Morgunblaðið - 11.04.1992, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992
Minning:
Sigríður Líndals
frá Steinholti
Fæddur 15. desember 1908
Dáinn 3. apríl 1992
Sigmjón Jóhannes
son - Minning
Fæddur 17. desember 1900
Dáinn 24. júlí 1991
Það er sjónarsviptir að Sigríði
Líndals, þessari síungu, kjarkmiklu
og viljasterku konu sem horfði opn-
um huga og björtum augum fram
á veg.
Hún hlaut vöggumein sem hún
bjó við alla ævi og aðrir sjúkdómar
sóttu hana einnig heim. Þetta
gleymdist gjarnan því áhuginn og
atorkan voru slík að fáir stóðust
henni snúning.
Á tímabili rak Sigríður smábarn-
askóla. Þar voru undirstöðufögin
léstur, skrift og reikningur í háveg-
um höfð, en ýmislegt fleira var á
dagskrá, þar á meðal að læra á
peninga, klukku og tímatal. í þess-
um skóia ríktu skipulag, agi og
samvinna, að ógleymdri námsgleð-
inni og virðingu milli kennarans og
nemenda. Það leið aldrei svo dagur
að ekki væri sunginn skólasöngur-
inn eftir Guðjón Guðjónsson sem
byijar þannig:
„Þaðerleikuraðlæra,
,leikursáermérkær...“
Þetta ljóð sem allir kunna lýsir
vel andrúmsloftinu í kringum Sig-
ríði. Hún var afburðakennari, ósínk
á að miðla þekkingu og fróðleik og
mannrækt var henni í blóð borin.
Það var eftirsóknarvert að fá að
fylgja henni eftir og vera með henni
í fagurbókmenntum þegar færi
gafst og stundum greip Sigríður
gítarinn. Þá var sungið af hjartans
list. Oft var hlegið og að öllu gaman.
Fæturnir báru Sigríði skammt
en hún bætti það margfalt upp með
huga og hönd. Hún hélt því fram
að hugurinn bæri sig hálfa leið og
gott betur, en stundum henti það
hana að ganga fram af sér Iíkam-
lega. Hvorki kvartaði hún þá né
staldraði lengi við svo búið, því
hugðarefnin voru mörg og verkefn-
in sagði hún að biðu sér ekki til
batnaðar. Hangs og hálfvelgja voru
eitur í hennar beinum.
Sigríður var flestum myndvirk-
ari, afkastamikil og stórhuga. Ótelj-
andi eru allar þær fallegu flíkur og
listilegu munir sem hún ýmist pijón-
aði á vél eða hannaði og vann í
höndunum. Allt var þetta óað-
finnanlega vel unnið og viðtakend-
um til þurftar og gleði.
Atburði líðandi stundar og
straumhvörf þjóðfélagsins lét Sig-
ríður sig varða. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum,
var rökföst í umræðum, hreinskipt-
in í orði og verki og gekk aldrei í
grafgötur um það, hvað að henni
snéri. Hún lagði málefnum fatlaðra
lið og var ætíð reiðubúin að leggja
sitt af mörkum þeim til framdráttar.
Hún unni heimahögunum, fór
sinna eigin ferða eins og geta og
úthald leyfðu, en kunni því líka vel
að slást í för með öðrum þegar svo
bar undir.
Sumardagurinn fyrsti var hennar
uppáhaldsdagur, hvernig sem viðr-
aði. Það fór ekki framhjá neinum
sem til þekkti, því að þá skartaði
hún meira en aðra daga.
Sigríður var með afbrigðum
tryggur vinur og fylgdist af lífi og
sál með öllum þeim sem hún kall-
aði „sitt fólk“. Yngri kynslóðir í
þeim hópi fóru víst síst varhluta
af örlæti hennar og umhyggju.
Við systkinin frá Árgerði kveðj-
um Sigríði í Steinholti með söknuði
og þökkum af heilum hug vináttu
hennar, leiðsögn og órofa tryggð.
Guðný, Friðrik
og Bjarni.
Mig langar til þess að skrifa
nokkur síðbúin kveðjuorð um afa
minn. Hann var mér og mínum
ávallt vinsamlegur og tryggur. Það
eru ógleymanlegar stundirnar á
sunnudögum í gegnum árin, en það
var heimsóknardagur hjá fjölskyld-
unni til afa.
Hann lifði alla tíð mjög fábrotnu
lífi en hann vissi meira en margur
því alla tíð var hann mjög bók-
hneigður og hann vissi nánast alla
skapaða hluti, allt frá pólitík til ind-
verskrar heimspeki.
Hann fór í sinn daglega göngutúr
og þá oftast út í Melabúð á Hjarðar-
haga, hann verslaði og fékk aðeins
að kíkja í blöðin og vil ég þakka
starfsfólkinu þar fyrir þá góðvild
og virðingu sem það ávallt sýndi
honum. Ekki má gleyma trésmíða-
verkstæðinu á Þrastargötu en hann
fékk hjá þeim eldivið í kabyssuna
sína. Stundum gat verið erfitt að
koma eldiviðnum heim þó stutt
væri en þessir öðlingar björguðu
því, þeir smíðuðu sleða handa hon-
um svo hann gæti dregið eldiviðinn
heim. Oftar en ekki komu þeir sjálf-
ir með eldiviðinn og settu fyrir
framan litla húsið hans og mikið
var hann þakklátur.
Ekki má gleyma Lúðvík og Þóru
en þau sáu um heimilishjálp fyrir
afa og voru þau í miklu uppáhaldi
hjá honum.
Þórður bróðir afa bjó í næsta
húsi við hann og voru þeir alla tíð
mjög nánir. Einnig hringdi afi oft
í Árna bróður sinn og málin voru
rædd.
Að lokum kveð ég afa með orðum
K. Gibran:
Þú skalt ekki hiyggjast þegar þú skilur
við vin þinn því það sem þér þykir vænst
um í fari hans getur orðið þér ljósara í
fjarveru hans.
í Guðs friði.
Helena Kristmannsdóttir.
t
Faðir okkar,
INGI BJÖRGVIN ÁRSÆLSSON,
lést í Landakotsspítala 2. apríl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrr-
þey. Fyrir hönd aðstandenda.
Rós Ingadóttir,
Ingibjörg Ingadóttir,
Bjarni Páll Ingason.
t
Faðir okkar,
BALDUR GUÐMUNDSSON
frá Þúfnavöllum,
andaðist 8. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá nýju Fossvogskapellunni miðvikudag-
inn 15. apríl kl. 10.30.
Þórunn Baldursdóttir,
Hulda Baldursdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bæ í Steingrímsfirði,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 9. apríl.
Skarphéðinn Árnason, Ragnheiður Björnsdóttir,
r, Guðmundur Ragnar Árnason,
Snorri Árnason,
Kristmundur Árnason, Hrefna Ragnarsdóttir,
Svanlaug Alda Árnadóttir, Óli Björn Hannesson,
Ingibjörg Árnadóttir, Sigurður Guðmundsson,
Björn Árnason, Ásdís Pétursdóttir,
Gunnar Árnason, Kristi'n Valtýsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengaföður, afa og mágs,
GUNNARS KJARTANSSONAR
frá Fremri-Langey,
Karfavogi 36.
Ólöf Ágústsdóttir,
Lára Gunnarsdóttir, Gunnþór Halldórsson,
Júlíana Gunnarsdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Elfa Gunnardóttir,
Lóa Björk Gunnarsdóttir,
Andrés Ágústsson
og barnabörn.
Laufey Bjama-
dóttir - Minning
Þegar góðvinir kveðja er oft svo
að við sem eftir stöndum tökum því
misjafnlega; ekki endilega fyrir þær
sakir að veglúnir mega ekki hvíl-
ast, heldur vegna þess að eigið lífs-
mynstur breytist nokkuð. Sjálf
breytumst við vegna þess að tóma-
rúm myndast, sem ekki verður fyllt
í; ekki kemur maður í manns stað.
Sú mæta kona sem ég kveð, Laufey
Bjarnadóttir Snævarr, var stór
mynd í lífi mínu, og var svo með
hennar fjölskyldu alla. Ná kynni
okkar yfir iangan tíma, megnið af
mínum ævidögum, og hefjast í vest-
urbænum, þar sem við vorum ná-
grannar.
Síðar, er hún fluttist yfir Tjörnina
til sinna fyrri átthaga, var það ekki
svo breitt bil að ekki yrði brúað.
Margar voru ferðirnar sem ég fór
að heimsækja hana og hennar
prýðilegu ættmenni og margar eru
þær björtu minningar tengdar þeim
heimsóknum.
Þetta var gott fólk og fallegt
fólk; og það einkenndi þeirra dagfar
allt, að það sem það hugsaði og það
sem það gerði, það var heldur ekki
annað en gott og fallegt.
Á þessu heimili, sem var jafn-
framt heimili foreldra hennar sem
bjuggu stórbúi í öðrum hluta húss-
ins, ríkti gleðin, enda þótt þar væri
jafnframt mikil festa og vinnusemi.
Gestrisnin var slík, að óvenjulegt
þótti, jafnvel á þeim tímum. Þarna
kynntist ég ótrúlegu samblandi af
glaðværð og guðsótta, sem í hveij-
um ranni hefur sína sérstöku mynd.
Bíbí, eins og hún var kölluð, var
tryggur vinur. Hana var jafn gott
að finna í sveitinni á Stiklastöðum
og í bænum, og indælar minningar
eru bundar við öldugjálfur, fugla-
kvak, beijalaut og barnahjal frá
þeim dögum.
Að leiðarlokum bið ég henni
blessunar um leið og ég þakka liðna
tíð. Fjölskyldunni votta ég samúð.
M. Thors.
Minning:
Þorvaldur Borgfjörð
Gíslason, vélsljóri
Fæddur 30. júlí 1954
Dáinn 22. febrúar 1992
„Hann Valdi er dáinn,“ með þess-
um fáu orðum bárust okkur þær
hörmulegu fréttir, að hann Valdi
frændi hefði orðið fyrir slysi úti á
sjó og látist. Svo fá orð sem segja
svo margt. Eiginkona hafði misst
mann sinn, synir föður sinn, foreldr-
ar sinn eina son og systur bróður
sinn, já og við öll sem þekktum
Valda höfðum misst góðan vin.
Þorvaldur var fæddur 30. júlí
1954, sonur hjónanna Sjafnar
Helgadóttur og Gísla Borgfjörð
JónsSonar. Ólst hann upp í Reykja-
vík ásamt fimm systrum. Valdi fór
ungur til sjós, fyrst frá Reykjavík
á björgunarskipinu Goðanum og
seinna frá Höfn í Hornafirði. Var
hann á sjónum fyrst sem háseti en
síðar sem vélstjóri, eftir að hann
lauk vélstjóranámi, og nú síðast
sem vélstjóri á Haukafellinu.
Á Homafirði kynntist Valdi Sig-
urborgu Þórarinsdóttur, eftirlifandi
eiginkonu sinni og eignuðust þau
tvo syni, Gísla og Ásbjörn. Einn son
átti Valdi áður, Hallmar Frey.
Valdi var sonur systur minnar
og voru aðeins rúmar þijár vikur á
milli okkar. Ólumst við báðir upp í
Reykjavík og má segja að við höfum
alist upp sem bræður frekar en
frændur, svo mjög vorum við sam-
rýmdir og eru margar kærustu
minningar frá æskuárunum með
Valda. Alltaf var fjör og gaman
með Valda. Hann var kátur,
skemmtilegur og duglegur strákur
og eru þau ótalin prakkarastrikin
sem við gerðum saman.
En Valdi var líka mjög Ijúfur og
einlægur. Auk þess var hann mjög
næmur á tilfinningar annarra, var
alltaf boðinn og búinn að veita
hjálparhönd og veitti oft meira en
beðið var um, sannur góður dreng^
ur.
Að við eigum aldrei eftir að hitta
Valda aftur, heyra rödd hans og
hlátur, ræða við hann málin, er
erfitt að sætta sig við, en við sem
þekktum Valda erum þakklát fyrir
þann tíma sem við fengum með
honum.
Valdi frændi er dáinn, látinn er
góður drengur. Hans verður sárt
saknað.
Eg bið góðan guð.að styrkja ást-
vini hins látna í þeirra miklu sorg.
Kormákur Eiríksson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
VALGEIRS B. HELGASONAR
rennismiðs,
Langholtsvegi 116A.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfé-
lagsins.
Hlíf Valdimarsdóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn
og barnabörn.