Morgunblaðið - 11.04.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992
Brotinn gítar
ÞRIÐJA tilraunakvöld Músíktilrauna var sögulegt uin margt
og úrslitin komu á óvart, því hljómsveit, sem ekki vildi sigra
sigraði örugglega. Það varð meðal annars til þess að einu
dauðarokksveitir kvöldsins komust í úrslit.
Fyrsta sveitin á svið hét því
undarlega nafni Tjalz Gissur og
kom úr Kópavogi. Sveitarmenn
höfðu lýst tónlist sinni sem pönki
en það var öðru nær, því megn-
ið var hrein sýra. Fyrsta lag
sveitarinnar galt þess að sveitar-
menn voru fyrstir á svið og því
óöruggir, þó söngvari sveitarinn-
ar hafi verið frískur. í öðru lag-
inu mátti þó heyra að Tjalz Giss-
ur býr yfir ýmsu og þriðja lagið
var fyrirtak, þó endirinn hafi
mislukkast. Fjórða lag sveitar-
innar var svo gríðarlegt klisju-
safn í tónlist og textum og best
að gleyma því sem fyrst. Tjalz
Gissur á góða framtíð fyrir sér
og þá sérstaklega þegar sveitar-
menn vaxa uppúr þunnum ensk-
um textum.
Dyslexia hét næsta sveit og
kom úr Eiðaskólar Þaðan hafa
áður komið nokkrar sveitir,
þeirra helst Trassarnir og
Dyslexia stendur reyndar nokk-
uð í skugga Trassanna. Tónlistin
var full afleidd og allmikið skorti
á sjálfstæðan persónuleika, en
það kemur líklega í næstu
Músíktilraunum. Þriðja lag
sveitarinnar var ágætt, en loka-
lagið mætti að skaðlausu stytta
um % og jafnvel meira.
Niturbasarnir koma frá
Djúpavogi og leika pönkað rokk.
Sveitin var ein sú skemmtileg-
asta þetta kvöld og keyrði gríð-
arvel. Sérstaklega var lokalagið,
Ugludjöfull, gott, en nokkuð
spiliti barnaskapur í textum í
hinum lögunum. Eins og pönk-
sveita er siður lauk sveitin leik
sínum á að brjóta gítar og dreifa
hlutum hans meðal áheyrenda,
sem var í fullu samræmi við það
sem á undan var komið.
Uxorius er trashsveit frá Dal-
vík, sem leikur verk í lengri
kantinum. Fyrir vikið náðu Dal-
víkingar ekki upp neinni
stemmningu sem nokkru nam,
þrátt fyrir góða tilburði í
hljóðfæraslætti og þétta keyrslu.
Besta lagið var annað lag henn-
ar, Misery, en hin náðu ein-
hvemveginn ekki að lifna.
Dauðasveitin Cremation var
fyrsta dauðarokksveit kvöldsins
og á köflum skemmtileg. Söngv-
ari sveitarinnar er prýðilegur,
en ekki gekk sveitarmönnum vel
að halda saman í hægum köflum
laganna, þó hraðakstur hefi
Stoltir Niturbasar.
Sjúðann úr Breiðholti.
heppnast mjög vel. Þetta var
sérstaklega áberandi í öðru lagi
sveitarinnar þar sem taktskipti
klúðruðust í miðju.
Sjúðann lék rokk allt annarrar
gerðar en áður var komið og á
köflum mjög skemmtilegt. Best
tókst sveitinni upp í þriða lagi,
en þó fjórða lag hennar hafi
verið gott þá voru á því ýmsir
hnökrar sem skrifast ýmist á
reynslu- eða stefnuleysi.
Baphomet var geysiþétt
dauðaokksveit frá Akureyri sem
kom vel undir tilraunirnar búin.
Þriðja lag sveitarinnar var gott,
en það fjórða, sem var jafnframt
Maunir, takk, en nei takk.
Cremation. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Dyslexia, Trassarokk.
Uxorius
hraðast, langbest og reyndar
með betri lögum þetta kvöld.
Lokasveit kvöldsins, kamm-
erpönksveitin Maunir, virtist
hafa salinn að nokkru á sínu
bandi, ef marka mátti fagnaðar-
lætin áður en sveitin byrjaði að
spila. Það mátti glöggt heyra
að sveitarmenn voru komnir til
að reyna á þanþol tónlistarinn-
ar, því aðeins sýndi einn sveitar-
manna kunnáttu á hljóðfæri,
trymbillinn, sem átti góða
spretti, en aðrir sveitarmenn
frömdu hermdarverk á hljóðfæri
sín og beittu fyrir sig hömrum
og ámóta. Sérstaklega var gam-
an að heyra hvernig blúsformið
var leyst upp, tuggið og spýtt út
í öðru lagi sveitarinnar, þar sem
blústextaklisjur voru matreiddar
með. Lokalag sveitarinnar end-
aði á eggagjörningi og síðan var
gítar brotinn í spón og dreift til
lystahafenda. Maunir voru
skemmtilegasta sveit kvöldsins;
sveit sem ögraði viðteknum hug-
myndum um tónlist, tætti í sig
tónlistarform miskunnarlaust.
Sveitinni tókst og að fá áheyr-
endur með sér og í lokin voru
allir viðstaddir komnir á fætur
og farnir að hvetja sveitina
áfram eins og á kappleik.
I ljósi ofangreinds kom niður-
staða talningar ekki svo mjög á
óvart, því Maunir sigruðu með
allnokkrum yfirburðum. Sveitar-
menn ákváðu þó að draga sig í
hlé; sögðu að annan eins gjörn-
ing væri ekki hægt að endurtaka
með svo litlum fyrirvara og því
fóru sveitinar í öðru og þriðja
sæti, Cremation og Baphomet,
i úrslit. Dómnefnd ákvað síðan
að Niturbasarnir ættu erindi í
úrslit.
Árni Matthíasson
GÖSLARAGANGUR
Leigjandinn lokkaprúði
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Saga Bíó
Kuffs
Leikstjóri Bruee Evans. Aðal-
leikendur Christian Slater,
Tony Goldwyn, Bruce Boxleitn-
er, Milla Jovovich. Bandarísk.-
Universal 1991.
Myndin Kuffs segir af hugarf-
arsbreytingum og hetjudáðum
piltsins Slaters, sem í myndarbyij-
un er harla léttvægur fundinn.
Undir’dansatriði (stolnu úr Risky
Business) gugnar hann á áfram-
haldandi sambandi við kærustuna
(Jovovich), er hún tjáir honum að
hún sé þunguð af hans völdum.
Vill guttinn mun frekar halda til
Brasilíu í gulleit og koma hlaðinn
þeim göfga málmi í fyllingu tímans
en axla byrðar borgaralegs lífs.
Síst af öllu vill hann starfa sem
lögreglumaður í sveit stóra bróður,
sem stjórnar löggæslu í einu hverfi
San Fransisco. En svo fer allt á
annan veg því brósi er drepinn og
Slater vindur sér umsvifalaust í
hlutverk hans. Við litla hrifningu
samstarfsmanna, yfirmanna og
glæpamanna borgarinnar.
Hér er að finna velflestar klisjur
sem sést hafa í hasarmyndum síð-
ustu árin. Þar fyrir utan er hún
ósmekkleg og þreytandi hræri-
grautur farsa, sorgarleiks og
hetjuóðs og blandast þessir þættir
illa saman. Myndin hefst í álappa-
legum farsastíl með mikilli sveiflu
en þegar bróðirinn er drepinn verð-
ur söguþráðurinn grafalvarlegur,
litli bróðir vill koma Iögum yfír
morðingjana. En ekki nema í
nokkrar mínútur, þá hefst sami
hálfvitagangurinn aftur, glórulaus
fíflalæti og nú í bland við alvar-
legri söguþráð. Og einsog það
hálfa sé ekki nóg þá þarf Slater
sínkt og heilagt að vaða elginn
beint í myndavélina sem verður
fljótlega ótrúlega hallærislegt.
Handritið er sem sagt ekki uppá
marga fiska frekar en annað. Slat-
er er þungamiðjan í þessum sam-
setning öllum og má eiga það að
hann heldur haus á sinn hátt, er
trúr sinni persónusköpun uns yfir
líkur. Hvað hefur farið á milli hans
og leikstjórans er mikil ráðgáta en
svo mikið er víst að Slater verður
að velja hluverk sín af meiri vand-
fýsni í framtíðinni, Mobsters og
einkum Kuffs eru ekkert annað en
illa skrifaðar og unnar B-myndir
í sparifötunum. Og piltur hefur
örugglega ekki gott af því að sjá
fleiri myndir með Jack Nicholson
í bráð.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó:
Reddarinn - “Suburban Comm-
ando“
Leikstjóri Thomas Wright. Að-
alleikendur Hulk Hogan, Chri-
stopher Lloyd, Shelley Duvall.
Bandarísk. New Line Cinema
1991.
Hulk Hogan er sérstakt fyrir-
brigði í Bandarískum skemmtana-
iðnaði. Hefur hlotið gífurlegar vin-
sældir sem margfaldur heims-
meistari í þeirri eðlu íþrótt fjöl-
bragðaglímu. Enda spámannlega
vaxinn, hár og þrekvaxinn, egg-
sköllóttur með síðan, ljósan
hárkraga og tjúguskegg. Allur
hinn reffilegasti, þó kominn sé
bersýnilega á fimmtugsaldurinn,
og geislar af honum lífskraftur-
inn. Aukinheldur er hann ekki
laus við skopskyn sem er nokkuð
groddalegt en einlægt af þeirri
gerð sem börnum og yngri táning-
um hugnast ágætlega.
Efnið er vitaskuld endemisvit-
leysa, samin í kringum líkams-
burði glímukappans. Nú leikur
hann stríðsmann utanúr geimnum
sem verður strandaglópur á Móð-
ur Jörð og sest að í úthverfi á
heimili .þeirra hjóna, Duvall og
Lloyd. Það fer ekki á milli mála
að leigjandinn er maður ekki ein-
hamur og fá óknýltaunglingar,
hrakmenni, svo og morðhundar