Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 Minning: Frímann Sigurðsson yfirfangavörður Fæddur 20. október 1916 Dáinn 5. apríl 1992 Þeir menn sem vinna verk sín vel, hver í sínum verkahring, það -er þeim sem þjóðin á orðstír sinn og heiður að þakka, segir einhver- staðar. Einn þessara manna var tengdafaðir minn, Frímann Sigurðs- 'son fyrrum yfirfangavörður á Litla- Hrauni, sem lést aðfaranótt 5. apríl sl. á sjúkrahúsinu á Selfossi. Um ævi Frímanns þyrfti að gera grein- argott yfirlit þegar um hægist og meta áhrif hans á samferðafólk sitt og íjölskyldu, ég vil þó hér aðeins minnast Frímanns sem tengdasonur og vinur. Frímann var snemma kaliaður til forystuhlutverks við ýmis ábyrgðar- störf og vandaverk í heimabyggð sinni á Stokkseyri og á vinnustað sínum. Hann var kjörinn í hrepps- nefnd Stokkseyrarhrepps árið 1962 og átti þar sæti í 16 ár samfleytt. Ekki veit ég hvort það er tilviljun, en hann gegndi starfi oddvita hreppsins í átta ár, nákvæmlega jafnlengi og dóttir hans Margrét, sem tók við þessu trúnaðarstarfi fyrst kvenna árið 1982. Þau feðgin- in voru alla tíð mjög samrýnd svo þetta ætti ekki að koma á óvart. Frímann var gjaldkeri og ritaði verk- alýðs- og sjómannafélagsins Bjarma í 30 ár, og síðar heiðursfélagi þess, og 20 ár sat hann í sóknarnefnd á Stokkseyri, lengi sem formaður hennar. Skákin var eftirlætisskemmtun Frímanns og þrátt fyrir veikindi síð- ustu æviárin setti hann sig aldrei úr færi þegar skákmót voru annars- vegar á Suðurlandi. Hann var einn af stofnendum taflfélags Stokkseyr- ar, sem er eitt af elstu starfandi taflfélögum landsins í dag, og var formaður þess í mörg ár. Síðustu æviárin, eftir að hann lauk farsælu starfi sínu, sem yfirfangavörður á Litla Hrauni og settist í helgan stein, eins og sagt er, þá tók hann að sér gjaldkerastarf fyrir félagið og sinnti því til dánardags. Hjálpsemi Frímanns, jafnlyndi hans og einstök skyldurækni hefur áreiðanlega komið sér vel í vanda- sömu starfí sem fangavörður á Litla Hrauni í rúm 30 ár. Hann var skipað- ur yfirfangavörður við stofnunina Okkur hjónunum hnykkti við, er við fréttum skyndilegt fráfall okkar kæra frænda og vinar, Sigurðar Haraldssonar, því nýverið áttum við fagnaðarkvöld saman, þar sem hann var hress og lék á als oddi, svo sem _ honum var lagið. Sigurður var móðurbróðir konu minnar Sólveigar og afar kær og i. traustur langtímavinur okkar. Hjá okkur var hann í hávegum hafður og mikils metinn — traustur og ósvik- inn frændi og vinur. Þessi maður var einstök hugprýði- kempa eins og íslenskir karlmenn gerast bestir. Hann var einn hinna mörgu, sem urðu fómarlömb berkl- anna, þegar þeir heijuðu ísland harð- ast, sem leiddi til þess, að það varð að gera á honum þess tíma lungnaað- gerð, og upp frá því gekk hann aldrr ei heill til skógar — yfir 40 ár. Þrátt fyrir það, stundaði hann dagleg störf, því líkast sem ekkert hefði í skorist. Alltaf var hann glaður, gamansam- ur, glettinn og með bros á vör. Aldr- ei heyrðist hann kvarta eða vorkenna sjálfum sér. Þvert á móti voru kjark- urinn, karlmennskan og sjálfsögunin iátin ráða. Ég hef haft hann fyrir sjónum og heyrt þungbæran andar- dráttinn, einnig eftir að hann þurfti að nota súrefnistækið sitt. I návist . hans hefur mig alltaf sett hljóðan í djúpri aðdáun. Aðdáun fyrir þessum hugprúða manni, sem hefur borið haustið 1975 og var um tíma settur forstöðumaður. Þá var hann fyrsti formaður Fangavarðafélags íslands og var trúnaðarmaður starfsmanna á Litla Hrauni í 18 ár. Það kom því fáum á óvart þegar forseti íslands sæmdi Frímann fálkaorðu fyrir fé- lagsmálastörf 1. janúar 1988, þann þakklætisvott þjóðarinnar fyrir vel unnið ævistarf átti hann sannanlega skilið að fá. Síðustu árin voru Frímanni erfið vegna hjartasjúkdóms. Hann mátti lítið reyna á sig, og átti jafnvel erf- itt með að tefla skák vegna spenn- unnar sem því fylgdi. Aldrei heyrð- ist hann þó kvarta, og þegar spurt var um iíðan var svarið einlægt það sama: „Það amar ekkert að mér, ég hef það gott.“ Jafnvel síðustu tvær vikurnar, þegar hann lá þungt hald- inn á sjúkrahúsi og svo var af honum dregið að hann mátti varla mæla, þá var svarið það sama. Þrátt fyrir alvörugefið yfirbragð, sem þó var alitaf með undirtón af gamansemi, hafði Frímann einstaka hæfileika til að blanda geði við börn. Hlýjan sem hann vermdi út frá sér gerði það að verkum að börnum ieið hvergi betur en í návist hans, og barnabömin leituðu mikið til hans þegar eitthvað bjátaði á. Honum var minnisstæð fyrsta heimsóknin sem hann fékk eftir að hann flutti í húsið í Eyjaseli 9, þá var bankað eld- snemma um morgun og úti stóð lítil 3 ára köna með úfið hár í náttkjól og stígvélum. Það fyrsta sem hún mundi þegar hún vaknaði þennan morgun var að afi og amma voru flutt í næsta hús, og varð að fagna þeim strax. Og ekki fannst litla Frí- manni, sem núna er 17 ára, minna til afa koma. Hans bestu stundir voru þegar afi sagði: „Jæja nafni, eigum við ekki að fara út að keyra og kaupa ís?“ Fáa menn hef ég þekkt jafn póli- tíska og Frímann var. Vinstri sinnað- ur og bar hag þeirra sem minnst mega sín fyrir bijósti. Hann átti vini í ölium stjórnmáíaflokkum og hafði mikið gaman af að ræða landsins gagn og nauðsynjar, og það sem efst var á baugi í stjómmálum. Aldr- ei heyrðust þó hleypidómar gagnvart nýjum hugmyndum eða undarlegum uppákomum, sem hafa þó verið tíðar undanfarið, heldur var ævinlega sinn þunga kross með slíkri hetjulund svo lengi. Sigurður var framúrskarandi list- hagur. Smíðisgripir hans úr silfri og gulli eru fágætri listauðgi og fegurð- arfjölbreytileik gæddir - svo mjög, að unun er á að líta. Enda bar heimil- ið mikinn, listríkan fegurðarblæ. Sigurður var hreinn og beinn í öllum samskiptum og viðskiptum. Það var engin óvissa i kringum hann. Hann var sannur eiginmaður, heimil- isfaðir, faðir, og afi síðustu árin. Afi, þetta, sem er því miður að hverfa af íslensku ijölskyldusviði. Afi, sem alltaf var til staðar, að segja sögur, að stytta stundir, að leysa hvern vanda, er upp kynni að koma, að hugga, þegar þess þurfti við, leika sér og skemmta, og síðast en ekki síst, að skapa stöðugt öryggi, sem er grundvaliarþörf hverrar bamsvit- undar. En nú er hann farinn. í söknuðin- um látum við fagra minningu hans sefa harm og trega. Eisku Vaia Stína, Pálmar, Siggi, Sirrí og Ingvar. Við biðjum Guð að. hugga ykkur og styrkja í þessum djúpa söknuði, sérstaklega ykkur, elsku afabörnin. Öllum öðrum ættingjum og ná- komnum sendum við einnig innilegar samúðarkveðjur. Sólveig, Jón Hjörleifur og börnin. reynt að finna skynsamlegar skýr- ingar. Þær eru ekki ófáar orðræðurnar sem þeir bræður Frímann og Björg- vin hafa átt um stöðuna í stjórnmál- um, það leið varla sá dagur að þeir bæru ekki saman bækur sínar. Allt frá barnæsku var Björgvin nánasti vinur og félagi Frímanns. Samband þeirra var mjög sérstakt og núna eftir viðskilnað þeirra á Björgvin erfitt með að skilja hvers vegna Frímann þurfti að fara á undan, fímm árum yngri en hann sjálfur. Samviskusemi og snyrtimennska voru einkenni Frímanns. Hann vildi hafa hlýlegt og fallegt í kringum sig og hafði gaman af fallegu smádóti. Það var því ánægjuiegt að hann skyldi fá að njóta þess í nokkra mánuði að búa í litla timburhúsinu, sem þau Ánna byggðu í túnfætinum hjá okkur síðasta sumar. Á þessum stutta tíma frá því að þau fluttu inn hafði þeim tekist að búa sér hlýlegt og yndislegt heimili, eins og þau höfðu átt áður. Anna var honum samvalinn förunautur og þau hjónin voru mjög samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Það hefur þó ekki verið auðvelt fyrir þau að ráð- ast í húsbyggingu á fullorðinsaldri, hann 75 ára og hún áttræð, en þau víluðu það ekki fyrir sér. Og ég er viss um, að þau höfðu mjög gaman af því að standa í þessum fram- kvæmdum þrátt fyrir erfiðleika. Þótt Frímann mætti ekki gera mikið sjálf- ur vegna iasleika, þá var hann jafn- an mættur á staðinn eldsnemma a morgnana og fylgdist með hverju handtaki allt frá því að fyrsta skóflu- stungan var tekin þar til flutt var inn. Frímann var strax í haust farinn að hlakka til vorsins, hann sá fyrir sér garðinn sem hann var búinn að skipuleggja í huganum með hjálp Möggu dóttur sinnar, sem ætlaði að sjá um að draumurinn um lítinn fal- legan blómstrandi garð rættist. Hún var pabba sínum mjög nákomin, meira en gengur og gerist um feðg- in, og þau skildu jafnan hvort annað án orða. Þetta sást vel síðustu dag- ana, þegar hún sat á rúmstokknum hjá pabba sínum dag og nótt og taldi kjark í hann með látbragðinu einu saman. Magga hefur oft sagt mér frá bernskuárunum, hvað pabbi hennar hafi sífellt verið reiðubúinn og óþreytandi að hlusta á sig, og alltaf jafn rólyndur hvað sem á gekk. Hann hlustaði og ráðlagði, og gaf dóttur sinni það veganesti sem á eftir að endast henni til æviloka. Þegar hún var kjörin til setu á Al- þingi í fyrsta sinn og bað pabba sinn um ráð, þá var svarið stutt: ;,Vertu bara þú sjálf, vertu heiðarleg og gerðu það sem þér þykir réttast." Ég er viss um að þetta hefur verið lífsregla Frímanns sjálfs, hann var ævinlega samkvæmur sjálfum sér og góður þeim sem hafa lítinn mátt. Mér fínnst ég hafa þekkt Frímann lengi. Ekki einu sinni í fyrsta skipti sem ég hitti þennan rólynda og al- vörugefna mann fannst mér ég vera honum ókunnugur. Við náðum strax vel saman og urðum góðir vinir. Áhugamálin voru mörg sameiginleg, m.a. skákin. Eftir að Frímann gat ekki lengur teflt hraðskák vegna hjartveikinnar, þá tefldum við „síma- skák“. Þegar við Magga vorum að bjástra í garðinum, smíða snúru- staura, eða iaga húsið, þá fylgdist Frímann vel með og tók þátt í verk- inu á sinn hátt. Og varð alltaf jafn ánægður með unnið verk. Ef ég er orðinn langorður þá hef ég þá afsökun að ég er ekki ein- göngu að kveðja tengdaföður heldur einnig góðan vin, sem kenndi mér margt þann tíma sem við áttum saman. Jón Gunnar Ottósson. Mitt í vorkomunni og birtunni sem henni fylgir dregur ský fyrir sólu, elsku afi deyr, of fljótt finnst okkur sem eftir sitjum. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá ömmu og afa, afa á ég svo margt að þakka fyrir allt það sem hann veitti mér, yndislegt og öruggj, heimili, allt sem eitt barn getur óskað sér. Ég Vildi að afi hefði getað verið meðal okkar lengur og notið nýja fallega hússins sem þau amma höfðu nýlega flutt inn í og afi var svo ánægður með. Elsku amma, Magga, Jón Gunn- ar, Áslaug og Frímann, afi hefur verið kallaður til æðri starfa en hann skildi eftir mikið af fallegum minn- ingum um svo sérstakan mann, þær lifa í hjörtum okkar. Dæmdu ekki skýið, er skyggði á sól, í skugga síns lögmáls það birtuna fól. Er feykir því aftur hinn frelsandi blær, þú fyrst getur metið, hvað sólin er skær. (E.J. „Að missa bamið sitt“) Anna Pálmey Aðfaranótt 5. apríl síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi vinur minn og samstarfsmaður í hartnær tvo áratugi, Frímann Sig- urðsson, fyrrverandi yfirfangavörð- ur. Hann var fæddur á Stokkseyri 20. dag októbermánaðar árið 1916 og var því 76 ára er hann lést. For- eidrar hans voru þau Sigurður Gísla- son og Hólmfríður Björnsdóttir. Sig- urður stundaði sjó um árabil auk þess sem hann vann alla almenna verkamannavinnu. Starfsferill Frímanns hófst, eins og flestra ungra manna þar um slóð- ir, á sjónum og einnig við alls konar vinnu sem til féll. Á þeim tíma var ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Fyrst stundaði hann sjómennsku frá Stokkseyri en síðar frá Vestmannaeyjum. Árið 1956 gerðist hann fangavörður á Litla- Hrauni og starfaði þar æ síðan, fyrst sem fangavörður eins og fyrr grein- ir og síðan sem yfírfangavörður. Óhætt er að fullyrða að Frímann var með afbrigðum trúr í starfi. Kæmi mér ekki á óvart þótt hægt væri að telja á fingrum annarrar handar þá daga sem hann var frá vinnu vegna veikinda eða annarra ástæðna allan þann tíma sem hann starfaði hjá þeirri stofnun. Honum var trúað fyr- ir ýmsum trúnaðarstörfum innan stofnunarinnar, t.d. var hann iðulega forstjóri Litla-Hrauns um lengri eða skemmri tíma vegna forfalla ann- arra. Þá gegndi hann trúnaðarstörf- um fyrir fangavarðastéttina. Var stofnandi fangavarðafélagsins og formaður þess fyrstu árin. Þann 1. janúar 1988 sæmdi forseti íslands^ frú Vigdís Finnbogadóttir, hann Fálkaorðunni fyrir vel unnin störf í þágu fangelsismála. Frímann var alla tíð mikill og einlægur félags- málamaður og vann að þeim málum sem hann tók að sér með mikilli seiglu og háttvísi. Fyrir þær sakir hlóðust á hann ýmis störf fyrir sveit- arfélag sitt og hin ýmsu félagasam- tök á staðnum og í nágrenni. Hann sat í hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps í 16 ár samfellt, þar af 8 ár sem oddviti hreppsnefndarinnar. í tvo áratugi var hann í stjórn verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma, lengst af sem gjaldkeri. Hann var heiðursfélagi þess félags. Þá var hann einnig formaður sóknarnefnd- ar Stokkseyrarkirkju í mörg ár. Á Stokkseyri hefur verið blómlegt og kraftmikið tafllíf um áratuga skeið og átti Frímann ekki minnstan hátt í að svo er. Hann gekkst fyrir stofn- un Taflfélags Stokkseyrar árið 1938 og var formaður þess fyrstu 10 ár- in. Hann var vel virkur félagi þar og með betri skákmönnum á Suður- landi á þeim tíma. Hann var stofn- andi Skáksambands Suðurlands og formaður þess um árabil. Hann lét einnig landsmálin til sín taka, var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi og var trúr þeirri stefnu frá fyrstu tíð. Frímann var stakur reglumaður alla ævi, jafnt í starfi sem leik, og áfengi og tóbak freistuðu hans ekki. Hann kvæntist Önnu Pálmey Hjartardóttur, mannkosta konu ætt- aðri úr Borgarfirði. Þeim varð ekki barna auðið en þau eignuðust kjör- dóttur, Margréti Frímannsdóttur, alþingismann, sem reynst hefur þeim hin besta dóttir. Og þá er lífstaugin brostin. Ég kveð og þakka Frímanni áratuga samfylgd í starfi og leik. Hin Ijúfa minning angar eins og reyr. Um andann leikur heitur sunnanþeyr, en himnar blána, heimur birtist nýr sem hugann fyllir von - sem aldrei deyr. (Davíð Stefánsson) Ég votta eiginkonu, dóttur og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur okkar hjóna. Megi hann njóta friðar og Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Sigurður Ingimundarson. í dag verður til moldar borinn á Stokkseyri heiðursmaðurinn Frí- mann Sigurðsson. Við fráfall hans rifjast upp fyrir mér margar minn- ingar um náið og gott samstarf um árabil. Þeim minningum fylgja þakk- læti fyrir ferð með traustum manni og fyrir vináttu hans og fjölskyldu hans. Fundum okkar Frímanns bar fyrst saman þegar ég hóf störf á Stokks- eyri, kom þangað ungur maður og óreyndur í starfi. Frímann var þá sóknarnefndarformaður Stokkseyr- arsafnaðar, hafði reyndar haft þá ábyrgðarstöðu á hendi um langt ára- bil og notið þar óskoraðs trausts sveitunga sinna. Ég komst líka fljótt að því, að þar var traustan mann fyrir að hitta, og eigi orðið traustur við um nokkurn mann, var það um hann. I öllu var hægt á hann að treysta, hvert það verk, sem hann tók að sér var vel skipulagt og yfir- vegað, reglusemin þvilík, að um margar hliðstæður þess hef ég ekki orðið var síðar. Við kirkjuna og kirkjugarð á Stokkseyri sást vel til verka Frí- manns. Hann hafði verið í forystu við endurbyggingu kirkjuhússins, mikla og stórhuga framkvæmd, þar sem vel þurfti til að vanda og leggja sjálfan sig í. Það verkefni hafði hann leitt á frábæran hátt, dugandi og útsjónarsamur. Frímann var þannig leiðtogi í safnaðarstarfinu, að allt var i góðum skorðum. Að því var gott að koma og starfa við, og sann- arlega þakkarefni. En ofar er mér samt í huga þakklæti til Frímanns fyrir þá miklu hlýju, sem ég og fjöl- skylda mín nutum hjá honum. Að geta hitt hann og rætt við hann, spurt ráða og finna vitran hug og djúpan, var oft dýrmætt. í safnaðar- starfinu var áhugi hans lifandi og uppörvandi, þótt bryddað væri upp á nýju, var hann alltaf tilbúinn til þess að taka þátt í og standa að góðum málum. Hann sagði ekki allt- af margt og aldrei hátt, en tillögur hans voru góðar. Þannig minnist ég margra funda, á Stokkseyri og úti í héraði, þar sem Frímann var verð- ugur fulltrúi safnaðar síns. Á heimili Frímanns var gott að koma. Eiginkona hans, Anna Hjart- ardóttir, stóð honum þar traust við hlið, skörungur heima og heiman. Það heimili var myndarlegt, en það sem meira var, gott. Frímanni Sigurðssyni var víða sýnd tiltrú. Lengi var hann í for- svari sveitarfélags. Starfsferill hans var lengst á Litla-Hrauni. Hann var um árabil yfirfangavörður. Þar sem stjórnendur þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir og ekki liggur alltaf beint við hvað er réttast, er eins gott að hafa rétta menn í stjórnarstörfum. Þar verður þó aldrei tekið af skar svo öllum líki. í því starfi fylgdist ég oft með því hvernig Frímann starfaði, ræddi oft um það við hann. Það jók alltaf traust mitt og virðingu fyrir mínum góða vini. Þegar starfsstaðir breytast verða samfundir óhjákvæmilega stijálli. Svo var að sjálfsögðu með hin síð- ustu ár. En í brjósti svellur þakk- læti til Frímanns og Önnu fyrir vin- áttu, hlýju og samvinnu. Onnu og fjölskyldu hennar sendum við Heiða samúðarkveðjur. Við horfum fram til fyrirheita Drottins, sem Frímann vildi starfa fyrir, fyrirheitin um eilíft líf, vegna þess að frelsarinn Jesús Kristur reis upp frá dauðum og hef- ur sigrað dauðann. Hann sagði: „Hver sem trúir á’mig mun lifa þótt hann deyi.“ Valgeir Ástráðsson. Sigurður Haralds- son - Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.