Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992
Mikil eftirspurn eftir húsbréfum:
Avöxtunarkrafa
lækkar í 7,55%
Frekari lækkun ræðst m.a. af þróun
á vöxtum spariskírteina
LANDSBREF HF., viðskipta-
vaki húsbréfa, lækkaði í gær
ávöxtunarkröfu húsbréfa úr
7,6% í 7,55%. Mikil eftirspurn
hefur verið eftir húsbréfum að
undanförnu á verðbréfamark-
aði og hefur t.d. húsbréfaeign
Landsbankans minnkað um 40%
Leikur í út-
varpi veld-
ur truflun
á símanum
TRUFLANIR urðu á sím-
kerfinu víða um land í gær-
morgun og rekur Póstur og
sími þær til símaleiks sem
ein útvarpsstöðvanna á höf-
uðborgarsvæðinu stóð fyrir
I gær. Póstur og sími telur
það óviðunandi að einstakir
notendur geti valdið slikum
truflunum hjá öðrum sím-
notendum.
Það var upp úr kl. 11 í
gærmorgun sem hlustendur
einnar útvarpsstöðvarinnar
voru hvattir til að hringja í
útvarpsstöðina og reyna að
vinna til verðlauna. í fréttatil-
kynningu frá Pósti og síma
segir að vitað sé að ef þúsund-
ir manna hringja á sama tima
í eitt númer og þar er ekki
nægur búnaður eða mannafli
til að taka á móti símtölunum
valdi slíkt gífurlegu álagi á
símkerfið. Truflanirnar í gær
hafi lýst sér þannig að víða um
land þurftu menn að bíða mjög
lengi eftir að fá són.
Póstur og sími fór þess á
leit við allar útvarpsstöðvarnar
á síðasta ári að þær væru ekki
með slíka símaleiki nema þá í
samráði við Póst og síma þann-
ig að tryggt væri að svörun
væri í einhveiju samræmi við
fjölda uppkalla. Viðkomandi
útvarpsstöð hefur nú hætt við
að endurtaka símaleikinn þeg-
ar ljóst er hve víðtækum trufl-
unum hann veldur og verða
símnotendur því vonandi ekki
fyrir frekari óþægindum af
þessum völdum, segir í frétt
Pósts og síma.
frá áramótum. Hins vegar er
framboð nú mun minna en á
sama tíma í fyrra og eru heild-
arkaup Landsbréfa á húsbréf-
um orðin um 900 milljónir það
sem af er árinu samanborið við.
1.560 milljónir á sama tíma í
fyrra, að sögn Sigurbjörns
Gunnarssonar, deildarstjóra.
Sigurbjörn sagði að mun meiri
stöðugleiki hefði ríkt á húsbréfa-
markaði það sem af er árinu mið-
að við sama tíma í fyrra. Síðustu
daga hefði framboðið verið þokka-
legt en sala jafnframt mjög góð
og væru það einkum lífeyrissjóðir
sem keyptu bréfin. Ávöxtunar-
krafa sem var 8,3% um áramótin
hefur farið smám saman lækkandi
síðan þá og er nú 7,55%. Það þýð-
ir að afföll við sölu hafa lækkað
úr um 18-19% í 13-14%. Aðspurð-
ur um hvort horfur væru á frek-
ari lækkun ávöxtunarkröfunnar
sagði hann að það myndi m.a.
ráðast af þróun á vöxtum spari-
skírteina.
Samkvæmt upplýsingum Hús-
næðisstofnunar voru gefin út hús-
bréf að fjárhæð 3.259 milljónir
fyrstu þijá mánuði ársins en á
sama tíma í fyrra nam heildarút-
gáfan 4.371 milljón.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Námsmenn safna undirskriftum
Fulltrúar námsmannahreyfínganna tóku sér í
gær stöðu fyrir utan stórmarkaði og áfengis-
verslanir og dreifðu upplýsingabæklingum um
frumvarp ríkisstjórnarinnar um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Einnig söfnuðu þeir undir-
skriftum, þar sem skorað er á alþingismenn að
samþykkja ekki frumvarpið. Á myndinni er
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, stúdentaráðsliði
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, að af-
henda vegfaranda bækling í Austurstræti.
Utlit fyrir 420 milljóna
halla á Landsvirkjun í ár
484 milljóna kr. hagnaður á síðasta ári
REKSTRARAFGANGUR Landsvirkjunar á síðasta ári nam 484 milljón-
um króna og er það áttunda árið í röð sem reksturinn skilar hagn-
aði. Afkoman er þó heldur lakari en árin 1989 og 1990, sem voru
með bestu árum í sögu fyrirtækisins. Áætlanir fyrir árið 1992 benda
til lakari útkomu, eða taps upp á 423 milljónir kr. Þetta kom fram í
ræðu Jóhannesar Nordals stjórnarformanns og skýrslu Halldórs Jónat-
anssonar, forsljóra Landsvirkjunar, á ársfundi fyrirtækisins sem hald-
inn var í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í gær.
festingu frá almenna íslenska orku-
markaðnum. „Eðlilegt virðist að
stofna sérstakt fyrirtæki um sæ-
strengsverkefnið. Fjármagna þyrfti
fyrirtækið á verkefnisgrundvelli án
ríkisábyrgðar og því þyrftu aðilar
sem stofnuðu slikt fyrirtæki líklega
í ávarpi sínu á ársfundinum
ræddi Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra um sölu á raforku um sæ-
streng til Evrópu. Sagði hann að
heildarkostnaður gæti orðið 220 til
280 milljarðar króna og yrði að
skilja áhættuna af slíkri risafjár-
Einkavæðingarnefnd:
Hugað að sölu Þróunar-
félags og Lyfjaverslunar
FRAMKVÆMDANEFND einkavæðingar hefur gengið að tilboðum
verðbréfafyrirtækja í sölu á eignarhluta ríkisins í þremur hlutafélög-
um, ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, Jarðborunum og Ferðaskrifstofu
íslands. Hreinn Loftsson formaður framkvæmdanefndar segir að
hlutabréfin verði auglýst til sölu eftir páska. Að hans sögn er nú
verið að undirbúa samskonar sölumeðferð á hlut ríkisins í Þróunarfé-
lagi íslands hf. og Lyfjaverslun ríkisins.
Framkvæmdanefnd einkavæð- um hf. og Handsal hf. annast sölu
ingar óskaði eftir tilboðum verð-
bréfafyrirtækja í sölu fyrirtækjanna
þriggja og var Iægstu tilboðum tek-
ið. Landsbréf hf. munu annast sölu
á hlutabréfum í ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg hf. sem ríkið á að öllu
leyti, Kaupþing hf. annast sölu á
helmingshlut ríkisins í Jarðborun-
á þriðjungshlut ríkisins í Ferðaskrif-
stofu íslands hf. Hreinn segir að
verðbréfafyrirtækin séu nú að verð-
leggja hlutabréfin og undirbúa sölu
þeirra. Búast megi við að þau verði
auglýst til sölu strax eftir páska.
Einhvern næstu daga verður
framleiðsludeild Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins og þar með
heimild ti! framleiðslu á áfengisteg-
undum ÁTVR, auglýst til sölu.
Hreinn segir að verið sé að und-
irbúa næstu skref. Hann segir
hugsanlegt að á næstunni verði
óskað eftir tilboðum verðbréfafyrir-
tækja í sölu á hlutabréfum ríkisins
í Þróunarfélagi Íslands hf. Ríkis-
sjóður á þriðjung hlutabréfa félags-
ins og er nafnverð bréfa ríkisins
100 milljónir kr. Þá er verið að
undirbúa breytingu á Lyfjaverslun
ríkisins í hlutafélag með sölu fyrir-
tækisins að markmiði.
að vera reiðubúnir til að leggja fram
sem hlutafé sem svarar 60 til 80
milljörðum króna. íslenskir aðilar
munu ekki leggja slíkar fjárhæðir
fram einir — og ekki nema að litlu
leyti,“ sagði ráðherra.
í skýrslu Halldórs Jónatanssonar
kom fram að Landsvirkjun fram-
leiddi 4.081 gígavattstund raforku
á árinu, eða um 92,2% allrar raf-
orku í landinu. Rafmagnsala fyrir-
tækisins nam 3.904 gWh sem er
0,9% minni sala en árið 1990 og
er þetta annað árið í röð sem salan
minnkar.. Meðalverð rafmagns til
almenningsrafveitna hækkaði að
raungildi um 0,5% frá arinu á und-
an og um 17,4% til Áburðarverk-
smiðjunnar. Hins vegar lækkaði
verðið til ÍSAL um 14,6% og um
8,9% til íslenska járnblendifélags-
ins.
Fram kom hjá Halldóri að rekstr-
artekjur Landsvirkjunar á síðasta
ári voru alls um 5.774 milljónir kr.
og rekstrargjöld 5.290 milljónir.
Hagnaður varð því 484 milljónir
kr. Vextir og afskriftir voru stærstu
gjaldaliðirnir á rekstrarreikningi,
eða 3.410 milljónir, sem er 64,5%
af gjöldunum. Halldór sagði að
góða rekstrarafkomu mætti einkum
rekja til hagstæðrar gengisþróunar.
Þrátt fyrir þennan hagnað var arð-
gjöf af eigin fé aðeins 1,9%, en til
þess að teljast hæfileg þarf hún að
vera á bilinu 3-5%, að því er fram
kom hjá Halldóri. Ástæðan fyrir
þessu er að rafmagnsverð Lands-
virkjunar hefur lækkað að raungildi
undanfarin ár, eða um 44% frá
1984, og samdráttur í raforkusölu
vegna erfiðleika og samdráttar í
efnahagslífinu. Heildareignir
Landsvirkjunar voru um síðustu
áramót um 70 milljarðar kr. Þar
af námu skuldir 43 milljörðum og
eigið fé um 27 milljörðum sem er
rúmlega 38% af eignum.
I rekstraráætlun Landsvirkjunar
fyrir yfirstandandi ár eru tekjur
áætlaðar 6.130 milljónir kr. og gjöld
6.553 milljónir kr. Samkvæmt
þessu verður rekstrarhalli ársins
423 milljónir kr. í ræðu Jóhannesar
Nordals kom fram að aðstæður séu
nú þannig að frekari raunlækkun
raforkuverðs en orðin er virðist
ekki framkvæmanleg, að minnsta
kosti ekki fyrst um sinn. „Lítill
vöxtur í orkusölu, lægð í orkuverði
til ÍSAL vegna kreppu á álmörkuð-
um samfara því, að ný stórvirkjun
við Blöndu hefur verið tekin í rekst-
ur, mun þrengja verulega að fjár-
hag Landsvirkjunar á þessu og
næstu árum. Stjórn Landsvirkjunar
hefur hins vegar ákveðið að ekki
sé unnt að bæta fyrirtækinu þessi
áföll með hækkun raforkuverðs og
mun því fyrst og fremst stefna að
því að halda raunverði óbreyttu á
næstunni, þótt það leiði óhjákvæmi-
lega til hallarekstrar um nokkurra
ára skeið,“ sagði Jóhannes.
-----•_»-«---- '
Islandsbanki:
0,1% lækkun
útlánsvaxta
ÍSLANDSBANKI tók ákvörðun
um 0,1% lækkun útlánsvaxta á
verðtryggðum og óverðtryggð-
um skuldabréfum í gær. Síðdegis
í gær var ekki vitað um aðrar
vaxtabreytingar í bankakerfinu.
Eftir Iækkunina eru kjörvextir á
verðtryggðum skuldabréfum 8,05%
hjá Islandsbanka og kjörvextir á
almennum skuldabréfalánum
11,3%.