Morgunblaðið - 11.04.1992, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992
Afstæði
Jón Benediktsson
_______Myndlist_____________
Eiríkur Þorláksson
Það er skammt á milli sýninga
listakonunnar Rúrí á þessum
vetri. í desember hélt hún sýningu
í Nýlistasafninu, þar sem hún tók
fyrst og fremst til athugunar hina
mannlegu viðmiðun gagnvart
þeim mælieiningum, sem við höf-
um í kringum okkur. Nú stendur
yfir sýning í austursal Kjarvals-
staða, þar sem listakonan heldur
áfram að íjalla um svipaða hluti.
Að þessu sinni er það fyrst og
fremst grunnmælieining vest-
rænnar menningar, metrinn, sem
er tekinn fyrir í lengd og fleti.
Sýningu sinni á Kjarvalsstöðum
gefur Rúrí nafnið Afstæði, og
bendir með því til þess hversu
mikilvægt er að huga að sam-
hengi hlutanna og afstöðunnar
milli þeirra; þar sé fátt sjálfgefið,
þótt við leiðum sjaldan að því
hugann. Til að hægt sé að ræða
slíka afstöðu er hins vegar nauð-
synlegt að viðmælendur eigi sér
sameiginlega mælieiningu, og hið
nærri tveggja alda gamla metra-
kerfi er nú almennt viðurkennt
sem sá grunnur, sem best dugar.
En þó að þessi lengdareining,
metrinn (sem nú er miðaður við
1650763,73 öldulengdir krypton-
ljóss skv. Orðabók Menningar-
sjóðs), sé okkur töm, er alls ekki
svo um alla, eins og þeir þekkja
vel sem t.d. hafa dvalið meðal
enskumælandi þjóða.
En líkt og flest það sem okkur
hættir til að taka sem sjálfsögðum
hlut, á metrinn sér óvæntar hlið-
ar, og Rúrí leiðir sýningargesti inn
í mun fjölbreyttari möguleika
hans en þá gat órað fyrir. Verk-
færi hennar eru eins einföld og
þau eru hnitmiðuð: Meterslangir
tommustokkar á einlitum bak-
grunni, ýmist úr máluðu tré eða
úr blýi. Stærsta verkið á sýning-
unni kallast „Fimmtíu metrar (nr.
9), og getur þar að líta fimmtíu
möguleika meters sem lengdar-
einingar; í einni mynd birtist hann
í fullri lengd, eins og til viðmiðun-
ar, en síðan getur að líta hinar
fjölskrúðugustu útfærslur þessar-
ar takmörkuðu einingar - engar
tvær eru eins. Og séu önnur minni
verk svipaðs eðlis talin með, eru
yfir níutíu tilbrigði meters fólgin
í þeim ímyndum, sem Rúrí hefur
sett á veggi salarins. Það má því
sannarlega segja, að Iistakonan
sanni þannig í verkum sínum, að
metrinn sé afstæð eining.
Gildi verkanna á sýningunni
felst hins vegar ekki einungis í
fjölbreytileik þeirra mælieininga
sem eru notaðar, heldur einnig í
samspili jákvæðra og neikvæðra
gilda, efna og eiginleika þeirra;
því er rétt að velta notkuninni á
blýi sem grunnefnis í fjölda verk-
anna nokkuð fyrir sér.
Blý er í neðsta hluta virðingar-
stiga málma í hugum flestra. Blý-
ið er ekki þekkt fyrir glæsileika,
áferð eða verðmæti; það telst til
undirstöðunnar, hins varanlega,
og hverfur oftast í skugga svokall-
aðra góð-málma. Einmitt vegna
þessa hefur Rúrí kosið blýið; það
er varanlegt, en um leið viðkvæmt
(sbr. aðvörun á sýningunni),
sterkt, en um leið mjúkt og hægt
að móta það.
Síðastnefndi eiginleikinn gerir
hin sérstæðu núll-verk sýningar-
innar möguleg. í þeim koma sam-
an tvenns konar gildi, sem jafnast
síðan út líkt og jákvæðar og nei-
kvæðar tölur í stærðfræðinni.
Annars vegar er hið jákvæða;
Rúrí
heilt, framsett, glansandi og
áferðarfallegt; hins vegar er hið
neikvæða; holrúm, þrykkt inn í
efnið, dauft og óljóst. Þessi verk
vísa með vissum hætti til þess að
hvert mál, efni eða viðhorf er af-
stætt og á sér tvær hliðar; jafn-
vægið kann að felast í einhvers
konar núlli, þegar allar hliðar
hafa verið lagðar saman.
Hér er á ferðinni vandlega unn-
in sýning, þar sem undirstöðuatr-
iði eru tekin til athugunar. Menn
gera sér sjaldan háar hugmyndir
um hversdaglega hluti eins og
mælieiningar. Rúrí tekst hins veg-
ar að leiða hér fram hluta af þeim
fjölbreytileika, sem þar er að
fínna; hugmyndin er þannig upp-
hafið, í myndlist sem annars stað-
ar, og efniviðinn er alls staðar
hægt að finna, jafnt í hinu al-
menna sem hinu sérstaka.
Sýningin í austursal Kjarvals-
staða stendur til annars páska-
dags, 20. apríl.
Nú stendur yfir í FÍM-salnum
við Garðastræti sýning á nokkrum
eirskúlptúrum Jóns Benediktsson-
ar myndhöggvara, sem hann hefur
unnið síðustu ár.
Jón er af elstu kynslóð núlifandi
listamanna hér á landi, fæddur
1916. Hann kynntist myndlistinni
ungur, en lærði svo húsgagna-
smíði, og var svo nemandi
Ásmundar Sveinssonar, auk þess
að hafa fengið tilsögn hjá fleirum.
Hann tók á sjötta áratugnum að
þróast frá því að vinna í kennileg-
um formum yfir í óhlutlæga mynd-
gerð. Síðar gerði hann margvísleg-
ar tilraunir með form og efni, en
hann hefur í gegnum tíðina unnið
í tré, stein og hina ýmsu málma,
allt eftir því sem honum hefur
þátt henta hverju sinni. Jón vann
lengi við Þjóðleikhúsið og margir
minnast stórbrotinna kirkjumuna
sem hann smíðaði þar fyrir sýningu
á leikriti Matthíasar Jochumssonar
um Jón Arason, sem sýnt var 1974.
Jón hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu árið 1957, og hefur síðan
tekið nokkuð reglulegan þátt í lis-
talífinu, þó hann hafi lengst af
einnig sinnt annarri vinnu. Hann
hefur átt verk á samsýningum inn-
an lands og utan, auk þess að sýna
,einn; síðasta sýning hans var ein-
mitt í FÍM-salnum, þar sem hann
sýndi fyrir þremur árum ásamt
dóttur sinni, Margréti Jónsdóttur
listmálara. Nú er Jón kominn á
lögskipaðan eftirlaunaaldur, og
hefur því betri tíma og tækifæri
til að helga sig höggmyndalistinni
óskiptur.
Á sýningunni í FÍM-salnum nú
getur að líta átján verk, sem nær
eingöngu eru unnin í eir. Þetta
efni og þeir ótöldu möguleikar sem
það býður upp á virðast hafa heill-
að Iistamanninn sérstaklega, því
að úrvinnsla verkanna er afar fjöl-
breytt. Ber fyrst að nefna hina
mismunandi litaáferð málmsins,
allt frá dimmgrænum til hinna
bjartari tóna eirsins; sum form
verkanna eru mjúk og þjál á með-
an önnur eru hvöss og skörðótt.
Sumt er hér hamrað, brætt og
gróft, en annað fínpússað, sorfið
og mjúkt - og stundum er hægt
að finna ólíka eiginleika af þessu
tagi í einu og sama verkinu.
Listamaðurinn gefur verkum
sínum ekki nöfn, en kallar þau
einfaldlega eirskúlptúra. í flestum
þeirra gætir ákveðinnar dulúðar,
sem minnir á forsögulega tíma og
tilbeiðslu frumstæðra trúarbragða.
Augað alsjáandi kemur víða fyrir,
og grímur sem minna á skurðgoð
framandi þjóða blasa einnig við.
Loks ber að nefna mjúkar ímyndir
fugla (t.d. nr. 15), sem hefja sig
til flugs; ef til vill er þar á ferð-
inni fuglinn Fönix, að rísa á ný
úr öskunni. Fjöreggið virðist í góðri
vörslu hjá þessum vörðum lífsins.
Jón Benediktsson stendur föst-
um fótum í þeirri myndrænu hefð
höggmyndalistarinnar, sem skap-
aðist í verkum brautryðjenda mód-
ernismans á þessarri öld. Nöfn
manna eins og Picassos, Lipchitz,
Max Ernsts og jafnvel Mirós koma
fljótlega upp í hugann við skoðun
verka hans; þar er ekki leiðum að
líkjast. En það er persónuleg mýkt
í verkum listamannsins sem er
afrakstur áralangrar eljusemi og
vinnu; það þarf aðeins og Iíta til
hinna smæstu þeirra, eins og nr.
16, til að sannfærast um að hér er
á ferðinni listamaður, sem ber
gott skynbragð á form, rými og
efnisgildi. Verk Jóns geisla jafn-
framt af þeirri ánægju yfir vel
unnu verki, sem listamaðurinn tel-
ur eitt helsta takmark myndlistar-
innar.
Sýning Jóns Benediktssonar í
FIM-salnum stendur til þriðjudags-
ins 14. apríl.
Helgi Gíslason
í vestursal Kjarvalsstaða stend-
ur nú yfir sýning á verkum Helga
Gíslasonar myndhöggvara, en sýn-
ingu sína nefnir listamaðurinn
„Þversagnir, og tileinkar hana föð-
ur sínum, Gísla Eiríkssyni.
Það er orðið nokkuð um liðið
síðan Helgi hélt sína síðustu einka-
sýningu, m.a. vegna anna við önn-
ur verkefni. Helgi stundaði sitt list-
nám við Myndlista- og handíða-
skólann og síðan við Valand lista-
háskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
Hann hefur um langt árabil verið
kennari við listasvið Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti samhliða því
sem hann hefur unnið að list sinni.
Helgi hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir list sína, og
má þar síðast nefna bjartsýnis-
verðlaun Bröste árið 1991; verk
hans fyrir opinbera aðila er að
finna víða um land, allt frá Seðla-
bankahúsi til Stykkishólms, frá
Húsavík til Hafnar í Hornafirði.
Það sem einkum hefur vakið
athygli manna á verkum Helga er
efnismeðferð hans. Helgi hefur
hiklaust leitt saman ólík efni í einu
og sama verkinu, og úrvinnslan
hefur oftar en ekki leitt fram nýja
sýn á eiginleika efnanna og mögu-
leika þeirra í listinni. Hann hefur
því unnið út frá efnisgildunum,
eins og Auður Ólafsdóttir listfræð-
ingur segir í sýningarskrá: „Verk
Helga Gíslasonar myndhöggvara
eru ekki hönnuð á teikniborðinu
og útfærð af vandalausum hand-
verksmönnum, líkt og verk fjöl-
margra nútímamyndhöggvara,
heldur verða þau til af glímunni
við efnið á meðan listamaðurinn
vinnur.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
getur að líta 15 höggmyndir, sem
nær allar eru samsettar úr tveimur
eða fleiri efnum, sem vissulega
gætu myndað þversagnir: verk úr
stáli og vaxi, eða bronsi og gleri
eru engan veginn hefðbundnar
blöndur. Einu undantekningarnar
frá slíkum samsetningum eru verk
nr. 13 og 15, sem nánast ramma
sýninguna inni frá sitthvorum
endaveggnum. Þessi tignarlegu
stálverk minna í einfaldleik sínum
á þanþol málmsins og hina átaka-
lausu sveigju í flugi arnarins;
tengslin við altarið sem listamað-
urinn smíðaði fyrir Fossvogskirkju
eru augljós.
Styrkur málmsins kemur nokk-
uð við sögu í fleiri höggmyndum
Helga, eins og sést í þeim verkum
sem standa á grönnum fæti, beint
frá gólfi, en breiða síðan úr sér
þegar ofar dregur. Óvænt sam-
setning efna gerir hina sjónrænu
ímynd enn óvenjulegri; stálbikar
fylltur mjúku vaxi (nr. 3) og brons
kaleikur með tini, sem flæðir yfir
barmana (nr. 1). Skemmtileg notk-
un efna kemur á svipaðan hátt
fyrir í fleiri verkum, og hversu
þversagnakennd sem hún kann að
virðast við fyrstu sýn, ganga þessi
verk öll upp í augum áhorfandans.
Litur og áferð skipta einnig
miklu máli í verkum Helga. Brons-
ið býður upp á ýmsa möguleika á
þessu sviði, sem listamaðurinn
nýtir sér til fullnustu; hér getur
að líta bronsverk sem eru græn
að lit, tinhúðuð eða brún; þessir
litir vinna bæði með gleri og tini.
Áferðin er að sama skapi fjöl-
breytt, einkum þar sem gler og
brons vinna saman (t.d. nr. 11. og
nr. 14); þar verður handbragðið
líkast því sem listmálari sé á ferð-
inni með pensla sína og sköfur.
Gólfverk Helga eru hringsæ og
njóta sín vel frá öllum hliðum;
þetta eru formrænar höggmyndir
í klassískum anda þess orðs. Þær
bera með sér að hér er á ferðinni
verkmaður, sem ber gott skyn-
bragð á eiginleika efnisins, og á
hvern hátt það getur unnið; hin
endanlega höggmynd verður síðan
til í höndunum á listamanninum,
eins og fyrr segir. Það er rétt að
hvetja fólk til að skoða þessa sýn-
ingu, sem er auk þess komið fyrir
á þann hátt, að hvert einstakt verk
nær að njóta sín vel í rými salarins.
Sýning Helga Gíslasonar í vest-
ursal Kjarvalsstaða stendur til
annars páskadags, 20. apríl.
Halldór Laxness:
Aukið Kvæðakver
VAKA-HELGAFELL hefur gefið
út nýtt og aukið Kvæðakver Hall-
dórs Laxness.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Kverið kom fyrst út 1930 en árið
1949 var bætt við ljóðum sem þá
höfðu litið dagsins ljós. Nú hefur
verið aukið við kvæðum Laxness úr
skáldsögum hans, leikritum og minn-
ingabókum sem ekki hafa fyrr ratað
í kverið.
Haildór var brautryðjandi í ís-
lenskri Ijóðagerð á þriðja áratugnum.
Þá gerði hann tilraunir til þess að
leysa íslenskt Ijóðmál úr viðjum
storknaðs, hefðbundins forms, svo
sem með Unglíngnum í skóginum,
en það kom hins vegar í hlut ann-
arra yngri skálda að fylgja landvinn-
ingum hans eftir.
Síðar sneri Halldór sér meira að
hinum hefðbundnu háttum, enda eru
sum kvæðanna ort í orðastað skáld-
sagnapersóna hans, einkum í Sjálf-
stæðu fólki og Heimsljósi. Þau sem
ekki voru felld inn í önnur skáldverk
eru oftar en ekki eldheit baráttuljóð
fyrir réttlátari skiptingu veraldlegra
gæða en snerta einnig annan streng
sem löngum hefur hljómað í verkum
Haljdórs — ættjarðarástina.
Óhætt mun að fullyrða að ýmisaf
„alvarlegri" kvæðum Halldórs séu
meðal þess besta sem ort hefur verið
á íslensku á þeirri öld sem nú er að
líða. Gamansemi skáldsins fær ekki
síður að njóta sín í kverinu — kerskni,
háð og græskulaust grín — en þar
er einnig uppreisn gegn fáfengilegu
orðaprjáli og uppblásnum hátíðleik.
Sem fyrr hristir skáldið upp í stirðn-
uðum líkingum og endurnýjar þannig
tungumálið.
í bókarlok gerir Halldór grein fyr-
Halldór Laxness
ir því hvar og hvenær einstök kvæði
eru ort og skýrir baksvið þeirra."
Kvæðakver Halldórs Laxness er í
þessari nýju útgáfu 181 bls. á lengd,
prentun fór fram í Steinholti hf. en
hún er bundin í Félagsbókbandinu
Bókfelli hf.
___________Brids______________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Alfreðsmóti Bridsfélags Akur-
eyrar lauk í Hamri sl. þriðjudags-
kvöld. Um er að ræða minningar-
mót um Alfreð Pálsson og var keppt
bæði í sveitakeppni og tvímenningi
og voru pörin dregin saman í sveita-
keppnina.
Jón A. Hermannsson, Viðar
Sigurjónsson, Árni Bjarnason og
Sveinbjöm Jónsson, sigruðu í svei-
takeppninni með 101 stig en í öðru
sæti urðu Ármann Helgason, Sigfús
Hreiðarsson, Stefán Vilhjálmsson
og Guðmundur L. Gunnlaugsson
með 67 stig.
í þriðja sæti urðu Ólafur Ágústs-
son, Tryggvi Gunnarsson, Haukur
Jónsson og Haukur Steinbergsson
með 63 stig.
Í tvímenningnum urðu sigurveg-
arar þeir Pétur Guðjónsson og Stef-
án Ragnarsson með 129 stig og
öðru sæti þeir Jón A. Hermannsson
og Viðar Siguijónsson með 112
stig. Magnús Magnússon og Reynir
Helgason urðu í þriðja sæti með
97 stig og Örn Einarsson og Hörð-
ur Steinbergsson í því fjórða með
86.
Næsta keppni er nýliðamót þar
sem reyndari spilarar félagsins fá
með sér nýja spilara. (Eða þá sem
hafa horfið úr félaginu).
Bridsfélag Sauðárkróks
Síðastliðinn mánudag var spilað-
ur eins kvölds tvímenningur. Efstu
pör urðu:
Kristján Blöndal - Lárus Sigurðsson 138
Jóhanna Jóhannsdóttir — EinarSvavarsson 122
Þórdís Þormóðsdóttir - Soffía Daníelsdóttir 119
Jón Sigurðsson - Sveinbjörn Eyjólfsson 117
Næsta mánudag verður einnig
spilaður eins kvölds tvímenningur.