Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992
17
Opið bréf til heilbrigðisráðherra
eftír Jens
Kjartansson
Nýverið hafa embættismenn yðar
og Alþingis í stjórnarnefnd Ríkis-
spítalanna ákveðið að loka bruna-
deild Landspítalans. Viðbrögð við
þessari ákvörðun hafa ekki verið
mikil á opinberum vettvangi, nema
j)á helst hjá Spaugstofumönnum.
Ástæðan er einföld. Brunasjúklingar
eru ekki 'þrýstihópur og fáir eru til-
búnir að setja sig í spor þessara sjúkl-
inga og aðstandenda þeirra. Við leið-
um ekki hugann að því, að e.t.v.
verðum við eða nákominn ættingi
fyrir þeirri lífsreynslu að verða fórn-
arlömb brunaáverka þannig að með-
ferðar er þörf á fullkominni bruna-
deild. Þar er besta mögulega með-
ferð veitt til að bjarga lífi viðkom-
andi og ekki síður til að draga sem
mest úr þeim menjum sem af áverk-
anum geta hlotist. Á slíkri deild ná
treysta að rétt sé staðið að allri
meðferð þar sem jafnvel smáatriðin
geta skipt sköpum., Klukkustundir
jafnvel mínútur, geta skilið milli lífs
og dauða og réttar aðgerðir á réttum
tíma geta dregið úr eða forðað
hörmulegum lýtum sem af bruna
geta hlotist.
Síðan íslenska þjóðin fékk fullveldi
frá Dönum höfum við leitast við að
standa á eigin fótum með flesta hluti.
Þetta á ekki hvað síst við um heil-
brigðisþjónustu. Með tilkomu heila-
og taugaskurðdeildar á Borgarspítal-
anum þurfum við ekki lengur að
senda fólk með höfuðáverka til að-
gerða í Danmörku. Við höfum hafið
hjartaaðgerðir á Landspítalanum
með mjög góðum árangri. Glasa-
fijóvganir virðast hvergi ganga betur
en hér á landi og meir að segja hef-
ur geðveilum afbrotamönnum verið
fundinn staður hér heima.
Brunameðferð hefur verið rekin á
Landspítalanum um langt skeið með
góðum árangri og við höfum ekki
þurft að leita annað með þá flóknu
meðferð, sem brunameðferðin er.
Slík meðferðareining er ekki sett á
stofn í einu vetfangi. Því fer fjarri.
Meðferðin byggir á sérhæfðri þekk-
ingu lækna, hjúkrunarfræðinga,
sjúkraþálfara, iðjuþjálfara, stoð-
tækjasmiða og félagsráðgjafa. Til
þess að slík meðferðareining sé
starfshæf, þarf hún að eiga sér sama-
stað. Slíkur staður er brunadeild.
Fyrir utan kröfu um mikla sérþekk-
ingu, þá fylgir því mikið andlegt álag
að hjúkra brunasjúklingum, sem oft
verða gripnir vonleysi og uppgjöf
vegna eðlis áverkanna og langvar-
andi sjúkrahúslegu. Starfsfólk á slíka
deild er ekki tínt upp af götunni.
Það er því ábyrgðarhlutur að
tvístra starfsfólki brunadeildarinnar
og dreifa íslenskum brunasjúklingum
á hinar ýmsu deildir Landspítalans
þar sem sérhæft starfsfólk sinnir
ekki hjúkrun sjúklinganna og getur
það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
í för með sér. Áuk þess sem þessir
sjúklingar eru iðulega sýktir og fylg-
ir því viss áhætta fyrir aðra sjúklinga
deildanna. Hér hefur verið litið til
smærri bruna. Hitt er þó öllu verra
að sjúklinga með alvarlegri bruna
verður að senda til útlanda (e.t.v.
Danmerkur). Einn mikilvægasti þátt-
urinn í umönnun brunasjúklinga eft-
ir slys er að róa viðkomandi til að
draga úr losteinkennum, en flestir
eru í losti við komu á sjúkrahús.
VINKLAR A TRE
Hvernig má sú vitneskja verða til
að róa viðkomandi, að hann verði
fluttur til útlanda og komi til með
að dvelja þar 3, 4 .. . Guð má vita
hve marga mánuði þar til bata er
náð. Gera menn sér grein fyrir því
hversu gífurlegt álag það er fyrir
sjúkling og aðstandendur að hafa
sína nánustu í slíkri fjarlægð?
Þeir, sem til þekkja, vita, að bruna-
meðferð er ekki lokið, þó sár grói.
Þeir sjúklingar sem koma grónir er-
lendis frá þurfa áframhaldandi með-
ferð sem er best komin í höndum
þess læknis er meðhöndlaði sjúkling-
„Það er því ábyrgðar-
hlutur að tvístra starfs-
fólki brunadeildarinnar
og dreifa íslenskum
brunasjúklingum á hin-
ar ýmsu deildir Land-
spítalans þar sem sér-
hæft starfsfólk sinnir
ekki hjúkrun sjúkling-
anna og getur það haft
ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar í för með sér.“
inn en hann er nú hvergi nærri.
Ég mótmæli því fyrir hönd þeirra
ógæfusömu sjúklinga sem í nánustu
framtíð eiga eftir að verða fórn-
arlömb bruna, að ætíð sé ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur
þegar gæta þarf aðhalds í heilbrigðis-
kerfinu. Gera verður kröfu til þess
að læknisfræðileg rök og heill sjúkl-
inga ráði mestu um hvar sparað er
en ekki ýtni einstakra forstöðumanna
innan þessa kerfis.
Höfundur er lýtalæknir áSt.
Jósefsspítala í Hafnarfirði og var
læknirá brunadcild Karolinska
sjúkrahússins íStokkhólmi um 5
ára skeið, 1983-1988.
Jens Kjartansson
BILA
HUSIÐ
sævarhöfða 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar
OPIÐ:
LAICARDAC
frá 10-1700
Örugg bílasala
á góðum stað
YFIR 150 BÍLAR Á STAÐNUM
Munið að við höfum 30 bíla
í hverjum mán sem við bjóðum
á tilboðsverði og tilboðskjörum
Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og
jafnvel enga útborgun
SUBARU1800 ST 4X4 ÁRG. 1988
ekin aðeins 41 þ.km, 5 gíra, álfelgur, aukadekk. Ath. skipti
á ódýrari, verð 880 þús. stgr. Höfum ailarárg. afSubaru.
MMC PAJERO LANGUR 3,0 ÁRG1990 ekinn 28 þ.km, sjálfskiptur,
topplúga, álfelgur, samlæsing ofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 2180 þús. stgr. Höfum flestar árg. af Pajero einnig stutta.
NOSSAN PRIMMERA 2000 SLX ARG. 1991
ekinn 26 þ.km, sjálfskiptur, aukadekk ofl
Ath. skipti á ódýrari, verð 1250 þús. stgr.
SUBARU LEGACY1800 SEDAN 4X4 ÁRG. 1990
ekinn 0,2 þ.km, sjálfskiptur, samlæsing ofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 1250 þús. stgr. Höfum einnig station Legacy árg. 90 og 1991.
Ég er ekki brunasjúklingur!
NISSAN SUNNY1600 SLX 4X4 ÁRG1991 ekinn 17 þ.km,
5 gíra, sídrif, samlæsing, rafm.rúðru ofl. Ath. skipti á ódýrari,
verð 1070 þús. stgr. Höfum allarárg. afSunný!
NISSAN PATR0L TURBÓ DISEL ÁRG. 1990 ekinn 23 þ.km,
5 gíra, splittað drifaftan, 33" dekk, álfelgur o.m.fl. Ath. skipti
á ódýrari. verð 2800 þús. stgr. Höfum flestarárg. afPatrol
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞYZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
EINKAUMBOÐ
£8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640