Morgunblaðið - 11.04.1992, Page 7

Morgunblaðið - 11.04.1992, Page 7
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 7 Kvæðakver: LJÓÐAVAL FRÁ LÖNGUM FERLI I Kvæðakveri Halldórs Laxness er að finna mörg ástsælustu ljóð ljóðarinnar - skáldskap sem nánast hefur ort sig inn í þjóðarvitundina, oft fyrir tilstilli fremstu tónskálda okkar. í þessari nýju útgáfu bókarinnar hefur verið aukið við safnið fjölda ljóða sem ekki voru í fyrri útgáfum Kvæðakvers, þar á meðal kvæðum úr skáldsögum og leikritum Halldórs. Einstök bók - framtíðareign! Ritsafn Halldórs Laxness: HELSTU VERKIN í NÝJUM ÚTGÁFUM í tilefni af 90 ára afmæli Halldórs Laxness, 23. apríl, hefur Vaka-Helgafell gefið út tvær bækur, annars vegar myndskreytta glæsiútgáfu af sögu skáldsins, Jóni í Brauðhúsum, og hins vegar Kvæðakver, heildarsafn ljóða Halldórs í nýrri og aukinni útgáfu. Einnig hefur forlagið endurútgefið öll helstu verk Nóbelsskáldsins og síðar á afmælisárinu kemur svo út viðamikil myndabók um æviferil Halldórs Laxness. Jón í Brauðhúsum: MARGRÆÐ OG HRÍFANDISAGA Jón í Brauðhúsum er ein af smásagnaperlum Halldórs Laxness. Skáldið leikur hér snilldarlega með margræðni og tákn og er veruleiki sögunnar í senn íslenskur og biblíulegur. Myndir Snorra Sveins Friðrikssonar listmálara veita okkur innsýn í hugarheim lærisveinanna Andrisar og Filpusar og gefa sögunni viðbótarvídd. Jón í Brauðhúsum er hrífandi saga sem verður því áhrifameiri sem hún er lesin oftar. Gjafabók í sérflokki! BIRTIST SNILLD HALLDORS LAXNESS í NÝJUM BÚNINGI Vaka-Helgafell hefur að undanförnu endurútgefið helstu verk Halldórs Laxness úr ritsafni skáldsins í samvinnu við Laxnessklúbb forlagsins. Bækurnar eru í því sígilda bandi sem flestir kannast við en margir kunnustu listamenn þjóðarinnar hafa gert á þær nýjar kápumyndir. Snilldarverk sem eiga erindi til hverrar nýrrar kynslóðar í landinu! HELGAFELL Síðumúla 6 - sími 688300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.