Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Minning: Jóhann Kristinn Halldórsson Fæddur 10. október 1898 Dáinn 21. mars 1992 Hann var eins og hver annar verkamaður. Þessi ljóðlína úr Ijóði eftir Stein Steinar kom ósjálfrátt upp í hugann þegar kúnngert var andlát Jóhanns Kristins Halldórssonar. Löng ævi hans var vörðuð átökum verka- mannsins við að framfleyta sér og sínum með reisn. Jóhann var dæmi- gerður atorkusamur daglaunamað- ur sem ræktaði garðinn sinn með eigin höndum og naut við það að- stoðar dyggs lífsförunautar, léttrar lundar og eðiisgreindar. Jóhann Kristinn Halldórsson fæddist í Hjallabúð að Kvíabryggju, Grundarfirði, 10. október 1898 og var því á 94. aldursári þegar hann lést. Jóhann var elstur 11 systkina. Tvö þeirra lifa bróður sinn, en það eru Óskar, sem búsettur er í Reykjavík og Halla sem býr á æsku- stöðvunum við Grundarfjörð. Jóhann var íslenskt aldamóta- barn, sem lifði tímana tvenna. Alls kyns innlend óáran herjaði á þessa einstaklinga í uppvexti þeirra. Bar- áttan fyrir hinu daglega brauði var hörð og óvægin. Engum var hlíft við að taka þátt í linnulitilli lífsbar- áttu fólks hvort heldur var til sjáv- ar eða sveita. Heimsófriður setti í tvígang mark sitt á líf aldamóta- ■ barnsins. Jóhann fór ekki varhluta af vá- lyndum veðrum lífsins. Ungur að aldri gekk hann til alira verka sem barn í sjávarþorpi megnaði að inna af hendi. Oft var þröngt í búi stórr- ar fjölskyldu, — fast var sótt og sjávarfang var uppistaða daglegrar fæðu. Jóhanni var minnisstætt, að á fermingardegi hans stóð þannig á, að hann var að fara á sjóinn með föður sínum og náði því ekki að ljúka hinni helgu athöfn, sem var altarisganga. Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum síðar, að hann lauk athöfninni, en þá gekk hann til altaris með barnabarni sínu á fermingardegi þess. Frá Grundarfirði lá leið Jóhanns til Reykjavíkur. Þá var hann liðlega tvítugur og hafði þá nokkrum árum áður gengið í gegnum þá sorg að missa föður sinn. í Reykjavík stundaði hann fyrst sjómennsku, en færði sig síðan um set og réðst sem verkamaður hjá Kolum og salti, sem hafði starfsemi sína við höfnina. Þessi ár voru oft átakaár verkamannsins, ár atvinnu- leysis, bágra kjara og baráttu. Jó- hann fylltist ungur þeirri hugsjón er glæddi von um veröld þetri. Hann slóst því gjarnan í þeirra hóp sem vildu veg verkamanna sem mestan. Hann var í hinni traustu bakvarðasveit, sem styrkir sína stétt á erfiðum tímum. Þegar Kol og salt hætti sinni starfsemi, færði Jóhann sig yfir til Eimskips og vann þar í nokkur ár, eða fast fram að sjötugu. Það má því sem sanni segja, að hann hafi á sínum starfsárum lifað og hrærst í námunda við hafið. Að aflokinni hefðbundinni starfsævi vann Jó- hann ýmis léttari störf. Árið 1930 giftist Jóhann eftirlif- andi konu sinni Ragnheiði Sölva- dóttur, en hún var þá ekkja með fimm börn. Tvö þeirra barna fylgdu Ragnheiði inn í búskap þeirra Jó- haiins og gekk hann þeim í föður- stað. 011 börn Ragnheiðar áttu góðu atlæti að venjast hjá Jóhanni og var hann þeim hinn traustasti bak- hjarl og vinur. Þau Ragnheiður eignuðust eina dóttur, Sólveigu Jóhannsdóttur Morávek. Var hún foreldrum sínum einstaklega kær og hefur hún end- urgoldið ástúð þeirra á marga lund t.d. með einlægri ræktarsemi við þá á erfiðum stundum. Jóhann og Ragnheiður hófu bú- skap í Pósthússtræti og bjuggu þar í 17 ár. Þaðan var stutt í vinnuna. Jóhann vann á höfninni, en Ragn- heiður við sauma fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Úr Pósthússtrætinu fluttust þau í Karfavog, en um 1954 settust þau að í nýja húsinu sínu í Heiðargerði 36. Það hús byggðu þau að stórum hluta með eigin höndum. Allar stundir sem gáfust frá brauðstriti fóru í að láta drauminn um „nýja húsið“ rætast. Og það tókst með takmarkalausri ósérhlífni þeirra, elju og áræði. í Heiðargerði áttu þau góð og gleðirík ár. Þaðan lágu leyndir og ljósir straumar hlýju og umhyggju góðra hjóna. Lífsreynsla þeirra beggja hafði kennt þeim að meta þann auð sem í því er fólginn að vera sjálfum sér nóg, eiga börn og barnaþörn, góða vini og kunningja. Árið 1988 hafði heilsu þeirra beggja hrakað mjög. Heimili þeirra að Heiðargerði var kvatt og komu þau sér fyrir í Seljahlíð, vistheimili fyrir aldraða. Þar fengu þau að- hlynningu og þann aðbúnað, sem hæfði öldruðum einstaklingum, sem þrotnir eru að kröftum eftir lánga lífsgöngu. í Seljahlíð kvaddi Jóhann þennan heim 21. mars sl. Brostið þrek Ragnheiðar var henni hindrun í að kveðja þennan lífsförunaut sinn hinstu kveðju. Jóhann Kristinn Halldórsson er hér kvaddur hinstu kveðju. Hann skilur eftir sig tæra minningu um greindan alþýðumann, glaðlyndan og góðan dreng. í góðra vina hópi lék hann á als oddi og var hrókur alls fagnaðar. Umhyggja hans fyrir öðrum var einstök. Þeirrar um- hyggju naut Ragnheiður ríkulega þegar heilsu hennar tók að hraka síðustu árin í Heiðargerði. Hógværð hjartans og hreinleiki hugans vorú eiginleikar sem einkenndu alþýðu- manninn Jóhann Kristinn Halldórs- son. Guð varðveiti og styrki Ragn- heiði og Sólveigu. Þeirra er missir- inn mestur. Aðstandendur allir fá innilegustu samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn, en hann skilur eftir sig í auðmýkt minningu sem lifa mun um ókomin ár. Langri ævi hans er lokið. Jóhann Kristinn Halldórsson er Guði falinn. Útför Jóhanns fer fram frá Foss- vogskirkju, mánudaginn 30. mars, kl. 13.30. Erna og Ellert. Morgunblaðið/Árni Helgason Guðfinna Diego afhendir systur Renné Lonton príorinnu sónar- tækið til afnota. Stykkishólmur: Sjúkrahús- inu gefið sónartæki Stykkishólmi. St. Fransiskussjúkrahúsinu var aflient sónartæki með ýms- um hjálpartækjum og upplýs- ingatækjum tengdu myndbandi hinn 20. mars sl. Við það tæki- færi sagði sjúkrahúslæknir Jósef Blöndal að hér væri á ferðinni tæki sem bæði sparaði sýslunni ferðir til Reykavíkur og gerði margt auðveldara. Fagnaði hann mjög tækinu og sýndi viðstödd- um hvernig það virkaði. Róbert Jörgensen framkvæmda- stjóri sjúkrahússins bauð viðstadda velkomna en þeir voru margir alls- staðar að úr sýslunni. Fyrir hönd gefenda sem eru félagasamtök bæði úr Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslum og Dalasýslu, afhenti Guðfinna Diego, formaður Lio- nessuklúbbsirts Hörpu í Stykkis- hólmi, systur Reené Lonton, príor- innu, tækið til afnota, en hún þakk- að fyrir með snjöilu ávarpi og talið að þessu samtök gæfi tilefni til góðra verka og fagurra áhrifa. Söfnunin hefur staðið um nokk- urt skeið og þriggja manna nefnd undir forystu Elínar Sigurðardóttur ljósmóður hefur haft yfirumsjón söfnunarinnar. Það kom fram að virðisaukaskattur hefur verið eftir- gefinn og eins hefur fyrirtækið Hitachi Japan gefið afslátt fyrir seinkun á afgreiðslu. Tækin kost- uðu rúmar 2 milljónir, félög og félagasamtök gáfu rúmar 1,3 millj., einstaklingar um 400 þús. kr. Þess var sérstaklega getið að systumar á Hálsi á Skógarströnd hafi gefið stæretu gjöfina 100 þúsund krón- ur. Doktor Reynir Tómas Geirsson sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp flutti erindi um mæðravernd og sýndir myndir (skyggnur) máli sínu til stuðunings. Á eftir athöfninni og ræðum buðu systurnar öllum viðstöddum til veglegs samsætis. - Árni. Dyrasímaþjónusta - þjófavarnakerf i Eigum varahluti í flest eldri dyra- símakerfi. Löggiltur rafvirkja- meistari. Sími 656778. R.E.G. dyrasímaþjónustan. Svæðameðferð (svæðanudd) Viðbragðssvæði á fótum. Einkatímar. Get bætt við nokkrum tímum. Pantið tíma í sima 620231. □ GIMLI 599230037 - 1 Frl. I.O.O.F. 10 = 1733308’/:= I.O.O.F. 3 = 1733308 = Br. □ MÍMIR 599203307 = 1 Frl. HELGAFELL 59923307 IV/V 2 I '/£ Nýja postulakirkjan Ármúla 23, 2.h., 108 Reykjavík. Guðsþjónusta verður sunnudaginn 29. mars kl. 11.00. Ritningarorð er tekið úr Matteuasarguðsspjalli 20.6. Athugið nýtt heimilisfang! Verið velkomin. Safnaðarprestur. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Kristniboðsfélag karla Fundur verður mánudaginn 30. mars kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58-60. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Smiðjuvegi 5, Kóp. Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Almenn samkoma ki. 20.30. Gestur okkar frá Sviþjóð, Johnny Carlsson, prédikar. Allirvekomnir. „Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á Drottinn". Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 með Richard Perinchief. Allir hjartanlega velkomnir! fíunhjólp Almenn samkoma i Þríbúðum í dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburð- um. Samhjálparkórinn tekur lag- ið. Barnagæsla. Ræðumaður verður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Ungt fótk (S»i| meðhlutverk E|S3j YWAM - ísland Minnum á kvöldhátíð í Breið- holtskirkju í kvöld kl. 20.30. „Án skilyrða" leiðir lofgjörð. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskupflyt- ur raeðu. Viðtöl. Alltarisganga. Fyrirbænir. Kaffi í lokin. Allir velkomnir. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnudaginn 29. mars KI. 10.30: Skíðaganga yfir Leggjabrjót. Kl. 13.00: Skíðaganga í Bláfjöll- um. Kl. 13.00: Þyrilsnes í Hvalfirði. Myndakvöld fimmtud. 2. ápríl. Sýndar verða myndir frá ein- stakri gönguskíðaferð yfir Vatna- jökul sl. sumar á vegum Útivist- ar. Fararstjórinn Reynir Sigurðsson sýnir myndirnar. Hið glæsilega hlaðborð kaffinefndarer innifalið i aðgangseyri. Um næstu helgi: 3.-5. apríl: Skíðaferð á Fimm- vörðuháls. 5. apríl: Kirkjugangan 7 áfangi. Ferðir um páskana. 16.-19. apríl: Snæfellsnes og Snæfellsnesjökull. 16.-20. april: Gönguskiðaferð úr Landmannalaugum í Bása. 18.-20. apríl: Páskar í Básum. Sjáumst! Útivist. 'Hftnpdi ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Aðalfundur Útivistar Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 6. apríl í salnum á Hallveigarstíg 1. Fundurinn hefst kl. 20.00. Útivist. Auðbrckka 2 . Kópavoqitr Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Sunnudagaskólinn fellur niður í dag. Samkirkjuleg samkoma í Grensáskirkju kl. 14.00. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.00 í umsjá hermanna. Verið velkomin. Mánudag kl. 16.00: Heimila- sambandið. Miðvikudag kl. 20.30: Her- mannasamkoma. Fimmtudag kl. 20.30: Almenn samkoma. Bkfuk T KFUM Kvöldhátíð í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt tón- list, viðtöl, lofgjörð og heilög kvöldmáltið. Ræðumaður kvöldsins verður dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Ræðuefni: „Ég á mér draum um kirkju ís- lands árið 2000“. Fyrirbaen ífok samkomunnar. Kaffi í safnaðar- heimilinu eftir að dagskrá lýkur. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Að hátíðinni standa leikmanna- hreyfingarnar innan Þjóðkirkj- unnar auk presta og starfsfóiks safnaða í Reykjavík. SAMBAND ÍSLENZKFiA KRISTNIBOÐSFÉLAGA FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Fjölbreyttar sunnu- dagsferðir 29. mars Skíðagöngur, fjölskyldu- ferðir, fjailganga 1. Kl. 10.30: Skíðaganga yfir Leggjarbrjót. Gamla þjóðleiðin frá Þingvöllum í Hvalfjörð er mjög skemmti- leg skíðagönguleið. Heim- koma um kl. 18.00. Farar- Stjóri: Jóhannes I. Jónsson. 2. Kl. 10.30: Þingvellir í vetrarbúningi. Farið um gjárnar eða um aðrar góðar leiðir í þjóðgarðinum. Auð- veld og skemmtileg ganga, tilvalin fjölskylduferð. Heim- koma kl. 15.30. Fararstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. 3. Ki. 13.00: Skíðaganga á Hellisheiði. Skíðafæri er gott á heiðinni. Ferð við allra hæfi. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. 4. Kl. 13.00: Skálafell á Heilisheiði (574 m.y.s.). Eitt af bestu útsýnisfjöllum Suð- vestanlands þótt ekki sé það mjög hátt. Fararstjóri: Jónas Haraldsson. Sérstakt kynningarverð kr. 1.000,- í allar ferðirnar. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. (Við- koma við nýja félagsheimili Ferðafélagsins í Mörkinni 6). _ Munið páskaferðir Ferðafélagsins: Snaefellsnes - Snæfellsjökull 3 dagar, Þórsmörk 3 dagar, tvær 5 daga skíðagöngur (Land- mannalaugar o.fl.), Borgarfjörð- ur 3 dagar. Allt spennandi ferð- ir. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni Öldugötu 3. (Opið virka daga kl. 09.00-17.00). Ferðafélag Islands, félag fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.