Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 15 Upp úr eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Þjóðir og einstaklingar um allan hinn vestræna heim standa nú á krossgötum. A rúmum þremur árum hefur orðið gerbreyting á svart- hvítri heimsmynd eftirstríðsáranna. Sú breyting kallar á pólitískt endur- mat sem er hvorki einfalt né sárs- aukalaust en miklu skiptir að hver og einn nýti sér nýfengið frelsi til að skoða og skilgreina veröldina að nýju. Umræðuhefð í utanríkismálum Það er ríkt í flestum, einkum stjórnmálamönnum, að firra sig pólitískum óþægindum, ekki síst í utanríkismálum þegar margvíslegir stimplar eru á floti og menn sem ekki rekast með réttum hætti í umræðunni eru ýmist stimplaðir sem einangrunarsinnar eða land- sölumenn. En til þess eru vítin að varast þau. Islensk þjóð er nýskrið- in upp úr skotgröfum sem mynduð- ust á fimmta áratugnum vegna ágreinings í utanríkismálum og það er mikilvægt að við reynum í lengstu lög að koma í veg fyrir að hún skríði ofan í þær aftur. Að ýmsu leyti stöndum við íslend- ingar nú í svipuðum sporum og við gerðum að stríðslokum, þ.e. við verðum að finna okkur stað í breytt- um heimi. Að vísu voru aðstæður að því leytinu til öðruvísi þá en nú, að menn og þjóðir voru í sárum eftir mannskæða styijöld og milli herveldanna í austri og vestri ríkti gagnkvæm tortryggni. Þetta hafði áhrif á hugmyndir og tilfinningar fólks um heim allan sem skipaði sér í tvær andstæðar og — oft á tíðum — fjandsamlegar fylkingar. Sem betur fer þurfum við núna ekki að ræða utanríkisstefnu íslend- inga og stöðu Islands í alþjóðamál- um við þessar aðstæður. Það er engu að síður hætt við að umræðan leiti í gamalkunnugt far m.a. vegna þess að einu hefðirnar sem við ís- lendingar eigum í umræðum um utanríkismál eru hefðir sjálfstæðis- baráttunnar og herstöðvabaráttunn- ar en þessar tvær hefðir eru reynd- ar sérkenniiega samofnar. Þær duga okkur hins vegar ekki til að fjalla um veruleikann í dag og þau úr- lausnarefni sem við stöndum and- spænis. Mosfellsprestakall: Messur, fermingar og ferðalög Tvær messur verða í Mos- fellsprestakalli yfir páskana. Á föstudaginn langa verður messa í Mosfellskirkju klukkan 13.00 en einnig verður messað að Vistheimilinu í Víðinesi klukkan 11.00. Á páskadag verður hátíð- armessa í Lágafellskirkju klukkan 8.00. Tvær fermingar verða í Lága- fellskirkjuá pálmasunnudag og skírdag, þær fyrri klukkan -10.30 og þær seinni klukkan 13.30. Þá verður altarisganga á Reykjalundi klukkan 19.30 á skírdag. Sumar- daginn fyrsta, 23. apríl, verða svo tvær fermingarathafnir í Mosfells- kirkju og er tímsetning sú sama og á fyrrnefndum fermingum. Fyrirhugað er að fara með börn sem sótt hafa sunnudagaskólann í söfnuðinum í vorferðalag þann 3. maí nk. Að öllum líkindum verð- ur farið'í Skálholt með viðkomu í Hveragerði og verður tekið við þátttökuskráningum í safnaðar- heimilinu 29. og 30. apríl skotgröfunum Anddyrið að veislusalnum Eitthvert brýnasta innan- og ut- anríkismál íslendinga um þessar mundir er afstaðan til Efnahags- bandalagsins (EB). Allir stjórnmála- flokkar eru sammála um að við þurfum að tengjast bandalaginu með einum eða öðrum hætti en þá greinir á um hverra kosta við eigum völ í því sambandi og hvaða kostir eru farsælastir þegar til lengri tíma er litið. Undanfarin þijú ár hafa menn einblínt á hið evrópska efnahags- svæði (EES) og allir stjórnmála- flokkar nema Kvennalistinn hafa lýst yfir vilja sínum til að láta reyna á þá leið til að tengjast EB. Við Kvennalistakonur höfum hins vegar alltaf haldið því fram að EES sé anddyrið að EB og vilji menn hið fyrra stefni þeir í raun á hið síðara. Þessi skoðun er ekki okkar uppfinn- ing því út um alla Evrópu tala menn um EES með þessum hætti. Martin Bangemann, varaforseti fram- kvæmdastjórnar EB, var spurður að því nýlega í svissneska tímaritinu Le nouveau quotidien hvort menn gætu nú gleymt EES? Hvort það þjónaði engum tilgangi lengur? Hann svaraði því neitandi og sagði: „Svo talað sé táknrænt, þá er EES anddyrið að stóra, upplýsta veislu- salnum þar sem kvöldverðurinn mikli verður framreiddur.“(!) Vegna skoðana Kvennalista- kvenna á EES hafa margir furðað sig á ítrekuðum yfirlýsingum mínum um að ég telji eðlilegt að ræða að- ild að EB sem einn af þeim kostum sem við Islendingar eigum núna í utanríkismálum. Og í anda þeirra hefða í utanríkisumræðu, sem ég gat um áðan, hafa einstaka menn látið þetta verða sér tiiefni til að draga upp úr pússi sínu gamla svikastimpla rétt eins og það mætti’ verða til að stöðva umræðuna. Mál- ið er bara ekki svo einfalt vegna þess að aðild að EB er einn af kost- unum alveg óháð því hversu vel okkur geðjast hann. Og því skyldi ég neita að taka þátt í umræðu um aðild að EB fremur en EES þegar ég er þeirrar skoðunar að hið síðara sé skref í átt til hins fyrra? Ottinn við framtíðina Ég held að það þjóni ekki hags- munum íslendinga að ræða EES einangrað og án þess að gera sér sæmilega skýra grein fyrir því sem líklega muni gerast ef og þegar önnur ríki EFTA ganga inn í EB. Hin einangraða umræða er vissu- lega'einfaldari og auðveldar ýmsum að taka afstöðu til EES-samningsins en við getum tæplega gert út á þægindin í þessum málum. Ef menn ætla á annað borð að ræða EES þá verður EB að vera inni í þeirri mynd. Eftir aðlögunarferlið í EES gætum við hæglega staðið í þeim sporum að EB hefði ráð okkar í hendi sér og hverra kosta ættum við_ þá völ? í Reykjavíkubréfi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er fjallað um þær umræður sem urðu um aðild að EB í kjölfar skýrslu utanríkisráðherra til Álþingis í síðustu viku. Er greini- legt að þar á bæ gætir nokkurs ótta við þessa umræðu og er lögð mikil áhersla á það í bréfinu að ís- lensk stjórnvöld leggi alla áherslu á að tryggja framgang samningsins um EES. En hvað svo? Hvert er ferðinni heitið? Ætlum við að láta kylfu ráða kasti? Heyrt hef ég þá skoðun að ef evrópska efnahagssvæðið leysist upp vegna inngöngu EFTA-ríkjanna í ÉB muni samningurinn um EES einfaldlega breytast í tvíhliða samn- ing milli íslands og EB. Þeir sem halda þessu fram hafa þó ekki lagt það á sig að útskýra nánar hvernig það muni gerast. Þannig voru svör utanríkisráðhen'a í Mbl. 7. apríl sl. heldur óljós og var helst á honum að skilja að hann setti traust sitt á að þær EFTA-þjóðir sem ganga í EB muni sjá til þess að íslendingar fari ekki halloka þegar EES líður undir lok. Væntanlega yrðum við þó eftir sem áður að byggja á laga- grunni EB og hvað verður um deilu- mál sem upp kunna að koma vegna þeirra laga? Getum við sætt okkur við að EB-dómstóllinn dæmi í þeim málum? Hvað verður um EFTÁ og allar þær stofnanir sem setja þarf á laggirnar á þess vegum til að aðildarríki þess geti staðið við sinn hluta samningsins? Mín skoðun er sú að þeir sem eru ákafastir talsmenn þess að gerður sé samningur um EÉS en vilja láta þar við sitja, geti ekki hliðrað sér öllu lengur hjá því að svara þessum spurningum. Þessi umræða er brýnni en ella þar sem fyrir liggur að stjórnvöld í öllum EFTA-ríkjunum, nema í Sviss Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Eignarréttur yfir auð- lindum og mikilvæg- ustu fyrirtækjum skipt- ir litlar þjóðir mun meira máli en stórar. Það skiptir okkur máli að valdið sé ekki í hönd- um manna eða afla sem eru ósýnileg, óhöndlan- leg og víðs fjarri ís- lenskum veruleika. Þeir sem með þetta vald fara þurfa að vera þekktir og tiltækir og deila kjörum með þessari þjóð.“ og á íslandi, hafa ákveðið að taka stefnuna á EB. Er það mat flestra að þess verði ekki langt að bíða að Svisslendingar geri slíkt hið sama. Það er þó ekki þar með sagt að þessi ríki verði öll komin inn í EB eftir skamman tíma — jafnvel árið 1995 eins og heyrst hefur. Bæði gætu samningarnir tekið lengri tíma og eins gæti farið svo að þjóðirnar höfnuðu aðildinni í þjóðaratkvæða- greiðslu en á öllum Norðurlöndunum eru skoðanir mjög skiptar um ágæti EB-aðildar. Við Islendingar höfum þó ekki við annað að styðjast en stefnu stjórnvalda í þessurn löndum og hljótum að taka hana alvarlega. Hvað skiptir máli? íslensk þjóð — eins þrasgeftn og hún annars er, virðist nokkuð sam- mála um að hvernig sem allt veltist og snýst í samskiptum okkar við aðrar þjóðir, þá verðunt við að tryggja óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir helstu auðlindum sínum, ekki síst fiskimiðunum og fallvötnunum. Um þau yfirráð megi ekki vera neinn vafi. Þessi yfirráð skipta ekki síst máli ef og þegar hinar stóru heildir leysast upp, því það geta þær sannarlega gert eins og dæmin sanna. Eignarréttur yfir auðlindum og mikilvægustu fyrirtækjum skipt- ir litlar þjóðir mun meira máli en stórar. Það skiptir okkur máli að valdið sé ekki í höndum manna eða afla sem eru ósýnileg, óhöndlanleg og víðs fjarri íslenskum veruleika. Þeir sem með þetta vald fara þurfa að vera þekktir og tiltækir og deila kjörum með þessari þjóð. En það þarf að huga að fleiru en fiski. Við verðum að standa vörð um umhverfi okkar, menningu og tungu þó að ekki væri vegna ann- ars en þess að fjölbreytni er kostur í sjálfu sér og öflug menning er ein- hver mikilvægasti aflvaki þjóðar. Ég er nokkuð sannfærð um að menningu okkar stafar engin sér- stök hætta af nánum tengslum við aðrar þjóðir, jafnvel ekki af aðild að EB. Það sem gæti hins vegar sem best gert út af við hana væri viðvar- andi andvara- og aðgerðaieysi stjórnvalda og almennings. Um- hverfismálin eru svo kapítuli út af fyrir sig því að það er óhætt að fullyrða að sú mikla hagvaxtarsókn sem EB undirbýr nú er síst til þess fallin að vemda umhverfi og lífríki. Það er mín skoðun að allt þetta og margt fleira þurft að leggja til grundvallar umræðu sem fram fari í þjóðfélaginu öllu um stöðu íslands í breyttum heimi. Sú umræða er ekki einföld og hún getur aldrei veitt endanleg svör. Svör einstakl- inga og flokka hljóta á endanum að ráðast af mati þeirra á því hvaða gæði vegi þyngst í lífi okkar sem einstaklinga og þjóðar. Og jafnvel þó að við næðum samstöðu um þessi gæði er alls ekki víst að við verðum sammála um hvemig þau verði best tryggð. Við getum engu að síður verið Sammála um að fara ýmsar leiðir í leit að svörum en ganga ekki út frá því sem gefnu að við stöndum andspænis hyldýpisgjá þar sem við eigutn ekki annarra kosta völ en að halda okkur á öðrum hvor- um bakkanum og utan kallfæris við hvert annað. Höfundur er alþingismadur fyrir Kvennalista. HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandartkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á tsveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardagá kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 0Q Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. r/ U/UJ'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.