt sem við erum alltaf að læra betur og betur að meta, sem aldrei verður frá okkur tekið, vega- nesti sem við getum svo ljúflega miðlað okkar börnum. Á alltof stuttri ævi hefur þessi mikla kona og manneskja skilað svo ríflegu ævistarfi og góðu. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir allt sem Helga gerði fyrir okkur og minning hennar lifir áfram með okkur. Eiginmanni hennar, dætrunum og öðrum ástvinum vottum við einlæga hluttekrjingu. Hafi elsku Helga hjartans þökk fyrir allt og allt. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) F.h. nemenda 20. deildar Digra- nesskólans vorið 1974, Jóhanna H. Oddsdóttir, Guðrún Ó. Jónsdóttir, Unnur Ólafsdóttir. Frómi fulltrúi, fárra líki að dupaði, dáð og tryggðum; öll þín önn var ein og sama; þíns húsbónda heill að vinna. (Matth. Jochumsson.) Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar minnst er Helgu Kristínar Möller. Hún bar þá persónu sem allir sem kynntust báru traust til, sökum þess hversu vönduð og gegnumtraust manneskja hún var. Helga var fædd á Siglufirði 30. október 1942, dóttir hjónanna Helenu Sigtryggsdóttur og Jóhanns G. Möller. Helga var mikill Siglfirðingur og henni þótti vænt um bæinn sinn. Það var hennar venja að kalla þá sem giftust Siglfirðingum tengdasyni og dætur Siglufjarðar. Það að tengjast Siglfirði, heimabænum, var merki- legt og sérstakt. Þar ólst hún upp í nánum tengslum við hina vinnandi alþýðu og baráttu hennar fyrir betra þjóðfélagi og þátt jafnaðarstefnunn- ar í henni. Þannig var jafnaðarstefn- an runnin henni í merg og bein og hún lagði henni alla tíð krafta sína. Heimili foreldra hennar á Siglufirði var um langa hríð höfuðvígi Alþýðu- flokksins á Siglufirði enda var Jó- hann faðir hennar bæjarfulltrúi hans um árabil og Kristján, bróðir henn- ar, stýrir nú liði siglfirskra krata sem forseti bæjarstjómar. Hann tengdist snemma fjölskyldu okkar sterkum tryggðarböndum sem ekki rakna og ræktuð eru. Helga var að okkar mati sannur jafnaðarmaður. Við sem höfum unnið með henni jafnt á sviði skólamála og á vettvangi Alþýðu- flokksins kynntumst því gjörla hve mikil baráttukona hún var. Húh hafði ríka réttlætiskennd og vann ötullega að því að forystumenn flokksins brygðust ekki skyldum sín- um og lét í sér heyra ef hún taldi þá víkja af þeirri braut. Á hana var hlustað því hún ávann sér virðingu allra í málflutningi sínum og störfum sínum fyrir flokkinn. Hún gaf sig alla í það sem hún var að gera hveiju sinni og maður undraðist oft þá orku og það úthald sem hún bjó yfir og entist henni allt til hins síðasta. Helga valdi sér snemma kennslu að ævistarfi og vettvangur hennar í rúma tvo áratugi var Digranes- skóli í Kópavogi. Helga var farsæll og dugandi kennari. Hún batt mikla tryggð við nemendur sína og fylgd- ist grannt með árangri þeirra, bæði í skólanum og einnig eftir að þeir voru frá henni farnir. Þeirra sigrar voru hennar sigrar og hennar gleði. Henni tókst með fölskvalausum metnaði sínum að fá nemendur sína til að leggja sig fram og ná árangri. Sem samkennari var hún hrein- skiptin og úrræðagóð og lét ekki sitt eftir liggja ef eitthvað skyldi framkvæma. Ómetanleg og styrk stoð í því vandasama starfi. Helga sótti framhaldsnám í bóka- safnsfræðum til Danmerkur og byggði upp skólasafn Digranesskóla og stýrði. Safnið naut skipulagshæf- ileika hennar og dugnaðar og ber henni fagurt vitni. Nú er þar skarð fyrir skildi, skarð sem verður vand- fyllt. Dóttir okkar, Margrét, sem nú er við nám í Frakklandi og Lóa, dóttir hennar, voru samstúdentar frá MR og biður hún fyrir innilegar samúð- arkveðjur til Lóu. Við hjónin þökkum Helgu sam- fylgdina og flytjum Karli, Lóu, Hönnu Lillý og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan félaga og samstarfsmann. Sólveig Helga Jónasdóttir og Einar Long Siguroddsson. Delta Kappa Gamma eru alþjóð- leg samtök kvenna í fræðslustörf- um. Þegar þriðja deild þessara sam- taka var stofnuð hér á landi árið 1977 og leitað eftir verðugum félög- um, var Helga Kristín Möller ein- róma valin í hópinn. Hún hafði þá getið sér orð sem framúrskarandi skólamanneskja með mikinn félags- legan áhuga. Helga naut óskoraðs trausts allra og var strax kosin í fyrstu stjórn deildarinnar. Þann alltof stutta tíma sem henni gafst til að starfa með deildinni nutum við áhuga hennar og ósérhlífni. Það kom glöggt fram í afstöðu hennar og verkum hversu mjög hún bar hag skólaæskunnar fyrir bijósti. Undirrituð kom fyrir tilstuðlan Helgu inn í samtökin 1985. Ég hafði áður orðið þeirrar gæfu að- njótandi að kenna með Helgu frá upphafi kennsluferils hennar við Digranesskóla fram til ársins 1976 og svo aftur 1982-83. Samstarfið við Helgu var mér alla tíð mjög gjöfult. Hún var frábær kennari sem undirbjó sig af alúð, gerði mikl- ar kröfur til nemenda og fylgdi þeim vel eftir. Hún var snillingur í að leiða nemendur inn í heim bók- mennta. Hún var skemmtileg og hugmyndarík í samstarfi og frum- býlisárin í Digranesi geymast í huga mér sem dýrmæt perla. Helga var hugsjónamanneskja sem þekkti hvorki að hika né hopa og kom það glöggt fram hin síð- ustu erfiðu ár í lífi hennar. Á hug- ann leita eftirfarandi ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar í kvæð- inu Greniskógurinn: Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. Við félagar í Gamma-deild þökk- um Helgu ánægjulegt samstarf og vottum eiginmanni hennar og dætr- um innilega samúð og biðjum Guð ‘áð styrkja þau. F.h. Gamma-deildar, Stella Guðmundsdóttir. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Vorið nálgast og bjartari dagar framundan. Fyrir okkur, starfsfólk fræðsluskrifstofunnar þýðir það að tími er kominn til að skipuleggja þjónustu við skólana í umdæminu fyrir ijæsta skólaár og meta hvernig til hefur tekist á liðnum vetri. Næsta skólaár verður ekki eins og árið í ár. Næsta skólaár er aldrei eins og árið á undan. Allt er breyt- ingum undirorpið. Á næsta skólaári njóta skólarnir ekki krafta Helgu Kristínar Möller, kennsluráðgjafa, með sama hætti og áður. Við, starfsfólk fræðsluskrifstof- unnar, sjáum nú á bak mikilhæfum skólamanni, góðum samstarfsmanni og vini. Helga bjó yfir mikili reynslu úr löngu starfi sem kennari og bæjar- fulltrúi, reynslu sem kom að góðum notum þegar hún kom til starfa á fræðsluskrifstofunni sem kennslu- ráðgjafí. Þær eru ófáar hugmyndirn- ar sem Helga var upphafsmaður að til að bæta starfið í skólunum, hug- myndir sem margar eru fram- kvæmdar í dag og setja mark sitt á starfið í skólum umdæmisins. Skól- arnir í umdæminu munu því um ókomin ár njóta góðs af þeirri vinnu sem Helga lagði grunn að í sam- starfi okkar hér á skrifstofunni. En það er samt ekki hinn faglegi þáttur samstarfsins við Helgu Krist- ínu sem er okkur samstarfsmönnum efst í huga á þessum degi. Mann- kostir Helgu urðu okkur kannski fyrst ljósir á síðustu vikum og mán- ■uðum sem við nutum samvista við hana. Það er með engu móti hægt að ímynda sér að hægt sé að mæta örlögum sínum af meiri hugprýði og æðruleysi en Helga gerði. Helga hélt áfrarn a& vinna að þeim verkefnum sem hún taldi að kæmi skólunum best, fram á síðasta dag. Hún kvartaði aldrei eða íþyngdi neinum með erfiðleikum sínum vegna veikindanna. Hún hugsaði fyrst og síðast um aðra og skilaði vinnu fyrir skólana meðan kraftar entust. Það er í raun ótrúlegt til þess að hugsa að það era einungis fáar vik- ur síðan hún stóð fyrir námskeiði fyrir kennara barna sem þurfa sér- staka aðstoð og stjómaði því af röggsemi og festu þrátt fyrir veik- indi. Helga Kristín Möller hefur kennt okkur margt um hvernig bæta megi skólastarf í umdæminu og verið okk- ur samstarfsmönnum fyrirmynd um hvernig öðlast megi meiri þroska sem manneskjur. Hún hefur nestað okkur inn í vorið og framtíðina með hlýjum og næringarríkum geislum sem fylgja munu okkur öllum í fram- tíðinni. Við vottum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúð. Starfsfólk Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Við minnumst með hlýhug og þakklæti kennara okkar öll barna- skólaárin, Helgu Möller. Á þeim 12 árum sem liðin eru síðan leiðir skildu í Digranesskóla hefur okkur lærst hve mikils virði kennsla Helgu var okkur. Hjá henni lærðum við öguð og skipulögð vinnubrögð og með kennslu sinni lagði hún traustan grunn sem var gott veganesti í áframhaldandi námi. Áfram þjóta árin sem óðfluga ský. Og tíðin verður tvenn og þrenn, og tíðin verðdr ný. En það kemur ekki mál við mig, ég man þig fyrir því... (Jóhann Jónsson) Fjölskyldu Helgu sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Brynhildur Fjölnisdóttir, Guðrún Margrét Baldursdóttir. Kvennadeild Alþýðuflokksins er afburða mikilhæf. ‘Ekki hafði ég verið lengi í flokknum þegar mér skildist hvílíka einstaklinga var þar að finna. Dijúgur hluti flokksstarfs- ins hvílir á þeirra herðum og á landsfundum flokksins og í flokks- stjórn sitja þær gjaman með pijón- ana sína og fjarstýra karlpeningn- um með augnaráðinu einu saman. Forustumenn flokksins hafa alltaf metið þær að verðleikum og til eru þeir ráðherrar Alþýðuflokksins, sem tekið hafa U-beygjur af árshátíðum flokksins þegar þeir uppgötvuðu að þeir höfðu gleymt að dansa við formann kvenfélagsins. Sumum félaga minna hefur þótt þær á stundum nokkuð harðar af sér og ákveðnar en sonur fátækrar ekkju hefur alltaf notið þess að heyra hinn göfuga tón móðurástar- innar í flokknum sínum. Snemma kynntist ég Helgu Möller í Alþýðu- flokknum. Áður hafði ég heyrt eld- hugann, faðir hennar, halda ræður og þegar talið barst að verkalýðs- málum, varð það eins og að standa við Dettifoss — bergið nötraði. Helga var gædd afburða gáfum, stjórnunarhæfileikum og réttsýni. Á henni voru aldrei neinar vöflur, hún kom beint framan að hlutunum. Stjórnmál gjörþekkti hún og mat alltaf hlutina rétt og sagði það bejnt út hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Af henni stafaði sú birta og persónutöfrar sem einkennt hefur margan sveitunga hennar frá Siglufirði. Við Karl, maðurinn hennar, erum gamlir félagar úr Hlíðunum, spörk- uðum saman bolta í Val og í flokkn- um var alltaf yndislegt að hitta Kalla og Helgu. í ótrúlega mörgum málum fóru skoðanir okkar saman, hvort sem við ræddum þær í flokkn- um eða við Kalli í Útvegsbankanum. Einhverntíma kom það meira að segja í þeirra hlut að bjarga hross- um mínum undan yfirvaldinu í Garðabæ, sem ekki hafði mikinn skilning á fijálslyndi þeirra í kart- öflugörðum í Álftanesinu. Ung kona er hrifin frá eigin- manni og börnum, foreldrum og vinum í blóma lífsins. Svo gersam- lega setur okkur hljóð að við heyr- um nánast orð drottins í himninum sem segir að öll dýrð mannsins er eins og liljur vallarins sem misst geta blóm sín hvenær sem er. Þeg- ar sálin stendur á hyldýpi örvænt- ingarinnar og skelfur fyrir ægileika veraleikans, finnur hún gleggst hversu erfitt það oft er að vera maður. Hjálpræði drottins og ljós- geisli í myrkrinu er samkenndin með öllum öðrum sem líka finna til. Þess vegna var Helga Möller jafnaðarmaður. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Sunnudaginn 15. mars lést á Landspítalanum Helga Kristín Möller. Hún var aðeins 49 ára að aldri. Dugnaður og ósérhlífni voru m.a. aðalsmerki Helgu. Hún lét ■ ekki bugast og stóð meðan þrekið ent- ist. Sjúkdómurinn markaði spor á þessa óvenjulega glæsilegu konu. Samt sem áður mætti hún á fundi og nú síðast á þorrablót Alþýðu- flokksins í Garðabæ, sem haldið var 15. febrúar sl. Viljinn var yfirsterk- ari þrekinu. Hún stóð í eldlínunni alla tíð og var okkar helsta lyfti- stöng í flokknum. Hún var bæjar- fulltrúinn okkar og helsta stoð flokksins. En Helga var fyrst og fremst manHeskja sem barðist fyrir rétt- læti og hugsjón. Hún lét aldrei deig- an síga og barðist af þeim dugnaði sem henni var einni lagið. Hún var hjartahlý, hrein og bein^gn lét skoð- anir sínar óspart í ljós. Alltaf var hægt að treysta á Helgu. Hún var gáfuð, réttlát og óeigingjörn og sérstakiega glæsileg og falleg kona. Það sópaði að henni hvert sem hún kom. Flest málefni, sem vörðuðu þjóðfélagið í heild lét hún sig skipta og öll þau mál sem snertu heimilið, börnin og skólana. Hún var kennari að mennt og starfaði lengst af í Kópavoginum. Einnig var hún kennsluráðgjafi við Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis. Helga var gift Karli Hariý Sig- urðssyni og áttu þau tvær dætur, Helenu Þuríði og Hönnu Lilly. Þau reistu sér fallegt heimili að Hlíðar- byggð 44 í Garðabæ og þangað var gott að koma. Helga var mikil hann- yrðakona og fallegar heklaðar gardínur prýða gluggana víða á heimili þeirra. Helga og Harrý voru samhent um að gera heimilið fallegt og hlýlegt. Karl Harrý var Helgu mikill styrkur í veikindum hennar, hann hlúði að henni á allan hátt og dæturnar létu heldur ekki sitt eftir liggja. Mikill tómleiki ríkir í sálinni eftir að Helga er farin og þótt við mætt- um búast við brottför hennar úr þessu lífi, hélt maður alltaf í von- ina. Mestur er söknuðurinn hjá fjöl- skyldunni, þau hafa misst mikið og sárin verða lengi að gróa. Enginn mun nokkru sinni koma í stað Helgu. Megi góður guð gefa fjöl- skyldunni, ættingjum og vinum styrk á þessum erfiðu tímamótum. Guð blessi sálu hennar. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Látin er langt um aldur fram elsta systir okkar, Helga Kristín Möller. I fjögur ár háði hún erfitt stríð við óvæginn sjúkdóm. í þeirri baráttu sýndi hún fádæma sálar- styrk og með kjarki og djörfung tókst hún á við óblíð örlög. Baráttu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.