Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992
*
Armann Reynisson:
Krafist rannsóknar
og bóta af Seðlabanka
_A A
Fréttaflutningur RUV af Avöxtunar-
málinu verði kannaður
ÁRMANN Reynisson, fyrrum forstjóri Ávöxtunar, hefur ritað
bankastjórn og bankaráði Seðlabanka íslands bréf þar sem hann
óskar eftir að þessir aðilar láti hlutlausa aðila kanna „hver í
Seðlabanka íslands lak upplýsingum til Ólafs Ragnars Grímsson-
ar um tímabundna erfiðleika Avöxtunar". í bréfi Ármanns er
spurt hvort sá aðili hafi ekki brotið lög og siðareglur bankans og
sé í raun höfuðpaur Ávöxtunarmálsins sem beri að draga til
ábyrgðar á afleiðingum þess. Ármann hefur jafnframt farið fram
á það bréflega við útvarpsráð að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins
af Ávöxtunarmálinu og aðför þess að persónu sinni verði kannað-
ur af hlutlausum aðilum.
Þá fer Ármann Reynisson fram
á það í bréfinu til Seðlabankans
að bankaeftirlitið biðjist afsökunar
á og taki til baka ummæli í grein-
argerð sem vitnað var til í fréttum
útvarpsins en þau voru á þá leið
að bankaeftirlitið hefði ekki borið
traust til Ármanns „enda ljóst frá
upphafi að að hann hafði ekkert
skynbragð á eðli verðbréfavið-
skipta eða reksturs verðbréfa-
• •
Benedikt Om
Benedikts-
son látinn
BENEDIKT Örn Benediktsson
var jarðsettur þann 4. apríl í
Tuscon, Arizona.
Benedikt, sonur Einar Benedikts-
sonar skálds og konu hans Valgerð-
ar Zoéga, lést í Tuscon Arizona 27.
mars og var 88 ára að aldri. Öm
flutti vestur árið 1929 frá Bret-
landi, þar sem hann ólst upp og
kvæntist árið 1931 eftirlifandi konu
sinni Phyllis F. Jennings en þau
áttu fjóra syni, þá Philip, Jón,
Christopher og Thomas.
sjóða“ og fleira í þeim dúr. Þá er
sú krafa gerð að bankaráð og
bankastjórn ákveði á eigin spýtur
hæfilegar miskabætur vegna þess-
ara ærumeiðandi ummæla um
Ármann og renni bæturnar að
jöfnu til Kvennaathvarfsins í
Reykjavík og Orgelsjóðs Hall-
grímskirkju í Reykjavík.
í bréfi sínu til Halldóru Rafnar,
formanns útvarpsráðs, segir Ár-
mann að rekja megi upphaf svo-
nefnds Ávöxtunarmáls m.a. til
þess sem Ármann nefnir „upp-
hlaups Ólafs Ragnars Grímssonar
alþingismanns í Ríkisútvarpinu
19. ágúst 1988.“ Frá og með þeim
tíma hafi fréttastofa Ríkisútvarps-
ins hafið slíka „helför" í frétta-
flutningi af Ávöxtunarmálinu að
með ólíkindum sé. Hann fer fram
á að hlutlausir aðilar kanni hvort
það samrýmist lögum og siðaregl-
um Ríkisútvarpsins „að maður á
borð við Ólaf Ragnar Grímsson
geti misnotað stofnunina á þann
máta er raun bervitni“. Að frétta-
flutningur af Ávöxtunarmálinu
verði borinn saman við fréttaflutn-
ing á öllum hliðstæðum málum á
sama tíma og fram til dagsins í
dag og sérstaklega verði könnuð
aðför að persónu hans sjálfs.
Frá samæfingu Háskólakórsins og Hamrahlíðarkórsins i íslensku óperunni sl. miðvikudagskvöld.
Hamrahlíðarkórinn og Háskólakórinn í Islensku óperunni:
Lagið kom
af sjálfu sér
-segir Skúli Halldórsson um nýtt lag
við „Það er leikur að læra“
SKÚLI Halldórsson, tónskáld,
hefur tekið áskorun Helga
Hálfdanarsonar og samið nýtt
lag við barnavísur Guðjóns
Guðjónssonar, skólamanns, Það
er leikur að læra. Helgi hefur
skorað á tónskáld að semja
nýtt lag við vísurnar þar sem
gamla lagið eigi ekki við brag-
arhátt þeirra. Eins og fram
hefur komið hér í blaðinu hafa
tónskáldin Atli Heimir Sveins-
son og Jón Þórarinsson einnig
tekið áskorun Helga.
Þegar spurst var fyrir um tilurð
lagsins sagðist Skúii ekkert hafa
hugsað út í að lagið væri vitlaust
samkvæmt reglum fyrr en hann
hefði séð pistil Helga. Nokkrum
dögum seinna hefði lagið orðið til.
„Ég fer oft hérna út á pallinn
og fæ hugmyndir. Nú, ég velti
því fyrir mér hvort ekki væri
hægt að koma því þannig fyrir
að áherslurnar kæmu á stuðlana
og höfuðstafina. Svo kom lagið
af sjálfu sér eins og oft vill verða,“
sagði Skúli. „Þannig var það líka
þegar ég samdi Smaladrenginn.
Hann varð til á einni til tveimur
mínútum og svo var bara að ná
í blýant og skrifa til að gleyma
Skúli Halldórsson
ekki,“ sagði.hann og bætti við að
honum fyndist stundum eins og
að lög væri ekki eins góð ef lengi
væri glímt við hugmyndina. Þau
sem kæmu eldsnöggt væru oft
betri.
Skúli segist hafa reynt að semja
íjörugt og skemmtilegt lag. Engu
Sameiginlegir tónleikar
í tilefni af Ari söngsins
HAMRAHLÍÐARKÓRINN og Háskólakórinn halda sameiginlega tón-
leika í Islensku óperunni í dag, laugardag, kl. 14.30 í tilefni af Ári
söngsins. Er þetta í fyrsta sinn sem þessir kórar halda sameiginlega
tónleika. Kórfélagar þeirra í dag eru 80-90 talsins. Efnisskráin verð-
ur fjölbreytt og má þar nefna verk eftir E. Grieg og Poulenc en
Hamrahlíðarkórinn frumflytur einnig nýtt verk, Haust, eftir Atla
Heimi Sveinsson á tónleikunum og Háskólakórinn flytur nýlegt verk
sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir kórinn og frumflutt var á
háskólahátíð í desember. Stjórnendur kóranna eru Þorgerður Ing-
ólfsdóttir og Ferenc Utassy.
„Okkur Þorgerði datt í hug í
haust að gaman væri að þessir tveir
skólakórar efldu með sér samvinnu
af því tilefni að nú er hafið ár söngs-
ins,“ segir Ferenc Utassy í sam-
tali við Morgunblaðið um tilurð
þessara sameiginlegu tónleika.
„Með þessu viljum við benda á
jákvæða samvinnu kóra á íslandi
og sameina fólk í söng eins og þarna
er gert,“ segir Þorgerður Ingólfs-
dóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkórs-
ins.
Tónleikarnir hefjast á samsöng
7.
t/c/O
cuQZ ÍCZ/
-&‘i ^///A-<rz' c/T
-Ce//i'/Kí
& • -í m V— L - / }_
Vi ? . ,| bL .1
L -|
/CcfO, of T/rn /Wr/zcz ow/*
cf //r/ 7 'Jlya/p/fy J/r >
y 7??/=>
pj LJt: j
" <i'btfi/i/t’ z, iz/?n />/' e, .
J) ' ' '
/?K/ < z^c -c'í- * /ZoJ.
* i> i llf L_J N m 2 -61
•i
N k 0
að síður segist hann nokkuð viss
um að krakkar haldi áfram að
syngja gamla lagið. „Það þarf
mikið til að slá út það sem er
rótgróið hjá þjóðinni eins og þetta
iag sem allir syngja. Krakkar al-
veg niður í 2ja ára kunna það,“
sagði hann en kvað ekki ólíklegt
að annað lag gæti orðið þekkt
með hinu ef það væri kynnt.
kóranna og munu þeir einnig syngja
saman í lok tónleikanna en kórarn-
ir syngja auk þess sitt í hvoru lagi.
„Þetta eru allt verk sem samin
eru á þessari öld. Elsta tónverkið
sem Hamrahlíðarkórinn flytur
stendur föstum fótum í rómantík-
inni en þar er um að ræða síðasta
tónverkið sem Grieg samdi og er
það jafnfram stærsta kórverk hans.
Þetta er sennilega í fyrsta skipti
sem þetta verk er flutt á Islandi,"
segir Þorgerður.
Nýjasta verkið er eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem hann samdi á þessu
ári og mun Hamrahlíðarkórinn
frumflytja það á þessum tónleikum.
Þorgerður sagði að þau verk sem
kórarnir flytja sameiginlega væru
lítið þekkt á íslandi. Þar væri ann-
ars vegar um að ræða verk eftir
svissneskt núlifandi tónskáld sem
er hylling til tónlistarinnar. Kórarn-
ir munu svo ljúka tónleikunum sam-
an á verki eftir ungverska tónskáld-
ið Kodai.
Á efnisskrá Háskólakórisins eru
verk eftir frönsku tuttugustualdart-
ónskáldin Poulenc og Ravel, eitt
ungverskt verk og ítalskt verk eftir
Dallapiccola auk fyrrnefnds tón-
verks eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Hamrahlíðarkórinn er þessa dag-
ana að undirbúa sig fyrir þátttöku
í alþjóðlegu listahátíðinni í Bergen
í maí nk. en þar mun kórinn koma
fram á sérstakri íslandsviku sem
haldin er í tengslum við að forseti
íslands verður heiðursgestur á
listahátíðinni.
„Við verðum með tvenna stóra,
sjálfstæða tónleika með ólíkum
efnisskrám á listahátíðinni,“
sagði Þorgerður. Áhersla verðu
lögð á að kynna íslenska tónlist,
bæði eldri tónlist og samtíma-
tónlist eftir helstu tónskáld íslands.
Þá mun kórinn opna sérstaka tón-
leikaröð verka eftir Grieg ásamt
þekktasta barritónsöngvara Noregs
í dag, Harald Bjorkoy. Faratónleik-
arnir fram í nýju tónlistarhúsi sem
byggt hefur verið á heimili Griegs.
Auk þessa mun kórinn m.a. syngja
við messu í dómkirkjunni í Bergen.
Hamrahlíðarkórnum hefur einnig
verið boðið á stóra alþjóðlega hátíð
í Þýskalandi í júní þar sem þema
hátíðarinnar er ungt fólk sem fæst
við tónlist samtímans.
Að sögn Ferenc Utassy fer hluti
Háskólakórsins til Kanada og
Bandaríkjanna í sumar þar sem
farið verður á slóðir vestur íslend-
inga til tónleikahalds.