Morgunblaðið - 11.04.1992, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.1992, Side 14
/ 14 MORGUNBLAÐIÐ LftUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Evrópuumræður eru komnar á dagskrá eftir Björn Bjarnason Umræðurnar sem orðið hafa í tilefni af skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál ættu að auðvelda stjórnvöldum og þjóð- inni allri að nálgast brýnustu úr- lausnarefnin á þessu mikilvægasta sviði stjórnmálanna. Liggur beint við að túlka niðurstöður umræðna á Alþingi hinn 31. mars og 1. apríl á þann veg, að víðtæk samstaða sé um að kanna kosti og galla þess að íslendingar standi utan við Evr- ópubandalagið (EB). Slík könnun er verkefni ríkisstjómarinnar allrar og þar með undir forystu forsætis- ráðherra. Ræða Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í þingumræðunum um utanríkismál hefur hlotið almennt lof og góðar undirtektir, jafnt á meðal stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga. Forsætisráðherra and- mælti ekki þeirri skoðun, sem ut- anríkisráðherra setti fram í skýrslu sinni, að alhliða athugun á stöðu íslands gagnvart EB færi fram inn- an stjórnkerfisins. Raunar sagði Davíð sjálfur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs hinn 14. mars síðastliðinn, að staða íslendinga krefðist þess, að allir kostir væru skoðaðir á þann hátt, að við gætum sjálfir metið kostnað og ávinning af því, hvernig við tengjumst umheiminum og tökum á okkur skuldbindingar. Punktur fyrir aftan EES? Ein helsta spurningin, sem við þurfum að svara, er sú, hvort unnt sé að setja punkt fyrir aftan samn- inginn um evrópska efnahagssvæð- ið (EES) og segja, að með honum höfum við náð endanlegum árangri á samningabrautinni við Evrópu- bandalagið. Á þessari stundu er EES-samn- ingurinn ekki í höfn. Frá íslenskum sjónarhóli er æskilegt, að hann verði staðfestur og taki gildi. Hvergi ann- ars staðar í EFTA-ríkjum, nema kannski í Liechtenstein, er litið þannig á, að EES-samningurinn marki endalokin á viðræðum við EB. Þvert á móti hafa þtjú þeirra (Austurríki, Finnland og Svíþjóð) tekið ákvörðun um að komast inn í EB. Svissneska ríkisstjórnin segir, að aðild að EB sé höfuðmarkmið Evrópustefnu sinnar, René Felber, forseti Sviss, staðfesti það í Lissa- bon hinn 30. mars síðastliðinn í viðræðum við stjórnvöld Portúgals, sem nú eru í pólitísku forsæti innan EB. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs og formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, hefur lýst því yfir,_ að hún vilji að Noregur fari í EB. ísland og Liecht- enstein kunna því að sitja tvö eftir í EFTA, sem þá yrði í raun úr sög- unni, hvað sem liði gildi EES-samn- ingsins. Hann héldi vafalaust gildi sínu að breyttu breytanda. Hvert skal stefna? Þegar umræður urðu um það á sínum tíma, hvort Islendingar ættu að eiga samleið með EFTA-ríkjun- um í viðræðunum um evrópskt efnahagssvæði, lagði Sjálfstæðis- flokkurinn áherslu á tvíhliða við- ræður við EB. Óskurn um slíkar viðræður var hafnað af ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Var sagt, að EB væri ekki til viðræðu við EFTA-rík- in nema þau töluðu einum rómi. Tvíhliða viðræður komu því ekki til greina. Niðurstaða EES-viðræðn- anna er mjög viðunandi fyrir okkur íslendinga og þær fullyrðingar styðjast við sterk rök, að við hefðum ekki náð þeim árangri í tvíhliða viðræðum við EB, sem við náðum með samflotinu. Er hætt við, að án samstöðu EFTA-ríkjanna hefði ver- ið erfitt að knýja EB til að falla frá kröfunni um aðgang að fiskimiðum í skiptum fyrir markaðsaðgang fyr- ir íslenskar sjávarafurðir. Á sama hátt og ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar komst að þeirri niðurstöðu, að ganga ætti til EES-viðræðnanna með öðrum EFTA-ríkjum, þarf ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar að átta sig á því, hvað hún ætlar að gera, þegar EFTA-ríkin taka hvert á eftir öðru ákvörðun um að fara inn í EB. Eftir utanríkismálaumræðúrnar á Alþingi er þess að vænta, að ríkis- stjórnin láti hendur standa fram úr ermum við þetta verkefni. Rök Brundtlands Gro Harlem Brundtland rifjaði hinn 4. apríl síðastliðinn upp, að á árinu 1988 hefði það ekki verið áform hennar að hefja að nýju umræður í Noregi um aðild að EB. Ætlunin hefði verið að skapa eitt- hvað nýtt, víðari grundvöll undir Evrópu framtíðarinnar, eitthvað sem gæti orðið brú yfir til þeirra Norðurlanda, sem aðhylltust hlut- leysisstefnU, og einnig til hlutlausu ríkjanna, Austurríkis og Sviss. Þessi hugsjón hefði verið leiðarljósið, þeg- ar lagt var upp í þá ferð, sem hófst á leiðtogafundi EFTA-ríkjanna í Ósló í mars 1989. Þar var ákveðið að stefna að evrópsku efnahags- svæði með þátttöku 19 ríkja. Eftir að hafa rakið þróunina frá 1989 og hinar miklu breytingar á alþjóðavettvangi og minnt á þá staðreynd, að hlutlausu ríkin hefðu sótt um aðild að EB, sagði norski forsætisráðherrann hinn 4. apríl, að nú þyrftu Norðmenn að ræða, hvort þeir vildu standa við hlið tveggja nágranna sinna, þegar þeir hefðu ákveðið að mikill meirihluti Norðurlandabúa skyldi ganga í EB. Klæðaskápar í allt husið Fellihurðaskóparnir okkar henta mjög vel í t.d. þröngu anddyri. Framleiðum einnig með opnan- legum hurðum. Fóanlegir í við og lit. Sérsmíðað og staðlað. Eldhús-, bað- og klæðaskópar. H.K. innréttingar, D.ugguvogi 23. Opið í dag kl. 10-16. FERMINGARGJAFIR í ÚRVALI TILDÆMIS: HANDSMÍÐAÐIR14 K HRINGIR MEÐ PERLU 6.900 HRINGER MEÐ STEM 7.900 Jön Slpuniisson Skartppoverzlan LAUGAVEG5-101 REYKJAVÍK SÍMI13383 * « * HREINLÆTI 1 = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð * blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. Hagstœtt verð. VATNSVIRKINN HF. SÍS ARMULA 21 SIMAR 686455 685966 ✓ Björn Bjarnason. „Á sama hátt og ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar komst að þeirri niðurstöðu, að ganga ætti til EES-við- ræðnanna með öðrum EFTA-ríkjum, þarf ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að átta sig á því, hvað hún ætlar að gera, þegar EFTA- ríkin taka hvert á eftir öðru ákvörðun um að fara inn í EB. Eftir uts anríkismálaumræðurn- ar á Alþingi er þess að vænta, að ríkissljórnin láti hendur standa fram úr ermum við þetta verkefni.“ í norskum umræðum ber hátt, að 1972 var því hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu að sækja um aðild að EB. Gro Harlem Brundtland sagði í ræðu sinni: „Ástandið nú er allt annað en 1972. Ef við sæktum nú um aðild, ættum við samleið bæði með Norð- urlöndunum — og með bandamönn- um okkar í NATO. Við yrðum þátt- takendur, ásamt með öðrum Norð- urlöndum og öðrum Vestur-Evrópu- ríkjum, þegar næsta breyting yrði í Evrópu — þegar að því kemur, að við tökum á móti Austur-Evrópu- ríkjunum, sem hafa orðið illa úti vegna einræðis kommúnista; þegar þau semja við EB um að vera virk- ir þátttakendur í sameinaðri Evr- ópu, ekki með 6, heldur með meira en 20 ríkjum. 1972 töldu margir, að það væri dramatísk ákvörðun fyrir Norð- mer.n að stíga skrefið inn í EB. Nú segja margir, að það væri enn werzalitr \ SÓLBEKKIRjV fyrirliggjandi. jARÐARBER Mim <yj bara vegna bragðsins. dramatískari ákvörðun, ef við kys- um að halda á brott frá næstum sameinuðum Norðurlöndum, sem vilja vera þátttakendur og láta að sér kveða í Evrópu.“ í þessum orðum felst vilji til að forða Noregi frá einangrun. Svipuð viðhorf hljóta óhjákvæmilega að koma fram hér á landi. Tímamörkin Þegar íslendingar tóku ákvörðun um aðild að Atlantshafsbandalag- inu 1949, var aðdragandinn að þeirri ákvörðun ekki langur. Dr. Þór Whitehead prófessor lýsir hon- um í ritgerð, sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Sögu. Samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem var mynduð á árinu 1947, hafði ekki á stefnuskrá sinni, að ísland yrði að- ili að Atlantshafsbandalaginu. Hún brást hins vegar hárrétt við breytt- um aðstæðum á skömmum tíma á fyrstu mánuðum ársins 1949. Norðmenn líta þannig á, að þeir hafi að minnsta kosti tíma til ára- móta til að ákveða, hvort þeir hafi samflot með Svíum og Finnum í aðildarviðræðum við EB. Fresturinn til að slást í þennan hóp kann að vera lengri. EES-samningaviðræð- urnar sýna, að ákvarðanir EB drag- ast á langinn, ekki vegna miðstjórn- arvalds innan þess, heldur þvert á móti vegna skorts á því og vegna afstöðu einstakra aðildarríkja eða valdabaráttu milli stjórnarstofnana EB. í ár kann EB að setja tímamörk um það, hvenær ríki þurfa að til- kynna vilja sinn til að vera með í næstu lotu aðiidarviðræðna. Slíkar viðræður taka vafalaust mörg ár. Sú staðreynd veldur því, að EFTA- ríkin, sem vilja inn í EB, eru jafn- áhugasöm og áður um að EES- samningurinn taki gildi. Hann á eftir að gagnast yel í nokkur ár fyrir þá, er líta samninginn sem áfanga á leiðinni í EB, og lengur fyrir þá, er vilja hafa hann sem endastöð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík. Árni Sigurðsson Árni Signrðs- son sýnir í Gerðubergi ÁRNI Sigurðsson opnar mynd- listarsýningu í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi, mánudag- inn 13. apríl kl. 20.00. Árni er búsettur í Svíþjóð og er þetta fyrsta sýning hans á ís- landi. Hann er sonur Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns og Ineke Guðmundsson og hefur hann búið erlendis frá því hann var fimm ára gamall. Menntun sína hlaut Árni hjá AKT Enscede í Hollandi og í Konsthögskolan í Stokkhólmi. Sýningin í Gerðubérgi er þriðja einkasýning Árna og á henni sýn- ir hann teikningar og litógrafíur. Sýningin er opin mán.-fim. kl. 10-22 og fös.-laug. kl. 13-16. Sýningunni lýkur 19. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.